Morgunblaðið - 03.06.1994, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 1994 17
Herdís Þorvaldsdóttir í hlut-
verki sínu í Ástarbréfum.
Þjóðleikhúsið
A
Astar-
bréf í
leikferð
ÞANN 7. júní hefst leikferð Þjóð-
leikhússins um norðausturhoni
landsins með leikritið Ástarbréf.
Verður að þessu sinni leikið á sam-
tals fimm stöðum. Það eru Herdís
Þorvaldsdóttir og Gunnar Eyjólfs-
son sem fara með hlutverkin tvö í
þessari ástarsögu. Ástarbréf voru
sýnd á Litla sviði Þjóðleikhússins
sl. haust.
í kynningu segir: „Ástarbréf seg-
ir frá sambandi karls og konu sem
þekkst hafa allt frá bemsku og
haldið stöðugu bréfasambandi í
gegnum árin. Þau eru ólíkir ein-
staklingar sem valið hafa hvort sinn
æviveg. Samband þeirra þróast í
gegnum bréfin, tekið á sig ýmsar
myndir og dýpkað, en ýmsar að-
stæður hafa valdið því að þau hafa
aldrei náð almennilega saman".
Höfundur Ástarbréfa er banda-
ríska leikskáldið A.R. Gurney og
það var Úlfur Hjörvar sem þýddi
verkið. Leikmynd gerði Þórunn
Sigríður Þorgrímsdóttir, en lýsing
er í höndum Ásmundar Karlssonar.
Leikstjóri er Andrés Sigurvinsson.
Leikferð Þjóðleikhússins hefst á
Húsavík, þriðjudaginn 7. júní, þann
8. júní verður sýnt á Kópaskeri, 9.
júní á Raufarhöfn, 10. júní á Þórs-
höfn og loks á Vopnafirði 11. júní.
Þórshöfn
Ohaminn kraftur
MYNPOST
Listmunahús Ófcigs
MÁLVERK
Gunnar Kristinsson. Opið virka daga
11-18, laugardaga 11-16, til 19.júní.
Aðgangur ókeypis.
MYNDLISTARMENN hafa í
gegnum tíðina leitað víða fanga í
leit sinni og túlkun á þeim kröftum,
sem knýja manninn áfram og náttúr-
an sýnir í óheftu afli sínu. Oftar en
ekki hefur kynorkan verið talin und-
irstaða krafta mannsins, og lista-
menn leitast við að tjá hana með fjöl-
breytilegum hætti, bæði í hlutbundnu
og óhlutbundnu myndmáli. Stundum
skynjar áhorfandinn það afl sem
listamaðurinn er þannig að leiða
fram, stundum ekki.
Það verður ekki hjá því komist að
skynja aflið í stærstu málverkum
Gunnars Kristinssonar á þessari sýn-
ingu. Gunnar stundaði sitt myndlist-
amám í Basel 1980-84, en hefur
auk þess lagt fyrir sig langt og fjöl-
breytt tónlistarnám í Vín, Reykjavík
og Basel, og hefur starfað að tónlist
um fjórtán ára skeið. Hann hefur
einnig haldið fjölda einkasýninga,
m.a. í Sviss og Þýskalandi, en síð-
asta sýning hans hér á landi var í
Galjerí einn einn fyrir fimm árum.
Á sýningunni eru tvö stór olíumál-
verk, og síðan nokkur minni sem eru
unnin með blandaðri tækni. í verkinu
„Blánætti" (nr. 1) -birtist kraftmikil
vinnsla flatarins, þar sem dökkblár
litur magnast upp af hvítum grunni,
auk þess sem aðrir stakir. litir skapa
nauðsynlegt jafnvægi í heildina.
Verkið „Sólstafír" (nr. 2) er tví-
mynd, þar sem skiptist á gult og
blátt í afar líflegri framsetningu, þar
sem ákveðið þróunarferli ræður
heildarhrifunum. Meðferð Gunnars á
litunum er afar næm á þann kraft
sem getur stafað af þeim, og minnir
um margt á þýska expressionismann
eins og hann kom sterkt fram hjá
fjölmörgum listamönnum í Evrópu á
síðasta áratug; sú ályktun er í sjálfu
sér næsta eðlileg, þar sem listamað-
urinn stundaði hám og hefur lengst
af starfað í Mið-Evrópu, þar sem
þessi listastefna reis hvað hæst.
í kynningu sýningarinnar segir
Gunnar að hún fjalli um erótík í sem
víðustum skilningi og þess má eink-
um fínna stað í minni verkunum, þar
sem nokkrar táknmyndir styrkja slík-
ar tengingar. Hér er það þó fyrst
og fremst frjálst flæði formanna sem
styður þessa samlíkingu og mismun-
andi litfletir verða til þess að leiða
fram þær ímyndir, sem felast í titlum
og táknum (sbr. „Svo bljúg, svo
bljúg“ (nr. 4) og „Demon erotikus“
(nr. 6).
Sú blanda verka sem Gunnar sýn-
ir hér fer ágætlega saman í þessu
litla rými. Stóru verkin taka sig vel
út, enda hátt til lofts, og eru glögg-
ur vottur þess að ekki þarf endilega
stóran gólfflöt til að skapa gott sýn-
ingarrými fyrir kröftuga myndlist.
Eiríkur Þorláksson
KÓR Akureyrarkirkju frumflytur kórverkið í Selfosskirkju og syngur það líka í Skálholti.
Sál, rómur og hjarta
KÓR Akureyrarkirkju er um þessar
mundir á tónleikáferðalagi á Suður-
landi og heldur þar tvenna tónleika,
þá fyrri í Selfosskirkju í kvöld klukk-
an 8.30 en þá seinni í Skálholti, á
morgun, laugardag 4. júní, og hefj-
ast þeir klukkan 16.00. Einsöngvarar
úr röðum kórfélaga eru Elma Atla-
dóttir, Dagný Pétursdóttir og Kol-
brún Jónsdóttir, sópran, Björg Þór-
hallsdóttir og Sigrún Arngrímsdóttir,
alt, og Haraldur Haraldsson, bassi.
Stjórnandi kórsins er Björn Steinar
Sólbergsson organisti. Á efnis-
skránni eru íslensk og evrópsk
kirkjutónlist, íslensk þjóðlög, ætt-
jarðarlög og negrasálmar.
Það sem mesta athygli vekur á
efnisskránni er frumflutningur ' á
nýju íslensku tónverki eftir Jón Hlöð-
ver Áskelsson tónskáld. Jón Hlöðver
er búsettur á Akureyri og hefur tón-
smíðar að aðalstarfí en þetta er
fyrsta árið sem hann sinnir þeim á
Frumflutningur á
fímm radda kórverki
eftir Jón Hlöðver
—7----------------
Askelsson tónskáld
fullum starfslaunum. Tónverk hans
nefnist Upp, upp mín sál og sækir
höfundur heiti þess í fyrsta erindi
Passíusálma Hallgríms Péturssonar.
Það er samið í minningu Páls Bergs-
sonar kennara, góðs vinar skáldsins
og formanns Kórs Akureyrarkirkju
til margra ára. Við skólaslit Mennta-
skólans á Akureyri í ár verður frum-
flutt annað verk eftir Jón Hlöðver
sem er samið fyrir níu manna hljóm-
sveit brautskráðra nemenda Mennta-
skólans og nemenda Tónlistarskólans
á Akureyri.
Upp, upp mín sál er kórmódetta
fyrir fimm radda A capella-kór, sem
þýðir að kórinn syngur án stuðnings
híjóðfæra. Verkið er í þremur þáttum
sem allir sækja efnivið sinn í stök
orð og ljóðlínur fyrsta erindis Passíu-
sálmanna. Fyrsti þátturinn nefnist
sálin, annar þátturinn nefnist rómur-
inn og sá þriðji kallast hjartað. Að-
spurður segir Jón erfítt að lýsa tón-
list í orðum, hún gerir það sjálf en
bætir þó við til frekari glöggvunar,
að í öðrum þættinum reynir hann
að nota alla möguleika rómsins og
að verkið byggi á þjóðlagi, gömlu
Passíusálmalagi.
En er þetta trúarlegt verk?“
Það verður trúarlegt með vísun í
Passíusálmana. í mínum huga á trú-
arleg tónlist að vera skemmtileg enda
er ég fýrst og fremst að minnast
gleðinnar, pínan er víðsfjarri, bæði
mér og verkinu. Það ríkir gleði í tón-
iistinni sem lætur þægilega í eyrum
og ætti ekki fæla neinn frá því að
koma og hlusta," segir Jón að lokum.
Gallerí List
Síðasta
sýningar-
helgi Krist-
bjargar
SÝNINGU Kristbjargar Guð-
mundsdóttir í Gallerí List lýkur
nú á sunudag.
Kristbjörg sýnir þar renndar
keramíkskálar og tarínur með
loki, sem sum er úr renndu
tré. Kristbjörg er nýútskrifuð
úr Myndlista- og handíðaskó-
lanum og fékk leirlistaverð-
launin frá Gallerí List.
• Opið er í Gallerí List frá kl.
11-18 virka daga og á laugar-
dag frá kl. 11-14.
Sýningum að
ljúka í Ný-
listasafninu
SÝNINGUM Haraldar Jóns-
sonar og Sonnýjar Þorbjörns-
dóttur sem staðið hafa yfir í
Nýlistasafninu lýkur nú á
sunnudag.
Sýning Haraldar Jónssonar
ber yfirskriftina „Umhverfis-
áhrif“ og er í neðri sölum
safnsins. Sýning Sonnýjar í
efri sölum safnsins. Hún sýnir
ljósmyndir, teikningar og
skúlptúr. Safnið er opið dag-
lega frá kl. 14-18 og lýkur
eins og fyrr segir sunnudaginn
5. júní.
Skáldaveisla
að Hvanneyri
NÆSTI stóratburður hjá Frí-
stundahópnum Hana-nú í
Kópavogi er að Bókmennta-
klúbbur Hana-nú býður til
skáldaveislu að Hvanneyri
laugardaginn 4. júní kl. 16.
Þar verður flutt söng- og
ljóðadagskrá helguð skáldun-
um Guðmundi Böðvarssyni,
Snorra Hjartarsyni og Jóni
Helgasyni undir stjórn Soffíu
Jakobsdóttur, leikkonu.
Dagskráin verður flutt að
Hvanneyri fyrir hóp reykvískra
húsmæðra í orlofi en allir Borg-
fírðingar eru boðnir velkomnir.
Dagskráin tekur liðlega klst.
og er aðgangur ókeypis.
TBL GRÆNIANPS MEÐ FLUGLEIPUM « TIL GRÆNLANDS MEÐ I LUGLEIÐUM » TEL GRÆNLANPS MEÐ FLUGLEIÐUM » TIL GRÆNLANDB
* Á manninn í tvfbýli í 5 daga og 4 nætur. Innifalið flug, ferðir til og frá flugvelli
bátsferð til Qaqortoq, gisting og morgunverður (hótel Inuili, hótel Qaqortoq).
Heimsókn að Görðum og Bröttuhlíð. Flugvallarskattar ekki innifaldir.
** Á manninn í tvíbýli í 4 daga og 3 nætur. Innifalið flug (viðkoma í Syðri
Staumfirði á útleið), ferðir til og frá flugvelli, gisting og morgunverður (hótel
Inufii). Bátsferð til Narsaq og viðkoma í Bröttuhlíð í bakaieið. Flugvallarskattar
ekki innifaldir.
Hafðu samband við söluskrifstofur okkar, umboðsmenn um
allt land, ferðaskrifstofurnar eða í síma 690300
(svarað mánud. - föstud. frá kl. 8 - 19 og á laugard. frá kl. 8 - 16.)
FLUGLEIDIR
Traustur tslenskur ferdafélagi
|TIL GRÆNIJVNI>S MEÐ ELUGLETOUM • TIL GR/T NIANDS MIit> FIXJGI l.IÐUM
■-----------------------—! 'v;t! ' 't 1! V VA-----------l 'J' - I ! *-—