Morgunblaðið - 03.06.1994, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 03.06.1994, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 1994 39 Langiir laugardagnr LANGUR laugardagnr verður nú 4. júní nk. Kaupmenn við Laugaveg og Bankastræti standa nú fyrir Löngum laugardögum, þ.e. fyrsta laugardag hvers mánaðar. Þennan Langa laugardag er ætl- unin að vera með íþróttadag fjöl- skyldunnar og munu tveir hlutar Laugavegarins verða lokaðir, þ.e. hluti Laugavegarins frá Vitastíg að Frakkastíg og frá Klapparstíg að Skólavörðustíg og þar verða leik- tæki frá ÍTR og ýmsar uppákomur og kynningar. Útigrillveisla verður hjá Hagkaupum í Kjörgarði, Meist- arinn og 0. Johnsori & Kaaber munu kynna meistarapylsur og Heinz-grillsósu frá kl. 12-17. Cote d’or-kynning verður fyrir utan verslunina Vínberið, Bangsaleikur- inn verður í fullum gangi og munu stóri og litli bangsi aðstoða börn við að leita að bangsanum. Kódak- bangsinn helsar upp á börnin í Bankastræti og Laugi Trúður skemmtir börnum við Hlemm. Verslanir og veitingastaðir bjóða upp á afslátt eða sértilboð í tilefni dagsins. A Löngum laugardögum eru verslanir opnar frá kl. 10-17. Ný plata Pláhnetunnar KOMIN er út önnur geislaplata hljómsveitarinnar Pláhnetunnar og ber hún nafnið Plast. Platan innheldur ellefu frumsamin lög eftir meðlimi hljómsveitarinnar. Hljómsveitin, sem stofnuð var fyrir einu og hálfu ári, fór að þessu sinni nokkuð nýjar leiðir við gerð plötunnar. Einungis var notast við stafræn segulbönd í upptökum og er Plast því fyrsta platan sem unnin er hérlendis á stafrænan hátt frá upphafi til enda. Formleg bassaleikaraskipti áttu sér stað á miðri plötu því Friðrik Sturiuson hvarf til náms á Englandi eftir að hafa leikið inn á sex laganna. Við af honum tók Jakob S. Magnússon og lauk hann við plötuna. Hljómsveitin er ann- ars skipuð þeim Stefáni Hilmars- syni, söngvara, Sigurði Gröndal, gítarleikara, Ingólfi Sigurðssyni, trommuleikara, Ingólfi Guðjóns- syni, hljómborðsleikara og áður- nefndum Jakobi. Til að ná sem bestum hljóm- burði voru upptökurnar sendar til Lundúna þar sem segulböndin voru fullunnin til lokavinnslu af Tony Cousins hjá Metropolis Mastering, en Tony þessi hefur Hljómsveitin Pláhnetan. m.a. unnið slíka vinnu fyrir Ge- orge Michael, David Bowie og fleiri. Grímur Bjarnason tók ljósmynd- ir í bækling plötunnar sem Jakob Jóhannsson í Sjöunda himni hann- aði. Það er útgáfufélagið Soul- Heimar sem gefur plötuna út, en dreifingu annast Skeifan. Pláhnetan hefur nú þegar hafið hringferð til kynningar á plötunni sem standa mun í allt sumar og fram á haust. Listasmiðja barna heldur sumarnámskeið LISTASMIÐJA barna stendur í sumar fyrir námskeiði fyrir börn á aldrinum sex til tólf ára. A þessu námskeiði verður farið í leikræna tjáningu, myndmennt, söng og dans. Námskeiðið stendur frá 6. júní til 2. júlí og er bæði fyrir stelp- ur og stráka. Skipt verður í hópa eftir aldri og kennt alla daga vik- unnar, þrjá tíma í senn, fyrir eða eftir hádegi. Að sögn Önnu E. Borg, leikara, geta 95 krakkar sótt námskeiðið og þegar er búið að bóka helming- inn af þeim fjölda. Kennslunni verð- ur háttað þannig að hver ofantal- ■ KYNNING á Kripalujóga verður haldin laugardaginn 4. júní kl. 13 í Jógastöðinni Heimsljósi, Skeifunni 19, 2. hæð. Kynntar verða teygjur og öndunaræfingar sem eru sérstaklega góðar til að losa um spennu og stuðla að innra jafnvægi. H GAMLIR nemendur úr Menntaskólanum á Isafirði ætla að hittast í Turnhúsinu, Tryggva- götu 8, laugardaginn 4. júní kl. 20. Turnhúsið er nýr skemmtistaður þar sem góð aðstaða er til sam- komuhalds. Gamlir nemendur úr M.í. komu saman fyrir ári síðan og rifjuðu upp gömul kynni og nú er komið að skemmtuninni í ár. Hljóm- sveitin Spilaborgin leikur létta tón- list og lög frá gömlu góðu dögunum frá kl. 23. ■ NÁMSKEIÐ í hugleiðslu fer fram helgina 3. til 5. júní í hús- næði Sri Chinmoy-setursins, inna listgreina verður bæði kennd sér og einnig hver í tengslum við aðra. Miðað er við tíu til fimmtán í hveijum bekk en fleiri þegar list- formin verða kennd saman. Að námskeiðinu standa auk Önnu, Agnes Kristjónsdóttir, dans- ari, Margrét Pálmadóttir, söngkona og Margrét Þorvarðardóttir, mynd- listakona. Þær hafa allar kennt áður en þetta er í fyrsta skipti, sem þær sameinast um að kenna. Námskeiðinu lýkur með listahá- tíð laugardaginn 2. júlí, þar sem börnin munu leika sér að öllum fjór- um listformunum. Hverfisgötu 74, Iteykjavík. Nám- skeiðið fer fram kl. 20-21.30 á föstudag og kl. 16-17.30 á laugar- dag og sunnudag. Kenndar vérða einfaldar hugleiðslu- og slökunar- æfingar og rætt um heimspekina á bak við hugleiðsluna. Námskeiðið er haldið af nemendum jógameist- arans Sri Chinmoy. ■ MARKAÐS- OG SÝNINGAR- SVÆÐI verður opnað í Tívólíhús- inu í Hveragerði laugardaginn 11. júní. Húsinu hefur verið gjörbreytt að innan og hefur verið komið fyrir sölubásum inn á milli tijágróðurs og göngustígs á svæðinu. Þarna er líka barnaleikvöllum og sýningar- svæði fyrir bíla, tjaldvagna og aðra sýningargripi. Þetta verður lifandi markaður þar sem fólk mun láta sköpunarkraftinn skína. Opið verð- ur laugardag frá kl. 10-22 og sunnudag kl. 10-20. Eftirleiðis í sumar verður opið föstudaga, laug- ardaga og sunnudaga. FRÉTTIR Þau sjá um Brúðubílinn í sumar, f.v.: Felix Bergsson, Sigrún Edda Björnsdóttir, leikstjóri, Helga Steffensen, Sigrún Erla Sigurðardóttir, Sigríður Hannesdóttir og Aðalsteinn Bergdal. Brúðubíll- inn hefur starf- semi sína BRÚÐUBÍLLINN er leikhús yngstu barnanna og leikhúsið kemur til barnanna í þeirra hverfi, gæsluvöll eða útivistar- svæði. Sýningar eru tvær á dag alla daga vikunnar og hver sýn- ing tekur 30 mínútur. Frumsýn- ing verður í Hallgargarðinum mánudaginn 6. júní kl. 14. Leikritið sem sýnt verður í júní heitir í útilegu og er til- einkað 50 ára afmæli lýðveldis- ins. Þar eru bæði gamlir og nýir kunningjar á ferðinni, m.a. álfar, tröll, dvergar, dýr og margir fleiri. Handrit er eftir Helgu Stef- fensen og vísurnar gerðu Oskar Ingimarsson og Sigurbjörn Aðalsteinsson o.fl. Um tónlist sér Magnús Kjartansson og það er mikið sungið í Brúðubílnum að vanda. Leikstjóri er Sigrún Edda Björnsdóttir og það eru leikar- arnir Aðalsteinn Bergdal, Felix Bergsson, Sigrún Edda Björns- dóttir og Helga Steffensen sem ljá brúðunum raddir sínar. Um hreyfingar sjá þær Sigríður Hannesdóttir, Sigrún Erla Sig- urðardóttir ásamt Helgu. Það er glænýr Brúðubíll sem verður á götum borgarinnar í sumar. Snorri Freyr Hilmars- son jhannaði myndskreytinguna og Úlfur Karlsson málaði bíl- inn. Um hljóðupptöku sá Sveinn Kjartansson. Brúðubíllinn starfar á vegum Iþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar og eru sýn- ingarnar öllum opnar og að- gangur ókeypis. Onnur sýning brúðubílsins verður í Austur- bæjarskóla 7. júní kl. 10.00 og þriðja sýning í Barðavogi þann sama dag kl. 14.00. Athygli er vakin á því að sýningar brúðu- bílsins birtast daglega í dagbók Morgunblaðsins. Þvottalaugar Laugardals- (JÝ ausWfað SuðurlmM^^SK braut - Suðutktflcísbraut - Reykjavegur - Sundlaug^yí'^ vegur -LaugarásveýOr- inn ÍLaugardal að Laugardalshöll RASMARK við Laugardalshöll 10 km Laugardalshöll iausturað Suðurlandsbraut - Suðurlandsbraut - Reykjavegur - Sundlaugar- HLAUP vegur - Laugarásvegur - Sunnuvegur - Holta- ” vegur - inn i Laugardal að Laugardalshöll Þessi hringur er hlaupinn tvisvar sinnum VIL HEILSUHLAUP KRABBAMEINSFELAGSINS Heilsuhlaupið á morgun HEILSUHLAUP Krabbameinsfé- Grenivík verður lagt af stað frá lagsins verður haldið á morgun Kaupfélagsplaninu, á Egilsstöðum og hefst kl. 12 á hádegi á sex verður hlaupið frá Söluskála KHB, stöðum á landinu. Á Akureyri • á Höfn hefst hlaupið á Sindravöll- hefst hlaupið við Dynheima, á 01- um og í Reykjavík við Laugardals- afsfirði við Gagnfræðaskólann, á höll, eins og sjá má á meðfylgj- Myndasögu-Syrp- ur Vöku Helgafells VAKA-HELGAFELL hefur nú út- gáfu á röð bóka sem hlotið hafa nafnið Myndasögur-Syrpur. Bæk- urnar verða seldar bæði í áskrift og lausasölu. Syrpurnar prýða sögur um per- sónur úr smiðju Walts Disneys bæði vel þekktar en einnig minna þekktar hér á landi. Af þeim fyrr- nefndu má nefna Andrés Önd sem á sextugsafmæli um þessar mund- ir, Guffa, Georg Gírlausa, Jóakim frænda, Mikka Mús og Andrésínu. I síðarnefnda flokknum eru hins vegar náungar á borð við fornleifa- fræðinginn og ævintýramanninn Indriða Jóns, Stálöndina, sem með misjöfnum árangri reynir að beij- ast fyrir réttlætinu, og fleiri. Myndasögu-Syrpur eru meira en 250 blaðsíður hver og allar í lit. í þeim er að finna að minnsta kosti fimm ólíkar sögur. Næstu daga verður þeim sem gerast áskrifendur boðin fyrsta bókin á 295 krónur en bækurnar kosta framvegis 595 krónur í áskrift. I lausasölu kosta þær hins vegar 745 krónur. Að auki eiga þeir sem gerast áskrifendur innan tíu daga, möguleika á vinningum úr sérstökum lukkupotti sem hefur að geyma þijár hlómtækjasam- stæður frá Áiwa, sjö geislaspilara frá Inno-Hit og 10 ársáskriftir að Syrpunum. andi korti. Þátttökugjald er kr. 500. Skráning í hlaupið í Reykja- vík fer fram í húsi Krabbameinsfé- lagsins, Skógarhlíð 8, í dag kl. 16.30 til 18.30 og við rásmark á morgun kl. 8.30 til 11.30. Tónleikar Harðar Torfa í TILEFNI nýútkominnar feril- plötu mun Hörður Torfa halda útgáfutónleika í Kolaportinu laugardaginn 4. júní kl. 14. Ferilplatan, Þel, inniheldur 17 þekktustu lög Harðar, bæði við hans eigin Ijóð og annarra skálda: Eg leitaði blárra blóma, Dé Lappé, Án þín o.fl. Lögunum er raðað í rétta tímaröð og eru elstu upptökur frá 1970 en sú nýjasta frá apríl í ár. Við spilun kemur þannig fram margvísleg þróun sem hefur átt sér stað í áranna rás bæði hvað varðar upptökutækni og þróun Harðar sem listamanns í allri framsetn- ingu, segir í fréttatilkynningu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.