Morgunblaðið - 03.06.1994, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.06.1994, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Breskur togari landar 100 tonnum af þorski og ýsu hjá Vinnslustöðinni í Eyjum Vestmannaeyjum. Morgunblaðid. BRESKUR ísfisktogari landaði 100 tonna afla hjá Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum í gær. Aflann fékk togarinn sunnan við Bjarna- rey og að sögn Sighvatar Bjarna- sonar, framkvæmdastjóra Vinnslustöðvarinnar, er fiskurinn ágætur til vinnslu og fór í fryst- ingu og söltun. Áratugir eru síðan breskir togarar hafa landað afla hérlendis og með löndun togarans í Eyjum í gær má segja að búið sé að snúa við blaðinu miðað við undanfarin ár þegar fiskur frá íslandi hefur streymt á markaði á Humber-svæðinu. Það er fyrirtækið Icebrit í Hull sem hefur haft milligöngu um komu togarans til Eyja. Páll Sveinsson, framkvæmdastjóri fyr- irtækisins, segir að vegna lágs verðs á Humber-svæðinu að undan- förnu hafí opnast möguleiki á að gera tilraun með að kaupa fisk af breskum togurum hérlendis. Páll sagði að annar togari með ísfisk væri væntanlegur til Eyja næsta sunnudag og væru þessar tvær landanir tilraun sera ætti síðan að skoða og meta hver útkoman væri. Páll sagði að afli togarans sem landaði í Eyjum í gær hafí verið rúm 100 tonn, þorskur og ýsa til helminga. Fiskurinn hafí verið þokkalega góður enda elsti fiskur- inn ekki nema átta daga gamall. Verðið sem Bretarnir fá fyrir afl- ann í Eyjum er svipað og á Humber-svæðinu en siglingin frá miðunum er um þremur sólarhring- um styttri og það væru þeir að horfa í. Aflinn sem landað var í gær var allur laus í stíum en fiskur- inn sem kemur á sunnudaginn er í kössum. Páll sagði að þetta væri spenn- andi tilraun og ef hún kæmi vel út fyrir báða aðila þá gæti orðið framhald á og ljóst væri að mikið væri í húfi fyrir Islendinga að þetta gengi vel. Með þessu móti mætti fá góða viðbót af þorski til vinnslu og ekki veitti af miðað við þorsk- kvóta landsmanna. Fyrsta löndunin íáratugi Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson MEÐAN 100 tonnum af þorski og ýsu var landað úr breska togaranum í Vestmannaeyjahöfn í gær virtu Páll Sveinsson, framkvæmdastjóri Icebrit, og Guðmundur Ingi Guðmundsson, útgerðarmaður Hugins, fyrir sér aflann sem kom á land og virtust bærilega ánægðir með gæðin. VINNSLUSTÖÐIN auglýsti í gær eftir starfsfólki á kvöldvakt hjá fyrirtækinu. Um er að ræða vinnutíma frá kl. 17 til kl. 22. Sighvatur Bjamason, fram- kvæmdastjóri Vinnslustöðvarinn- ar, segir að með þessu sé verið að kanna hvort lengja megi vinnudaginn og fá þá nýtt fólk inn til vinnu á þessum viðbótar- tíma á hveijum degi. „Þetta er tilraun okkar til að viðhalda at- vinnu í fyrirtækinu,“ sagði Sig- hvatur. Vinnslustöðin stefnir að því eftir breytinguna að vinna meira hráefni en hingað til og afla hrá- efnis til vinnslu með kaupum á físki af rússneskum og breskum Kvöldvakt- ir í Vinnslu- stöðinni togurum. Sighvatur segir að um tilraun verði að ræða og kannað verði hvort hliðra megi til vinnu- tímanum hjá starfsfólki sem fyrir er. Hann segir að það sé ákveðið vandamál að mun fleira fólk fæst til vinnu fyrir hádegi en eftir. Launakjör þess fólks sem vinnur eftir kl. 17 verður hefðbundin yfirvinna, samkvæmt samning- um, en Vinnslustöðin hefur farið fram á í viðræðum við verkalýðs- félögin að koma á fót vaktavinnu með 35% til 50% vaktaálagi. Sighvatur sagði að það réðist af undirtektum fólks hvort tækist að manna kvöldvinnuna og þegar það lægi fyrir yrði tekin ákvörðun um framhaldið. Hann sagði að þessi hugmynd um kvöldvinnu væri í tengslum við landanir er- lendra skipa í Eyjum og þeir horfðu til bresku togaranna í því sambandi. Hann sagði að eftir að búið yrði að vinna aflann úr þeim tveim förmum sem þegar hafa verið keyptir af Bretum yrði ákvörðun tekin um framhaldið. Siglingin er styttrien verðið svipað Rannveig Guðmundsdóttir hættir sem varaf ormaður Alhýðuflokksins Kýs að standa ut- an við þessi átök RANNVEIG Guðmundsdóttir hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér áfram sem varaformaður Alþýðu- flokksins á flokksþinginu um aðra helgi. „Ég hef tjáð formanninum, að ég gefi ekki kost á mér og kjósi að standa utan við þessi átök,“ sagði Rannveig í samtali við Morgunblað- ið. „Ég kom inn í varaformannsemb- ættið við mjög einkennilegar að- stæður i fyrra í kjölfar átaka og ástæða þess að ég settist í stól vara- formanns var gífurlegur þrýstingur og sterkar óskir fólks í flokknum, sem hefur staðið mér nærri, um að leysa hnút sem virtist óleysanlegur, þar sem ekki var flokksþing fram- undan og ekkert útkljáð um for- mannsmálin. Ég varð við þessari sterku ósk þá. Nú er komið að þessu uppgjöri og ég hef fyrir nokkru síð- an gert það upp við mig að ef þessi mál hafa ekki verið sett niður, þegar komið er að flokksþingi og átök verði áfram um formannssætið, þá kjósi ég að skipa mér ekki í raðir. Ég hef gert það upp við mig að ég vilji ekki vera dregin inn í þessi átök og það er í fullri sátt sem ég hef fyrir nokkru ákveðið að taka ekki þátt í kosningum til forystu við þess- ar aðstæður," sagði Rannveig. Aðspurð hvort hún styddi Jón Baldvin eða Jóhönnu til formanns sagðist Rannveig ekki ætla að fara að blanda sér í þessi átök. Bkki náðist í Jóhönnu Sigurðardóttur í gær. Þyrlan kemur eftir ár SAMNINGAR milli íslenska ríkisins og franska fyrirtækis- ins Aerospatiale um kaup á Super Puma þyrlu fyrir Land- helgisgæsluna voru undirritaðir í gær, en það gerðu þeir Frið- rik Sophusson, fjármálaráð- herra og Þorsteinn Pálsson, dómsmálaráðherra, fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Hafsteinn Hafsteinsson, forstjóri Land- helgisgæslunnar, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hann væri afar ánægður með að mál- ið væri í höfn. „Við fáum þyrl- una afhenta eftir 12 mánuði," sagði hann. „Flugmenn okkar fara í þjálfun á því tímabili og við munum standa klárir þegar þyrlan kemur.“ Alþingi 17. júní Fundað um stjórnar- skrána og hátíðarsjóð ÁKVEÐIÐ hefur verið að á hátíðar- fundi Alþingis á Þingvöllum þann 17. júní verði afgreiddar tvær tillög- ur, annars vegar um endurskoðun á mannréttindakafla stjómarskrárinn- ar og hins vegar um stofnun sér- staks hátíðarsjóðs. Salome Þorkelsdóttir, forseti Al- þingis, sagði að formenn allra þing- flokka hefðu fundað í gær og verið sammála um að þingfundurinn myndi afgreiða þingsályktunartiilögu um endurskoðun 7. kafla stjórnarskrár- innar, sem geymir manréttinda- ákvæði hennar. Einnig samþykktu þingflokksfor- menn að á fundinum yrði afgreidd þingsályktunartillaga um stofnun hátíðarsjóðs, sem í skulu renna 100 njillj. kr. árlega næstu fimm árin. Helmingi fjárhæðarinnar skal varið til átaks í vistfræðirannsóknum á líf- ríki sjávar og afgangnum til eflingar íslenskri tungu. -----» ♦ ♦---- Ungfrú heimur í heimsókn UNGFRÚ heimur, Lisa Hanna, kem- ur hingað til lands mánudaginn 13. júní nk. til að vera viðstödd stofnun góðgerðarsamtaka fyrir langsjúk börn á vegum líkams- og heilsurækt- arinnar Baðhússins. „Þetta kvöld bjóðum við allar kon- ur velkomnar í Baðhúsið til að kynn- ast Ungfrú heimi, en þó fyrst og fremst til að leggja sitt af mörkum í þágu langveikra barna sem þurfa meðal annars fjárstuðning til að komast í aðgerðir erlendis," segir Linda Pétursdóttir, fyrrverandi Ungfrú heimur og framkvæmdastjóri Baðhússins sem býður Lisu Hanna til landsins ásamt Eurocard. Að sögn Lindu mun Bamaspítali Hringsins taka saman lista með nöfn- um bama sem á aðstoð þurfa að halda. -----» ♦ »---- Viðræðum var frestað í Hafnarfirði VIÐRÆÐUM Alþýðubandalags og Sjálfstæðisflokks í Hafnarfirði um myndun meirihluta í bæjarstjórn var frestað í gærkvöldi. Gert er ráð fyrir öðrum fundi í kvöld. Að sögn Magnúsar Jóns Árnason- ar, fulltrúa Alþýðubandalagsins, hafa fulltrúar flokkanna ræðst við frá því á miðvikudag. Í lok fundar- ins, sem haldinn var í gærkvöldi, óskuðu sjálfstæðismenn eftir fresti til að ræða við sitt fólk. -----» ♦ » Samið um sam- starf á Selfossi SAMKOMULAG hefur verið undir- ritað milli D- og K-lista á Selfossi um meirihlutasamstarf í bæjarstjórn næsta kjörtímabil. Sigríður Jendsóttir, K-lista, verður forseti bæjarstjómar og Sigurður Jónsson formaður bæjarráðs fyrsta árið. Eftir það verða stólaskipti. Karl Bjömsson hefur verið endurráð- inn bæjarstjóri. . I -

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.