Morgunblaðið - 03.06.1994, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 03.06.1994, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ BREF HL BLAÐSINS Dýraglens Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 691100 • Símbréf 691329 Grettir Tommi og Jenni Ljóska HtK STBNPUK /)£> f>A^> DKAGl ÚR ATHV6LIS6AF- OHH! AE> HOKFA 'A S7ÖNUAKP Ferdinand Ranglega þýtt úr ensku Frá Árna Finnssyni: ÁGÆTU fréttastjórar. í Morgunblaðinu sl. sunnudag birtist grein um nýafstaðinn árs- fund Alþjóðahvalveiðiráðsins. Þar er vitnað er til orða Clifs Curtis, talsmanns Greenpeace-samtak- anna, um samþykkt ráðsins að setja á stofn verndarsvæði fyrir hvali í Suðurhöfum. Heimildin er fréttaskeyti Reuters frá 28. maí. I fréttaskeyti Reuters er orðrétt haft eftir Clif Curtis: ... að sú samþykkt benti til þess að hval- veiðiráðið hefði breyst úr hvalveið- iráði í hvalverndunarráð [letur- breyting mín]“. („What this decisi- on reflects is an indication that this forum has been converted fram á whaling convention to a whale-protection convention.") I grein Morgunblaðsins segir hins vegar ..... að sú samþykkt benti til þess að hvalveiðiráðið hefði breyst úr hvalveiðiráði íhval- friðunarráð [leturbreyting mín]“. Hér er ranglega þýtt úr ensku. Enska orðið „protection" útleggst á íslensku verndun. Því ber að þýða „whale-protection conventi- on“ sem hvalvemdunarráð eða (orðrétt) hvalverndunarsáttmála. Ekki „hvalfriðunarráð" eins og segir í grein Morgunblaðsins. Þetta kann að virðast vera smá- vægilegur munur, en er þó mikil- vægur til að hægt sé að gera rétt- an greinarmun. Greenpeace-sam- tökin hafa ekki barist fyrir algjörri friðun hvala. T.d. hafa samtökin ekki lagst gegn veiðum Grænlend- inga í sjálfsþurftarskyni. Samtökin telja ekki að hvalveiðar í sjálfs- þurftarskyni hafi ógnað hvala- stofnum. Hvalir eru mikilvæg auð- lind fyrir grænlenska veiðimenn. Greenpeaee eru andsnúin hval- veiðum í ábataskyni þar eð sam- tökin telja að slíkum veiðum verði ekki stjórnað með ábyrgum hætti og hafi leitt til gífurlegrar ofveiði. Ofveiði sem hefur nær útrýmt nokkrum hvalategundum og leitt til útrýmingar annarra. Saþykkt griðasvæðis fyrir hvali í Suðurhöf- um var því mikilvægur áfangi í starfi samtakanna fyrir vernd hvala. Orð Clifs Curtis ber að skoða í þvi ljósi. Hvalfriðunarráð hefur um árabil verið skammaryrði íslenskra stjórnvalda yfir Alþjóðahvalveiðir- áðið. Að starf þess snúist fyrst og fremst um friðun hvala. Víst er að mörgum þeim er láta sér annt um hvali geta vel hugsað sér al- gjöra friðun hvala, en að sama skapi er víst að það er ekki stefna Greenpeace. Þess vegna er mikil- vægt að gera greinarmun milli hvalfriðunar og verndunar hvala. Að sama skapi er rangt að setja alla þá sem vilja tryggja vernd hvala undir einn hatt og kalla þá hvalfriðunarsinna. Friðun dýra fel- ur í sér algjört bann við nýtingu eða aflífun á dýrum. Þannig eru hafernir og hvítabirnir friðaðir. Hrefnur við Grænland eru hins vegar ekki friðaðar. Takmarkaðar veiðar í sjálfsþurftarskyni eru leyfðar af Alþjóðahvalveiðiráðinu og veiðikvótar veittir undir vísinda- legu eftirliti. Greenpeace telja það hvort tveggja sjálfsagt og eðlilegt. ÁRNI FINNSSON, starfsmaður hjá Greenpeace Svíþjóð. Yfirlýsing frá Kvenna- listanum á Isafirði Frá Guðrúnu Stefánsdóttur: KVENNALISTINN jók fylgi sitt á ísafirði um 52% frá síðustu bæjar- stjórnarkosningum og fékk kjörinn bæjarfulltrúa í fyrsta sinn. Það var því mikil stemmning ríkjandi hjá frambjóðendum listans á kosn- inganótt. Ekki virtist vera alveg sama gleði hjá sjálfstæðismönnum sem höfðu ætlað að reyna að ná hreinum meirihluta í bæjarstjórn en fengu 4 fulltrúa. Fulltrúi Kvennalistans lýsti því yfir í kosningaútvarpi um nóttina, að við héldum öllum leiðum opnum og vildum ræða alla möguleika um meirihlutasamstarf. Sjálfstæðis- menn óskuðu eftir viðræðufundi með okkur kl. 9 næsta morgun. Okkur kvennalistakonum fannst ekki liggja á að taka ákvörðun kl. 3 á kosninganótt um viðræður um hugsanlegt meirihlutasamstarf milli flokka og réttara að bíða til næsta dags svo við gætum rætt málið okkar á milli. Það höfum við nú gert á fundi þann 19. maí og sent skriflegt svar til bæjarfull- trúa Sjálfstæðisflokksins, þar sem tekið er jákvætt í málaleitan sjálf- stæðismanna. Þar sem fréttamiðlar hafá ekki komið fram með sjónarmið kvennalistakvenna í þessu máli sé ég mig tilknúna að mótmæla harð- lega öllum ásökunum bæjarfull- trúa Sjálfstæðisflokksins um vilja- leysi eða ábyrgðarleysi til að tak- ast á við stjórn bæjarmála. Að okkar mati ber það. ekki vott um ábyrgð að ætla að ræða stofnun bæjarmálasamstarfs í mannfagnaði eftir kosningasigur og þannig vinnur Kvennalistinn ekki. Kvennalistinn mun sýna ábyrgð í störfum bæjarstjórnar og fylgja þeim málum fast eftir sem eru baráttumál Kvennalistans og horfa til heilla fyrir ísafjörð. Kvennalsitinn mun Ieita samstarfs við alla bæjarfulltrúa um að koma þeim málum fram. Við viljum nota þetta tækifæri og koma á framfæri þakklæti til allra ísfirðinga sem studdu okkur í þessum kosningum. GUÐRÚN STEFÁNSDÓTTIR, bæjarfulltrúi Kvennalistans á Ísafirði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.