Morgunblaðið - 17.06.1994, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.06.1994, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ I í I I f f Mér hefur alltaf f þótt Þórhildamafnið heillandi Meðal tiginna gesta þjóðarinnar á 50 ára lýð- veldisafmælinu er Margrét Þórhildur Dana- drottning, sem veitti Sigrúnu Davíðsdóttur ----—----------------*------^--------3»---- viðtal um minningar tengdar Islandi og Islend- ingum. Atali við Margréti Þórhildi Dana- drottningu er auðvelt að gleyma því að viðmælandinn er þjóðhöfð- ingi, því henni er tamt að tala um bókmenntir og listir eins og sá sem leggur stund á slíka hluti. En hún ræðir einnig fúslega minningar um ísland og ís- lendinga frá sjónarhorni fyrrum prinsessu íslendinga og minningar úr íslandsferðum sínum, en heimsókn hennar í tilefni lýðveld- isafmælisins er þriðja íslandsheimsókn hennar. Margrét Þórhildur tók á móti íslenskum blaðamönnum í júníbyijun í tilefni afmælis- ins. Inni í hallargarðinum við höll Kristjáns IX. í Amalienborg stóð Sören Haslund- Christensen hirðmarskálkur og tók á móti gestunum, íklæddur virðulegum „sjakket“, en með hressilegt og alúðlegt bros á vör. Það hvílir enginn stirðlegur hátíðleiki yfír starfsfólkinu. Þvert á móti eru móttökurnar hressilegar og kumpánlegar þarna á skær- grænum dreglinum, sem liggur upp tröpp- urnar, inn anddyrið og upp glæsilegar tröppurnar upp á loft. Liturinn er alveg eins og á dýjamosa, skær og hreinn. Salarkynnin eru eins og við er að búast í höll, hátt til lofts og vítt til veggja, falleg tíglamynstruð, mött parkettgólf, gömul málverk af konungbornu fólki og fyrir- mönnum í gylltum römmum, stórir spegl- ar, góbelín, kristalsljósakrónur og stórir gluggar. Móttökuherbergið er líka í þessum stíl, með ljóslitum austurlenskum teppum, flygli og silkiklæddum húsgögnum, að ógleymdum sterklitum hortensíum, sem gæða herbergið hlýleika. Þegar hurðin opnast er það greif- ingjahundur drottningar, sem gengur fyrir og hús- móðir hans fylgir. Hún er óvenju hávaxin, ber sig vel og hreyfir sig fallega, enda er hún mikil áhugakona um dans og ballett og dansar sjálf í hópi góðra vinkvenna. Pilsið er rautt og þröngt í hnésídd, dökkblár jakkinn aðskorinn í mittið með stórum kraga og blússan undir dökkblá með litlum rauðum doppum og hnýtt í hálsinn. Skartgripirnir eru stórir og áberandi og hún ber þá vel. Hundurinn nusar af gestunum og freistar þess að nota heimsóknina til að spranga um á silkisófan- um, en húsmóðir hans sér við honum. Hann hlýðir sperrtum vísifingri hennar og góðleg- um ávítum eins og skot. Látlaus og glaðleg Fas drottningar er látlaust og laust við tilgerð. Hún er glaðleg, hláturmild og stutt í spaugilegar athugasemdir. Systir hennar, Benedikta prinsessa, hefur sagt um systur sína að hún sé bæði listamaðurinn og mesti lærdómsmaðurinn í íjölskyldunni og allt tal hennar ber vott um að svo sé. Hún talar eins og sá sem vitið hefur, en ekki eins og sá sem þarf að sýna að hann hafí það og það er íjarri henni að tala í háfleygum og innantómum klisjum. Hún er bæði mikil málamanneskja, vel að sér og hefur lista- mannsauga fyrir litum og_ landslagi. Þegar hún heyrir að á íslandi tíðkist að kalla hana Margréti Þórhiidi upp á íslensku brosir hún og segist ekki hafa vitað það, en Þórhildarnafnið sé henni kært. „Mér hefur alltaf þótt Þórhildarnafnið heillandi nafn. Mamma sagði mér snemma frá nafn- inu, en ég er sú eina af systrunum, sem ber nafn annars staðar frá en úr fjölskyld- unni. Ég heiti Margrét eins og formóðir mín, Aleksandrína eins og amma, svo Þór- hildur og loks Ingiríður eins og mamma. í skírnargjöf fékk ég silfurbikar með öllum nöfnunum mínum á og löngu áður en ég lærði að lesa hafði mamma oft lesið þau fyrir mig. Hún benti mér líka sérstaklega á þennan íslenska bókstaf, þ-ið og kenndi rnér að bera það fram. Ég hef grun um að mamma hafi valið Þór- hildamafnið og ekki að- eins af því að það sé fal- legt, heldur held ég að hún hafi ekki síst valið það vegna upphafsstafs- ins, svo nafnið væri alveg sérlega íslenskt. Síðan mamma og pabbi fóru fyrst til ís- lands 1938 hefur hún aiia tíð verið mjög hrifin af íslandi og lærði svolitla íslensku á sínum tíma. Löngu seinna ieitaði ég að Þórhildarnafninu í íslendingasögunum og fann þessa líka ægilegu kerlingu þar...“ Margrét Þórhiidur rifjar gjarnan upp fyrstu kynnin af íslandi. „í barnaherberg- inu mínu stóðu tvær litlar gostulínsbrúður í íslenskum þjóðbúningum. A tímabili hafði ég gríðarlegan áhuga á þjóðbúningum og safnaði þjóðbúningadúkkum. Ég hef alltaf haft einhveijar dillur í lífinu ... Seinna lærði ég svo auðvitað^ landafræði í skólanum, en heyrði líka um ísiand heima. Fyrir foreldr- um mínum var ísland eitthvað alveg sér- stakt, alveg frá því þau fóru þangað í sína fyrstu ferð.“ Þegar drottningin heyrir að foreldrar hennar hafi unnið hug og hjörtu íslendinga í fyrstu ferð sinni, brosir hún og kinkar kolli. „Hrifning þeirra var ekki nein upp- gerð og þau vildu gjarnan sýna hana. Hún var ekki að ástæðulausu, þau áttu mjög góðar minningar úr íslandsferðum sínum.“ Frásögn af fundi íslenska sendiherrans og afa hennar, Kristjáns konungs X., þegar konungur gaf sendiherranum ærlega ádrepu, en Friðrik þáverandi krónprins, Ingiríður og ekki síst Aleksandrína báru vopn á klæðin kemur drottningunni skemmtilega á óvart. „Nei, ég hef ekki heyrt þessa sögu, en afi hafði allt aðra afstöðu til lýðveldisstofnunarinnar en mamma og pabbi. Hann var orðinn gamall maður og átti erfitt með að taka þessu. Þau litu þetta hins vegar öðrum augum, litu á hana sem óhjákvæmileg- an hlut, er hefði legið í loftinu frá gerð samband- slagasamníngsins. Ég var aðeins sjö ára þegar afi dó og man hann ekki öðru vísi en sem gamlan og veikan mann. Það var því fyrst og fremst afstaða mömmu og pabba sem ég kynntist. Einróma úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar um sam- bandsslitin hafði einnig djúp áhrif á þau. Það var einfaldlega enginn vafi á hver vilji íslendinga var.“ Sjálf á Margrét Þórhildur einnig minn- ingar um Island og ekki síst Þingvelli. „Ég og maðurinn minn komum upp að Islandi við Keflavík eftir stranga siglingu og ég gleymi ekki birtunni. Til Þingvalla komum við í hræðilegu veðri. Það verður vonandi betra núna. Það er ekki hægt annað en heillast af íslenska landslaginu. Ég hef oft hugsað tii þess að fyrir Dana þá er allt svo stórt utan Danmerkur, miðað við það sem við höfum heima fyrir. Vötnin eru stór, fjöll- in há, klettarnir hrikalegir, árnar tilkomu- miklar. Allt er svo mikilúðlegt og það á sannarlega við um Þingvelli og ísland al- mennt.“ Þegar Alþjóðlega fornsagnaþingið var haldið á Helsingjaeyri 1985 var drottningin beðin um að halda opnunarræðu og gerði það af inniifun og áhuga, sem var langt um fram pantaða hátíðarræðu. Það leynir sér ekki að íslendingasögurnar eiga sér góðan lesanda, þar sem drottningin er. „Já, ég hef mikinn áhuga á íslendingasög- unum og beiðnin um að halda þessa ræðu var mér kærkomin. Það er ekki alltaf að beiðnir um ræður komi heim og saman við mín eigin áhugamál, en það gerði það svo sannarlega við þetta tækifæri. íslendingasögur heilla íslendingasögurnar heilla mig, því þær eru vitnisburður um aðra tíma og annan hugsunarhátt. Sjálfur frásagnarhátturinn höfðar einnig mikið til mín, hvernig sögun- um vindur hægt fram og hve samþjappaðar þær eru.“ Afstaða íslendinga og Dana til tungu- málsins er gjörólík. Drottningin hefur við ýmis tækifæri rætt um málið og málstefnu og er ekki í neinum verndarhugleiðingum, þegar erlend áhrif eru annars vegar. En hún hefur ekki aðeins fræðilegar skoðanir á þessum hlutum, heldur þekkir hún einnig viðureign við málið af eigin raun, því hún hefur fengist við þýðingar. „Mér finnst allt- af heillandi að lesa danska texta og hugleiða tökuorð- in og sögu þeirra og hve málið er sett saman úr mörgum þáttum, auk þess að hugleiða önnur tungu- mál. Eg er alin upp við sænsku þar sem mamma er sænsk, hef verið mikið í Noregi og þekki því norskuna. Færeysku hef ég reynt að tileinka mér nægilega vel til að lesa hana og því get ég svona rétt stautast lauslega í íslenskum textum. Yfirleitt finnst mér fjarska gaman að eiga við tungumálið og þá ekki síst við þýðing- ar. Það veitir manni sérstaka innsýn í móðurmálið að bera það upp að öðru máli, á þann hátt sem gefst í þýðingum. Ég get vel skilið þá afstöðu íslendinga að þeir vilji standa vörð um tungumál sitt, líka af því þeir eru svo fáir. En ef engu er hleypt inn, þá er hætt við að málið staðni. Þetta er ekki gagnrýni á íslensku afstöð- una, heldur mótast skoðanir mínar af því að aðstaða Dana er öll önnur. Við erum hér við rætur Evrópu og um okkur leika allir vindar, bæði yfír landið og út úr því.“ „Fyrir foreldrum mínum var Island eitthvað alveg sér- stakt, alveg frá því þau fóru þangað í sína fyrstu ferð.“ Skil vel afstöðu ís- lendinga að standa vörð um tungumál- ið en ef engu er hleypt inn er hætt við stöðnun. < < < < < < < < < < < < < <
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.