Morgunblaðið - 03.06.1994, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 1994 35
ÞÓRVEIG GÍSLADÓTTIR
SIGURJÓN JÓNSSON
+ Þórveig Gísladóttir fæddist
4. ágúst 1950. Hún lést 19.
maí 1994. Útför hennar fór
fram 30. maí.
HÚN Þórveig okkar elskulega er
látin.
Enginn veit hvar manninn með
ljáinn ber næst að garði. Viðkomu-
staðir hans eru stundum lítt skiljan-
legir og oft ótímabærir frá sjónar-
hóli okkar mannanna. Erfiðast er
þó að skilja og sárast að sætta sig
við, þegar dauðinn ber að dyrum
hjá lífsglöðu fólki á besta aldri.
Hrafnhildur hringdi í mig um
hádegi þann 19. maí og sagði mér
að Þórveig væri látin. Fregnin kom
sem þruma úr heiðskíru lofti. Aðeins
rúmum 6 tímum áður, um miðnætti
þann 18. maí höfðum við íslensku
saumaklúbbsvinkonurnar hér á
Fjóni, kvaðst með innileik og góðum
óskum. Næsti saumaklúbbur átti að
vera hjá Þórveigu. Við kölluðum
okkur stundum Gamla íslenska
saumaklúbbinn, því flestar okkar
hafa búið hér í Danmörku árum
saman. Þetta fallega vorkvöld vor-
um við mættar: Þórveig, Hrafnhild-
ur, Bára, Sólveig, Guðbjörg og ég,
Gullý. Það vantaði bara Sibbu og
Soffíu. Og saumaklúbburinn var hjá
Ingibjörgu í Odense. Við kertaljós í
góðu andrúmslofti, sátum við saman
og spjölluðum um öll heimsins mál,
bæði í léttum og alvarlegum tóni.
Meðal annars töluðum við um dauð-
ann, en ekki óraði okkur fyrir, að
ein okkar yrði horfin næsta morg-
un. Þórveig var geislandi og glöð,
og sagði frá á sinn skemmtilega
hátt eins og hún var vön. Hún var
nýkomin frá íslandi þar sem hún
hafði upplifað svo margt, yndislegar
samverustundir með elstu dóttur
sinni, ástvinum og vinum.
Þórveig var gift góðum manni,
Omari Magnússyni, og eiga þau
tvær dætur, Hildi og Ástu, sem nú
missa ástkæra móður alltof ungar.
Hún og Ómar höfðu átt silfurbrúð-
kaupsafmæli þann 3. maí, og hún
var svo glöð þegar hún talaði um
þann dag. Það var svo margt sem
átti að gerast í sumar. Ásta, yngri
dóttirin yrði stúdent, hún og Ömar
ætluðu í tjaldútilegu o.fl. o.fl.
Tengdamóðir hennar var í heimsókn
og hún var nýbúin að kveðja móður
sína, sem hafði dvalið hjá þeim í
tvær vikur.
Það var einn skuggi yfir kvöld-
inu, því undir lok þess fékk Þórveig
mjög slæma verki í fæturna og við
sáum það allar, að hún var mjög
kvalin, og urðum órólegar. Hún ró-
aði okkur með því að þetta myndi
fljótt líða hjá. Þórveig hafði átt við
erfið veikindi að stríða í vor, og var
tvisvar lögð inn á sjúkrahús. Það
hafði þá stundum komið upp í huga
minn: Bara að við missum hana
ekki of snemma, bara þetta sé nú
ekki neitt alvarlegt.
Allir vita að glaður vinur er eins
og sólskinsdagur, sem stráir birtu
allt í kringum sig. Þannig var Þór-
veig. Hún var ákaflega skapgóð og
hláturmild, og hafði fallegan, bjart-
an og þægilegan málróm. Hún var
skemmtileg, hafði lifandi frásagnar-
hæfileika, minnug og fróð, og var
hrókur alls fagnaðar á góðri stund.
Þórveig var tignarleg og andlitsfríð
kona, og það kom upp í huga minn,
í hvert skipti sem ég hitti hana,
hvað svipur hennar var hreinn og
bjartur, og hversu gott var að vera
í návist hennar, Þórveig var gestris-
in og við stelpurnar, sem við kölluð-
um okkur, þó sumar séu nú orðnar
fullorðnar, hlökkuðum alltaf mikið
til að koma til hennar, og fá góðu
kökurnar hennar og heitu íslensku
réttina hennar. Hún var eftirsótt og
vinsæl meðal fólks sem kynntist
henni, og ekki síst mun hennar
verða minnst fyrir allt það sem hún
hefur gert fyrir Islendingafélagið í
Odense. Þar var hún formaður. Oft
er það vanþakklátt starf, að vera
formaður eða í stjórn svona félags,
en Þórveig var bara rétta manneskj-
an, og notaði mikinn tíma og krafta
í þágu félagsins.
Eins og áður var nefnt, áttu Þór-
veig og Ómar silfurbrúðkaupsdag
fyrir skömmu og ákváðu að halda
hann hátíðlegan að dönskum hætti.
íslenskir og danskir vinir þeirra
gerðu heiðursport skreytt blómum
við húsdyr þeirra kvöldið áður.
Næsta morgun kl. 7, í yndislegu
veðri mættum við svo fyrir utan
heimili þeirra í Munkebo, og vöktum
þau með morgunsöng og húrrahróp-
um. Síðan var sest við morgunverð-
arborð, spjallað og sungið meira.
Um kvöldið vorum við aftur mætt,
ennþá fleiri, í stóra veislu sem stóð
fram eftir nóttu. Og ekki er að
spytja um veitingarnar. Allan mat
höfðu Þórveig og fjölskyldan lagað
sjálf, og var hann mjög góður. Það
var sungið mikið, spjallað og dans-
að, og auðvitað dönsuðu Þórveig og
Ómar brúðarvalsinn. Yndislegt
kvöld í alla staði, en engan hafði
víst órað fyrir, að þetta yrði síðasta
samkoman með vinum þeirra.
Nú hafa leiðir skilið um sinn, þar
verður engu breytt. En trúin á að
við hittumst öll hinum megin að
loknum ævidegi hlýtur að veita
styrk til að yfirstíga sorgina. Ég,
og við allar, þökkum fyrir að hafa
kynnst Þórveigu, og munum geyma
myndina af hlýja brosinu hennar, í
hjarta okkar, og glaður hlátur henn-
ar mun óma í vitund okkar um
ókomna tíð. Minninguna um kvöldið
18. maí 1994 munum við geyma sem
helgan sjóð.
Kæri Ömar, Hildur, Ásta, foreldr-
ar og aðrir ástvinir. Þið eigið alla
okkar samúð. Megi góður guð
styrkja ykkur.
Blessuð sé minning Þórveigar.
Ég veit þú fékkst engu vina ráðið um það,
en vissulega hefði það komið sér betur,
að lát þetta hefði ekki borið svo bráðan að
við bjuggumst við að hitta þig oft í vetur.
Og nú er það um seinan að sýna þér allt
það traust,
sem samferðafólki þínu hingað til láðist
og votta þér. Það virtist svo ástæðuiaust
að vera að slíku fyrst daglega til þín náðist.
(TG.)
Gunnlaug H. Ragnars-
dóttir og allar hinar
í gamla íslenska
saumaklúbbnum.
HALLDÓRA STEFANÍA
MARTEINSDÓTTIR
-4- Halldóra Stefan-
* ía Marteinsdótt-
ir var fædd 27. apríl
1927 að Sjónarhóli í
Neskaupstað. Hún
lést 27. maí 1994.
Foreldrar hennar
voru Marteinn
Magnússon og Mar-
ía Steindórsdóttir.
Þau hjón eignuðust
13 börn og tóku að
sér einn fósturson
og var Halldóra átt-
unda í röðinni. Eft-
irlifandi eiginmaður
hennar er Guðgeir
Jónsson og áttu þau
þrjú börn. Þau eru Guðný Stef-
anía, Jón Grétar og Marteinn
Már. Útför Halldóru fer fram
frá Norðfjarðarkirkju í dag.
HALLDÓRA lést á Sjúkrahúsinu í
Neskaupstað eftir erfiðan sjúkdóm
sem hún bar með sérstakri stillingu
og rósemi, svo af bar.
Minningarnar renna gegnum
huga okkar systkinanna þegar við
minnumst okkar ástkæru móður-
systur. Við hittum þau hjón, Dóru
og Guðgeir, ekki oft seinustu árin.
Þau bjuggu í Neskaupstað en við
fyrir sunnan.
Á æskuárunum fórum við með
mömmu austur þegar pabbi var á
síld. Þá var farið í byijun sumars
og komið heim að hausti. Alltaf
vorum við hjartanlega velkomin á
heiniili þeirra, þó fleiri væru þar
fyrir. Nóg var að gera, en Guðgeir
og Dóra höfðu alltaf
nægan tíma fyrir börn-
in.
Stundum var tekið
fram tjald og mikið
nesti því hópurinn var
stór og farið inn að
læk. Þar var dvalið all-
an daginn við leiki og
skemmtanir og gáfu
þeir fullorðnu unga
fólkinu ekkert eftir.
Hið sama var gert þeg-
ar beijatíminn byijaði.
Oft kom Guðgeir heim
með ber sem hann
hafði tínt á leiðinni
heim, á fjallinu þegar
vinnudegi lauk. Hópuðust á allir
saman í eldhúsinu hjá Dóru og
fengu ber með ijóma eða sykri.
Þá var gleðin og kátínan svo mikil
að erfítt var að koma okkur í rúmið.
Svona væri hægt að halda áfram
í það endalausa, alltaf var eitthvað
um að vera.
Elsku Dóra, þú áttir svo mikla
hjartagæsku sem svo margir hafa
fengið að njóta, ekki síst við systk-
inin, og þökkum við þér af alhug.
Þá leitar á hugann þetta erindi
Þórodds Guðmundssonar úr ljóði
hans um móður, því þú varst okkur
sem slík:
Þú leitaðir aldrei pr né frægðar
en fannst, að bctri var athöfn þörf.
Þú barst þig sem hetja, baðst ei vægðar
brosandi, hógvær en ávallt djörf.
Lof og skrum var ei þér til þægðar,
en þolgóð vitund um göfug störf.
Elsku Guðgeir, Guðný, Jón Grét-
ar, Marteinn og aðrir ættingjar,
megi góður guð styrkja ykkur á
sorgarstund.
Guðjón, María og
Sigurlaug Ólabörn.
Okkur samstarfsmenn Dóru setti
hljóða þegar okkur barst dánar-
fregn hennar.
Dóra hafði starfað í Brauðgerð
Kf. Fram í 18 ár eða frá 1976 og
á engan er hallað þó sagt sé að
enginn hafí unnið bakaríinu betur
en hún og það er ekki tilviljun að
svo er. Hún hafði til að bera alla
þá kosti sem góðan starfsmann og
vinnufélaga mega prýða. Aldrei lét
hún eftir sér að vera heima þó veik
væri eða slöpp, það bara passaði
ekki að leggja sína vinnu á annarra
herðar. Til marks er það að hún
starfaði með okkur alveg fram í
desember sl. þó fársjúk væri, en
þá greindist sá ógænvænlegi sjúk-
dómur sem engu eirir nái hann sér
á strik.
I þessum fátæklegai orðum vil
ég þakka Dóru samfylgdina og allt
það góða sem hún gaf okkur, sam-
starfsfólkinu. Vitandi það að minn-
ing hennar mun lifa með okkur
minnumst við hennar best með því
að reyna að tileinka okkur alla þá
góðu eiginleika sem hún hafði til
að bera.
Við vottum þér, kæri Guðgeir,
börnum ykkar, tengdabörnum og
barnabörnum okkar innilegustu
samúð. Megi góður guð styrkja
ykkur í sorg ykkar og söknuði.
Blessuð sé minning Halldóru
Marteinsdóttur.
Fyrir hönd samstarfsfólks,
Bjarni Freysteinsson.
+ Sigurjón Jóns-
son fæddist
Skógarkoti á Þing-
völlum 1. júní 1894
og eru því liðin 100
ár í dag frá fæðingu
hans. Hann lést í
Reykjavík 29. sept-
ember 1982. For-
eldrar Sigurjóns
voru hjónin Jón
Guðmundsson og
Þuríður Sigurðar-
dóttir, sem bjuggu
í Skógarkoti. Var
Iiann í miðið
þriggja alsystkina,
eldri var Ágústa og yngri Guð-
steinn. Sigurjón átti einnig
fjögur hálfsystkini, þau Mörtu,
Ástu Maríu, Sigurlaugu og
Skarphéðin. Fyrri kona Sig-
urjóns var Guðríður Stefáns-
dóttir og áttu þau saman fjög-
ur börn: Guðmund, sem nú er
látinn, Sigurð Stefán, Þuríði
og Lilju. Þau skildu. Seinni
kona Siguijóns var Soffía Ingi-
mundardóttir, f. 18. september
1900, d. 6. júní 1964. Þau áttu
saman fimm dætur: Siguijónu,
Elínu, Ingu, Ágústu og Berg-
þóru, en fyrir átti Soffía son-
inn Þórarin. Þau hjón, Sigur-
jón og Soffía, bjuggu í Reykja-
vík alla sína búskapartíð,
lengst af á Bakkastíg 4.
Vorið er komið og grundirnar
gróa.
Þannig hefst alkunnugt kvæði
Jóns Thoroddsens og vissulega er
það okkur landsmönnum ofarlega
í huga í góðviðri og gróanda þessa
dagana. Ekki veit ég hvernig þessu
var farið er tengdafaðir minn, Sig-
uijón Jónsson, leit dagsins ljós í
lok síðustu aldar á Þingvöllum, en
hitt veit ég að hann hafði sérstak-
ar mætur á þessum árstíma, þar
gem gróður og dýralíf lifnar og
glæðist svo ört við hækkandi sól.
Þessi orð skáldsins komu mér í hug
er ég settist niður til að setja nokk-
ur orð á blað í þeim tilgangi að
minnast þess að hundrað ár eru
nú liðin frá fæðingu hans.
Uppvaxtarár Siguijóns voru erf-
ið sökum aðskilnaðar við foreldra
og systkini er fjölskyldan leystist
upp vegna fátæktar. Ólst hann upp
á bænum Nesjum í Grafningi fram
yfir fermingu. Fyrst
stundaði hann vinnu-
mennsku í nálægum
sveitum, en lagði síðan
land undir fót og hélt
suður með sjó þar sem
hann sótti sjóinn á
opnum bátum úr Garð-
inum og síðar til
margra ára á togurum.
Síðar starfaði hann
sem netagerðarmaður
og einnig um árabil hjá
Eimskip. Síðustu störf
Siguijóns á efrí árum
hér í borg voru við
netafellingar.
Siguijón hafði flust til Reykja-
víkur laust fyrir 1930. Síðustu
árum ævinnar eyddi hann svo í
sveitinni hjá dóttur sinni Siguijónu
og tengdasyni í Syðra-Langholti,
Hrunamannahreppi, meðan heilsa
hans leyfði. Við hjónin og ekki síð-
ur börn okkar höfðum bæði gaman
og gagn af því að hafa hann hjá
okkur í nokkra vetur eftir að hann
fluttist aftur í sveitina og minnist
ég þess tíma með ánægju sem og
annarra samverustunda.
Siguijón naut þeirrar gæfu að
vera alla tíð sérlega heilsuhraust-
ur, ef undan er skilið síðasta árið
sem hann lifði. Hann hélt þó sínu
góða minni að mestu til síðustu
stundar, en hann andaðist 29. sept-
ember 1982 á 89. aldursári.
Siguijón hafði unun af lestri
góðra bóka og var, þrátt fyrir sína
stuttu skólagöngu, vel fróður um
menn og málefni og fylgdist vel
með landsmálum, enda hafði hann
lifað mesta breytinga- og framf-
araskeið íslandssögunnar.
Afkomendur Siguijóns munu nú
vera nálægt hundraði.
Hér hefur í raun aðeins verið
drepið á nokkur atriði í lífshlaupi
Siguijóns, en minningin um góðan
mann lifir í huga þeirra sem þekktu
hann, oftast glaðan og hressan.
Guð blessi minningu hans og
þeirra hjóna, sem og alla hans af-
komendur og venslafólk um ókom-
in ár.
Andrés Andrésson.
Vegna mistaka í vinnslu féll hluti þess-
arar minningargreinar niður í Morg-
unblaðinu síðastliðinn miðvikudag og
er greinin því endurbirt hér í heild.
Hlutaðeigendur eru innilega beðnir
afsökunar á mistökunum.
t
Öllum þeim fjölmörgu, sem heiðruðu minningu
ANDRESAR KONRÁÐSSONAR,
Skúlagötu 17,
Borgarnesi,
og sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför hans,
færum við innilegar þakkir.
Kristín Sigurðardóttir,
Sæunn Andrésdóttir, Guðrún Andrésdóttir,
Konráð J. Andrésson, Guðleif B. Andrésdóttir,
Anna María Andrésdóttir, Arnheiður G. Andrésdóttir,
tengdabörn og aðrir aðstandendur.
t
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem
sýndu okkur samúð, hlýhug og réttu
hjálparhönd vegna andláts og útfarar
ástkærs eiginmanns, föður okkar, son-
ar og bróður,
GUÐNA KRISTJÁNS
SÆVARSSONAR.
Guðlaug Sveinbjörnsdóttir,
Bjarney Jóhanna Kristjánsdóttir,
Sveinbjörn Hrafn Kristjánsson,
Kristján Erlendur Kristjánsson,
Sævar Guðmundsson, Bjarney Kristjánsdóttir,
systur og aðrir vandamenn.