Morgunblaðið - 03.06.1994, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.06.1994, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Goðsögn í Háskólabíói Á sjötta áratugnum átti baritónsaxófónleik- arinn Gerry Mulligan þátt í að breyta gangi jasssögunnar. Ami Matthíasson rekur hér ævi Mulligans í tilefni af heimsókn hans á Listahátíð. Ljósmynd/Christer Landergren GERRY Mulligan blæs af þrótti í baritónsaxófóninn fyrir aldarfjórðungi. ÞAÐ hlýtur að vera jassáhuga- mönnum mikil tíðindi og gleðileg að á Listahátíð skuli leika baritón- saxófónleikarinn Gerry Mulligan, enda er hann jafnan talinn með helstu tónlistarmönnum jasssög- unnar. Mulligan hefur leikið inn á grúa hljómplatna undir eigin nafni og að auki með flestum helstu tón- listarmönnum jassins, allt frá Louis Armstrong til Miles Davis, aukin- heldur sem hann var framarlega í flokki þeirra sem byltu jassinum á sjötta og sjöunda áratugnum og ýttu úr vör bíbopinu, sem aftur lagði grunninn að nútímajassinum. Gerry Mulligan leíkur kvartett sínum í Háskólabíói í kvöld Saútján ára gamall útseljari Gerry Mulligan fæddist í apríl- byijun 1926 í New York, lærði snemma á píanó og klarinett og eitthvað í lagasmíðum. Þegar hann var unglingurTIuttist fjölskyldan til Philadelphia og þar fékkst Mulligan fyrst við tónlist í launavinnu, þá sautján ára gamall, sem útsetjari fyrir útvarpshljómsveit í borginni. í gegnum þá vinnu komst hann í kynni við Elliot Lawrence og stór- sveit hans, en Lawrence hreifst af hæfileikum piltsins og bauð honum sæti í hljómsveitinni sem blásara og útsetjara, en Mulligan hafði þá á valdi sínu klarinett, alt-, tenór- og baritónsaxófón. Lawrence var framsýnn á þeirra tíma mælikvarða og gaf hinum unga Mulligan svig- rúm til ýmissa tilrauna í útsetning- um og jafnvel breyttri hljóðfæra- skipan, sem Mulligan nýtti sér óspart. Nýstárlegar hugmyndir Eftir því sem Mulligan óx fiskur um hrygg sem útsetjari og tónlistar- maður leitaði hann fýrir sér víðar og 1946 var hann farinn að vinna með einni helstu jasssveit þess tíma, stórsveit Genes Krupas. Þangað var hann ráðinn sem útsetjari fyrst og fremst, en greip einnig í altsaxófón- inn. Hjá Krupa fór hann að vinna úr nýstárlegum hugmyndum sem hann hafði kynnst í New York og eftir tæpt ár í þjónustu Krupas gekk hann til liðs við stórsveit Clau- des Thornhills. Thornhill, sem var píanóleikari og útsetjari sjálfur, hafði hug á að leiða saman Mulligan og annan út- setjara sem hann hafði á sínum snærum, Gil Evans, sem ýtti mjög undir þróun Mulligans frá stór- sveitasveifiunni og inn í nútímann. Þeir félagar gerðu tilraunir með krómatík, hrynskipan, tempó og hljóðfæraskipan sem dró dám að stórsveitum Ellingtons ekki síður en bíbopinu. Evans kynnti Mulligan einnig fyrir fjölmörgum öðrum æv- intýramönnum í tónlistinni, þeirra ekki sístum Miles Davis, en til- raunamennska þeirra þriggja átti sinn þátt í þeim frægu upptökum sem kallast Birth of the Cool, en meðal tónlistarmanna sem tóku þátt í þeim upptökum voru Kai Winding, Lee Konitz, John Lewis og Max Roach. Sveitin sem þró- aðist upp úr þessu samstarfi síðla árs 1948 var kölluð Nonett Miles Davis. Píanólaus kvartett Nonettinn, sem var í raun hljóð- verssveit, leystist upp tveimur árum síðar, þegar menn fór hver í sína áttina, en Mulligan hélt áfram að þróa jasssýn sína með ýmsum tón- listarmönnum. Fyrstu sveitina Dectet, setti hann saman 1951, en hélt sig helst við smásveitir. Þegar hér var komið sögu bjó Mulligan í Kaliforníu og það var þar sem hann fór að gera tilraunir með píanólaus- an kvartett, sem þótti mikil bylting í þá tíð. í þeim kvartett var ungur trompetleikari, Chet Baker, sem vakti mikla athygli á sveitinni og ekki síst á Mulligan, sem naut æ meiri virðingar í jassheiminum, en með píanóleysinu vildi hann losna við þá takmörkun sem píanóið gat verið; láta blásarana, í þessu tilfelli trompet og baritónsaxófón, byggja upp laglínurnar og bassann halda laginu saman. Hugmyndin varð vin- sæl og áður en varði var ekki þver- fótað fyrir slíkum „Mulligan-kvart- ettum“ og hugtakið Vesturstrand- arjass, þó villandi sé, varð vinsælt. Eftirlæti gagnrýnenda Áður en Mulligan gat þróað hug- myndina lengra gripu örlögin inní; hann var handtekinn fyrir heróín- misferli og sat inni í hálft ár. Fljót- lega eftir að hann losnaði úr fang- elsinu var hann þó kominn á fullt á ný og jók við sveitina í sextett. Næstu ár eru ftjóustu ár Mullig- ans, sem hljóðritaði fjölda breið- skífa með ýmsum tónlistarmönnum og var nú orðinn eftirlæti gagnrýn- enda, ekki síður en jassáhuga- manna um heim allan, en þess má geta að hann hefur unnið down beat! verðlaun fyrir barítónsaxófón- leik 29 sinnum í röð. Meðal annars var Mulligan á fyrstu Montreaux- jasshátíðinni og hefur leikið þar oft síðan. Hann hljóðritaði með Zoot Zims, Duke Ellington, Stan Getz, Thelonius Monk, Art Farmer, Buddy Clark o.fl., og á frægum upptökum hans á Verve-merkinu þar sem hann lék með mönnum eins og Ben Webster, Johnny Hodg- es og Harry Edison, má heyra að þó hann væri í framlínu framsækins jass sjötta áratugarins hafði hann fullt vald og skilning á sveiflujassin- um. Sígild tónlist hefur einnig orðið honum uppsþretta hugmynda og hann hefur samið verk fyrir baritón- saxófón og sinfóníuhljómsveit, auk þess sem hann hefur útsett jassverk fyrir slíkar hljómsveitir, samið kvik- myndatónlist og útsett fyrir ýmsa aðra. Hingað kemur Gerry Mulligan með kvartett sínum, að vísu ekki píanólausum, því í kvartettnum er píanóleikarinn Ted Rosenthal, Dean Johnosn bassaleikari og Ron Vinc- ent trommuleikari. Á tónleikunum í kvöld gefst því tækifæri til að sjá eina af helstu goðsögnum jasssög- unnar; mann sem stendur föstum fótum í gamalli hefð, en hefur um leið átt verulegan þátt í að miða jassinum áfram til nútímans. Þarf ekki að vera „nervös“ íslands- merki og Súlur Signrjóns ÍSLANDSMERKI og súiur Sigur- jóns Ólafssonar heitir sýning sem verður opnuð í Listasafni Sigur- jóns Ólafssonar í Laugamesi í dag 3. júní. Hér er um að ræða hátíðar- sýningu í tilefni af 50 ára afmæli lýðveldisins og er sýningin framlag safnsins til Listahátíðar í Reykja- vík 1994. í fréttatilkynningu segir: „Árið 1969 var Siguijóni falið að gera minnismerki um stofnun lýðveldis á íslandi. Verkið ber heitið ís- landsmerki og var sett upp við Hagatorg 1977. Það skipar sér- stakan sess j list Siguijóns og er talið mikilvægasta súlnaverk hans. Á sýningunni verður lýst aðdrag- anda að verkinu og sýndar súlna- myndir sem iistamaðurinn vann á árunum 1946 til 1982. Gefin hefur verið út vegleg sýningarskrá á ís- lensku og ensku. í henni er meðal annárs birt rannsóknarritgerð eft: ir Auði Ólafsdóttur listfræðing. í ritgerð sinni fjallar Auður um súl- Sigurjón Ólafsson: íslandsmerki 1969. urnar í list Sigutjóns, um tengsl þeirra innbyrðis og tengslin við verk annarra listamanna. Á sýn- ingunni eru um fjörutíu verk og eru ljósmyndir af flestum þeirra í sýningarskránni ásamt ítarlegum upplýsingum. Fæst verkin hafa komið fyrir almenningssjónir síð- astliðin tíu ár og sum þeirra hafa aldrei verið sýnd áður.“ Fyrst um sinn eða á tímabilinu 4.-19. júní verður Siguijónssafnið opið daglega milli klukkan 14 og 18. Frá 20. júní til 1. september 'er opnunartími safnsins sem hér segir: laugardága og sunnudaga kl. 14-18; mánudaga-fimmtu- daga kl. 20-22. TONLIST íslcnska ópcran BLÁSARAKVINTETT REYKJAVÍKUR VOVKA ASHKENAZY Verk eftir Mozart, Rimsky-Kor- sakov, Eugéne Bozza, og Poulenc. Miðvikudagurinn 1. júní 1994 KAMMERTÓNLEIKAR Blás- arkvintetts Reykjavíkur eru ávallt tíðindi og nú á Listahátíð lék Vovka Ashkenasy með þeim. Vovka er alinn upp hér á íslandi og er líklega enn íslenskur ríkisborgari. Hann lærði fyrst hjá Rögnvaldi Siguijónssyni en eftir að hann fluttist utan til náms, hefur hann, ef minnið svíkur ekki, aðeins einu sinni leikið á tónleikum hér heima og þá á listahátíð. Tónleik- arnir hófust með Es-dúr blásarak- vintettinum, K.452, eftir Mozart, sem er afburðafallegt verk. í heild var flutningurinn góður en þó nokkuð um of. gætilegur. Hraðavalið var í hægara lagi og líklega hafa flytjend- ur haft í huga, að nútíma flytjendum hættir oft til að leika Mozart of hratt. Þrátt fyrir að leika eigi síðasta kafl- ann Allegretto, hefði að ósekju mátt gefa honum ögn meiri hrynskerpu og þar með hraða. Annað viðfangsefni tónleikanna, kvintett í B-dúr,eftir Rimsky-Kor- sakov, er léttur og á köflum fjörugur en undarlega laus í formi, á stundum skrítilega saman skeyttur og að efni til, eins og tekin saman úr ýmsum áttum. Fyrsti kaflinn er í. upphafi nokkuð einlitur en annar kaflinn hefst á hornstefi, sem minnir mjög á Tsjajkovskí og jafnvel Borodin en síðasti kaflinn er eins konar dans, þar sem unnið er úr nokkuð bama- legu stefi, sem auðheyrt er að höf- undurinn á í nokkrum vandræðum með. Tvö næstu verk voru fyrir blásara- kvintett, leikandi fjörug gletta eftir Bozza og umritun á píanóverki eftir Poulenc. Tónleikunum lauk með sextett eftir Poulenc, skemmtilegu verki, sem á köflum minnti á Stravin- ský, einkum þó frægri einleikslínu fyrir fagott. Öll verkin vom vel leik- in, þó kvintettinn eftir Mozart væri í daufara lagi. Kvintettinn eftir Kor- sakov var hressilega leikinn og þar átti píanóið oft góða spretti en í heild var leikur félaganna bestur í sextett Poulenc enda er kvintettinn t.d. skemmtilega saminn fyrir píanóið. Þar naut Vovka Ashkenazy sín best og þatf svo sannarlega ekki að vera „nervös“ við að leika hér heima, eins og hann tíundaði nýlega í viðtali. Jón Ásgeirsson * Sólon Islandus Klúbbur Lista- hátíðar LISTAKLÚBBUR Listahátíðar 1994 er starfandi á Sólon ís- landuS. Hvern dag sem Lista- hátíðin stendur yfir verða uppákomur á Sólon íslandus, lifandi tónlist og málverkasýn- ing Sigurðar Guðmundssonar sem sett var upp í tilefni Lista- hátíðar. Af tónlistaratriðum sem boðið verður upp á þessa daga í Listaklúbbnum má nefna að þau verða m.a. í höndum Tríós Ólafs Stephensen, Magnúsar Blöndals Jóhannessonar píanó- leikara, „Skárra en ekkert", Einars Kristjáns Einarssonar gítarleikara og sönghóps Emils og Önnu Siggu. Listaklúbburinn er opinn alla virka daga frá kl. 21 til kl. 0.30. og um helgar til kl. 03. Umsjónarmaður lista- klúbbsins er Elíza Guðmunds- dóttir. Kristín Geirsdóttir og Bryndís Jónsdóttir. Deiglan, Akureyri Sýning á verkum Kristínar og Bryndísar SÝNING á verkum Kristínar Geirsdóttur og Bryndísar Jóns- dóttur í Deiglunni á Akureyri verður opnuð á morgun, laug- ardaginn 4. júní, kl. 14. Báðar stunduðu listakonurn- ar nám við Myndlista- og hand- íðaskóla íslands og hafa tekið þátt í samsýningum bæði hér heima og erlendis, einnig hafa þær haldið nokkrar einkasýn- ingar. Á sýningunni verða sýnd olíumálverk og leirverk. Sýn- ingin er opin daglega milli kl. 14 og 22 og stendur til 12. júní. Kór Hafnarfjarðar Tónleikaferð KÓR Hafnarljarðar verður með sex tónleika á Suðurlandi, Austurlandi og á Norðurlandi, dagana 5. - 10. júní. Ferðin er í tilefni 50 ára afmælis íslenska lýðveldisins. Kórinn er skipaður ungu fólki. í tilefni lýðveldisafmælisins er að koma út geisladiskur með safni íslenskra þjóðlaga, ætt- jarðarlaga og sönglaga og á tónleikunum verða flutt lög af honum ásamt öðrum lögum. Aðgangseyrir að tónleikun- um er 300 krónur og ókeypis fyrir börn í fylgd fullorðinng. Tónleikarnir verða sem hér segir: 5. júní kl. 16 í Víkur- kirkju og sama dag kl. 21 í sal Hótels Eddu á Kirkjubæjar- klaustri. 7. júní kl. 21 í Egil- staðakirkju, 8. júní "kl. 20.30. í Húsavíkurkirkju og 10. júní kl. 20.30. í Akureyrarkirkju.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.