Morgunblaðið - 17.06.1994, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 17.06.1994, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 1994 11 Forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir Morgunblaðið/RAX Tel að augu okkar ljúkist betur upp fyrir íslenskunni, ef áhrifín eru fjölbreytt ið af breiðum börðunum. Það hríslast svolít- ið um mig þegar ég hugsa um þetta. Mað- ur hefur skynjað geðshræringuna í kringum sig og hún situr enn svolítið í manni.“ Vigdís segir að við fengið frelsi hafi fólk eins og leyst úr læðingi og smám saman breyst í framkomu. Þá losnaði um hömlur og íslendingar voru ekki lengur svona óframfærið og alvarlegt fólk. „Sá sem er ófrjáls gleymir því aldrei. Og svo er þessi þversögn, að sá sem er frjáls hann getur gleymt því. En það þarf að minna á frels- ið. Nú er að vaxa úr grasi kynslóð, sem ekki veit hvað það er að vera ekki fijáls þjóð. Frelsið er dýrmætt og endalaust þarf að gæta þess. Því er hægt að glata án þess að taka eftir því.“ Forsetaembættið er um fólkið og landið Ekki grunaði Vigdísi Finnbogadóttur þá að hún ætti eftir að verða forseti þessa lýðveldis. „Ég dreg í efa að forverum mín- um hafi heldur dottið í hug að þeir ættu eftir að gegna þessu starfi,“ segir hún. Hún minnist þess þegar hún kom fyrst að Bessastöðum í tíð Sveins Bjömssonar. „Foreldrar mínir fóru oft með okkur á sögu- staði. Einu sinni fórum við með afa og ömmu í leigubíl að Bessastöðum. Við kom- um í kirkjuna. Mér er mjög minnisstætt hvernig hún var áður en hún var gerð upp. Gólfsteinamir voru máðir í miðju inn eftir kirkjunni og okkur var bent á að þetta væru spor kynslóðanna. í kórnum voru leg- steinar og tréhlemmar yfir, sem var lyft af og við frædd um þá sem hvíldu þar. Afi minn, sem varð stúdent 1881, þekkti Grím Thomsen og marga þeirra sem verið höfðu í Bessastaðaskóla. Og hann var allt- af að segja okkur frá.“ Það átti fyrir Vigdísi að liggja að verða forseti íslands og húsráðandi á Bessastöð- um. Finnst henni að menntun hennar og fyrri störf, málanámið og leiðsagnar- og leikhússtörfin, séu undirbúningur sem í hag kemur fyrir starf forseta? „Það er mjög góður undirbúningur að hafa verið leið- sögumaður, því þá þekkir maður landið svo vel í smáatriðum. Ef ég væri sett einhvers staðar í byggð með bundið fyrir augun og það tekið af, er ekkert líklegra en að ég gæti strax áttað mig á hvar ég er. Mér þykir gaman að ferðast og seinna fór ég markvisst með dóttur minni og fleira fólki um eina sýslu á ári í sumarleyfinu. Við höfðum meðferðis góðan bókakost og kom- um m.a. í allar kirkjur og skoðuðum altaris- töflurnar. Forsetaembættið fjallar um fólk- ið sem býr í þessu landi. Forseti er því tengdur landi og þjóð. Leikhúsið fjallar líka um fólk. Þar er verið að fjalla um mannver- una við ýmsar aðstæður, gleði hennar og sorgir, átök við umhverfið og kærleika eða óvild til annarra. Síðast en ekki síst fjallar það um mannveruna andspænis þjóðfélag- inu og þjóðfélagið andspænis manneskj- unni. Úr því að ekki er hægt að læra til forseta í neinum skóla, þá veit ég ekki hvaða undirbúningur er betri en að hafa lengi skoðað þessa listgrein. Þetta hefur hvort tveggja komið mér að gagni. Og ekki síður tungumálin. Ekkert hefur komið sér betur en að geta brugðið fyrir sig orði á erlendum tungum. Þá hefi ég getað komið til skila hughrifum mínum um þessa þjóð. Lít svo á að ég hafi það að atvinnu að segja frá þjóðinni og landinu. Að skilgreina það fyrir okkur sjálfum og erlendu fólki, sem vill um okkur vita. Ef það sækist ekki eftir því af sjálfs- dáðum þá reyni ég að setja mál mitt þann- ig fram að það fái áhuga. Það víkkar líka sjóndeildarhringinn að geta lesið og kynnt sér málefni á erlendum tungumálum. Ekki bara á einu tungumáli, heldur fleirum. Ensk tunga er orðin svo áleitin að áhrifin verða of einsleit ef hún ein ríkir. Ég tel að augu okkar ljúkist betur upp fyrir ís- lenskunni, ef áhrifin eru fjölbreytt og koma úr mörgum áttum. Og íslenskuna verjum við að sjálfsögðu af hetjuskap." Hvernig lítur Vigdís Finnbogadóttir á forsetaembættið í íslenska lýðveldinu? „Ég tel það vera mjög rétt að íslending- ar hafi forseta. Að hann sé karl eða kona sem ekki tengist stjórnmálum og stendur ofan við eijur dagsins. Þá getur hann skoð- að hlutlaust og skilgreint þetta þjóðfélag frá stundu til stundar og sinnt þessu kynn- ingarhlutverki, sem er eitt af hans mikil- vægustu hlutverkum. Og komið fram fyrir hönd þjóðarinnar. Slikt embætti hafa allar þjóðir. Þetta er svo mikið starf að það er ekki leggjandi á t.d. forsætisráðherra. Hann gæti ekki sinnt öðru á meðan. For- seti verður að vera trúnaðarmaður þjóðar- innar. Ef forseti er ekki tengdur stjórnmál- um þá getur fólkið treyst því að hann taki ekki afstöðu í deilumálum dagsins. Auðvit- að hefur forseti skoðun eins og annað fólk, en hann lætur hana ekki í ljós á torgum. Alltaf verður að gæta þess að öllu fólki finnst það ávallt hafa rétt fyrir sér. Kannski er forsetinn sá sem ber virðingu fyrir skoð- unum allra manna, svo fremi þær séu heið- arlegar og bijóti ekki lög.“ Hvemig lítur Vigdís þá á það hlutverk forseta að stýra stjórnarmyndunum? „Þá verður forseti að treysta sinni dómgreind," svarar Vigdís um hæl. „Hann verður að fylgjast grannt með, vera alltaf á vaktinni. Þegar kemur að stjórnarmyndun þá er forseti alltaf einn. En hann er búinn að kynna sér málin og verður að nýta þá þekkingu. Sem betur fer hafa allir forsetarnir verið vinmargir. Við eigum vini í öllum flokkum og greinum þjóðfélagsins. Ég held að við höfum öll borið til þess gæfu að allir hafi þeir sagt okkur sem réttast frá, hver frá sínu sjónar- miði. Menn reyna ekki vísvitandi að blekkja forseta. Líta þannig á embættið." Eljusamur forseti Vigdís Finnbogadóttir hefur orð á sér að rækja þetta starf af mikilli ósérplægni og óbilandi dugnaði. Er alltaf á vaktinni. „Þessu starfi fylgir mikil vinna, skrifstofu- vinna og síauknar beiðnir um viðveru," segir hún. „Eitt af því sem hefur breyst á undanfömum árum er að heimurinn hefur komið til okkar og við höfum farið æ meir út í heim. Fólk veit í auknum mæli af okk- ur og fær áhuga á okkur. Nú er í tísku í heiminum að fá fólk til að punta upp á háskóla og setja glans á ráðstefnur, sem mjög mikið er um hér og erlendis. Mér þykir leitt að geta ekki sinnt öllum slíkum beiðnum. Ég væri aldrei heima ef ég ætti að koma til móts við þó ekki væri nema helminginn af því. Annað hefur breyst. Nú er orðið eðlilegt að erlendir þjóðhöfð- ingjar óski eftir að koma hingað. Við kom- um þessu fólki fyrir sjónir sem traust fólk. Það skapar svo mikla góðvild í garð íslend- inga. Þetta er mjög gagnlegt fyrir okkur, beinlínis hægt að meta þessa góðvild til fjár og mæla í viðskiptum þó það blasi ekki alltaf við augum. Því fylgja gagn- kvæmar heimsóknir, alveg á sama hátt og gerist milli sveita, sýslna og einstaklinga." Framfarir fylgdu frelsi Hvernig hugsar forseti íslands til fimm- tíu ára lýðveldisafmælisins? „Með mikilli virðingu og trúnaðartrausti," svarar Vig- dís. „Mér finnst svo mikilvægt að staldra við og rifja upp. Annars mundum við ekki taka eftir hversu stórkostlegar framfarir frelsið hefur fært okkur. Og það minnir okkur jafnframt á hve dýrmætt það er. Um leið verðum við að muna „að tíminn vill ei tengja sig við mig“, eins og Jónas Hallgrímsson sagði. Þegar við lítum á þetta undur sem gerst hefur á 50 árum þá teng- ist það við framtíðina. Á eftir okkur koma kynslóðir, sem verða að hugsa til okkar með hlýju af því að við höfum varðveitt eitthvað sem verður þeim mikils virði — gott land, heilsteypta þjóð og íslenska tungu. Meðan við varðveitum tunguna, varðveitum við söguna, því í tungunni eru minningarnar geymdar," verða lokorð Vig- dísar Finnbogadóttur forseta Islands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.