Morgunblaðið - 17.06.1994, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 17.06.1994, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ1994 39- Allan daginn í tjaldi Alla lýðveldishátíðina var Aslaug Thorlacius önnum kafin við hús- móðurstörf á Þingvöll- um, Hún sagði Guð- rúnu Guðlaugsdóttur frá deginum. Iöllum þeim straumi höfuðborg- arbúa sem héldu á Þingvöll þann 17. júní 1944 til þess að fagna stofnun lýðveldis á íslandi voru þau Sigurður Thorlac- ius, skólastjóri Austurbæjarskólans, og kona hans, Áslaug Thorlacius. Áslaug var um þrítugt þegar þetta var. „Við fórum austur daginn áður en hátíðin byijaði með Kristján son okkar, sem þá var lítill krakki. Þá var besta veður. í för með okkur voru líka fjórir samstarfsmenn Sig- urðar. Farið hafði verið austur með tjöldin á vörubíl og karlmennirnir fóru að tjalda en ég hugsaði um matinn fyrir mannskapinn og hugs- aði mér gott til glóðarinnar að njóta hátíðahaldanna daginn eftir. Ég hafði verið á Þingvöllum árið 1930 og þá skein sólin allan daginn og fólk fylgdist með alþingisfundinum á Lögbergi þar sem Haraldur Björns- son, í gervi fornmanns, talaði snjallri röddu fyrir þeim öðrum sem forn- menn léku, en margt fer öðruvísi en ætlað er. Kvöldið fyrir lýðveldishátíðina fór æ fleira fólk að tínast austur og tjalda niðri á völlunum og þá bytjaði að rigna. Við vorum að vakna við það af og til um nóttina að fólkið var að forða sér upp í holtin því það flæddi inn í tjöldin, mikill vöxtur var í ánni og allt fljótandi. Síðan var ég satt að segja mest allan tímann í tjaldinu, Sigurður fór út en ég ekki, það var alltaf að koma fólk í tjaldið til mín og ég var stöðugt að hita kaffi. Það var margur feginn að skríða í skjól úr allri rigningunni og fá kaffisopa. Allan þjóðhátíðardaginn var ég sem sagt við húsmóðurstörfin. Ég reyndi af og til að reka hausinn út úr tjaldinu en það heyrðist illa sem fram fór, það var svo mikill glaumur í hátalaranum að ég heyrði ekki nema undan og ofan af. Ég heyrði þó óm af kórsöngnum. Síðan fór ég aftur inn í tjaldið til þess að elda silung sem við fengum þarna og gátum gefið því fólki að borða sem var með okkur. Ég hafði látið sauma á mig dragt áður en ég fór austur en ég var nú lítið í henni. Ég var allan tímann í regnkápu og stígvél- um. Ég hafði tekið slíkan fatnað með þótt rigningin kæmi okkur að óvörum, því á þessum tíma var ekki leyft að útvarpa veðurfregnum vegna stríðsins. Mér þótti ekki fyrir því að við íslendingar værum þarna að slíta sambandi við Dani og var ég þó enginn Danahatari. Heima hjá mér örlaði ekki mikið á slíku. Foreldrar mínir voru Rósa Guðlaugsdóttir og Kristján Jónsson, bróðir Jónasar frá Hriflu. Jónas var ekki mikið gefinn fyrir Dani. Stúlka, sem var búsett úti í Svíþjóð og hafði verið í Sam- vinnuskólanum, sagði eitt sinn við mig: „Ó, mér þykir svo miklu skemmtilegra í Danmörku en í Sví- þjóð, ef hann Jónas hefði ekki talað svona illa um Dani hefði ég farið til Danmerkur." En þessi afstaða Jón- asar hafði engin áhrif á foreldra mína og kom hann þó oft og þeir bræður skrifuðust alltaf á, hins veg- ar voru allir heima og í nágrenninu framsóknarfólk. Það var mikið skrifað um sjálf- stæðisbaráttuna og maður las þetta og fannst sjálfsagt að skilja strax við Dani. Mér fannst óþarfi að vera nokkuð að vorkenna þeim þótt við færum frá þeim þegar þeir voru hersetnir. Ánnars var breytingin harla lítil fannst mér. Öll mál sem snertu Dani gengu gegnum ráðunejAin fyrir sunn- an, svo sem leyfisbréf til giftinga og þess háttar. Auðvitað höfðu verið ýfingar milli stjórnmálamanna en þær snertu ekki al- menning í sveitum. Ýmsum fannst illa gert að slíta sambandinu við Dani á þennan hátt, en það hafði enginn af mínum nánustu neinar áhyggjur af því, hvorki mitt fólk eða tengda- fólkið mitt. Eftir sam- bandsslitin býst ég við að fleiri hafi fylgst af áhuga með því sem gerðist í utanríkismálum okkar. Ég fylgdist ekki grannt með þeim málum, en maðurinn minn hafði alltaf fylgst vel með því sem gerðist á alþjóðavettvangi og sá Áslaug Thorlacius áhugi jókst fremur en hitt þann skamma tíma sem hann átti ólifaðan. Hann lést sumarið eftir lýðveldishátíðina og var þá elsta bam okkur, Órnólfur, þrettán ára en Kristján þriggja ára. Á milli þeirra voru þau Kristín, Hallveig og Hrafnkell. Eftir að ég var orðin ekkja hafði ég lítinn tíma til þess ' að velta því fyrir mér hvort sambandsslitin við Dani hefðu miklu breytt í þjóðiífi íslend- inga. Það var ekki fyrr en handritin komu heim sem ég tók að leiða hugann að einhvetju marki að sam- bandsslitunum við Dani og það sem við tók eftir það. Þá voru líka börn- in mín uppvaxin og ég farin að vinna á Þjóðskjalasafninu, þar sem ég starfa raunar enn í hlutastarfi." _ Morgunblaðið/Kristinn ÁSLAUG og Sigurður Thorlacius skömmu fyrir lýð- veldisstofnunina á Þingvöllum. Framtiðin krefst umhyerfísyerndar! Danfoss hefur verndað íslenskt umhverfí í hálfa öld - og heldur því áfram. Unga fólkið sem erfir landið á heimt- ingu á að við förum skynsamlega með orkulindirnar. Danfoss RA 2000 ofnhitastillarnir hafa í yfir 40 ár nýtt heita vatnið og sparað þjóðinni ómældar fjárhæðir. það er enginn tilviljun að ein miljón Danfoss ofnlokar hafi verið seldir her á landi. Sparið orkulindirnar og fáið hámarks þægindi og upphitunar kostnað í lágmarki, með rétt upp- settum og rétt stilltum Danfoss búnaði. Leitið upplýsinga um kosti Danfoss búnaðinn hjá okkur = HÉÐINN = VERSLUN SELJAVEGI 2 SÍMI 624260 PÓSTHÓLF 512-121 FtEYKJAVÍK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.