Morgunblaðið - 17.06.1994, Qupperneq 38
'38 FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
Eigum nóg
auðævi
Ásgeír Bjarnason í
Ásgarði ræðir um
lýðveldið fyrr og nú í
samtali við Guðrúnu
Guðlaugsdóttur
Jón Sigurðsson horfír á mig
ofan frá veggnum gegnt inn-
ganginum og á þilinu til
hægri hangir gömul mynd
af íslenska fánanum yfir orðum Ein-
ars Benediktssonar:
Skín þú, fáni.'eynni yfir
■ eins og mjöll í fjallahlíð
fangamarkið fast þú skrifir
fólks í hjartað ár og síð.
Munist hvar sem landinn lifir
litir þínir alla tíð.
Það dylst mér ekki að Ásgeir
• Bjarnason í Ásgarði í Dölum er þjóð-
hollur maður. „Ég fann sterkttil
þeirrar tilfinningar þann 9. apríl
1940 þegar Noregur og Danmörk
voru hernumin af Þjóðveijum. Mín
fyrsta hugsun var: „Hvað verður um
ísland?"
Ég var þá við nám í Sem, búnað-
arháskóla í Noregi, og heyrði tíðind-
in þegar ég kom ásamt nokkrum
félaga minna til morgunverðar. Þá
var fjöldinn af strákum, sem með
okkur var á skólanum, að búa sig
, til herþjónustu," segir Ásgeir. „Um
*sumarið átti Esjan að fara frá Þránd-
heimi, ég hætti við skólann og ætl-
aði að fara heim með Esjunni, en
af þeirri ferð varð ekki. Um haustið
var Petsamo ferðin frá Finnlandi;
ég óttaðist að ekkert yrði af þeirri
ferð heldur og átti eftir tæpa tvo
mánuði af skólanum. Ég ákvað því
að fara ekki, heldur ljúka prófí. Svo
nagaði maður sig í handarbökin,
þegar skólinn var búinn, að hafa
ekki farið heim. Ég fékk vinnu og
vann á tilraunastöð við háskólann í
Ási og vann þar þangað til ég fékk
leyfi Þjóðveija til að fara til Svíþjóð-
ar. Ég var búinn að marg sækja um
leyfí og datt ekki í hug að þeir
myndu leyfa mér að fara. Loks fékk
ég fararleyfí, sem gilti í tíu daga.
Ég fór á öðrum degi og lét eiginlega
engan vita. Ég vissi ekki annað en
Leifur Muller ætlaði að koma rétt á
eftir. Hann var búinn að fá leyfí en
hann var tekinn áður en hann komst
af stað.
Ég var í íjórtán mánuði í Svíþjóð
en kom til Vestmannaeyja á að-
fangadag jóla 1942. Ég var í Reykja-
vík um veturinn en fór að búa í
Ásgarði ásamt Jens bróður mínum
um vorið, faðir okkar hafði dáið
sumarið áður.
Þann 17. júní 1944 var mikil lýð-
veldishátíð í Búðardal, en ég var
ekki þar, ég var ekki bundinn neitt
innanhéraðs vegna lýðveldisstofn-
unarinnar. Ég var þó búinn að kaupa
mér flaggstöng og fána. Eftir að
hafa komið því fyrir í Ásgarði fór
ég ríðandi til Berufjarðar, þangað
fór ég í einkaerindum, ungir menn
þurfa víða að fara. I Berufírði var
lýðveldinu fagnað eins og annars
staðar í landinu með ræðuhöldum
og söng. Þetta haust lauk ég mæl-
ingum á jarðarbótum í Dalasýslu
sem ég hafði byijað á haustið áður.
Það má segja að nútíma verkmenn-
ing í þeim efnum hafí haldist í hend-
ur við stofnun lýðveldis
á íslandi.
Um lýðveldisstofn-
unina var mikið rætt í
minni sveit og það voru
allir afskaplega glaðir
þegar atkvæði höfðu
verið talin seint í maí,
það þótt sérstakt að í
Dalasýslu kusu allir
nemaeinn. Þann 17.
júní 1944 voru 1.387
íbúar í Dalasýslu og
827 á kjörskrá. Nú eru
íbúar sýslunnar 879.
Það eru um 80 færri
býli í byggð núna í
Dalasýslu en voru við
lýðveldisstofnun. Ég
var mjög hlynntur því
að slíta sambandi við Dani. Ég var
mótaður af hugsjónum ungmenna-
hreyfíngarinnar og sú hreyfíng lagði
mikla áherslu á sjálfstæði hinnar
íslensku þjóðar. Þegar ég kom í
Reykholt 18 ára gamall var þetta
mjög ofarlega í hugum manna, ekki
síst í sambandi við kennslu í íslands-
sögu. Þessu var haldið að fólki en
ég er ekki viss um að það sé gert í
sama mæli núna. Þjóðernisvitund
var ríkari með ungu fólki þegar ég
var ungur en hún er í dag. Það tóku
því allir fegins hendi þegar lýðveldi
var stofnað á íslandi.
Uppbyggingin í landinu þessi 50
ár hefur verið með ólíkindum mikil,
það er alveg sama hvar við berum
niður, til lands eða sjávar, í borg eða
sveitum, alls staðar eru geysilegar
framfarir á öllum sviðum. Ekki síst
má nefna hve mikla menntun er nú
hægt að fá hér innanlands, þótt mér
finnist nú að allir hafí gott af því
að kynnast öðrum þjóðum. í lok fyrri
styijaldar varð verðfall á búsafurð-
um sem leiddi til mikillar skuldasöfn-
unar, einkum hjá bændum. Úr þess-
um skuldum komust þeir ekki fyrr
en á hemámsárunum. Strax þegar
stríðinu lauk fór fólk að fínna fyrir
því hvað það var orðið miklu óháð-
ara og sjálfstæðara af því það hafði
eignast lýðveldið.
Mörgu þurfti að breyta lagalega
við þessar breytingar. Ég var kosinn
á þing árið 1949 og sat
þar til ársins 1978. Ég
er feginn því að hafa
setið á þingi á þeim
tíma sem skemmtileg-
ast var að vera þar á
þessari öld. Á þessu
tímabili hafa verið ótrú-
legar framkvæmdir.
Fjóram sinnum á þessu
tímabili var fiskveiði-
landhelgin færð út. Ef
tiltaka á eitt mál sem
Alþingi hefur fjallað
um á lýðveldistímanum
þá er ekkert sem jafn-
ast á við það að hafa
fengið 200 mílna físk-
veiðilögsögu. í land-
búnaði ber hæst rækt-
un lands og bústofns, þótt afturkipp-
ur sé kominn í alla þessa hluti núna.
Stóra spurningin núna, ef litið er til
landsbyggðar, er: Vilja menn byggja
landið allt eða vilja þeir bara byggja
vissa hluta þess? Við stöndum and-
spænis þeirri hættu að á afskekkt-
ari stöðum búi nú síðasta kynslóðin.
Ég held hins vegar að við höfum
farið of geyst í ýmsa hluti og ekki
gætt nógu vel að okkur fjárhags-
lega. Þetta hefur m.a. komið fram
í miklum íjölda gjaldþrota. Ef ekki
glæðist til sjávarútvegsins sé ég
ekki að annað verði til bjargar en
að iðnaður efiist til muna. Ég tel
að við ættum að reyna að búa sem
mest að því sem við getum aflað
innanlands. Við eigum nóg auðævi
í landinu, við þurfum bara að nýta
þau. Um það bil sem lýðveldið var
stofnað var gert ráð fyrir því að
Islendingar yrðu a.m.k. 400 þúsund
um næstu aldamót og þess vegna
m.a. voru bændur hvattir til að auka
framleiðslu sína. íslenskir bændur
hafa staðið sig vel í stykkinu hvað
matvælaframleiðslu snertir, en
landsmenn hafa greinilega ekki ver-
ið að sama skapi duglegir að fjölga
þjóðinni. Ég vona og óska að 50 ára
afmæli lýðveldisins á íslandi verði
til þess að minna menn á, að það
er dýrmætt að eiga landið og hafa
öll réttindi til þess að ráða þar ríkjum
til heilla fyrir land og þjóð.“
M m Mffli—>1 ffllWl —
HgJ
Molar
► ÁKVEÐIÐ var að ríkisstjórnin
héldi veislu 18. júni á Hóte! Borg.
Þá stóð yfir deila milli eiganda
hótelsins og Félags islenskra hljóð-
færaleikara og var hljómsveit
hússins ófáanleg til þess að gera
undanþágu og leika í hátíðarveislu
ríkisstjórnarinnar. Engar líkur
þóttu á að deilan leystist á fáeinum
dögum, og var því ákveðið að sam-
þykkja sérstök lög um að taka
Hótel Borg leigunámi þetta kvöld.
í lögunum segir m.a.: „Rikisstjórn-
inni er heimilt að taka leigunámi
til veizlufagnaðar að kvöldi 18.
júní 1944 i tilefni lýðveldisstofnun-
ar á Islandi afnot veitingasala allra
á Hótel Borg í Reykjavík, neðstu
hæð, með húsgögnum öllum, svo
og afnot eldhúss og annarra þeirra
herbergja á hæðinni, er nota þarf
í þessu skyni, ásamt eldhúsáhöld-
um, borðbúnaði og öðrum nauð-
synlegum munum.“
► ÞANN 18.júnívarefnttilmik-
illar skrúðgöngu til að hylla ný-
kjörinn forseta íslands, Svein
Björnsson, sem stóð á svölum Al-
þingis. Fremst gengu lögreglu-
mennn en síðan kom Lúðrasveit
Reykjavíkur sem lék göngulög,
fylking barna og félagar í Skáta-
sambandinu, Iþróttasambandi ís-
lands, stúdentafélögunum, Svif-
flugfélaginu, Stórstúku Islands,
Verslunarráðinu, Verslunar-
mannafélagi Reykjavíkur, Lands-
sambandi iðnaðarmanna, Alþýðu-
sambandinu, Farmanna- og fiski-
mannasambandinu og síðan önnur
félög og þátttakendur sem vildu
ganga. Til marks um hversu fjöld-
inn var mikill, tók það gönguna
hálftíma að ganga fram hjá Al-
þingishúsinu.
Ásgeir Bjarnason
nokkru áður en lýð-
veldi var stofnað.
Hlutur samgangna í vinnuafli
1940 1950 1
Samgöngur 7,8% 8,4 ^
Hlutur viðskipta í vinnuafli
Iðnaður og þjónusta 1944-1994
• Hlutur iðnaðar í vinnuafli
1940 21,1% 1950 32,7% 1960 29,9% 1970 35,8% 1980 34,6% 1990 28,5%
Verslun ',w‘
W* * i
Peningastofnanir
Hlutur þjónustu
í vinnuafli
1950
Opinber [5,3*
starfsemi v ,
Önnur
þjónusta '
Lötjg erlend lán 1970-92
Vísitala, 1980 er sett á 100
Hlutur þjónustugreina samtals í vinnuafli
_ 32,5% 34,7% 39,1% 44,7%
Þjóðarauður 1945-92
Vísitala, 1980 er sett á 100
Tekjuafgangur hins opinbera
Hlutfall af vergri landsframleiðslu
Hlutur atvinnugreina
í landsframleiðslu 1990 --------------
r 2,9%, Landbúnaður
I r 10,1 %, Rskveiðar
j. L / 5,2%, Fiskiðnaður Verd
I / r 12,3%, Annar iðnaður
I j 4,3%, Veitur
i / 8,2%, Byqqinqarstartsemi
Verðbólga 1945-93
Byggingarvísitala, hækkun frá fyrra ári
13,4%, Verslun
7,8%, Samgöngur
\ \ / 17,0%, Peningastofnanir
6,2%, Ýmis þjónusta *
einkaaðila
16,1%, Starfsemi +
hinsopinbera 194!