Morgunblaðið - 03.06.1994, Side 48
48 FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
ÍÞRÓTTIR
KNATTSPYRNA
Van Basten til
í HM slaginn
Hollenski knatt-
spyrnumaðurinn
Marco Van Basten lýsti
því yfir í gær að hann
'væri tilbúinn að leika
með hollenska landslið-
inu í heimsmeistara-
keppninni í knatt-
spyrnu sem hefst 17.
júní nk. Hann sagðist
vera við góða heislu,
en hann hefur átt við
meiðsli að stríða sl. 18
mánuði.
Van Basten hafði
samband við Dick
Advocaat þjálfara hol-
lenska liðsins í gær og
sagði honum að hann væri til í slag-
inn. Hann er nú staddur í æfinga-
búðum með félögum sínum í AC
Milan. „Ef Gullit hefði ekki hætt
' við að vera með hefði ég verið hér
áfram,“ sagði Basten. „En þar sem
þetta kom upp get ég
allt eins fárið til Banda-
ríkjanna og þjálfað mig
upp þar.“ Basten sagð-
ist ekki leika nema ráð-
færa sig við lækna,
bæði lækna AC Milan
sem og hollenska lands-
liðsins. „Ég gæti komið
inn á síðustu tíu til
fimmtán mínútumar í
leik, en aðeins ef það
er nauðsynlegt."
Sjúkraþjálfari AC
Milan lýsti því yfir í gær
að Basten væri í engu
formi til að leika á HM.
„Ef hann fer tel ég að
hann ætti ekki að leika. Hann tekur
mikla áhættu og ferli hans sem topp
knattspyrnumanns, sem auðveld-
lega gæti varað í fjögur til fimm
ár enn, gæti hæglega lokið þar.“
Mynd/Dieter Frinke
Andri Sigþórsson er markahæstur í 18 ára liði Bayem Munchen, en hér er hann felldur í leik gegn TSV 1860
Munchen fyrir skömmu.
Pressan styrkir 2. deild
Vikublaðið Pressan, hagsmunasamtök 2. deildar í knattspyrnu og
KSÍ hafa gert með sér samning um Pressan verði aðalstyrktarað-
ili 2. deildarinnar í sumar og mun deildin kallast Pressudeildin.
OPNA BLAALONSMOT
GOLFKLÚBBS GRINDAVÍKUR
verðurá Húsatóftavelli sunnudaginn
5. júníkl. 8.
Skráning hefst í dag, milli kl. 17 og 19,
ísíma 92-68720.
LITLI
ÍÞRÓTT4SKÓLINN
LAUGARVATNI
Stórkostlegt tækifæri fyrir 9—13ára
stelpur og stráka fyrir aðeins
16.500 krónur.
Stórkostlegt tækifæri fyrir 9-13 ára stelpur og stráka í Litla
íþróttaskólanum á Laugarvatni. Boðið er upp á frábæra
aðstöðu, hollan mat, fyrsta flokks leiðbeinendur og heimsókn
þekktra íþróttamanna. Auk flestra íþróttagreina verður einnig
boðið upp á ratleiki, fjallgöngur, bátsferðir og kvöldvökur.
Tímabil:
19. júní - 25. júní (6 dagar)
26. júní - 2. júlí (6 dagar)
3. júlí - 9. júlí (6 dagar)
Látið ekki þetta tækifæri fram hjá ykkur fara. Pantið strax því
takmarkaður fjöldi kemst að.
Allar nánari upplýsingar veitir skrifstofa íþróttamið-stöðvar
íslands á Laugarvatni, sími 98-61151,
fax 98-61255. Systkina- og vinaafsláttur er í boði.
ÍÞRÓTTAMIÐSTÖÐ ÍSLANDS, LAUGARVATNI
Sími: 98-61151 Fax: 98-61255
Andri verður áfram
hjá Bayem Míinchen
BAYERN Miinchen hefur óskað eftir að piltalandsliðsmaðurinn
Andri Sigþórsson verði áfram hjá félaginu næsta keppnistíma-
bil og hefur hann ákveðið að taka tilboði meistaranna.
Andri, sem er 17 ára síðan í
mars, hefur leikið með 18 ára
liði félagsins í vetur og var marka-
hæstur í riðlakeppninni með 20 mörk
þrátt fyrir að hafa misst af fyrstu
leikjunum, en liðið varð meistari í
héraðinu. Hann kom liðinu á bragðið
í fyrrakvöld, þegar Bayern vann
Budelsdorf 3:0 í seinni leik liðanna
í 32 liða úrslitum um þýska meistara-
titilinn í þessum aldursfiokki, og
lagði síðan upp þriðja markið. Bay-
em vann fyrri leikinn 2:0 á útivelli
og þá lagði Andri upp bæði mörkin.
Gerd Miiller, þjálfari og fyrrum
miðheiji Bayern og þýska landsliðs-
ins, hrósaði Andra í útvarpsviðtaii
eftir leikinn í fyrrakvöld og sagði að
hann hefði leikið mjög vel í vetur og
í dagblaðinu Suddeutsche Zeitung á
dögunum er grein um Andra og sagt
að Bayern láti hann ekki fara frá
félaginu.
Aridri sagði við Morgunblaðið að
ekki yrði gengið frá málum fyrr en
eftir úrslitakeppnina, en Bayem
mætir Kaiserslautem í 16 liða úrslit-
um. Hins vegar væri fyrirhugað að
koma á sérstakri varaliðakeppni
næsta vetur, þar sem varamennimir
í úrvalsdeildinni ásamt áhugamönn-
um liðanna spiluðu saman. „Mér
hefur verið sagt að einn eða tveir
leikmenn úr 18 ára liðinu verði einn-
ig með og að ég verði þar á meðal,“
sagði Andri. Samt sagðist hann ekki
alveg skilja reglurnar, því samkvæmt
þessu mætti hann spila í varaliða-
keppninni, en hann væri of ungur
til að spila með áhugamannaliðinu.
Andri fór til Bayern fyrir tilstilli
Atla Eðvaldssonar í ágúst í fyrra og
var gert ráð fyrir að hann æfði hjá
félaginu í 10 daga. Það bauð honum
síðan að vera lengur, óskaði fljótlega
eftir félagaskiptum úr KR og vill
hafa hann áfram. „Þetta hefur verið
ánægjulegur tími og það er gaman
að fá tækifæri til að gera betur, en
draumurinn er auðvitað að komast
enn lengra,“ sagði hann.
Sigurvin óákveðinn
Piltalandsliðsmaðurinn Sigurvin
Ólafsson er ári eldri en Andri og
hefur leikið með Stuttgart í vetur,
en liðið er einnig í úrslitakeppninni.
Stuttgart hefur boðið þremur leik-
mönnum 18 ára liðsins áhugamanna-
samning, en öðrum hefur verið gef-
inn kostur á að vera með áhuga-
mannaliðinu. Sigurvin fær ekki
samning og hefur ekki ákveðið hvort
hann taki tilboði félagsins um að
vera áfram, en er að hugsa málið.
Liðinu gekk ekki vel í vetur, en Willie
Eckmann, sem var þjálfari hjá
Stuttgart, þegar Asgeir Sigurvinsson
lék með liðinu, og síðar Numberg,
hefur verið ráðinn þjálfari áhuga-
mannaliðsins. Hann þykir góður í
faginu og þess vegna gæti Sigurvin
slegið til.
50 ára lýðveldisafmæli - Ár íþróttanna
ÍSÍ og Ólympíunefnd hafa látið framleiða skreytingarboröa í tilefni 50 ára
lýðveldis afmælisins og 100 ára afmælis ólympíuhreyfingarinnar.
Skreytingarboröarnir eru í tíu metra lengjum úr hvítu plasti og áprentaðir í bláum og rauðum lit.
Henta sérstaklega vel við íþróttahús, sundlaugar, Iþróttavelli, útivistarsvæði og víðar.
Auðvelt er að tengja borðana saman. Mjög hagstætt verö.
Fjöldi sveitarfélaga hefur þegar pantað skreytingarborðana. Takmarkið er að þeir verði við sem
flest íþróttamannvirki um land allt og á stærri íþróttaviðburöum.
Afgreiðsla á skrifstofu ÍSÍ í Laugardal, sími 91-813377.
íþróttasamband íslands - Ólympíunefnd íslands.