Morgunblaðið - 17.06.1994, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 17.06.1994, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ t * Halldór Jakobsson, kaupmað- ur í Borgarfelli í Reykjavik, var ritari landsnefndar Iýð- veldiskosninganna. í lands- nefndinni sátu fulltrúar til- nefndir af ríkissljórninni og stjórnmálaflokkunum. F.v.: Jens Hólmgeirsson, Halldór Jakobsson ritari, Eyjólfur Jó- hannsson nefndarformaður, Sigurður Olason, Arngrímur Kristjánsson. Birkilaufin þrjú. Morgunblaðið/Kristinn til allra i tilefni af 50 ára afmæli lýbveldisins Vinir ykkar í Ameríkuf fyrrverandi sendiherrahjón Charles Cobb og SueCobb. Það varð þjóð arvakning Ritari landsnefndar lýð- veldiskosninganna, Halldór Jakobsson, segir í viðtali við Guðna Einarsson að þótt leggja hafí þurft nótt við dag hafí verkið reynst létt. Allir hafi verið sammála. Halldór Jakobsson var ritari landsnefndar lýðveldis- kosninganna sem haidn- ar voru 20. til 23. maí 1944. Landsnefndin var skipuð eftir tilnefningu stjómmálaflokkanna og ríkisstjórnarinnar. Hlutverk lands- nefndarinnar var að vinna að sem mestri kjörsókn og jákvæðri kosn- inganiðurstöðu í lýðveldiskosning- unni. Hún gegndi því svipuðu hlut- verki og stjórnmálaflokkar í kosn- ingum til sveitarstjóma og Alþingis. Halldór er einn eftirlifandi nefndar- manna, en hann var ritari lands- nefndarinnar. „Ég hef aldrei reynt neitt líkt þessu,“ segirHalldór Jakobsson þegar hann rifjar upp starf lands- nefndarinnar og viðbrögð almenn- ings. „Það varð beinlínis þjóðar- vakning. Þetta var létt verk, þótt vinnudagurinn væri oft bæði lýjandi og langur, sérstaklega undir það síðasta." Halldóri er minnisstæð sú mikla samstaða sem skapaðist um lýðveld- iskosninguna. „Maður þurfti ekki að kvíða því að verða neitað um neina bón, ef hún sneri að því að efla niðurstöðu kosninganna. Maður fékk alstaðar já!“ Þótt nefndarmenn kæmu úr ólíkum stjórnmálaflokkum og væm því vanir að takast á á vettvangi stjómmálanna bar ekki á því í nefndinni. „Það komu aldrei upp nein vandræði, engin illindi, allir vom svo sammála," segir Halldór. Talsverð umræða hafði verið um fyrirkomulag aðskilnaðarins við Dani einkum milli Iögskilnaðar- manna, sem vildu fara sér hægt, og hraðskilnaðarmanna. Halldór segir að ágreiningur um aðskilnað- inn hafí að mestu verið kveðinn nið- ur þegar kom að kosningunni. Halldór var tilnefndur í nefndina af Sósíalistaflokknum og gegndi embætti ritara. Hann var lang- yngstur nefndarmanna, 27 ára gam- all. Formaður nefndarinnar var Eyj- ólfur Jóhannsson, forstjóri Mjólkur- félags Reykjavíkur, tilnefndur af Sjálfstæðisflokki. Jens Hólmgeirs- son, skrifstofustjóri og ráðunautur var tilnefndur af Framsóknarflokki, Amgrímur Kristjánsson, skólastjóri, tilnefndur af Alþýðuflokki og Sig- urður Ólason hæstaréttarlögmaður, tilnefndur af ríkisstjóminni. Fyrst eftir að nefndin var skipuð hélt hún fundi á skrifstofu Eyjólfs í Mjólkurfélaginu en síðar var aðset- ur nefndarinnar flutt í Alþingishúsið og hafði hún þar bækistöðvar fram yfír kosningamar. Skammur tími til stefnu Nefndin var skipuð um páskana og hittist eftir það einu sinni og jafnvel oftar á dag fram yfir kosn- ingamar. „Við jögðum nótt við dag,“ segir Halldór. Árið 1944 bar páska upp á 9. apríl og kosið var 20. til 23. maí svo ekki var mikill tími til stefnu. „Þetta var ekki besti árstími og heppilegra að hafa kosningamar síðar, en til þess gafst ekki tími vegna þjóðhátíðardagsins 17. júní,“ segir Halldór. „Hlutverk okkar var að ná kjörsókninni sem mest upp. Við komum héraðsnefndum af stað í öllum kjördæmum og fleiri en einni í þeim stærstu. Þegar upp var stað- ið voru nefndimar alls 29.“ Reynt var að fá embættismenn til setu í sem flestum nefndum og oft urðu sýslumenn fyrir valinu. Þeir þóttu líklegir til áhrifa í sinni sveit. Landsnefnd lýðveldiskosning- anna gat ekki verið annað en ánægð með árangurinn. Alls neyttu 98,61% kjósenda atkvæðisréttar og í tveim- ur kjördæmum, á Seyðisfirði og í Vestur-Skaftafellssýslu, var 100% kjörsókn. „Þetta met verður aldrei slegið," segir Halldór. Ólaunað starf Meðan á undirbúningi lýðveldis- kosninganna stóð segir Halldór að þeir Eyjólfur hafí lagt önnur störf á hilluna, en aðrir nefndarmenn hafi eitthvað getað sinnt sinni venju- legu iðju. Nefndarmenn landsnefnd- arinnar og héraðsnefndanna vom ólaunaðir og unnu sem sjálfboðalið- ar. Að kosningunum loknum vora nefndarmenn heiðraðir fyrir vel unnin störf og veitt Hin íslenska fálkaorða. Halldór er að öllum lík- indum sá yngsti sem orðuna hefur hlotið, að minnsta kosti fyrir emb- ættisstörf. Halldór var á þessum áram starfsmaður Sósíalistaflokksins og vanur því álagi sem fylgdi kosninga- starfí. Þungi nefndarstarfsins hvíldi á Eyjólfi nefndarformanni og Hall- dóri ritara. Halldór sá um bréfa- skriftir auk ritunar fundargerða og samskipti við fjölmiðla. Daglega var haft samband út um landið bæði gegnum síma og bréflega. Eins fóru nefndarmenn í heimsóknir til hér- aðsnefndanna. Nefndarmenn skrif- uðu einnig í blöð og fluttu hvatning- arorð og leiðbeiningar um kosning- arnar sem útvarpað var rétt fyrir fréttir. „Við nýttum allt sem hægt var að nýta til að tryggja sem best- an árangur," segir Halldór. Mikil áhersla var lögð á að ná til þeirra sem hætt var við að mættu ekki á kjörstað. Leyfðar voru heima- kosningar sem gerði að verkum að fólk gat kosið þótt það væri illa rólfært. Kjörstjórnir sáu um framkvæmd kosningarinnar. Eftir því sem Hall- dór rekur minni til gekk talning atkvæða hratt fyrir sig. „Ég held að kosningaúrslitin hafí legið fyrir nóttina eftir að kosningu lauk. Áður en kosningu lauk var farið að flytja kjörgögn á talningastaðina." Kosningasjóður til landgræðslu Þótt nefndin væri ólaunuð fylgdi talsverður kostnaður nefndarstarf- inu og fór fram fjársöfnun til að greiða kostnað hennar. Halldór seg- ir að margir, bæði fyrirtæki og ein- staklingar, hafí lagt ríflega af mörk- um. Áður en nefndarstörfum lauk var fyrirséð að talsverðir fjármunir yrðu eftir í sjóði. Þá kom fram sú hugmynd að leggja þessa fjármuni til skógræktar og landgræðslumála og stofna sérstakan sjóð í þeim til- gangi. Haft var samráð við marga örlátustu gefenda fjárins og lýstu þeir sig allir samþykka þessari hug- mynd. Stofnaður var Landgræðslu- sjóðurtil að minna á stofnun lýð- veldisins og lýðveldiskosningarnar. Útbúið var merki, þijú birkilauf, sem selt var í tengslum við kosning- arnar og hafín frekari fjársöfnun til Landgræðslusjóðs sem afhentur var Skógræktarfélagi íslands til varðveislu. Halldór telur að lýðveldiskosning- in og lýðveldisstofnunin hafi mildað tóninn í stjómmálabaráttunni, að minnsta kosti fyrst um sinn. Halldór nefnir þessu til sönnunar Nýsköpun- arstjórnina sem sett var á laggimar haustið 1944. Það var samsteypu- stjóm Sjálfstæðisflokks, Alþýðu- flokks o g Sósíalistaflokks undir for- ystu Ólafs Thors.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.