Morgunblaðið - 17.06.1994, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 17.06.1994, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17.JÚNÍ1994 35 I Gyllta salnum Systumar Anna og Ölöf Bjaraadætur rifja upp ferð sína á lýðveldishátíð- ina í samtali við Guð- rúnu Guðlaugsdóttur. Þær vom á þingvöllum ásamt Agnari K1 Jóns- syni, eiginmanni Ólafar, það bjargaði sparidragtinni minni frá því að blotna verulega. Eftir að athöfninni á Lögbergi var lokið var Rannveig Þór, kona Vilhjálms Þórs utanríkisráðherra, með tedrykkju- samkvæmi fyrir frúrnar í sumarbú- stað þeirra hjóna við Þingvallavatn. Ég átti að aðstoða hana og gerði mitt besta. Daginn eftir hófust hátíðahöldin í Reykjavík og um kvöldið var veisl- an á Hótel Borg. Mér fannst hún óskaplega hátíðleg og skemmti mér hið besta. Maður þekkti næstum hvern einasta mann sem veisluna sat og tónlistin var yndisleg. Ég naut þess sannarlega að sitja þarna í gyllta salnum - í fyrsta sinn sem gift kona. Það var létt yfir fólki í þessari glæsilegu veislu, en það sást ekki nokkur maður drukkinn, það datt engum manni í hug að drekka sig fullan við þetta tæki- færi, þetta var of hátíðleg stund til þess og sannarlega eftirminnileg.“ Ólöf og Anna Bjarnadætur árið 1944. Ólöf og Agnar Klemens sum- arið 1944. og segjast hafa vorkennt forsetum og ráðherrum sem fengu storminn og rigninguna beint í fangið. Ibílalestinni sem flutti emb- ættismenn og erlenda gesti til hátíðahaldanna á Þingvöllum 17. júní 1944 voru meðal ann- arra tvær systur, dætur séra Bjarna Jónssonar dómkirkjuprests í Reykjavík. Ólöf, sú eldri, var þá nýgift Agnari Klemensi Jónssyni skrifstofustjóra í utanríkisráðu- neytinu en Anna, sú yngri, var að- eins sextán ára yngismey. „Ég fékk svona að fljóta með af því að það var laust sæti, mér fannst þetta mikið ævintýri," segir Anna. „Ég fékk auðvitað ekki að vera með í neinni veislu, ég var bara á gangi um hátíðarsvæðið eins og hinir unglingarnir og reyndi að fylgjast með öllu því sem var að gerast, sem var margjt og mikið. Ég skemmti mér vel þennan dagjjótt það væri hræðileg rigning.“ Ólöf fékk hins vegar sannarlega „að vera með“. „Það fylgdi starfi mannsins míns, ég var óvön veislum þegar við gift- umst í janúar 1944. Veislan sem haldin var á Hótel Borg 18. júní var fyrsta stóra opinbera veislan sem ég sat,“ segir Ólöf. „Agnar hafði unnið mjög mikið fyrir sambandsslitin, kvöldið fyrir 17. júní kom hann ekki heim fyrr en um miðja nótt, hann var þá að koma frá Þingvöllum þar sem verið var að ganga frá pallinum og öllu fyrir hátíðina. Þá var víst enn besta veður. Því miður brást það daginn eftir.“ Foreldrar þeirra systra fóru ekki á Þingvöll. „Faðir minn var á móti því að íslendingar slitu sambandinu við Dani meðan þeir enn væru her- setnir af Þjóðvetjum. Honum þótti þetta ekki rétt framkoma," segir Anna. „Þetta var mikið hitamál um land allt, ekki síst í höfuðstaðnum. Ég hugsaði ekki mikið um þjóðmál á þessum tíma, en ég hafði skoðun á þessu máli. Ég, eins og flestir unglingar þá, var eindregið fylgj- andi því að lýðveldi yrði komið á sem fyrst og lét það ekki hafa áhrif á mig þótt pabbi væri annarrar skoðunar, eins og fyrr sagði. Hann átti hins vegar marga skoðana- bræður. En það voru líka margir sem voru reiðir yfir þessari afstöðu hans, ég man að það hringdu menn heim og hótuðu honum öllu illu ef hann léti ekki af þessari sannfær- ingu sinni. Pabbi var þó ekki á móti því að lýðveldi væri komið á heldur vildi hann fara hægar í sak- irnar. Pabbi hélt fast við sína skoð- un og sat heima ásamt mömmu meðan við systkinin þrjú fórum á Þingvelli til að fagna þar stofnun lýðveldisins.“ Ólöf sat hádegisverðarveislu í Valhöll ásamt manni sínum. „Eftir það var gengið upp að Lögbergi. Ég sat þar á palli og fylgdist með dagskránni og vorkenndi forsetum og ráðherrum sem fengu rigning- una og storminn beint í fangið, við snerum undan vindi sem var heldur skárra. Ég var með létta regnkápu, Þann 18. júní 1924 hóf Ó. Johnson & Kaaber að framleiða Ríó kaffi úr fyrsta flokks kaffibaunum og hefur það verið ein vinsælasta kaffitegundin á markaðnum æ síðan. Nýlega hefur ÓJ&K endurbætt Ríó kaffið þannig að það hefur aldrei verið betra. Við óskum landsmönnum gleðilegs þjóðhátíðarárs og vonum að þeir haldi áfram að kaupa Ríó kaffi um ókomin ár. Island KAFFIBRENNSLA70 ARA Sækjum þaöheim! AUK/SÍA k93d21-105
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.