Morgunblaðið - 03.06.1994, Page 16

Morgunblaðið - 03.06.1994, Page 16
16 FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ Erlendir gestir á Lýðveldisdönsum Islenska dansflokksins á Listahátíð Aðaldansarar San Franc- isco-flokksins HELGI Tómasson sendir tvo aðal- dansara úr flokki sínum í San Francisco til þátttöku í sýningu ís- lenska dansflokksins, Lýðveldis- dönsum, á Listahátíð 11. og 12. júní. Fram kemur auk bandarísku gestanna allt liðsfólk íslenska dans- flokksins í þrem nýjum ballettum íslenskra danshöfunda. Fram, aftur til hliðar - og heim við tónlist Snorra Sigfúsar Birgissonar og Jóns Leifs er eftir Hlíf Svavarsdótt- ur. Nanna ’Olafsdóttir samdi verk við Tímann og vatnið eftir Stein Steinarr, en Hjalti Rögnvaldsson leikari les ljóðið upp. Sumarmyndir Maríu Gísladóttur eru samdar við tónlist Svíans Lars Eriks Larsson. Anthony Randazzo og Elizabeth Loscavio frá San Francisco-ballett- inum sýna tvídansa úr Þyrnirósu Helga, sem síðast var frumsýnd hjá Konunglega ballettinum í Kaup- mannahöfn um áramótin, og nýj- ustu uppfærslu hans, Rómeó og Júlíu, sem frumsýnd var í heima- borg fiokksins í mars. Báðar upp- færslurnar hlutu lof gagnrýnenda. Loscavio gekk til liðs við San Franciseo-flokkinn 1986 og varð aðaldansari 1990. Það ár kom hún til íslands ásamt fleiri dönsurum flokksins en Randazzo hefur ekki komið hingað áður. Hann var á forsíðu janúarheftis hins útbreidda dansrits Dance Magazine og ítarlegt viðtal hefst á frásögn af undirbúningi hans fyrir hlutverk Rómeós í útgáfu Helga. í viðtalinu segist Randazzo keppa að „eðlilegri fullkomnun" og njóta þess trausts sem Helgi Tómasson sýnir honum. Hann dáist að sprengikrafti Ru- dolfs heitins Nureyevs en blaða- maður tímaritsins telur hann þó frekar spegla hófstillt og fínleg ein- kenni Helga. Þeir hafa átt sjö ára samstarf við San Francisco-ballett- inn og mynda að sögn dansarans fyrirmyndar tvíeyki. Hann rækti það sem Helgi sáir, hvor sinni sínu og allt gangi vel. Eina vandamálið sé verkefnaskortur á sumrin en það standi nú til bóta. „Allt sem ég geri,“ segir Randazzo, „er liður í undirbúningi stundarinnar á senunni . .. List mín felst í hinu huglæga og óhöndl- anlega frekar en í því hve hátt ég stekk.“ Þ.Þ. LISTIR ANTHONY Randazzo og Elisabeth Loscavio í Rómeó og Júlíu. Listahátíð í dag ■ SAXÓFÓNLEIKARINN Gerry Mulligan og kvartett hans verða með tónleika í Háskólabíói í kvöld. Tónleik- arnir hefjast klukkan 20. Á barnaleikhúshátíðinni í Mögu- leikhúsinu verður kabarettsýning íslenska brúðuleikhússins klukkan 15 og Englaspil brúðuleikhússins Tíu fingur klukkan 17. í Listasafni Islands hefur verið opn- uð sýningin Frá alþingishátið til lýð- veldisstofnunar og í dag verður opn- uð sýning á íslandsmerki og Súlum Sigurjóns í Listasafni Sigurjóns. ís- lensk samtímalist er á Kjarvalsstöð- um og í dag er síðasti sýningardagur á Myndlist barna og unglinga í Ráðhúsinu. Helgi Þorgils Friðjóns- son sýnir í Listasafni ASÍ, Sigurður Guðmundsson í Galleríi Sólon ísland- us, Kristján Guðmundsson í Galleríi Sævars Karls, Rudy Autio í Galleríi Úmbru og í dag opnar sýning á verk- um Leifs Kaldals í Stöðlakoti. í Gall- eríi Gangi, Rekagranda 8, eru sýnd verk eftir Stepanek og Maslin og Á Mokka kaffi er verið að sýna ljós- myndir Joels-Peter Witkin. Auk þessa er vert að benda á sýn- ingu á myndlist fatlaðra, sem stendur yfir í Háskólabíói, þótt ekki sé hún hluti af Listahátíð. Henni lýkur í dag. agu regnfatnaður í miklu úrvali Frábært bamaleikhús Sendum í póstkröfu. 5% staðgreiðsluafsláttur »hummel^P SPORTBÚÐIN Ármúla 40 - Sími 813555 og 813655 LEIKLIST Marichnnen DEN LILLE HEKS Leikstjóri: Soren Skjold. Leikarar: Lisbeth Knopper og Peter West- phael. BÖRNIN hafa eignast leikhús! Og það í miðri borginni, þar sem Möguleikhúsið hefur komið sér fyr- ir í fyrrum bílaverkstæði við Hlemm. Og það er óhætt að segja að hátíðarstemmning hafí ríkt í leikhúsinu, þegar opnað var þar með pompi og prakt og lúðrasveit. Og eitthvað hefur umferðarálfinum Mókolli farið fram í veröldinni, frá því hann hrökklaðist út úr hólnum sem varð að malbiki, því ekki var annað að sjá en hann stjórnaði lúð- rasveitinni af glæsibrag. En til að vígja húsið var danska leikhópnum Mariehonen boðið til landsins og var leikrit hans Den lille heks (Litla nornin) jafnfram fyrsta verkið á Barnaleikhússhátíð- inni sem hófst í Reykjavík á mið- vikudaginn. Sagan segir frá lítilli norna- stelpu, sem býr í myllu, sem stend- ur efst uppi á dálítilli hæð. Hún er óttaleg písl og svei mér ef hún er ekki skíthrædd við stóru norn- ina, sem hún býr hjá. Stóra nomin hefur það vandasama verkefni með höndum að kenna þeirri litlu að ríða á kústskafti um loftin blá — í þeim eina tilgangi að hrekkja. En litla nomin kann ekki heldur að hrekkja. Hún er eiginlega alveg óhæf norn. í heiminum er stríð og stóra nornin skemmtir sér við að fljúga um og hræða hermennina. Litla nornin á líka að hræða þá — en vandamálið er að hún er sjálf svo lafhrædd við þá. Hún er meira að segja hrædd við að öskra, því henn- PETER Westphael í hlutverki Marteins. ar eigin hljóð skelfa hana. í myllunni býr malarinn Mar- teinn. Hann hefur það tómstunda- gaman að tálga leikföng og veröld hans er lítil og friðsöm, þar til einn daginn að til hans kemur maður til að skipa honum að taka sér riff- il í hönd, setja upp hjálm og leggja sitt af mörkum til að sigra stríðið. Og þegar Marteinn er farinn, fer litla nornin að skoða leikföngin sem hann sker út. Hún tekur með sér brúðu sem hún sér og ætlar að varðveita hana — en týnir henni. Litla nornin fer í klessu af áhyggj- um, því hún veit ekki hvernig hún á að skýra dúkkuhvarfið fyrir Mar- teini, þegar hann kemur aftur heim úr stríðinu. Það leysist þó auðvitað farsællega og þau Marteinn og litla nornin ákveða að stöðva stríðið... Sýning Mariehonen er í einu orði sagt frábær. Leikmynd og búning- ar eru algerlega úr þeim heimi sem börn sækja efnivið í leiki; teppi, skúringafötur, moppur og prik og kassar. Gæti þess vegna ver- ið stólar og pottar og sængurver og hvað sem er. Aðeins tveir leikarar koma fram í sýning- unni og leika tvær nornir, tvo hermenn, sögu- menn og Mar- tein. Leikur þeirra er ein- staklega lif- andi; látbragð og svipbrigði svo sterk og nákvæmlega útfærð að sýn- ingin er skýr og auðskiljanleg, þótt danskur textinn skiljist ekki. Það er ekki undarlegt að Mariehonen hlyti Dönsku barna- leikhússverðlaunin árið 1993. Það er einfaldleikinn í sýning- unni sem heillar hvað mest og hvað hún verður þar af leiðandi nærri hugmyndaheimi barnanna. En boð- skapur sögunnar er ekki síður mik- ilvægur, því hún fjallar um stríð og frið, hvort sem stríðið er í hrekkjum og nágrannaerjum eða í blóðugri styrjöld. Ef draga má einhvetja ályktun af þessari leiksýningu, er ljóst að félagar Möguleikhússins hafa haft vandvirkni, einlægni og hæfni í huga þegar valin var sýning til að opna nýja leikhúsið — það er því tímasóun að kvíða framtíðinni hvað leikhúsið við Hlemm varðar. Er þeim hér með óskað hjartanlega til hamingju með nýja leikhúsið og óskað farsældar um ókomna tíð. Súsanna Svavarsdóttir Celtic St. S-XXL 100% vind- og vatnsheldur. Verð kr. 4.490,- Dino St. 4-10 Vind- og skúrheldur. Verð kr. 3.990, Leifur Kaldal í Stöðlakoti Í TILEFNI af Listahátíð í Reykjavík sýnir Leifur Kaldal í Stöðlakoti, Bókhlöðustíg 6, gull- og silfursmíði til 3. júlí nk. Leifur nam gullsmíði hjá Baldvin Björnssyni 1915- 1920, síðan í Múnchen í hálft fjórða ár í höggmyndalist og grafík. Leifur starfaði á gull- smíðaverkstæði Árna B. Björnssonar frá 1925, sem þá var stærsta gullsmíðaverk- stæði bæjarins, þar til hann stofnsetti eigið verkstæði. Hann hlaut viðurkenningu fyr- ir framúrskarandi listfengi og handbragð og frumlega, vand- aða smíði, segir í kynningu frá Stöðlakoti. Leifur tók þátt í mörgum samsýningum íslenskra gull- smiða og var heiðursfélagi þeirra. Hann var sæmdur ridd- arakrossi fálkaorðunnar 1981. Kristrún (Kitta) P. Malmquist opnar sýningu i Steikhúsi Harðar. Kitta sýnir í Steikhúsi Harðar KRISTRÚN (Kitta) P. Malmquist heldur sýningu á myndverkum sínum í Steikhúsi Harðar dagana 6.-30. júní. Kitta sýnir 16 nýleg mynd- verk, bæði olíumálverk og myndir unnar með blandaðri tækni. í fréttatilkynningu seg- ir: „Hér er á ferðinni fjórða einkasýning Kittu sem er sjálf- menntuð í myndlist og hefur ekki þrætt hefðbundnar leiðir í verkum sínum“. Fríður . Sigurðardóttir, Halla S. Jónasdóttir og Kári Gestsson. Tónleikar í Víði- staðakirkju TÓNLEIKAR verða í Víði- staðakirkju á morgun, laugar- daginn 4. júní, kl. 17. Fríður Sigurðardóttir sópran og Halla S. Jónasdóttir sópran syngja einsöng og tvísöng og Kári Gestsson leikur með á píanó. Á efnisskrá eru íslensk tví- söngslög í meirihluta, en einn- ig eru einsöngslög eftir Sibel- ius og Börresen o.fl.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.