Morgunblaðið - 03.06.1994, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 1994 11
LANDIÐ
Morgunblaðið/jt
ENN eru að finnast heillegir smáhlutir í sumarbústaðalandinu
í Tunguskógi og hafa eigendur verið að hreinsa á lóðum sínum
flestar helgar frá því í apríl.
Hreinsun 1 Tungudal eftir snjóflóðin
100 rúmmetrum
af braki ekið burt
UMFANGSMIKIÐ hreinsunar-
starf stendur nú yfir í Tunguskógi
við Skutulsfjörð, sumarbústaða-
svæði ísfirðinga, þar sem varð
milljónatjón í snjóflóði rétt eftir
páskana. Búið er að aka burtu um
eitt hundrað rúmmetrum af braki
og rusli og næstu vikurnar munu
unglingar á vegum bæjarfélagsins
stunda hreinsunarstai'f í Tungudal
og á Seljalandsdal. Glöggt má sjá
hversu gífurlegri eyðileggingu
flóðið hefur valdið þar sem 39
bústaðir þurrkuðust burt og með
þeim margir gróðurreitir sem vax-
ið hafa upp síðustu fimm til sex
áratugina.
Eyjólfur Bjarnason, tæknifræð-
ingur hjá ísafjarðarbæ, segir að
strax fyrstu vikurnar eftir flóðið
hafi Hjálparsveit skáta á ísafirði
verið fengin til að hreinsa mesta
TRÉN eru mörg hver illa farin, þau stærstu hafa kubbast sund-
ur og mörg svignuðu undan álaginu og greinar hefluðust af.
Sum trén er reynt að rétta við.
og stærsta brakið og félagar í
golfklúbbnum hafi hreinsað tals-
vert á sínu svæði neðst í dalnum
auk annarra sjálfboðaliða sem lagt
hafi hönd á plóginn. Ekið hafi
verið burtu um 100 rúmmetrum
af braki og fyrirsjáanlegt sé ,að
enn eigi eftir að aka miklu burtu.
Mikið verk óunnið
Flestir sumarbústaðaeigendur
hafa þegar hreinsað mikið til á
lóðum sínum en mikið er þó óunn-
ið og munu unglingarnir á vegum
bæjarins bæði hreinsa á einstökum
lóðum og neðst í dalnum þar sem
er tjaldstæðið, reitur Skógræktar-
félagsins og Simsonsgarður. í
Simsonsgarði voru elstu trén og
þau hæstu og er lítið eftir af þeim
og sömuleiðis er skógræktin ekki
nema svipur hjá sjón. Nú þegar
snjó hefur að mestu tekið upp má
sjá að há tré hafa klippst sundur
mjög víða en lægri tijágróður hef-
ur sloppið betur. Á stórum svæð-
um eru tré þó mjög skökk og
skemmd þótt þau hafi ekki kub-
bast sundur eða slitnað upp.
Uppbygging að nýju
Bæjarfélagið hefur heimilað
uppbyggingu á svæðinu á ný og
er vitað að sumir eigendur vilja
ótrauðir hefjast handa í sumar en
aðrir bíða átekta; hyggjast þeir sjá
hvernig gróðurinn kemur til eftir
áfallið. Fuglarnir halda tryggð við
svæðið en hafa þó trúlega víða
þurft að skipta um hreiðurstæði.
Eyjólfur segir að beðið sé endan-
legra svara frá Viðlagatryggingu
um hvernig háttað yrði trygging-
um. Hann segir suma sumarbú-
staðaeigendur strax hafa afráðið
að byggja jafnstór hús á ný á lóð-
um sínum en aðrir hafa kosið að
byggja minna en enginn hefur
skilað lóð sinni til bæjarins.
Morgunblaðið/Benedikt Sigurðsson
Á eftir Hversdagsleikunum var teygt vel á í góða veðrinu og
stóðu vonir til að menn ynnu vinabæinn Herzberg/Herz án þess
að menn fengju nokkrar harðsperrur að ráði.
Þjóðverjar harðir í
hversdagshreyfingu
Egilsstöðum - Hverdagsleikarnir
voru haldnir á Egilsstöðum fyrir
skömmu. Leikar þessir eru þannig
uppbyggðir að íbúar Egilsstaða
hreyfðu sig samfleytt í fimmtán
mínútur einhvertimann yfir dag-
inn og kepptu um það við þýska
bæinn Herzberg/Herz um það
hvorum bænum tækist að fá fleiri
til að hreyfa sig þennan dag.
Óstaðfestar fréttir frá Þýskalandi
herma að Egilsstaðabær hafi beð-
ið lægri hlut.
Dagskrá var frá morgni til
kvölds og stunduðu keppendur
ýmsa hreyfingu s.s. eins og skokk,
göngu, snú-snú og hjólreiðar. Fólk
á öllum aldri tók þátt enda mark-
miðiðáðhreyfa sig,hreyfingarin-
ar vegna. Að sögn Ingibjargar
Ingadóttur ferðamálafulltrúa
Egilsstaða var þátttaka Egils-
staðabúa um 76%. Það virðist þó
ekki liafa dugað til því ibúar þýska
bæjarins náðu 116% þátttöku.
Ýmislegt virðist benda til að að-
stoð hafi borist frá nærliggjandi
bæjum, enda Þjóðverjar miklir
keppnismenn.
Verðlaun voru skammarlaun,
því sá bærinn sem tapaði verður
að hafa fána hins uppi við hún við
ráðhúsið í vikutíma. Verður því
fáni Hersberg/Herz dreginn við
hún ráðhúss Égilsstaða, eða á öðr-
um betri stað og látin blakta þar
í viku.
HátTðarkvöld á Hótel Borg
_______sjómannadagskvöld 5. júnf 1994____________
Hljómsveit allra landsmanna
STUÐMENN
ásamt þjóðmæringum allra landshluta
kynna einstakan víðburð í íslandssögunni:
Val á þjóðhátíðarbúningi
Islenskra karimanna
að undangengínni frægri samkeppni um hönnun á slíkum búningi.
► 60 íslenskir hönnuðir, búsettir víðsvegar um heiminn, hafa skilað tillögum.
► 10 tillögur hafa verið valdar af dómnefnd og verða sýndar að kvöldi 5. júní.
► Ein tillaga verður tilnefnd að kvöldi 5. júní að undangenginni atkvæðagreiðslu
gesta og dómnefndar undir forystu Sævars Karls Ólasonar, klæðskera.
Dagskráin hefst kl, 19-30
Hátíðarmatseðill Hótel Borgar.
Veislustjóri: Jakob Frímann Magnússon.
Rœðumaður kvöldsins: Guðmundur Andri Thorsson, rithöfundur.
Langspilog fimmundasöngur:
Feðgarnir Sigurður Rúnar Jónsson og Óiafur Kjartan Sigurðarson.
Þjóðdansar við harmontkuleik: ÞJóðdansafélag Reykjavfkur
Hin frábæra og þjóðlega danshljómsveit og þjóðlagasveit
SKÁRRA EN EKKERT
leikur á milli atriða og fyrir dansi að lokinni atkvæðatalningu og dagskrá.
Hinir einu og sönnu STUÐMENN rjúfa þögn sína af þessu sérstaka tilefni.
Aðgangseyrlr aðelns kr. 2.900 (eftlr lcvöldverð kr. 1.200).
Þegar hafa borist fjölmargar pantanir. Pantlð borð tfmanlega, því takmörkuðum flölda gesta verður
vetttur aðgangur f aðalsal. Borðapantanlr i sfma 11440.
Þ|óðræknlsfélag islendlnga, Ríklsútvarplð, Myndllstar- og handíðaskóli íslands, Iðnskóllnn í Reykfavík,
Saumastofan Sólln, Verslunin 17, Þ)óðmln|asafn íslands.