Morgunblaðið - 17.06.1994, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 17.06.1994, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 1994 29 FULLVELDINU fagnað fyrir framan Stjórnarráðið 1. desember 1918. Frekar dauft var yfir höfuðborginni þennan frostavetur, enda hafði spánska veikin lagt fjölda fólks að velli. Sveinn Björnsson, síðar forseti, var einn atkvæðamesti talsmaður sam- bandslaganna á þeim vettvangi. Dr. Guðmundur Finnbogason var stutt- orður: „Ég tel það helga skyldu mína að gjalda sambandslögunum já- kvæði. Og yrðu þau nú felld með þjóðaratkvæði, eftir allt sem á undan er gengið, þá mundi ég til æviloka standa orðlaus, hvenær sem Islend- ingar væru kallaðir asnar.“ Umræður á síðara aukaþinginu voru til mikillar fyrirmyndar og allur málatilbúnaður þar. Fyrirfram var vitað að aðeins tveir þingmenn væru á móti, sinn í hvorri deild. En þeirri andstöðu var sýndur fullur sómi og vekur ekki síst athygli gagnvandað- ur málflutningur sumra stjórnarand- stæðinga úr Sjálfstæðisflokknum langsum. Andstaðan var best og eftirminni- legust í þingræðum Benedikts Sveinssonar og blaðaskrifum sr. Guðmundar í Gufudal. Kjarninn í málflutningi þeirra var þessi: Ríkin verða að vísu tvö, en bæði dönsk. Benedikt var fullkomlega sannfærð- ur um að ákvæðin um ríkisborgara- réttinn væru stórskaðleg og eins þótti honum hvergi nærri nógu vel búið um uppsagnarákvæði. Og margt fleira mislíkaði Benedikt og skoðanabræðrum hans stórlega. Á Ríkisþinginu voru allir helstu flokkar með samningnum nema Ihaldsflokkurinn. Hann taldi að með honum væri heild danska ríkisins rofin. Þjóðaratkvæði um sambandslögin fór fram á íslandi 19. október. Kjör- sókn var heldur dræm, einkum með- al kvenna, enda voru þær enn óvan- ar að ganga að kjörborði. Niðurstað- an varð hins vegar skýr. Um það bil 91% voru með, en 7,3% á móti. Allmikið var um ógilda seðla í sum- um sýslum og má vera að auðir seðl- ar hafi sumstaðar verið flokkaðir þannig. III Tæpri viku fyrir kosningarnar ræddi sr. Haraldur Níelsson opin- skátt um þær af predikunarstóli. Texti hans var Lúkas 22, vers 32-34: „Vertu ekki hrædd, litla hjörð, því að föður yðar hefur þókn- ast að gefa yður ríkið.“ Hin litla hjörð á íslandi var að nálgast 92 þúsund sálir og þótti sumum tiltækið djarft, að vilja hafa hér fullgilt ríki, enda veltist veröldin um fast, og flest á hverfandi hveli. Og ekki fjölgaði hjörðinni, þegar út leið á árið. Kötlugosið mikla, sem hófst rétt í þann mund sem sr. Har- aldur bað menn að hræðast ekki, varð að vísu ekki mannsbani, þó litlu munaði, og kallaðist guðs mildi. En svo er skrifað að guði þyki hentast að blanda hið blíða stríðu. Sama daginn og Islendingar ákváðu með atkvæði sínu að stofna fullvalda ríki barst hingað drepsótt með skipum af hafi. Eftir upptökum sínum á Spáni hefur hún verið kölluð Spanska veikin. Hún fór hægt af stað og menn uggðu ekki að sér. Þetta var inflúensa sem löngum snerist upp í lungnabólgu. Reyndar má segja að margir hafi dáið úr kulda, því snöggt kuldakast suðvest- anlands magnaði pestina mjög. Eða hvemig áttu menn í lélegum húsa- kynnum, snauðir að eldiviði og skjól- fötum, að geta farið að þeim ráðum „að fara vel með sig og láta sér ekki verða kalt“? Drepsóttin olli því að Reykjavík varð eins og dauðs manns bær og víða komst veikin um land sunnan og vestan. Ætla má að framt af hálfu þúsundi manna hafí dáið af völdum pestarinnar, meira en helm- ingurinn í Reykjavík. Manndauðinn á íslandi 1918 varð 16,6 af þús- undi, svo stórt var höggvið, þótt ekki rynni hér blóð eftir slóð sem víða erlendis. Best þykir að láta Tryggva Þór- hallsson, guðfræðing og ritstjóra, lýsa ósköpunum, er blöð tóku að nýju að koma út. Hann skorti hvorki tilfínningu né orðsnilld: „Þau tíðindi eru nú orðin vor á meðal, sem svo eru mikil, að þá er sú frétt barst um haf, að samið væri vopnahlé eftir meir en fjögra ára heimsstyijöld, þá munu þeir hafa verið næsta fáir, sem um þau tíðindi fjölyrtu, svo voru hin tíðindin hveijum manni miklu nær. Skelfing og dauði hafa dvalið með oss langar stundir. Stærri drepsótt hefur geisað en nokkur man núlifandi kynslóðar. Og er þess að vænta, að ekki lifí þessi kynslóð aðra slíka né komandi kynslóðir hér á landi, því að svo er gert ráð fyrir, að meiri forsjár verði gætt í framtíðinni um varnir við slíku en nú hefur raun á orðið. Má hik- laust svo að orði kveða, að hér í bæ séu þeir nú miklu færri, sem ekki hafa stórum afhroð goldið í missi vina og vandamanna ..." En ekki skyldum við gleyma af- rekum lækna og sjálfboðaliða sem af ótrúlegu þreki og fórnarlund unnu nætur og daga til hjálpar bágstödd- um og hafa vafalaust bjargað hundr- uðum mannslífa. IV Þeir sem eftir lifðu og rólfærir voru héldu daginn hátíðlegan eftir mætti, þegar sambandslögin tóku gildi. Fyrsti desemberer okkur síðan hjartfólginn dagur. Mörgum mun hafa vöknað auga, þegar tjúgufáni íslenska ríkisins var dreginn að húni á Stjórnarráðshúsinu sem Danir höfðu byggt tugthús yfír íslendinga. Frelsisþráin deyr ekki, jafnvel í hall- æri og farsóttum. Og enn í dag höf- um við séð hana reisa fána, þar sem það þótti ólíklegt til skamms tíma. Bjarni frá Vogi hafði ort: Höfin lengi horfðu og spurðu: Hvar er, Island, fáni þinn? Matrósar af Islands Falk gátu nú siglt úr höfín og svarað þessari spurningu. Fáni Islands var á ís- landi og á hveiju því skipi sem ís- lendingar gerðu út. Jón Magnússon var yfírlætislaus maður. Hann eftirlét Sigurði Eggerz að tala af hálfu stjórnar hins nýja ríkis. Sigurður minntist fagurlega íslenskrar alþýðu og mælti síðan: „Vér biðjum alföður að styrkja oss til að lyfta fánanum til frægðar og fra_ma.“ I Dómkirkjunni steig Jón Helga- son biskup í stólinn. Hann minntist þeirra manna sem lifðu, vöktu, störf- uðu og börðust. Og ekki gleymdi hann hinum látnu né þeim kynstrum sem skömmu áður höfðu yfir dunið. Þótti við hæfí er hann fór með dýr- kveðið bænavers föður síns, Helga Hálfdanarsonar: Nauðabárum bæg þú, herra, burtu fári skæðu hrind, harmatárin heitu þerra, hjartasárin mæddra bind. Drottinn hár, á hverri tíð hagstæð árin gefðu lýð; banaljár er beittur slær oss, bættu þrár og himni fær oss. V Bak við Stjórnarráðshúsið stóðu tvær fánastengur auðar þennan dag, sem á þeim stöngum höfðu áður verið dregnir að húni staðarfáni íslands og Dannebrog. pnny yLGUPi Til hamingju með daginn og takk fyrir móttökurnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.