Morgunblaðið - 03.06.1994, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 1994 13
VIÐSKIPTI
Morgunblaðið/Árni Helgason
Friðrik
Bergmann
Skipavík
smíðar
skelplóga
Stykkishólmi - í vetur og
fram á vor hefur verið sæmi-
legt um verkefni í Skipasmíða-
stöðinni Skipavík í Hólminum.
„Ýmis verkefni hafa verið á
döfinni og því ekki þurft að
segja upp starfsfólki og er það
mér gleðiefni," sagði Ólafur
Sigurðsson, forstjóri Skipavík-
ur.
Ól'afur sagði að fyrir lægi
það verkefni að smíða skelplóga
fyrir skelveiðibátana úr sér-
staklega góðu efni. Þeir hefðu
áður gert slíkt og þeir plógar
hafi reynst með ágætum. Nú
yrðu þeir plógar endurbyggðir
og farið eftir reynslunni.
Aðalverkefnið hefur þó verið
fyrir útgerðarfélagið Feng í
Olafsvík. Mb. Friðrik Berg-
mann, sem byggður var fyrir
meira en þijátíu árum, var í
skipasmíðastöðinni frá því 14.
mars si. Má segja að farið hafi
verið yfir bátinn hátt og lágt
og hann sé nánast eins og nýr.
Skipt var um aðalvél og skrúfu
og miklar endurbætur unnar á
bol og búnaði, aðallega vegna
tjóns. Þá var báturinn allur
málaður upp, hátt og lágt eins
og áður segir og hann fer héð-
an sem „nýr“ bátur.
Verkefni þessu var lokið 9.
maí og tók þá skipstjórinn,
Erlingur Helgason, við bátnum
og var ekki að heyra á honum
annað en að honum líkaði verk-
ið í alla staði.
Eimskip
áfram með
flutninga
fyrir herinn
BANDARÍKJAHER hefur
framlengt samninga við Eim-
skip, en fyrirtækið hefur frá
1. júlí 1993 annast flutninga
fyrir varnarliðið á Keflavíkur-
flugvelli. Samningurinn hefur
verið framlengdur um aðra 12
mánuði eða út júní á næsta ári.
Eimskip annast 65 prósent
af árlegum flutningum fyrir
varnarliðið og hafa þessir flutn-
ingar þannig treyst Ameríku-
siglingar Eimskips. Skipafélag-
ið Van Ommeren hefur annast
hinn hluta flutninganna. Tekjur
Eimskips af þessum flutningum
eru áætlaðar um kr. 230 millj-
ónir á ári.
Verlu með
draumurínn gæti orðið að veruleika I