Morgunblaðið - 03.06.1994, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 1994
VIÐSKIPTI
MORGUNBLAÐIÐ
Fjármála-
sjónvarp
Reuters
London. Reuter.
EIGNARHALDSFÉLAG Re-
uter-fréttastofunnar hefur
hleypt af stokkunum fjármála-
sjónvarpi, Reuters Financial
Television (RFTV), sem mun
flytja beinar fréttasendingar
frá fjármálamörkuðum og um-
sagnir sérfræðinga um það
markverðasta sem er að gerast
hvetju sinni.
Mark Wood, aðalritstjóri og
framkvæmdastjóri, sagði af
þessu tilefni að þetta væri
„fyrsta raunverulega alhliða
fjölmiðlaþjónusta Reuters" og
að viðbrögð viðskiptavina væru
mjög jákvæð.
Búnaði til tilraunasendinga
hefur verið komið fyrir á 35
stöðum í Bretlandi og 10 lönd-
um á meginlandi Evrópu.
Fjármálasjónvarpið hefst á
hverjum morgni með 15 mín-
útna yfírliti frá nýrri aðalbæki-
stöð Reuters í London.
Viðskipta- o g
hagfræðingar
í golfi
FÉLAG viðskipta- og hagfræð-
inga heldur sitt árlega golfmót
föstudaginn 10. júní á Strand-
velli við Hellu. Keppt verður í
A og B flokki karla og í fyrsta
skipti í kvennaflokki. Miðað er
við að keppendur í bytjenda-
flokki hafí forgjöf 24 og hærra.
Keppt verður m.a. um far-
andgripi sem viðskiptablað
Morgunblaðsins og Hard Rock
Café gefa. Mótið hefst kl. 13
og verða leiknar 18 holur. Far-
ið verður með rútu frá Hótel
Holiday Inn kl. 11. Eftir að
mótinu lýkur verður snæddur
kvöldverður í golfskála Strand-
vallar þar sem mótinu verður
slitið og verðlaun afhent.
Sighvatur Björgvinsson iðnaðarráðherra
heimsækir Akranes
Lausnir á vanda
skipasmíðaiðn-
aðar efst á baugi
Akranesi - Sighvatur Björgvinsson iðnaðarráðherra var á Akra-
nesi fyrr nokkru og heimsótti ýmis fyrirtæki á staðnum og
kynnti sér starfrækslu þeirra. Einnig átti ráðherrann fund með
bæjarfulltrúum og hélt síðan almennan fund þar sem hann
ræddi stöðu iðnaðarins og gang þjóðmála.
Meðal þeirra fyr-
irtækja sem ráð-
herrann heimsótti
var skipasmíðastöð
Þorgeirs og Ellerts
hf., en fyrirtækið
hefur átt í miklum
fjárhagslegum erf-
iðleikum frá 1989
og m.a. gengið í
gegnum tvær
greiðslustöðvanir.
Starfsmenn
skipasmíðastöðvar-
innar hittu ráðherr-
ann að máli og af-
hentu honum álykt-
un og spumingar
tengdar störfum
þeirra. Þar var m.a.
atvinnuleysi sé um 10% á Akra-
nesi og mikið í húfí að vel takist
til með fjárhagslega endurskipu-
lagningu fyrirtækisins. Ljóst sé
að margfeldisáhrif af skipaiðnaði
séu mikil og nái þau störf út fyrir
fyrirtækið. Þrátt fyrir yfirlýsta
stefnu stjórnvalda um að einungis
verði gripið til almennra aðgerða
til að bjarga skipaiðnaðinum, eru
sértækar aðgerðir í gangi af hálfu
hins opinbera.
Það er krafa okkar, segja starfs-
mennirnir, að við séum ekki settir
skör lægra. Þá er_ einnig spurt
hvort stjórnvöld séu tilbúin til þess
að beita ákveðnum stjórnvaldsað-
gerðum til að örva viðhald og ný-
Sighvatur
Björgvinsson
bent á að
smíðaverkefni á
vegum íslenskra
útgerðarmanna
eða munum við
standa aðgerða-
laus og horfa upp
á áframhaldandi
útflutning á at-
vinnutækifæram
í skipaiðnaðin-
um.
Margvíslegar
aðgerðir
Á almennum
fundi á Akranesi
síðar sama dag
sagði ráðherrann
í svari sínu til
starfsmannanna, að það skipti
miklu meira máli að tryggja
rekstrarumhverfí skipasmíðaiðn-
aðarins heldur en að fara út í ein-
hveijar skuldbreytingar fyrirtækj-
anna á tveggja ára fresti. Megin
verkefni iðnaðarráðherra er að
reyna að tryggja það að skipa-
smíðastöðvarnar á Islandi fái þau
verkefni sem geri þeim tryggt að
starfa. Þetta hefur verið gert með
margvíslegum aðgerðum, sagði
ráðherrann.
Sighvatur minntist einnig á
umræður um hugsanlega samein-
ingu fyrirtækja í skipasmíðaiðnaði
á Faxaflóasvæðinu og sagði þá
umræðu ekki snúa að öðra en
könnun á hagkvæmni þess.
RÁÐHERRAHEIMSÓKIM “ Sighvatur Björgvinsson, iðnað-
arráðherra, var á Akranesi fyrir nokkra þar sem hann heimsótti m.a.
skipasmíðastöð Þorgeirs og Ellerts hf.
Islenska útvarpsfélagið
Hluthafafundur
haldinn innan
þriggja vikna
HINN nýi meirihluti stjórnar íslenska útvarpsfélagsins gerir ráð fyrir að
núverandi stjórn félagsins boði til hluthafafundar innan viku frá því að
beiðni þess efnis var lögð fram sl. miðvikudag, svo sem kveðið er á í sam-
þykktum félagsins. Að sögn Jóns Ólafssonar, stjórnarmanns, sem er einn
þeirra sem myndað hafa nýjan meirihluta í félaginu, verður fráfarandi stjórn
síðan að halda fund innan tveggja vikna, þannig hún hefur hámark þijár
vikur til að halda hlutahafafundinn.
Jón Ólafsson segir einnig að ekki
séu nein áform uppi um breytingar
á yfirstjórn fyrirtækisins, Stöðvar 2
og Bylgjunnar, og ekkert slíkt standi
til af hálfu þeirra sem nú eru að
taka við stjórnartaumunum innan
íslenska útvarpsfélagsins.
Stjórnarmenn í Islenska útvarps-
félagsins sem fram að þessu hafa
verið í meirihluta í félaginu, munu
Seglum [löndum
um sundin blá
á hinu glœ&ilega seglskipi, STS Kher&one$.
%
Nú gefst einstakt tækifæri til að sigla með alvöru seglskipi eins og |iau
voru í gamla claga. Siglt verður frá Reykjavíkurliöfn á morgun,
laugarclaginn 4. júní kl. 11. Komið verður til kaka kl. 17.
Lágmarksaldur er 15 ára. Verðið er 2.900 kr. á mann.
FERÐASKRIFST0E4
ÍSLANDS
Skógarhlíð 18 '
Sími 62 33 00
101 Reykjavík
• Fax 62 58 95
ekki ætla að taka sæti í nýrri stjórn.
Að sögn Ingimundar Sigfússonar
hefur ákvörðun ekki enn verið tekin
um hvenær boðað verði til næsta
stjórnarfundar en það verði bráðlega.
Jóhann Óli Guðmundsson sagði í
samtali við Morgunblaðið að hann
treysti sér ekki til þess á þessu and-
artaki til að taka sæti í nýrri stjórn
eftir allt sem á undan væri gengið.
Þó að ljóst væri að hann ætti vel
fyrir stjórnarsæti með hlut sínum í
fyrirtækinu, þá blöskraði honum svo
aðferðirnar sem Ingimundur Sigfús-
son, Óskar Magnússon, lögmaður og
umboðsmaður Siguijóns Sighvats-
sonar hér á landi, og fleiri hefðu
verið beittir að hann kysi miklu frem-
ur að víkja heldur en sitja í þeim
hópi sem þarna tæki við.
Þorgeir Baldursson segist ekki
með nokkru móti geta hugsað sér
að starfa undir þessum kringum-
stæðum þegar búið verði að gera þá
breytingu sem fyrirhuguð sé. Hann
kvaðst telja líklegt að valdir yrðu
nýir menn til að setjast í stjórnina
fyrir hönd minnihlutans. Töluvert
væri í húfi og ekki hægt að láta félag-
ið afskiptalaust.
Ekki náðist í stjórnarmennina
Stefán Gunnarsson og Ásgeir Bolla
Kristinsson til að fá staðfestingu
þeirra á því að þeir ætluðu ekki að
taka sæti í nýrri stjórn íslenska út-
varpsfélagsins.
KLM skilar
arði á ný
Amsterdam. Reutcr.
HOLLENZKA flugfélagið KLM
skilaði aftur hagnaði í fyrra vegna
mikils niðurskurðar og aukins far-
þegafjölda.
Félagið skilaði meiri nettó hagn-
aði en við var búizt, eða sem svarar
55,7 milljónum dollara á tólf mán-
aða tímabili til marzloka sl. Tapið
1992/93 var 303,8 milljónir dollara.
Félagið segir að batinn hafi verið
greinilegastur á síðari árshelmingi.