Morgunblaðið - 03.06.1994, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 03.06.1994, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 1994 9 FRÉTTIR Nýr bæjarsljórnarmeirihluti á Egilsstöðum Yilja fá þyrlu til Egilsstaða Morgunblaðið/Júlíus VEL gekk að ná froðunni upp með nýju dælunum, en þær skilja mengunina frá sjónum. Mengunarvarnir með nýjum búnaði æfðar NÝR bæjarstjórnarmeirihluti hefur verið myndaður á Egilsstöðum og mynda hann tveir fulltrúar Sjálf- stæðisflokks og tveir fulltrúum Al- þýðubandalags. Meðal mála sem meirihlutinn leggur áherslu á er að björgunarþyrla frá Landhelgisgæsl- unni verði staðsett á Egilsstöðum. Á Egilsstöðum mynduðu áður meirihluta Framsóknarflokkur og Óháðir. Sjálfstæðismenn bættu við sig manni í kosningunum, Framsókn- arflokkur tapaði einum, en Alþýðu- bandalag og Óháðir héldu sínu. Bæj- arstjórinn, Helgi Halldórsson, kemur úr röðum sjálfstæðismanna, en hann var forseti bæjarstjórnar 1986- 1990. Þuríður Bachmann verður for- seti bæjarstjórnar, Einar Rafn Har- aldsson, Sjálfstæðisflokki, formaður , bæjarráðs fyrstu tvö ár kjörtímabils- ins, en Sveinn Jónsson, Alþýðu- bandalagi, seinni tvö árin. Meirihluti myndaður í Hor nafj ar ðar bæ Gert hefur verið samkomulag um myndun meirihluta í bæjarstjórn Hornafjarðarbaíjar og mynda hann 3 fulltrúar af D-!ista og 3 fulltrúar af H-lista Kríunnar. Þessi framboð skipuðu meirihluta í bæjarstjórn Hafnar sl. átta ár og fengu sex full- trúa í bæjarstjórn hins nýja sveitar- félags við Hornafjörð á móti þremur fulltrúum Framsóknarflokks. Forseti bæjarstjórnar verður Gísli Sverrir Árnason af H-lista og formaður bæjarráðs Albert Eymundsson af D-lista. Sturlaugur Þorsteinsson verður áfram bæjarstjóri. Þriggja flokka stjórn í Vesturbyggð Mynduð hefur verið meirihluta- stjórn A-lista, B-lista og F-lista óháðra í Vesturbyggð, nýju samein- uðu sveitarfélagi á sunnanverðum Vestfjörðum. Samkomulag um þetta tókst í fyrrakvöld, en daginn áður höfðu átt sér stað viðræður D-lista, sem hlaut fjóra bæjarfulltrúa af níu í kosningunum, og F-lista, en upp úr þeim slitnaði þegar í ljós kom að F-listinn var samhliða í viðræðum við_ hina flokkana. í öðru nýju sameinuðu sveitarfé- lagi, Dalabyggð, hafa átt sér stað óformlegar viðræður milli K-lista samtíðar, L-lista samstöðu og S- lista, Dalabyggðarlistans. Að sögn Sigurðar Rúnars Friðjónssonar, sem skipar fýrsta sæti S-lista, eru viðræð- umar þó aðallega milli S-lista og K-lista, og er samkomulag um sam- starf þar í augsýn. Sagðist hann gera ráð fyrir að línur tækju að skýr- ast í kvöld. Á Seyðisfirði hafa sjálfstæðismenn fengið beiðnir um viðræður um myndun meirihluta, bæði frá Tind- um, félagi jafnaðar- og vinstri- manna, og framsóknarmönnum. Tindar fengu það svar að byijað yrði á að ræða við Framsóknarflokkinn og eru þær viðræður hafnar og stefnt að því að ljúka þeim í þessari viku eða næstu. UM 60 manns víðs vegar af Suð- vesturlandi tóku þátt í inengun- arvarnaræfingu við Reykjavík- urhöfn í gær. A æfingunni var í fyrsta skipti prófaður nýr meng- unarvarnarbúnaður sem hafnirn- ar á Suðvesturlandi og Siglinga- máiastofnun ríkisins eiga sameig- inlega. Starfsmenn hafna frá Þorláks- höfn til Akraness voru á æfing- unni, auk starfsmanna frá slökkvi- liði, lögreglu, Landhelgisgæslu, Slysavarnafélaginu og olíufélög- unum. Á æfingunni var farið yfir hvernig búnaðurinn virkar og hvernig bregðast á við mismun- andi aðstæðum sem upp koma. Eftir hádegi var mengunar- varnarbúnaðurinn prófaður í Reykjavíkurhöfn. Froðu var dælt í höfnina og henni siðan dælt upp aftur með nýrri dælu sem fleytir mengunina ofan af sjónum. Nýju flotgirðingarnar, sem hægt er að umkringja olíuflekkina með, verða framvegis geymdar í tveim- ur gámum í Reykjavík. Verði mengunarslys utan Reykjavíkur er hægt að aka með gámana með stuttum fyrirvara út á land þar sem þeirra er þörf. Nýju girðing- arnar, olíudælurnar og mengunar- varnarvagn Reykjavíkurhafnar eru miklu öflugri mengunarvarn- artæki en áður hafa verið til í landinu. Með tilkomu þeirra má segja að íslendingar séu þokka- lega vel í stakk búnir til að takast á við mengunarslys í höfnum landsins. Farsíminn ódýrari í frístimdnm PÓSTUR og sími býður nú lægra stofngjald og afnotagjald í farsíma- kerfinu fyrir þá sem aðallega nota farsíma á kvöldin og um helgar. Farsímar i NMT-kerfínu eru mikið notaðir í atvinnulífi og álag er mest yfir daginn. Hinir svokölluðu frí- stundafarsímar, eru hins vegar hugs- aðir fyrir einkaaðila t.d. sumar- bústaðaeigendur og eldra fólk sem vill hafa farsíma sem öryggistæki. Hægt verður að nota frístundafar- síma allan sólarhringinn en tekið verður þrefalt farsímagjald þegar hringt er úr þeim á virkum dögum milli kl. 8 og 18. Eftir kl. 18 og fram til átta á morgnana og um helgar kostar sama að hringja innanlands úr frístundafarsíma og venjulegum farsíma eða kr. 16,60 mínútan. Sá sem hringir í frístundafarsímanúmer greiðir alltaf venjulegt farsímagjald. Stofngjald fyrir frístundafarsíma er kr. 2.490 en ársfjórðungslegt af- notagjald kr. 498. Fyrir aðra farsíma í NMT-kerfinu er stofngald 11.691 kr. og ársfjórðungsgjald 1.519 kr. Vilji sá sem hefur frístundafarsíma breyta yfir í almenna notkun þarf hann að greiða mismuninn á stofn- gjaldi. Ef venjulegur farsímanotandi vill breyta yfir í frístundanúmer kost- ar það hann 2,328 ki'. Kaþólskt messu- hald í Viðey Á sunnudagsmorgun kl. 11 verð- ur sá sögulegi atburður í Viðeyjar- kirkju að þar verður sungin fyrsta almenna rómversk-kaþólska mess- an frá því um siðbreytingu eða nánar tiltekið árið 1550. Fyrir því messuhaldi stendur St. Jósefssöfn- uðurinn í Hafnarfirði, sr. Hjalti Þorkelsson flytur _messuna en org- anleikari verður Ágúst Ágústsson. Kl. 15.15 á sunnudag verður svo staðarskoðun. Hún hefst í kirkjunni en síðan verður gengið um næsta nágrenrii húsanna, hugað að ör- nefnum og fleiru. Þá verður forn- leifauppgröfturinn skoðaður og loks útsýnið af Heljarkinn. Staðarskoð- unin tekur innan við þijá stundar- fjórðunga. Hún er öllum auðveld og krefst ekki neins sérstaks búnað- ar. Að venju verður gönguferð á laugardag kl. 14.15 og að þessu sinni verður farið á Vestureyna. Reynt verður að sameina náttúru- skoðun og sögulegan fróðleik. Hug- að verður að varpi og öðru fugla- lífi, skoðaðir steinar með áletrunum frá fyrri hluta 19. aldar, einnig rústir gömlu Sauðahúsanna, ból lundaveiðimanna o.fl. Ráðlegt er að vera á góðum gönguskóm, ^n gangan tekur um eina og hálfa klukkustund. Kaffiveitingar verða á boðstólum í Viðeyjarstofu báða dagana. Báts- ferðir verða úr Sundahöfn á heila tímanum frá kl. 13. Þriggja rétta kvöldverður kr. 990 W —Q i s t o r a n t c— \s er r>i Suðurlandsbraut 14, sími 811844. Ný sending ólar,dragtir, jakkar Opið laugardag 10-16 Hverfisgötu 78, sírni 28980. Fólk er alltaf að vinna íGullnámunnh 47 milljónir Dagana 26. maí til 1. júní voru samtals 47.427.602 kr. greiddar út í happdrættisvélum um allt land. Þetta voru bæöi veglegir Silfurpottar og fjöldinn allur af öörum vinningum. Silfurpottar í vikunni: Dags. Staður: Upphæð kr.: 27. maí Ölver...................... 166.751 27. maí Sæluhúsiö, Dalvík............ 85.530 28. maí Pizza 67, Hafnarfiröi....... 130.796 29. maí Háspenna, Laugavegi....... 117.115 30. maí Mónakó....................... 60.261 30. maí Háspenna, Hafnarstræti.... 66.117 31. maí Ölver....................... 125.000 l.júní Háspenna, Laugavegi....... 212.330 1. júní Háspenna, Laugavegi....... 65.810 1. júní Ölver........................ 70.592 Staöa Gullpottsins 2. júní, kl. 12:00 var 5.830.000 krónur. Silfurpottarnir byrja alltaf f 50.000 kr. og Gullpottarnir f 2.000.000 kr. og hækka síöan jafnt og þétt þar til þeir detta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.