Morgunblaðið - 03.06.1994, Síða 42
42 FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
HJÁLPARSTARF
I DAG
YFIR 300 þúsund flóttamenn frá Rúanda hafast við í búðum
í norðurhluta Tansaníu. Þar er hreinlætisaðstaða bágborin
og hætta á að sýkingar breiðist út.
Aðstoð við bág-
stadda í Rúanda
HJÁLPARSTOFNUN kirkjunn-
ar hefur ákveðið að senda að
minnsta kosti 500 þúsund krón-
ur til aðstoðar bágstöddum í
Rúanda. Hjálparstofnun kirkj-
unnar óskar einnig eftir stuðn-
ingi landsmanna og má koma
framlagi til skila með gíróseðl-
um sem liggja frammi í bönkum
og sparisjóðum. Einnig er farið
fram á að prestar landsins biðji
fyrir íbúum Rúanda sem hafa
orðið að þola hörmungar í kjöl-
far uppreisnarinnar og blóðbaðs-
ins þar.
Eins og kunnugt er af fréttum
hafa menn verið líflátnir tugum
og jafnvel hundruðum þúsunda
saman eftir uppreisnina í Rú-
anda og annar eins fjöldi manna
hefur hrakist úr landinu og hefst
nú við í flóttamannabúðum í
nágrannríkinu Tansaníu. Segja
má að algjör skálmöld ríki í land-
inu og dvelja nú yfir 300 þúsund
manns í flóttamannabúðunum í
Ngara, litium bæ í nyrsta hluta
Tansaníu. Admaso Simeso, full-
trúi Lútherska heimssambands-
ins sem stendur fyrir hjálp-
arstarfi þar, heimsótti jafnframt
búðirnar nýlega og segir að stöð-
ugt streymi fleiri flóttamenn í
búðirnar og segir jafnframt að
dögum saman hafi lík flotið nið-
ur Kagera-ána svo tugum skipt-
ir. Segist hannn hvergi hafa séð
jafn átakanlegt vonleysi skína
úr augum manna eins og í þess-
um flóttamannabúðum. Þær eru
aðeins fjórir ferkílómetrar að
stærð og þegar rignir er mikil
hætta á að hvers kyns sýkingar
breiðist út þar sem hreinlætisað-
staða er vægast sagt fremur
bágborgin, segir í fréttatilkynn-
ingu.
Hjálparstofnun kirkjunnar
hefur þegar sent 500 þúsund
krónur til aðstoðar í flótta-
mannabúðunum og minnir
landsmenn jafnframt á gíróseðla
sem liggja frammi í bönkum og
sparisjóðum ef einhverjir sjá sér
fært að leggja þessu neyðar-
athvarfi lið. Þá hafa prestar
landsins verið beðnir að minnast
íbúa Rúanda og hörmunga
þeirra í bænum sínum við guðs-
þjónustur um helgina.
FÁKSKONUR
Tökum vel á móti Gustskonum
föstudaginn 3. júní.
Fjölmennum í hópreið til móts við þær.
Lagt af stað frá félagsheimili Fáks kl. 19.00.
Munum eftir reiðhjálminum.
Stjórn kvennadeildar Fáks.
V_________________________________________)
BOURJOIS
Kynning
á Bourjois snyrtivörum
Bjarg, Akranesi
í dag, föstudag, 3. júní kl. 11-18
Sautján, Laugavegi
á morgun, laugard., 4. júní kl. 12-16
Verið veikomin!
VELVAKANDI
svarar í síma 691100 frá 10-12 og 14-16
frá mánudegi til föstudags
Borðfánastöng
FYRIR nokkru var aug-
lýst í Velvakanda eftir
vitneskju um hver hefði
hannað þjóðhátíðarborð-
fánastöng frá 1944. Nú
er sú vitneskja fengin og
Ása Ingólfsdóttir bað
Velvakanda að auglýsa
það fyrir sig vegna fjölda
fyrirspurna sem henni
hafa borist.
Þessa stöng hannaði
og smíðaði Gunnlaugur
S. Jónsson, Odda á Akur-
eyri, nýlátinn.
Tapað/fundið
íþróttataska hvarf
úr bíl
FJÓLUBLÁ LA-Gear-
íþróttataska hvarf úr bíl
sem stóð við alþingishúsið
aðfaranótt sl. föstudags.
Hafí einhver orðið var við
þegar taskan var tekin
eða viti hvar hún er niður-
komin er sá hinn sami
vinsamlega beðinn að
hringja í síma 77269.
Peningaveski
tapaðist
BRÚNT seðlaveski með
ágröfnu Eurocard-merki
tapaðist í Hafnarstræti
við gamla Fjárfestingafé-
Iagið aðfaranótt sl. laug-
ardags. I veskinu voru öll
skilríki og kreditkort eig-
andans og koma þau eng-
um öðrum að notum því
búið er að loka öllum
reikningum. Hafi einhver
fundið veskið er hann vin-
samlega beðinn að
hringja í síma 888404.
Gylfí.
Hafi einhver fundið úrið
er hann vinsamlega beð-
inn að hringja í síma
36424.
Hjól tapaðist
DÖKKBLÁTT 18 gíra
nýlegt fjallahjól af gerð-
inni Montana hvarf úr
hjólageymslu í Arahólum
4 fyrir u.þ.b. þremur vik-
um. Hafi einhver orðið
var við hjólið er hann vin-
samlega beðinn að
hringja í síma 77636.
Gleraugu töpuðust
DRENGJAGLERAUGU í
svörtu hulstri töpuðust á
leiðinni frá Ártúnsholti,
niður Elliðaárdal og upp
á Bústaðaveg fyrir rúm-
um mánuði. Hafi einhver
fundið gleraugun er hann
vinsamlega beðinn að
hringja í síma 672097.
Gæludýr
Kettlingur óskar
eftir heimili
GULBRÖNDÓTTUR
kettlingssnáði fæst gef-
ins á gott heimili. Hann
er 3ja mánaða gamall,
gæfur og kassavanur og
heitir Grettir. Ef einhver
góðhjartaður vill eiga
Gretti, þá er hægt að
hringja í síma 20834. El-
ísabet.
Síamsfress fannst
SÍAMSFRESS, sealpoint,
fannst 16. maí við Torfu-
fell, grindhoraður og
veikur. Upplýsingar í
síma 79721.
Úr fannst
KVENARMBANDSÚR
fannst á bílastæði við
Hátún fyrir sl. helgi. Eig-
andi má hafa samband í
síma 21509 á kvöldin.
Köttur fæst gefins
MJÖG fallegur svartur og
hvítur sérkennilegur
fressköttur, kassavanur,
fæst gefins. Upplýsingar
í síma 671126. Inga.
Kvenúr tapaðist
GULLHÚÐAÐ kvenarm- _ Kettlingar
bandsúr af gerðinni Citiz- FJÓRIR myndarlegir
en tapaðist í Smáíbúða- kettlingar fást gefíns.
hverfinu eða Síðumúla Upplýsingar í síma
mánudaginn 30. maí. 688709.
BRIDS
U m s j ó n G u ð m . P á 11
A r n a r s o n
Eins og svo oft í þremur
gröndum er viðfangsefni
sagnhafa að samnýta mögu-
leikana á bestan máta.
Norður gefur; aliir á
hættu.
Norður
♦ 75
V Á10
♦ ÁG4
♦ Á109532
Suður
♦ ÁD8
V 9742
♦ D7632
♦ K
Vestur Norður Austur Suður
- 1 lauf Pass 1 tígull
Pass 2 lauf Pass 2 grönd
Pass 3 grönd Allir pass
Útspil: spaðaijarki.
Hvemig á suður.ai) spila?
Bæði tígullinn og laufið eru
hugsanlegar slagauppsprett-
ur. Níu slagir eru auðsóttir
er tígullinn brotnar 3-2 og
laufíð gæti á sama hátt tryggt
vinning ef það feilur 3-3 eða
ef háspil er annað. Vandinn
er að prófa báða litina.
Það er best gert þannig:
Sagnhafí leggur niður lauf-
kóng í öðrum slag og spilar
á ás. Tekur svo laufás. Ef
háspil fellur undir ásinn, held-
ur sagnhafi áfram með laufíð
°g byggir þar upp þtjá slagi.
Annars snýr hann sér aftur
að tíglinum.
Norður
♦ 75
V Á10
♦ ÁG4
♦ Á109532
Vestur Austur
♦ G9642 ♦ K103
V KG5 IIIIH ▼ D863
♦ 8 111111 ♦ K1095
♦ D864 ♦ G7
Suður
♦ ÁD8
V 9742
♦ D7632
4 K
Með þessari spilamennsku
vinnst spilið (1) ef tígullinn
fellur 3-2 eða kóngur kemur
blankur, (2) ef háspil annað
fellur í laufí. Betur er ekki
hægt að spila.
LEIÐRÉTT
Rang^t nafn í
viðtali
RANGT var farið með nafn
Ásgeirs Vals Sigurðsson-
ar í umflöllun um sýningu
á verkum fatlaðra í Há-
skólabíó, Vistarverur, bjart-
ar og djúpar. Hlutaðeigandi
er innilega beðinn afsokun-
ar á mistökunum.
Pennavinír
TVÍTUGUR Ghanapiltur
með áhuga á knattspyrnu,
sundi, kvikmyndum og
dansi:
Thomas Kwane Boye,
Box 1317,
Oguaa,
Ghana C/R.
TÓLF ára bandarískur pilt-
ur með áhuga á körfubolta,
hafnabolta o.fl. íþróttum:
Brad Rainville,
19 Van Ger dr.,
Bow,
New Hampshire,
03304 U.S.A.
ÞRETTÁN ára japönsk
stúlka með áhuga á bréfa-
skriftum:
Mayumi Owaki,
60 Naka Wada-cho,
Konan-shi Aichi-ken,
483 Japan.
TUTTUGU og þriggja ára
Ghanastúlka með áhuga á
dansi, tónlist og kvikmynd-
um:
Augustina Cook Pepsi,
P.O. Box 835,
Oguaa District,
Ghana.
NÍTJÁN ára gömul finnsk
stúlka vill skrifast á við
18-24 ára pilta eða stúlkur.
Með áhuga á ferðalögum
og íþróttum:
Mia Kesti,
Oikokatu 4 E122,
15100 Lahti,
Finland.
FRANSKUR karlmaður vill
skrifast á við íslenskar kon-
ur en getur ekki um aldur:
Louis Plantier,
Les bois Mures,
Cottage 331,
06130 Grasse,
France.
ÞRETTÁN ára dönsk
stúlka með áhuga á hand-
bolta, fótbolta, o.fl.:
Louise H. Mortensen,
Lykkevej 4,
Dall Villaby,
9230 Svenstrup,
Danmark.
FRÁ Ghana skrifar 24 ára
stúlka með áhuga á menn-
ingu og listum, ferðalögum
og íþróttum:
Ericcah Kuraning,
Box 1317,
Oguaa C/R,
Ghana.
ÞRJÁTÍU og fjögurra ára
þýsk kona með margvísleg
áhugamál:
Sybille Spellmeier,
Hermann-Meyer-
Strasse 28,
42657 Solingen,
Víkveiji skrifar...
Senn líður að því að þjóðin
skundi á Þingvöll til að
strengja sín heit. Það er hefð á stór-
afmælum í sögu þjóðarinnar að
stefna henni á Þingvöll svo hún
megi stilla saman þá strengi sem
bezt hljóma. Þeir sem voru á Þing-
völlum á 1100 ára afmæli íslands-
byggðar árið 1974 munu aldrei
gleyma þeim degi enda tugþúsundir
Islendinga þar saman komnar í ein-
stakri veðurblíðu.
Lýðveldishátíðarnefnd hefur val-
ið hið hefðbundna form á hátíðinni
17. júní nk. Ýmsir hafa haft um
það efasemdir að þetta form eigi
lengur við því hinar nýju kynslóðir
hafi engan áhuga á því að fara á
Þingvöll og hlusta þar á ræður,
kórsöng og aðra slíka hefðbundna
dagskrárliði. Þetta verður bara að
koma í ljós. En nefndin er hvergi
banginn og býst við 60 þúsund
manns. En það vill Víkveiji segja í
lokin, að ekki hefði hann viljað
missa af hátíðinni á Þingvöllum
fyrir tuttugu árum, svo fersk er hún
enn í minningunni. \ I
Listi barst á borð Víkveija í vik-
unTni frá íþróttadeild sjón-
varpsins. Yfirlit yfir beinar útsend-
ingar frá Heimsmeistarakeppninni
í knattspyrnu, sem hefst í Banda-
ríkjunum á þjóðhátíðardegi okkar
íslendinga, 17. júní. Það verður
sannkölluð veizla fyrir knatt-
spyrnufikla í sjónvarpinu í heilan
mánuð. Meira en 50 leikir í beinni
útsendingu.
Víkveiji er í þessum hópi og er
þegar farinn að hlakka til. Fátt er
skemmtilegra að horfa á en góðan
knattspyrnuleik. Víkverji hefur
fylgst vel með HM í knattspyrnu
um árabil og tvisvar farið á sjálfa
keppnina, á Spáni 1982 og Italíu
1990. Það er ógleymanleg upplifun
að fara á leiki keppninnar og fylgj-
ast með þeirri stemmningu sem er
í kringum þá. Af þeim leikjum sem
Víkvetji hefur séð standa tveir leik-
ir uppúr, báðir á HM ’82, leikir
Brasilíu og Skotlands og sjálfur
úrslitaleikurinn milli Italíu og Vest-
hve mikil áhersla er lögð á varnar-
leik hin seinni ár. Þannig var HM
á Ítalíu 1990 miklu litlausari en til
að mynda HM 1982. Við skulum
vona að liðin hafi sóknarknattspyrn-
una í öndvegi í sumar, annað væri
ekki sæmandi í landi hinna miklu
sýninga, Bandaríkjunum.
X X X
að setti hálfgerðan hroll að Vík-
verja þegar hann las stutta
lýsingu Jakobs Jakobssonar for-
stjóra Hafrannsóknastofnunar í
Morgunblaðinu í gær á því hvernig
íslendingar, með hjálp Norðmanna
og Rússa, nánast þurrkuðu upp ís-
landssíldina fyrir aldarfjórðungi. ís-
lendingum er að vísu þessi saga vel
kunn en nú þegar ástand þorsk-
stofnsins minnir okkur óþyrmilega á
að fiskistofnarnir við ísland er tak-
mörkuð auðlind, virðist fyrirhyggju-
leysið við síldveiðarnar ótrúlegt. Nú
er þessi síldarstofn að ná sér aftur
og byrjaður að ganga á gömlu slóð-
irnar við ísland og væntanlega
ur-Þýzkalands.
Víkvcrji hefur .á.liyggjur. af því reyn.slunni ríkari.
ganga íslendingar til síldveiðanna
H'd Jipev