Morgunblaðið - 03.06.1994, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 03.06.1994, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 1994 41 BRÉF TIL BLAÐSIiMS_ >* Nuddskóli Islands Fólk er að uppgötva, í hinum mikla hraða þjóðfélagsins og sífelldu vinnu- álagi, að nudd og sú snertíng sem því fylgir losar um spennu og eykur vellíðan og létttír lund. Frá Sigurósk H. Svanhólm: NUDD ER líklega jafngamalt sögunni og fyrirfinnst í öllum samfélögum heims, í einu formi eða öðru. Ef horft er til Austur- landa er nudd eðlilegur þáttur í daglegu lífi fólks. Það er því hulin ráðgáta hvers vegna nudd glataði svo miklu fylgi á Yesturlöndum á miðöldum. Ástæðan gæti verið sú að framfarir læknavísindanna voru mjög miklar á þeim tíma og þessar framfarir hafi orðið til þess að nudd varð útundan. Hins vegar má benda á að síð- ustu áratugi hefur viðhorf til nudds breyst. Fólk er að upp- götva í hinum mikla hraða þjóðfélagsins og sífelldu vinnu- álagi að nudd og sú snerting sem því fylgir losar um spennu og eykur vellíðan. Menntun Síðastliðið haust, nánar til- tekið í ágúst 1993, gerðu Menntamálaráðuneytið, Félag íslenskra nuddara og Fjöl- brautaskóinn í Ármúla með sér samning um að setja á stofn nuddbraut við Ármúlaskóla. Öll bókleg kennsla fer fram í Ármúla- skóla, en að því loknu fara nudd- nemar í verklega kennslu á vegum Nuddskóla íslands, sem rekinn er af Félagi íslenskra nuddara. Nem- endur útskrifast síðan sem nuddar- ar frá Ármúlaskóla í samvinnu við Nuddskóla íslands. Meðal þess kennt er við nuddskólann er klass- ískt og heildrænt nudd, vöðva- og hreyfifræði (kiesologi), íþrótta- nudd, ilmolíu- og sogæðanudd, svæðanudd og vöðvateygjur (sér- hæfðar). í klassísku og heildrænu nuddi er líkaminn allur nuddaður, en at- hyglinni ekki eingöngu beint að stökum þáttum. Gott nudd verkar á öllum sviðum. Nudd verkar slak- andi á líkamann, styrkir vöðva og greiðir fyrir blóðstreymi um æðar, það hefur líka áhrif á andlega líðan og dregur úr streitu. Strokur eru yfirleitt notaðar, einnig má nota Hr. ritstjóri. VÍSAÐ er til bréfs fyrrum aðal- ræðismanns íslands í Mexíkóborg sem birt er í Morgunblaðinu þann 1. júní sl. þar sem látið er að því liggja að lausn hans frá störfum hafi ekki borið að á eðlilegan hátt. Aðalræðismanninum var veitt lausn frá störfum þegar hann var á 84. aldursári. Lögbundinn há- marksaldur opinberra starfs- manna eru 70 ár, en kjörræðis- mönnum íslands erlendis hefur verið heimilað að starfa nokkrum árum lengur ef að sérstaklega stendur á. Ekki er vitað til þess að aðrir kjörræðismenn Islands erlendis hafi náð svo háum aldri í starfi. Þetta var áréttað við David Wies- Gagnasafn Morgunblaðsins Allt efni sem birtist í Morgun- blaðinu og Lesbók verður fram- vegis varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskil- ur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endur- birtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. =FÚl**&[£> aðra tækni. Kröftugt nudd, nokk- urs konar hnoð, má nota á hold- mestu hluta líkamans, til skiptis er beitt þrýstingi og mýkt. Sárs- auki getur gefið gagnlegar vís- bendingar um hvar vöðvaherping- ur leynist og þó komið geti sárs- aukafull augnablik, þá mun léttir- inn sekúndubroti síðar þegar slak- ar á vöðvaherpingnum verða til þess að viðkomandi finnst hann næstum hafa notið sársaukans þegar hann lítur til baka. Vöðva- og hreyfifræði (kinesio- logi) er unnin út frá sömu lögmál- um og kínverska nálastungukerfið byggir á, þ.e.a.s. heildrænni sýn á manneskjuna. Þessi fræði byggja á því að líkaminn sé orkuflæði, þar ley á vinsamlegan hátt. Við það tækifæri voru aðalræðismanninum sérstaklega þökkuð störf hans í hátt á fjórða áratug. Því fer víðs fjarri að gefið hafi .verið í skyn að ástæða lausnar hans frá störfum hafi verið fjár- málamisferli eða trúnaðarbrestur, enda ekki um slíkt að ræða. David Wiesley á þakkir skildar fyrir störf sín og var honum skýrt frá því eins og að framan greinir. UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ, 1. júní 1994. sem ójafnvægi geti myndast. Tveir bandarískir hnykkjarar, George Goodheart og John F. Thie, komust að því fyrir tæp- um 30 árum að hægt væri að tengja vöðvakerfi líkamans þessu flæði og vinna þannig með jafnvægi viðkomandi með punktanuddi m.a. inn á nálar- stungupunkta. Vöðva- og hreyfifræði hefur verið í örri þróun síðan og er mjög mikið notuð í dag víðsvega með góð- um árangri. í þessum fræðum er leitast við að ná góðu sam- spili á milli vöðva líkamans með vöðvaprófunum. Einnig er unnið með mismunandi punkta og svæði á líkama, höfði og fótum, sem tilheyra orkubrautum líkamans. íþróttanudd felst í að beita aðferðum sem henta íþrótta- iðkendum bæði fyrir og eftir þjálfun eða keppni. Einnig er kennt hvernig vöðvar eru bún- ir undir álag til þess að minnka líkur á tognun og meiðslum og hvernig flýta má fyrir losun úrgangsefna úr vöðvum eftir mikið álag. í ilmolíu- og sogæðanuddi fær hver sína sérhæfðu ilmolíublöndu sem fundin er út með ákveðinni greiningu áður en nuddað er. Við það verður virkni nuddsins marg- þætt, þ.e.a.s. hreyft er við sogæða- kerfi líkamans og ilmolíurnar ganga inn í gegnum húðina og berast þannig inn í sogæða- og blóðrásarkerfi líkamans. Einnig berst ilmur olíanna um þefskyn og öndunarfæri, en olíurnar örva þannig hin ýmsu líffærakerfi lík- amans til sjálfshjálpar. Svæðanudd byggist á þeirri kenningu að á fætinum séu svæði sem svara til sérhvers líffæris og allrar starfsemi líkamans. Með því að nudda og/eða þrýsta á þessi viðbragðssvæði getur nuddari dregið verulega úr spennu í líkama þess sem hann nuddar. Þannig stuðlar svæðanudd að endurnýjun líkamsþróttar og eflir sjálfshjálpar- hæfni líkamans. Svæðanudd er að mestu nudd á fætur og undir iljum. Þar er þumlum og öðrum fingrum þrýst á tiltekna punkta og svo- nefnd viðbragðssvæði, við það næst svörun um allan líkamann. Vöðvateygjur (sérhæfðar) er nafn á aðferð til að auka hreyfivídd liðamóta. Grundvallaratriði er að teygja vöðva hægt og varleg eins langt og hægt er og halda þeirri stöðu í 10—30^ sek. Nuddskóla íslands rekur Félag íslenskra nuddara. Það er von fé- lagsmanna að skólinn styrkist og eflist og mæti þeim auknu kröfum sem gerðar eru til menntunar í dag. Einnig að í framtíðinni verði hægt að nema sem flest viðkom- andi nuddi á íslandi í viðurkenndu námi innan menntakerfisins. SIGURÓSK H. SVANHÓLM, félagi í Félagi íslenskra nuddara. míh VAGNHÖFÐA 11, REYKJAVIK, SIMI 685090 Gömlu og nýju dansarnir íkvöld kl. 22-03 Keflavíkurbandið leikurfyrir dansi Miðaverð kr. 800 | ^ Miða-og borðapantanir Ly LTy ísímum 685090 og 670051. Kfcil Athugasemd frá utanríkisráðuneytinu Hljómsveit Ragga Bjarna leikur fyrir dansi Annað kvöld: Sjómannaball Þriggja rétta kvöldverður og dansleikur með Ragga Bjarna aðeins kr. 2.100 Þorvaldur Halldórsson Gunnar \ryggvason ná upp góðri stemrrmingu $ \ ■ Þœgilegt umhverfi - ögrandi vinningar! OPIÐ FRÁ KLUKKAN 1 9:00 - 03:00 ______vm U-l Sjábu hlutina í víbara samhengi!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.