Morgunblaðið - 03.06.1994, Side 49

Morgunblaðið - 03.06.1994, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 1994 49 ÍÞRÓTTIR I I l l i i i í i i i i i i í i l i ■ STEFKA Kostadinova, heims- methafí í hástökki kvenna frá Búlg- aríu, hefur hætt keppni næsta árið eða svo. Kostadinova á von á barni með eiginmanni sínum og þjálfara Nikolai Petrov. Hún er eini há- stökkvarinn í kvennaflokki sem stokkið hefur rúmlega 100 sinnum yfir tvo metra, og náði þeim ein- staka árangri á árabilinu 1984 til 1987 að sigra á 53 mótum af 54 sem hún tók þátt í. ■ HALLDÓR Áskelsson, fyrrum landsliðsmaður í knattspyrnu úr Þór á Akureyri, leikur líklega ekki framar. Hann var enn einu sinni skorinn upp vegna skaddaðrar há- sinar á dögunum og segir í samtali við Dag að miklar líkur séu á að ferillinn sé á enda. „Læknirinn seg- ist vera ánægður ef ég verð góður til daglegs brúks i framtíðinni. Annað gæti verið bónus,“ segir Halldór. ■ ÞRETTÁN þeirra sextán landsliðsmanna Bólivíu í knatt- spyrnu, sem komu hingað til lands og mættu íslendingunum á dögun- um, eru í 22 manna hópi landsins sem tekur þátt í HM í Bandaríkjun- um í sumar. FELAGSLIF Fjölskyldudagur í sundl Á morgun, laugardaginn 4. júní, verður íjöl- skyldudagur I Sundlaug Kópavogs, sem hefat með rennibrautarkeppni kl. 10. Skrán- ing er í Sundlauginni, en keppt verður í þremur aldursflokkum, 10 ára og yngri, 11 til 15 ára og 16 ára og eldri. Vindsængur- boðsund fjölskyldna (einn fullorðinn í þriggja manna sveit) hefst kl. 15 og 200 m sundkeppni milli sveitarfélaga stendur yfir allan daginn. Íshokkífundur Finnski íshokkíleikmaðurinn Hannu Kamppuri heldur fyrirlestur um íshokkí miðvikudaginn 8. júní nk. kl. 20, í íþrótta- miðstöðinni i Laugardal. Kamppuri hefur undanfarin þrjú ár leikið í NHL atvinnu- mannadeildinni í Bandarílgunum, en hann hefur alls fimm sinnum leikið á heimsmeist- aramóti fyrir hönd Finna. Kamppuri er markvörður og mun á fundinum kynna í stuttu máli sjálfan sig og íþróttina. Fundur- inn er öllum opinn. Körfuboltabúðir Körfuknattleiksnámskeið verður haldið [ iþróttahúsinu Austurbergi og Fellaskóla dagana 6. til 9. júní nk., fyrir stráka og stelpur á aldrinum 8 til 18 ára. Þrír banda- rískir þjálfarar koma til landsins og sjá um námskeiðið, en einnig kemur til landsins Antony Bowie, sem leikur með Orlando Magie ( NBA-deildinni. Auk þess verða 10-15 íslenskir þjálfarar og leikmenn þeim til aðstoðar. Tekið er við skráningum [ sfma 13841 á kvöldin og 687070 milli kl. 9 og 17. Þátttökugjald er 12.500 krónur. SumarbúAir í Borg Knattspyrnufélagið Valur heldur fjögur íþróttanámskeið í sumar, undir nafninum Sumarbúðir í Borg. Námskeiðin verða frá 6.-16. júnf, 20. júnf til 1. júlf, 4.-15. júlí og 18.-29. júlí. Þátttökugjald er kr. 9.800. Innritun f sfma 12187 og 623730. Hjólreiðar Æfingar Hjólreiðafélags Reykjavíkur, sem eru öllum opnar, eru á mánudögum, þriðju- dögum og fímmtudögum kl. 18.15. Þeim sem áhuga hafa er bent á að mæta á fram- angreindum tfma við Veitingahúsið Sprengisand. í kvöld Knattspyrna kl. 20 2. deild kvenna B: Akureyri....................ÍBA - Leiftur 3. deild karla: Sandgerði.........Reynir - Dalvík ísaflörður...........BÍ - Haukar Húsavfk.......Völsungur - Höttur Skallagrímsv....Skallagrfmur - Vfðir 4. deild: Leiknisvöllur...Leiknir - Afturelding Gróttuvöllur....Grótta - Snæfell ÁrmannsvöllurÁrmann - Framheijar Melar.Hörgárdal.........SM - KS Reyðarfjörður.......KVA - KBS Djúpavosvöllur....Neisti - Huginn Leiðrétting Nafn Ólafs Gottskálkssonar markvarðar Keflvfkinga féll niður í einkunnagjöfinni hjá okkur i gær. Ólafur átti að fá eitt emm fyrir leik sinn. KORFUKNATTLEIKUR 1 TENNIS NBA beint á Stöð2 Eins og tvö undanfarin ár mun Stöð 2 sýna beint frá úrsli- Reuter Haywoode Workman hjá Indiana Pacers nær boltanum af Charles Smith, leikmanni New York Knicks, sem er í óvenjulegri stellingu á gólfinu. Indiana stend- urvelaðvígi Gunnar Valgeirsson sk'rifar frá Bandaríkjunum INDIANA Pacers stendur vel að vígi í úrslitakeppni austur- deildarinnar í NBA-körfunni í Bandaríkjunum. Liðið sigraði lið New York Knicks í fimmta leik liðanna, 86:93, í Madison Square Garden í fyrrinótt og er 3:2 yfir í rimmu liðanna. Leikurinn var sögulegur. New York náði strax 16 stiga for- ystu í fyrri hálfleik og í leikhléi var staðan 43:35 fyrir heimamenn. Þeir héldu forystunni fram í byrjun síð- asta leikhluta en þá hrökk „draumaliðsbakvörðurinn" Reggie Miller loks í gang, en hann hefur haft frekar hægt um sig í rimmunni við Knicks. Á nokkrum mínútum gerðu leikmenn Indiana 23 stig gegn þremur stigum heima- manna og höfðu 73:81 yfir þegar 6 mínútur voru eftir og 79:81 tveim- ur mínútum síðar. Lengra komust heimamenn ekki og munurinn varð aftur tíu stig en á síðustu sekúndu gerðu heima- menn þriggja stiga körfu og lokatöl- ur því 86:93. í fjórða leikhluta gerðu leikmenn Indiana 33 stig gegn 16 stigum heimamanna og Miller gerði 25 stig, en metið í einstökum leik- hluta úrslitakeppninnar á „Sleepy“ Floyd sem lék með Houston fyrir tæpum áratug. Hann gerði 29 stig í einum leikhluta í úrslitakeppninni. „Knicks byrjaði vel en þegar ég fór að hitta fór mig að gruna að við gætum sigrað,“ sagði Reggie Miller eftir leikinn og bætti við að leikmenn Knicks virkuðu þreyttir. „Þetta hefur verið erfið úrslita- keppni hjá okkur. Ég veit ekki hvað er að hjá okkur en við verðum að taka okkur verulega á,“ sagði Pat Riley þjálfari Knicks eftir leikinn. Miller var hins vegar léttur eftir að hann hrökk í gang og leyfði sér að eiga orðaskipti 'við leikstjórann Spike Lee sem sat á fremsta bekk, en hann er mikill aðdáandi Knicks. í undanúrslitum í fyrra lék New York við Chicago og vann í fyrstu tveimur leikjunum. Meistarar Chicago gáfust ekki upp og unnu í næstu fjórum leikjum. Nú er spurningin aðeins hvort sagan sé að endurtaka sig því Knicks vann tvo fyrstu leikina gegn Indiana. Fyrir leikinn í fyrrinótt hafði Knicks unnið Indiana í síðustu 11 heimaleikjum og Indiana hefur að- eins sigrað tvívegis í Madison Square Garden frá árinu 1983, en Knicks 31 sinni. Sjötti leikurinn verður í nótt og á Knicks svo sannarlega á brattann að sækja því Indiana hefur sfgrað í öllum sex heimaleikjunum í úr- slitakeppninni en Knicks hefur að- eins sigrað í einum af sjö útleikjum sínum í keppninni. takeppninni í NBA-körfunni í Bandaríkjunum. Ætlunin var að sýna úrslitaleikina en nú hefur einnig verið ákveðið að sýna beint frá leik Indiana og New York í nótt og hefst útsending frá leiknum klukkan rúmlega eitt í nótt. Þetta er sjötti leikur lið- anna og staðan er 3:2 fyrir Indi- ana þannig að liðið gæti tryggt sér sigur í austurdeildinni í kvöld og jafnframt sæti í úrslitaleikjun- um gegn Houston. Sigri New York hins vegar í nótt þá leika liðin hreinan úrslitaleik og verður hann sýndur á sunnudagskvöld og hæfíst útsending um klukkan 23., Úrslitakeppnin hefst miðviku- daginn 8. júní og verða allir leik- irnir sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2. Útsending hefst kl. 01 aðfararnótt fimmtudagsins. Annar leikurinn verður föstu- dagskvöldið 10. júní og hefst útsending einnig kl. 01. Þriðji leikurinn verður sýndur beint kl. 23 sunnudagskvöldið 12. júní og fjórði leikurinn miðvikudags- kvöldið 15. júní kl. 01. Svo gæti farið að liðin þyrftu að leika þijá leiki til viðbótar og mun Stöð tvö einnig sýna þá leiki beint. Auglýsingum verður skotið inní leikina eins og tíðkast í Bandaríkjunum, en það verður samt auglýsingadeild Stöðvar tvö sem sér um þau mál, bandarísku auglýsingarnar verða sem sagt ekki sýndar hér. Það verða Einar Bollason og Heimir Karlsson sem lýsa leikjunum. KEILA / EVROPUMOT LANDSLIÐA Strákarnir í 13. sæti ÍSLENSKA karlaliðið í keilu er með 16 stig og í 13. sæti á Evr- ópumeistaramótinu f Hoilandi eftir keppni gærdagsins, en kvennaliðið er enn stigalaust f næst neðsta sæti. Karlaliðið vann Breta 937-925 og réðust úrslit í síðasta ramma — Valgeir rak endahnútinn með þremur fellum. Strákarnir unnu auk þess Norður-íra 1007-834, en töpuðu 1041-875 fyrir Svíum, 1044-945 fyrir ítölum og 1032-968 gegn Dönum. í fyrrakvöld vann karl- aliðið Ungverja 1036-867 og Króata 936-859, en tapaði 1130-966 fyrir Finnum og 950-906 fyrir Þjóðveij- um. í liðinu eru Ásgeir Þór Þórðar- son, Ásgrímur Helgi Einarsson, Halldór Ragnar Halldórsson, Jón Ásgeir Ríkharðsson, Jón Helgi Bragason og Valgeir Guðbjartsson. Danir eru efstir með 24 stig og Svíar í 2. sæti með 22 stig, en þeir settu Evrópumet í fyrrakvöld, náðu 1166 stigum gegn Bretum. Kvennaliðið tapaði 955-839 fyrir Austurríki, 949-825 fyrir Belgíu og 963-847 fyrir Þýskalandi en í fyrra- kvöld töpuðu stúlkurnar 895-825 fyrir Spánveijum, 887-834 fyrir Svisslendingum og 966-953 fyrir Frökkum. Ágústa Þorsteinsdóttir, Elín Óskarsdóttir, Guðný Helga Hauksdóttir, Jóna Gunnarsdóttir, Ragna Matthíasdóttir og Sólveig Guðmundsdóttir skipa liðið, sem var yfír gegn Frökkum þar til í 10. ramrna. Elín Óskarsdóttir lék mjög vel gegn Frökkum og náði 242 stig- um. Opnafranska: ' " Súbesta er úr leik Steffi Graf tapaði í í undanúrslitum STEFFI Graf, besta tenniskona - heims samkvæmt lista alþjóða tennissambandsins, tapaði f undanúrslitum á Opna franska mótinu í gær, en þar hafði hún titil að verja. Það var Mary Pi- erce, nítján ára frönsk stúlka, sem sigraði meistarann frá því í fyrra. Pierce sigraði Graf örugglega, 6-2 og 6-2. Þetta var fyrsti ósigur Graf á stórmóti, síðan í úrslit- um á Opna ástralska mótinu á síð- asta ári. Graf hefur leikið til úrslita á Roland Garros vellinum, þar sem Opna franska mótið er haldið, sl. sex ár af síðustu sjö. Sigur Pierce, sem er fædd í Kanada, var aldrei í hættur’ Stöðva þurfti leikinn um stund vegna rigningar, þegar staðan var 3-2 fyr- ir Pierce í annarri lotu. Þegar þær mættu aftur til leiks þurfti Pierce aðeins 11 mínútur til að ljúka hon- um. Þetta var fyrsti undanúrslitaleikur Pierce á stórmóti. Hún mætir Aröntxu Sanchez-Vicario frá Spáni í úrslitaleiknum á morgun, en hún sigraði löndu sína Conchitu Martinez örugglega, 6-3, 6-1, í hinum undan- úrslitaleiknum. ÚRSLIT Knattspyrna Æfingalandsleikir Vín: Austurriki - Þýskaland..........1:5 Toni Polster (77. vsp.) - Matthias Sammer (22.), Andreas Möller (50., 66.), Jiirgen Klinsmann (62.), Mario Basler (90.). 35.000. Montreal: Kanada - Morokkó................1:1 Rudy Doliscat (90.) - Mohammed Chaouch (58.).'3.618. Tampere: Finnland - Spánn................1:2 Petri Jarvinen (17.) - Felipe Minambres (11.), Julio Salinas (15.) HjólreiAar ítaifumótið Staðan eftir 12 leggi: 1. Evgeny Berzin (Rússl.).46:25.42 klst. 2. A. Cuevas (Frakkl.)..2.16 mfn. á eftir 3. Gianni Bugno (ftal.)............2.32 4. Miguel Indurain (Spáni).........3.39 5. Marco Giovannetti (ítal.).......4.58 6. Francescö Casagrande (ítal.)....5.02 7. WladimirBelli(Ftal.)............5.24 8. Pavel Tonkov (Rússí.)...........6.09 9. Massimo Podenzana. (ttal.)......6.25 10. Moreno Argentin (ítal.)........6.42 GOLFMOT * Oroblu hjá Keiii Opið kvennamót verður haidið hjá Keili á morgun og verða leiknar 18 holur með Qg án forgjafar. Diletto hjá GR Á sunnudaginn geta konurnar síðan tekið þátt í opnu móti hjá GR þar sem 18 holur verða leiknar með og án forgjafar. Egilsmótið hjá GR Egilsmótið, 18 holu höggleikur með og án forgjafar, verður hjá Golfklúbbi Reykjavíkur á morgun. Opna Selfossmótið Mótið fer fram á Svarfhólsveili á morgun. Leikið er með Stableford 7/8 og ræst er út frá klukkan 9. Háforgjafarmót Háforgjafarmót fer fram f Mosfellsbæ á morgun og er fyrir þá sem hafa 20 eða meira í forgjöf. Ræst út frá kl. 8. Krían á Nesinu Opna Krfumótið verður hjá Nesklúbbi á sunnudaginn og er 18 holu höggleikur með og án forgjafar. Ræst út frá kl. 8. Blálóns mót GG Blá-lóns mótið hefst f Grindavík kl. 8 á sunnudaginn. 18 holur með og án forgjafar. Opið unglingamót Opið unglingamöt verður hjá GS á sunnu- daginn. 18 holur með og án forgjafar. Öldungamót hjá NK Oþið öldungamót verur á Nesinu á morgun. 18 holur með og án forgjafar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.