Morgunblaðið - 17.06.1994, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ
52 FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 1994
1
KVENNAFRÍDAGURINN 24. október 1975. Póstkort sem Kvenréttindafélag íslands lét gera.
I
Kvenréttindi
á lýðveldistíma
í eftirfarandi grein Sigríðar Th. Erlendsdóttur
um kvenréttindi á lýðveldistímanum kemur m.a.
fram að 32 konur hafa verið kjömar á alþingi á
þeim ríflega sjö áratugum sem liðnir eru frá því
að fyrsta konan tók þar sæti.
egar lítið er um ðxl er erf-
itt að veijast þeirri hugs-
un að blómaskeið kven-
réttindabaráttunnar hafi
verið tveir fyrstu áratugir þessarar
aldar. Þá voru sett á nokkrum árum
lög sem breyttu réttarstöðu ís-
lenskra kvenna og mörkuðu tíma-
mót. Um er að ræða lög um kosn-
ingarétt og kjörgengi giftra kvenna
til sveitarstjóma 1907 og 1909, lög
um jafnrétti í menntunarmálum og
embætta 1911, lög um kosninga-
j rétt og kjörgengi kvenna til Alþing-
is 1915 og loks skilyrðislaust laga-
legt jafnrétti 1926. Þessir áfangar
hafa hlotið sérstakan sess i sögu
íslenskra kvenna sem mikilvæg spor
á leið til jafnréttis. Frumkvæði að
ofangreindri lagasetningu áttu kon-
ur með Bríeti Bjamhéðinsdóttur
(1856-1940) í fararbroddi. Undir
hennar forystu bundust konur sam-
tökum, hrundu af stað fjöldahreyf-
ingu, börðust fyrir rétti sínum í
ræðu og riti og ruddu öllum hindr-
unum í burtu.
Eftir að hafa hlotið kosningarétt
og kjörgengi til sveitarstjóma voru
konur fljótar að taka við sér. Kven-
félög í Reykjavík buðu fram
kvennalista við bæjarstjórnarkosn-
ingamar veturinn 1908 undir for-
ystu Kvenréttindafélags íslands og
unnu víðfrægan sigur, komu fjórum
konum í bæjarstjóm Reykjavíkur
sem þá var skipuð 15 mönnum.
Líklega einn mesti pólitíski sigur
íslenskra kvenna fyrr og síðar. Þær
sinntu fjölbreyttum málaflokkum á
þeim vettvangi, ekki einungis
mennta-, heilbrigðis- og félagsmál-
um, heldur enn fremur framfara-
málum á borð við vegamál, vatns-
og gasmál.
Konur buðu fram kvennalista við
sveitarstjómarkosningar í Reykja-
vík, á Akureyri og Seyðisfírði alls
níu sinnum á tímabilinu 1908-
1921. Árin 1922 og 1926 buðu
konur fram kvennalista til Alþingis
og komu fyrstu konu á þing 1922,
Ingibjörgu H. Bjarnason (1867-
1941). Kvennalistar komu ekki aft-
ur fram fyrr en 1982 og 1983 með
tilkomu Kvennaframboðs og
Kvennalista.
Þakklæti sitt fyrir kosningarétt-
inn 1915 létu konur í ljós með því
að hefjast handa um söfnun fyrir
Landspítala. Þær unnu sleitulaust
að fjársöfnun þar til spítalinn tók
til starfa 1930. Á þeim átta ámm
sem Ingibjörg H. Bjamason sat á
þingi, leiddi hún Landspítalamálið
fram til sigurs á þeim vettvangi.
Þáttur íslenskra kvenna og kvenfé-
laga og frumkvæði þeirra í stofnun
og rekstri sjúkrahúsa og heilsu-
gæslu alla þessa öld er stórmerkur.
II
Því hefur verið haldið fram að
hin eiginlega kvenréttindabarátta
hafi liðið undir lok eftir að formlegt
jafnrétti var í höfn. Almennt var
talið að ekki væri lengur þörf fyrir
sérstaka kvenréttindabaráttu og
þótti flestum nóg að gert. Talað er
um áratugina 1920-1960 sem
„þöglu árin“ eða hléið. í fljótu
bragði virðist eins og tímabilið hér
á landi hafi verið tíðindalítið og
hægt hafi miðað að því er snerti
stöðu kvenna. Er það hugsanlega
einkum vegna þess hve lítt þokaðist
í stjómmálaþátttöku kvenna. Þegar
betur er að gáð kemur hins vegar
í ljós að það kraumaði undir og að
konur héldu vöku sinni. Það voru
áhersluatriðin sem breyttust.
íslenskar konur höfðu farið tvær
leiðir í tilraunum sínum til að láta
að sér kveða í þróun samfélagsins.
Annars vegar reyndu þær að hafa
áhrif með því að færa hefðbundin
kvennastörf út af heimilunum og
bundust samtökum um mannúðar-
og góðgerðarstörf. Flest íslensk
kvenfélög falla undir þennan flokk.
Kvenfélagasamband íslands var
stofnað 1930 með heill heimilanna,
félagsþroska og samstöðu kvenna
að leiðarljósi. Til marks um vel-
gengni sambandsins er að skömmu
eftir stofnun þess rann upp blóma-
tími húsmæðraskólanna hér á landi.
Nú eru um 25 þúsund félagsmenn
innan vébanda Kvenfélagasam-
bandsins. Hins vegar er um að
ræða Kvenréttindafélag Islands
sem stofnað var 1907 til að berjast
fyrir stjómmálaréttindum íslenskra
kvenna með fyrrgreindum árangri.
í KRFÍ eru nú um 40 félög og á
fimmta hundrað félagsmanna.
Styrkur félagsins felst í ákvörðun,
sem tekin var á landsfundi 1944,
að allir stjórnmálaflokkar sem full-
trúa eiga á Alþingi eiga fulltrúa í
stjóm þess. Jafnréttismál hafa í æ
ríkara mæli komið til kasta Kvenfé-
lagasambandsins og fulltrúar þess
átt aðild að stjórnskipuðum nefnd-
um sem fjalla um jafnrétti kvenna
og karla. Kvennasamtökin þijú KÍ,
KRFÍ og Bandalag kvenna í
Reykjavík eiga saman og reka
Kvennaheimilið Hallveigarstaði en
hafa haft takmörkuð not af húsinu
fyrir margþætt félagsstörf sín því
að meginhluti hússins hefur verið
leigður út frá upphafi af fjárhags-
ástæðum. Samvinna þeirra er bak-
land kvennabaráttunnar á lýðveld-
istíma.
Konur í ofangreindum samtökum
tóku nú til hendinni við uppbygg-
ingu velferðarkerfis svo að allir,
jafnt konur sem karlar, gætu nýtt
þau réttindi og uppfyllt skyldurnar
sem breytt og bætt löggjöf felur í
sér. Það væri ef til vill ekki sann-
gjamt að þakka konum einum
tryggingalöggjöfina eins og hún er
nú en víst er að konur höfðu þar
veigamiklu hlutverki að gegna og
áttu frumkvæði að nær öllum rétt-
arbótum sem snerta konur og börn.
Það munaði um verkalýðsforingj-
ann Jóhönnu Egilsdóttur (1881-
1982) þegar hún beitti sér í trygg-
ingamálum á fimmta og sjötta ára-
tug. Ljóst er að kvenréttindabarátt-
an hefur staðið sleitulaust allaþessa
öld. Það er óslitinn þráður. Orofið
samhengi milli gömlu kvenréttinda-
hreyfíngarinnar og hinnar nýju sem
hóf göngu sína hér á landi á síðari
hluta sjöunda áratugar.
III
Um 1940 hófst barnasprengingin
á Islandi, eða það sem á ensku er
nefnt „The Baby Boom“. Fæðing-
artíðni snarhækkaði og stóð svo
stöðugt fram um 1960. Þá varð lík-
lega sú mesta bylting sem orðið
hefur í allri sögu kvenna; nýjar
getnaðarvamir komu fram með til-
komu pillunnar í kringum 1960. Þar
var komið að þáttaskiium og konur
gátu nú í fyrsta sinn skipulagt barn-
eignir sínar og þar með líf sitt og
starf. Sagnfræðingar hafa bent á
að öruggar getnaðarvarnir, sem
gera konum kleift að ákveða hve-
nær og hve mörg böm þær eignist,
marki í raun aldahvörf í sögunni.
Lýðveldissumarið 1944 var verð-