Morgunblaðið - 03.06.1994, Blaðsíða 52
MewdCd
-setur brag á sérhvern dag!
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1 103 REYKJAVÍK
SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTl 85
FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 1994
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Fálki
og dúfur
í loftstokk
RÚNAR Ben Waitslánd heldur
hér á hræi af fálka, sem fannst
í loftstokk í Laugardalshöll, en
verið er að vinna þar að endur-
bótum vegna HM í handbolta.
Auk fálkans fundust fimm dúfur
í stokknum og sagði Gunnar
Guðmannsson, umsjónarmaður
Laugardalshallar, að það væri
með öllu óskiljanlegt hvernig
stórir fuglar hafa komist í stokk-
inn. Fyrir kemur að dúfur sleppa
inn um glugga eða dyr og sagði
Gunnar að eina Ieiðin til að ná
þeim væri að skjóta þær, þar sem
Iofthæð er átta metrar.
Góð aflabrögð eru á Svalbarðasvæðinu
en ördeyða í Smugunni
Islenskir togarar
í fylgd herskipa
við Svalbarða
„VIÐ ERUM búnir að hafa herskipafylgd í nokkra daga,“ sagði Magni
Jóhannsson, skipstjóri á Breka frá Vestmannaeyjum, en skipið hefur
verið á veiðum við Svalbarða og í Smugunni. Kaare Fuglevik, kafteinn
í norsku Strandgæslunni í Tromsö, sagði að Strandgæslan væri staðráð-
in í því að koma í veg fyrir veiðar íslenskra skipa við Svalbarða. Hann
sagði að hingað til hefðu Breki og önnur íslensk skip, sem stundað
hafa þarna veiðar, hlustað á viðvaranir Strandgæslunnar og hætt veið-
um. Góð veiði hefur verið við Svalbarða á meðan ördeyða er í Smugunni.
Könnun Ráðningarskrifstofu Reykjavíkur
10% atvinnulausra
hafna vinnu
ATVINNULAUSUM sem hafna vinnu fer fjölgandi, að sögn Oddrúnar
Kristjánsdóttur hjá Ráðningarskrifstofu Reykjavíkur. Samkvæmt könn-
un, sem skrifstofan gerði nýlega, hafna 10% atvinnulausra starfi sem
þeim er boðið. Þá hefur aukist að starfsfólki sé sagt upp að hluta og
farið sé fram á 50% atvinnuleysisbætur þess vegna.
Morgunblaðið/Kristinn
Sjö íslensk skip eru nú á veiðum
í Smugunni. Afli hefur verið lélegur
síðan um miðjan mánuðinn. Magni
sagðist vona að afli glæddist með
nýjum straumi 9. júní.
Á sama tíma hafa skip verið að
fá góðan afla við Svalbarða og því
hafa íslensku skipin freistast til að
veiða þar. Magni sagði að þau fái
engan frið fyrir norsku Strandgæsl-
unni. „Þarna eru herskip, flugvélar
og þyrlur sem trufla veiðarnar."
Kaare Fuglevik sagði að Strand-
gæslan aðvaraði öll íslensk skip sem
reyndu veiðar innan verndarsvæðis-
ins við Svalbarða. í öllum tilvikum
hefðu skipin híft upp veiðarfærin og
haldið út fyrir svæðið eftir að hafa
fengið viðvörun. „Ég get ekki svarað
spurningum um til hvaða aðgerða
við munum grípa ef skipin taka ekki
mark á okkar viðvörunum, en við
erum tilbúnir til að grípa til allra
þeirra aðgerða sem norsk stjórnvöld
telja nauðsynlegar," sagði Fuglevik.
Magni er ósáttur við að íslensk
stjórnvöld skuli ekki veita íslenskum
sjómönnum, sem vilja veiða við Sval-
barða, stuðning. „Það er skelfilegt
að vita til þess að íslenska ríkis-
stjórnin skuli ekkert gera í þessum
málum, ekki síst í ljósi þess að Norð-
menn hafa svo veikan rétt til að
veija þetta svæði,“ sagði Magni.
Fuglevik sagðist allt eins eiga von
á að fleiri skip freistuðust til að
reyna veiðar við Svalbarða í sumar
og þess vegna hefði verið ákveðið
að auka viðbúnað Strandgæslunnar
á svæðinu.
Morgunblaðið/RAX
„Getur orðið gott“
„ÉG ÞORI ekki að trúa á nýtt síld-
arævintýri. Það er samt sjálfsagt
að reyna og þetta getur orðið
gott þótt ekkert verði ævintýrið,"
sagði Aðalsteinn Jónsson á Éski-
firði um Norðurlandssíldina sem
komin er inn í landhelgina eftir
30 ára hlé. Hólmaborg, skip Aðal-
steins, fer til síldveiða síðari hluta
næstu viku. I gær var verið að
ljúka við að mála skipið og undir-
búningur fyrir síldveiðarnar í full-
um gangi.
Þorsteinn Kristjánsson skip-
sljóri á Hólmaborg sagði að áhöfn-
in væri spennt að fara af stað,
skipið væri hvort sem er verkefna-
laust fram að loðnuvertíð sem
hefst 1. júlí. Þorsteinn náði í lok
síldarævintýrisins, en Aðalsteinn
gekk hins vegar í gegn um það
allt. „Maður var búinn að fá sig
fullsaddan af því,“ sagði hann og
sagði að loðnan hefði komið í stað-
inn. Þar hefði verið raunverulegt
ævintýri í vetur.
Utgerðarfyrirtækið Samheiji hf. höfðar mál gegn ríkissjóði
Krefst skaðabóta fyrir
synjun á útflutningsleyfi
SAMHERJI hf. hefur höfðað mál á hendur utanríkisráðherra og krefst
rúmlega 6,5 milljóna í bætur vegna synjunar utanríkisráðuneytisins um
að veita leyfi til útflutnings á ísuðum karfa í gámum í desember og
janúar sl. Þorsteinn Már Baldvinsson, framkvæmdastjóri Samheija, seg-
ir að fyrirtækið vilji fá úr því skorið hvað sé heimilt og hvað ekki í
útflutningi. „Við verðum að vita hvar við stöndum gagnvart viðskipta-
mönnum okkar erlendis," sagði hann.
Könnunin náði til 1.000 manns
yfir sex vikna tímabil. Oddrún
segir að atvinnuveitendur kvarti
stundum yfir því að fólk á atvinnu-
leysisskrá dragi lengi að mæta í
viðtal vegna starfs sem í boði er.
Því hafi komið til tals að setja
reglur um tímamörk þannig að
ekki líði meira en sjö dagar frá
því fólk er boðað í viðtal þar til
það mætir.
50% atvinnuleysisbætur
Þá hefur færst í vöxt að fólki
í fullri vinnu sé sagt upp að hálfu
leyti og starfsfólk fari fram á 50%
atvinnuleysisbætur þess vegna.
Margrét Tómasdóttir hjá atvinnu-
leysistryggingasjóði segist álíta að
í slíkum tilfellum sé stundum ver-
ið að misnota atvinnuleysistrygg-
ingakerfið. Skráður vinnutími sé
til dæmis kl. 10-14 svo ógerningur
sé að fínna 50% starf hjá öðru
fyrirtæki. „Ef bætur eru þegnar á
þeim forsendum að viðkomandi
vilji vinna fullan vinnudag ber
honum að taka fullu starfi sem
honum stendur til boða hjá öðru
íyrirtæki, eða hætta að taka við
atvinnuleysisbótum."
■3.000 skráðir/Cl
Samheiji heldur því fram að synj-
unin hafi verið ólögmæt og orðið til
þess að fyrirtækið varð af tekjum
vegna sölu á afla togarans Víðis EA
í Evrópu, þar sem talsvert hærra
verð var að fá fyrir aflann en hér á
landi. Utanríkisráðherra beri ábyrgð
á því tjóni fyrir hönd ríkisins.
Rök Samheija fyrir að synjunin
hafi Vérið ólögmæt eru í fyrsta lagi
þau að um ólögmætt framsal á valdi
sé að ræða, þegar ráðherra fái vald
til að takmarka eða stöðva atvinnu-
starfsemi, því samkvæmt 69. grein
stjórnarskrárinnar þurfi lagaboð til
að leggja bönd á atvinnufrelsi. Verði
talið að ráðherra hafi þessa heimild,
þá fái framsal hans á valdi til Afla-
miðlunar ekki staðist.
Önnur röksemd Samheija er sú
að lagaákvæði um takmarkanir á
útflutningi þverbijóti alla fjölþjóð-
lega samninga, sem íslendingar hafi
gert um frelsi í viðskiptum milli
þjóða. Þriðja röksemdin er að jafn-
vel þótt valdþurrð kæmi ekki til
væru ákvarðanir Aflamiðlunar ógild-
ar vegna vanhæfís, þar sem sumir
stjórnarmanna eigi hagsmuna að
gæta varðandi útflutning.
Vanhæfi stjórnarmanna
Fjórða röksemd Samheija lýtur
að því að í fyrstu hafi því verið hald-
ið fram að synjunin væri til komin
vegna þess að skip sem frystu afla
um borð gætu ekki fengið heimild
til útflutnings á ísuðum fiski. Síðar
hefði Aflamiðlun haldið fram að
ástand á markaði veitti ekki svigrúm
til þess að veita útflutningsleyfi.
Hins vegar hafi eftirspurn á mörkuð-
um í Þýskalandi, Belgíu og Frakk-
landi verið mjög góð á þessum tíma
og hátt verð fengist fyrir karfa.
„Erlendir aðilar láta þessa af-
greiðslu mála ekki óátalda, enda er
það álit okkar viðskiptamanna að
Islendingar bijóti gegn alþjóðlegum
samningum með þessum útflutn-
ingshöftum," sagði Þorsteinn Már
Baldvinsson. „Það er afar slæmt ef
slíkt orð kemst á okkur og með þess-
ari málshöfðun viljum við fá úr því
skorið í eitt skipti fyrir öll hvað okk-
ur er heimilt í útflutningsmálum."