Morgunblaðið - 03.06.1994, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 03.06.1994, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚNI 1994 19 LISTIR Alltaf með blýantinn í hendinni Hans Chrístiansen hefur ákveðið á sextugsaldrí að snúa sér alfar- ið að sínu helsta hugðarefni, myndlistinni. Anna Sveinbjarn- ardóttir ræddi við listamanninn á vinnustofu hans. Morgunblaðið/Kristinn HANS Christiansen á sýningunni í Listhúsinu. SÝNING á verkum Hans Christians- ens stendur yfir í Listhúsinu í Laug- ardal en henni lýkur sunnudaginn 5. júní. Þetta er 29. einkasýning hans. Blaðamaður ræddi við Hans á vinnustofu hans í Listhúsinu og forvitnaðist um líf hans og list. Hans byrjaði á því að segja að hann kynni ekki málfar listamanna. Þau viðtöl sem hánn hefði lesið undan- farið væru svo heimspekileg að erf- itt væri • að skilja hvað væri verið að fara. í stað þess að fara út í heimspekilegar vangaveltur sagði Hans aðeins frá lífshlaupi sínu og áhuga á myndiist. „Ég er fæddur og uppalinn í Ilveragerði," sagði Hans. „Ég var alltaf með blýantinn í hendinni sem barn og unglingur. Skólafélagar i mínir muna ekki eftir mér á annan l hátt.“ Að sögn hans hafði hann mjög góðan og uppörvandi mynd-. listarkennara sem barn. Einnig hefðu nokkrir góðir listamenn verið búsettir í Hveragerði á þessum tíma og hefði hann komið heim á vinnu- stofu eins þeirra. Hans hefur ekki hlotið formlega akademíska listakennslu. Hann lauk BA-prófi í ensku og dönsku og kenndi um tveggja ára skeið en ! starfaði síðan í um tvo áratugi í ) banka. Hans sagði að hann hefði sótt námskeið hjá Myndlista- og handíðaskólanum og Myndlistaskóla Reykjavíkur. Hann hefði nuddað í þessu alla tíð en vantaði akademíska menntun. Þess í stað fer hann á sýningar og söfn, og les mikið um myndlist. Hættur hjá bankanum Hans, sem er á sextugsaldri, er hættur að vinna í bankanum og hefur snúið sér alfarið að myndlist- inni. Að eigin sögn hefur brennt allar brýr að baki sér. Hann tók á leigu vinnurými í Listhúsinu í vetur og er ánægður með aðstöðuna þar. Hann sagði að birtan væri góð, og fólkið sem ynni i húsnæðinu væri einnig gott. í Listahúsinu fer ýmis- leg listastarfsemi fram. Listamenn eru þar með starfsaðstöðu og þar eru einnig sýningarsalir. Myndirnar á sýningu Hans eru mest vatnsiitamyndir en hann sýnir einnig nokkrar pastelmyndir og teikningar. Hann sagði að þetta væru þau efni sem hann hefði mest fengist við i gegnum tíðina. Hann hefði ekki haft pláss til að takast á við olíumálverk. Hans sagði að viðfangsefni sín væru sitt nánasta umhverfi og stað- ir sem hann hefði séð á ferðum. Hann reyndi einnig að ná stemmn- ingu í náttúrumyndum og ynni með þröngt sjónsvið. Að auki hefði hann gaman að því að gera myndir af fólki og þá sérstaklega gamanmynd- ir eða karíkatúr. Þegar Hans vann hjá Landsbankanum á Selfossi gerði hann slíkar myndir af öllum mann- skapnum fyrir þorrablót og voru þær allar settar upp á vegg. Fjörulalli Að sögn Hans sækir hann mynd- efni sitt mikið í ijöruna, við höfnina og upp í Heiðmörk. Víða sé hægt að finna myndefni ef maður hefur augun opin. Hann hefur einnig sótt myndefni sitt til Eyrarbakka og Stokkseyrar. „Ég er liklega íjöru- lalli í mér þó ég hafi aldrei verið á sjó. Kannski er ég að Ieita upp- runans þar sem lífið kviknar í íjöru- borðinu." Hans hefur aðallega sýnt í Hvera- gerði og á Selfossi. Hann hefur t.d. sýnt á hvetju ári undanfarin ár í safnarheimili Hveragerðiskirkju. Hann sagði að hann hlypi vanalega allt í einu í það að halda sýningar þegar hann væri kominn með eitt- hvað safn af myndum. Sýningarhald sitt væri ekki skipulagt enda væri hann óskipulagður maður. Hans ætlar að vera áfram í List- húsinu ef hann hefur ráð að því. Hér í Reykjavík saknar hann þess helst að sjá ekki breytingar árstíð- anna eins vel og þegar hann bjó fyrir austan. Hann sagði að hann hefði fylgst vel með árstíðunum þegar hann bjó í Hveragerði og þurfti að fara á hvetjum degi tii vinnu á Selfossi. Hann sagði að lok- um að það væri þá eina helst í Laug- ardalnum þar sem hann hefur vinnuaðstöðu nú sem hægt væri að fylgjast með breytingunum. INDfSIT INDESIT INDESIT INDESIT INDESIT INDESiT INDGSO Heimilistœkin frá Indesit hafa fyrir löngu sannað gildi sitt í Evrópu. Þér bjóðast þessi sterku ítölsku tæki á einstöku verði! Eldavél KN 6043 WY H-85 B-60 D-60 Undir/yfirhiti Grili.Snúningsteinn Verð kr. 51.492,- 48.917,- stgr. Lágmúia 8, Sími 388 20 Umboðsmenn um land allt I iNDESiT ÍNDESÍT INDESIT INDESIT INDESIT INDESIT INDESIT Kæliskápur • R 2600 W H-152 B-55 D-60 187 I kælir 67 I frystir Verð kr. 49.664,- 47. 18 1stgr. mmmmmmmmmmmÍ Uppþvottavél D3010W 7 þvottakerfi Fyri 12 manns Verð kr. 56.544,- 53.717,- stgr. Þvottavél WN 802 W VindingahraÖi 400-800 sn/mín. Stigalaus hitarofi 14 þvottakerfi Tekur 4,5 kg. Verfc kr. 59.876,- 56.882,- stgr. B R Æ > ) ) ) 1 1 1 Sjáið PLÁHNETUMA á afmælistónleikum Borgarkringlunnar í dag kl. 16:00 pláhnetan áritar ¥SSSoi PLAST í verslun Skífunnar í xvi s í dag kl. ZS*™***** - tíVolsveú ll'm - Júal ls- Júní Júni ■ 35. Jtinl Ljlilí s- JúU 8- Júlí 9- Júlí - júlí J6. JUJí 33.JÚ1S S3. JúJJ. 6- ágúst 6- ágúst - 13. ágast 13. ágúst sn f!086 VaUtöjj Bsloflrtj /úatlr AOatdaj u-‘,m áeúst Bept. . 6- sept, - - Kringlunni Simi: 600930 • Stórverslun Laugavegi 26 Sími: 600926 Laugavegi 96 Slmi: 6009: bogart/skífan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.