Morgunblaðið - 03.06.1994, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.06.1994, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Bosníu- viðræð- unum frestað Sarajevo. Reuter. SAMEINUÐU þjóðirnar frestuðu í gær friðarviðræðum milli deilu- aðila í Bosníu, sem áttu að hefj- ast í gær, þar sem Serbar hafa ekki fært hersveitir sínar á brott frá bænum Gorazde. Fyrr um daginn höfðu fulltrúar Bosníu- stjórnar lýst því yfir að þeir myndu ekki mæta á friðarviðræðufundinn í mótmælaskyni. „Kröfur okkar hafa ekki verið uppfylltar. Það er ástæðan fyrir því að sendinefndin mætti ekki á viðræðufundinn,“ sagði Mustafa Bijedic, sendiherra Bosníu hjá Evrópuhöfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna Bijedic sagði að þrátt fyrir þessa ákvörðun myndu múslimar og Kró- atar senda fulltrúa á fund hjá „Sam- skiptahópnum" sem á að halda í Genf á laugardag. Fulltrúar frá Bandaríkjunum, Evrópusamband- inu, Rússlandi og Sameinuðu þjóð- unum eiga sæti í „samskiptahópn- um“ um Bosníu. Talsmaður SÞ í Sarajevo stað- festi í gær að Serbar hefðu ekki fært sveitir sínar í þriggja kíló- metra fjarlægð frá Gorazde, þrátt fyrir að Radovan Karadzic, leiðtogi Bosníu-Serba, hefði fullyrt í sam- tölum við blaðamenn í Genf að sú væri raunin. „Það hefur ekkert breyst undanfarna tíu daga,“ sagði taismaðurinn. Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna sögðu að friðarviðræðunum hefði ekki verið aflýst heldur einungis frestað. Ef Serbar hefðu sig á brott væri hugsanlega hægt að halda fund í dag, föstudag. «1 * m% «1 jf É Reuter D-dagurinn nálgast HÁLFRAR aldar afmælis inn- rásarinnar í Normandí er minnst með margvíslegum hætti um þessar mundir þótt mest verði um að vera á sjálfan innrásardaginn, á mánudag 6. júní. Aldnir, bandarískir her- menn, sem tóku þátt í inn- rásinni fyrir 50 árum, gengu fylktu liði í gær umbæinn Weymouth á Englandi en það- an lagði stór hluti bandaríska herliðsins upp. Á minni mynd- inni er verið að sviðsetja inn- rásina á Kaliforníuströnd en þar var 50 uppgjafahermönn- um hjálpað í land af land- gönguprömmum hersins. Jakkaklæddi öldungurinn heit- ir Ralph Neal, 84 ára gamall, og líklega man hann eftir öðr- um og óblíðari móttökum í fjör- unni í Normandí fyrir fimm áratugum. ■ , . X . Reuter LÍK eins skæruliðanna, sem féllu i árás ísraela, borið burt. Árás- in er sú mannskæðasta, sem ísraelar hafa gert á Líbanon í sjö ár. ísraelskar þyrlur og herþotur gera 13. árásina á Líbanon á árinu Tugir féllu í æfingabúðum skæruliða Baalbek. Reuter. FJÖRUTÍU og fimm skæruliðar Hizbollah-hreyfingarinnar féllu í árás ísraelska hersins á æfingabúðir hennar í Bekaa-dal í Austur- Líbanon í gær. Þetta er mesta mannfall, sem orðið hefur í árásum ísraela á Líbanon í sjö ár. Utanríkisráðherra landsins sagði í gær, að árásin væri óvirðing við fullveldi ríkisins og gæti stefnt friðar- viðræðunum við Israel í hættu. Skæruliðar reyndu að svara fyrir sig í gær með því að skjóta flugskeytum á ísrael. Fjórar fallbyssuþyrlur og sex herþotur tóku þátt í árásinni á búðirnar en þar voru 120 skærulið- ar í þjálfun. Úr þyrlunum var skot- ið af vélbyssum á tjöld skærulið- anna og þoturnar fylgdu síðan á eftir með flugskeytaárás. Getur haft áhrif á friðarviðræður „Vitað er um 45 píslarvotta, sem látið hafa lífið,“ sagði Faris Bouez, utanríkisráðherra Líban- ons, í gær og hélt J)ví fram, að með árásinni vildu Israelar eyði- leggja friðarviðræðurnar. Sagði hann, að hugsanlega yrði þeim að ósk sinni. Líbanska varnarmálaráðið koma saman til fundar í gær vegna árás- arinnar en hún er sú 13., sem ísra- elar gera á IJbanon á árinu. Hiz- bollah-skæruliðar ráðast næstum daglega á Israela á hernumda svæðinu í suðurhluta landsins og Líbanonstjórn heldur því fram, að þeir séu í fullum rétti við að reyna að reka þá burt. Hóta hefndum Talsmaður Hizbollah hét að hefna mannfallsins í árás ísraela og skutu skæruliðar 10 Katyusha- flugskeytum á ísrael í gær. Ekki var vitað til, að þær hefðu valdið tjóni. - --A Fresta ekki forseta- kosningum ÚKRAÍNUÞING samþykkti í gær að halda forsetakosningar á tilsettum tíma, 26. júní, og tók þar með ekki tillit til mót- mæla Leoníds Kravtsjúks, for- seta landsins, sem vill að þeim verði frestað. Greiddi 201 þing- maður atkvæði með tillögunni en 69 fylgdu forsetanum að málum. Samkvæmt skoðana- könnunum er gengi Kravtsjúks slakt, en hann fullyrðir að mjög dragi úr stöðugleika í landinu, verði gengið til kosninga nú. Kommúnistar á þinginu sögðu hins vegar að ástæðulaust væri að fresta kosningum þar sem kosningabaráttan væri vel á veg komin. Veik staða Berlusconis STJÓRNAR- FLOKKARN- IR á Ítalíu urðu fyrir áfalli í gær er stjórnarand- staðan fékk í sinn hlut for- mennsku í átta af þrett- án mikilvæg- um nefndum efri deildar þingsins. Frelsisbandalag Silvi- os Berlusconis forsætisráð- herra hlaut aðeins formennsku í tveimur af fimm nefndum í gær og þremur af átta sem kosið var um á miðvikudag. Staðfesta þessi úrslit veika stöðu Berlusconis i efri deild. Berlusconi Deilt um auðlindir í Kaspíahafi RÚSSAR lýstu í gær yfir því að hafa yrði samráð við þá áður en teknar yrðu ákvarðanir um nýtingu auðlinda í Kaspía- hafi. Þar á meðal eru risasamn- ingar um olíu við vestræn fyrir- tæki og samningar um veiði- réttindi. Sagði talsmaður utan- ríkisráðuneytisins að auðlinda- samningar varðandi Kaspíahaf væru á ábyrgð allra ríkjanna sem ættu land að hafinu, Rúss- lands, Kazakhstans, Azerbajdz- hans, Turkmenistans og Irans. Karl og Díana Upptökur af ástarhjali í sjónvarp BROTUM úr upptökum af meintu ástarhjali Karls prins og Camillu Parker-Bowles, svo og af meintu samtali Díönu prinessu við karlkyns aðdá- anda, verður sjónvarpað í fyrsta sinn í Bretlandi síðar í mánuð- inum. Ekki hefur verið staðfest að um meðlimi konungsfjöl- skyldunnar sé að ræða en upp- tökurnar ollu engu að síður miklu ijaðrafoki er fyrst var sagt frá þeim og hlutar birtir í blöðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.