Morgunblaðið - 17.06.1994, Blaðsíða 13
Ljósmynd/Ketill Magnússon
FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 1994 13
Með Friðrik
krónprinsi
og Knúti
Pétur Sigurðsson kynntist dönsku prinsun-
um í sjóliðsforingjaskóla og þekkti Kristján
X. Hann spjallaði við Guðrúnu Guðlaugs-
dóttur um konungsfjölskylduna og fleira.
eir sem ekki voru á Þing-
völlum hinn 17. júní 1944
höfðu yfirleitt æmar
ástæður til að vera fjarri
þeim miklu hátíðahöldum. Pétur
Sigurðsson, seinna forstjóri Land-
helgisgæslunnar, sat heima í
Hrólfsskála hjá konu sinni sem
vænti barns. Meðan landar hans
hlustuðu hrærðir á Gísla Sveinsson
lesa upp skeytið frá Kristjándi tí-
unda Danakonungi lét Pétur hug-
ann reika til hans hátignar, einn
fárra íslendinga þekkti hann Krist-
ján persónulega en þó syni hans
Friðrik og Knút mun betur. Hann
hafði fáum árum áður verið þeim
bræðrum samtíða í Kaupmanna-
höfn þegar hann var þar í sjóliðsfor-
ingjaskóla og á skipum í flota hans
konunglegu tignar Kristjáns X.
„Þeir sem fundu mesta breytingu
á því að búa í lýðveldinu íslandi frá
því að lúta stjórn Dana voru stjóm-
málamennirnir,“ sagði Pétur þegar
blaðamaður sótti hann heim í
Hrólfsskála á Seltjarnarnesi fyrir
skömmu. „Þegar lýðveldið var
stofnað hér var ég nýlega kominn
heim frá Danmörku þar sem ég
hafði verið í herskóla og hafði verið
í nærri sex ár á dönskum herskipum
þar sem ríkti mikill agi. Ég var þá
við landhelgisgæslu hér við land,
Grænland og víðar. Ég fór í her-
skóla vegna þess að hugur minn
stóð til sjómennsku. Faðir minn var
skipstjóri, m.a. á Gullfossi, á sínum
tíma og mér þótti sjálfsagt að feta
í fótspor hans þótt á svolítið öðrum
vettvangi væri. Ég var á sjónum á
sumrin meðan ég var í mennta-
skóla. Eftir stúdentspróf 1931, tví-
tugur að aldri, ákvað ég að fara í
sjóliðsforingjaskóla, það var besta
menntun til sjómennsku sem völ var
á þá.
Friðrik seinna konungur Dana
hafði verið í sjóliðsforingjaskólan-
um rétt á undan mér og einnig
Knútur bróðir
hans. Friðrik var
allgóður náms-
maður en það
sama var ekki
hægt að segja um
bróður hans, þótt
hann væri ágætis
piltur, ég kynntist
þeim báðum allvel.
Friðrik var skemmtilegur og prúð-
asti maður, hann vel kunnugur hér.
Hann kom hingað oft meðan hann
var á herskipunum og kom seinna
hingað í heimsóknir. Hann kærði
sig lengi vel lítið um að verða kon-
ungur en gat hins vegar ekki hlaup-
ið frá þeirri skyldu sinni. Hann
hafði gaman af að tala um ísland
en ekki held ég við að hann hafi
tekið nærri sér að verða ekki kon-
ungur hér. Ég kynntist líka föður
hans Kristjáni X. Hann varð ekki
verulega vinsæll í Danmörku fyrr
en í stríðinu. Þá var hann svo þvers-
um gegn Þjóðvetjum að hann fékk
fólkið í landinu með sér. Hann var
ekki mikill sjómaður og varð alltaf
sjóveikur ef hann fór á sjó. Hann
þótti samviskusamur maður sem
passaði sitt nákvæmlega en fremur
þótti hann stirðlundaður. Ég man
ekki til að það þættu neinar hátíðar-
stundir þegar hann kom í heimsókn
í herskólann þar sem ég var við
nám. Alexandría drottning þótti vel
Pétur Sigurðsson meðan hann
var forsijóri Landhelgisgæsl-
unnar.
gefín kona og var vinsæl af þegnum
sínum. Mér stóð til boða að halda
áfram í danska hernum eftir að ég
lauk prófi frá herskólanum. Þá
vantaði Dani yfirmenn í herinn,
þetta var rétt fýrir stríð, en ég var
búinn að lofa að taka við sjómæling-
um hér við land og hafnaði því til-
boði Dana.
Almenningur fann engan mun
þótt sambandinu væri formlega slit-
ið við Dani. Við héldum áfram að
stunda nám í Danmörku og svo
mætti lengi telja. íslendingum hefur
alltaf þótt vænt um Dani og þykir
enn. Við Islendingar urðum raun-
verulega sjálfstæðir í stríðinu, þá
urðum við að klára okkur sjálfir.
Danir vildu gjarnan að Islendingar
tækju þátt í landhelgisgæslunni en
þeir töldu að það yrði þeim of dýrt.
Það var því ekki fyrir það að Danir
vildu þetta ekki að af því varð ekki
fyrr. Þeir íslendingar sem fyrstir
voru við landhelgisgæslu hér voru
allir menntaðir í Danmörku og
þannig hefur það löngum verið.
Þeir hafa menntað margt af okkar
fólki, kannski fleiri
en menn gera sér
almennt grein fyr-
ir og það gera þeir
enn í dag.
Þann dag sem
Danmörk var her-
tekinn þá urðum
við að passa okkur
sjálflr og urðum í
raun sjálfstæðir. Almenningur fann
þess vegna enga breytingu þótt lýð-
veldi væri stofnað hinnnn 17. júní
1944. Ég var mjög sáttur við að
slíta sambandinu við Dani, það var
tímabært og kom eins og af sjálfu
sér. Við vorum líka alltaf mjög sjálf-
stæðir gagnvart Dönum eftir að við
fengum heimastjórnina.
Landhelgisgæslan kom ekkert
við sögu við lýðveldisstofnunina.
Islendingar tóku landhelgisgæslu í
sínar hendur á stríðsárunum. Það
sem aðallega hvíldi á Gæslunni þá
voru innanlandssamgöngur, að
koma fólki á milli staða. Útlending-
ar voru fáir við veiðar hér svo ekki
þurfti að leggja hart að sér við
gæslu á miðunum. Ég var við sjó-
mælingar fyrst eftir að ég kom til
starfa og tók ekki við sem forstjóri
Landhelgisgæslunnar fyrr árið
1952, þegar landhelgin var stækkuð
í íjórar mílur, þá voru breyttir tíma
og ásókn útlendinga á Islandsmið
orðin mikil.“
Friðrik kærði sig lít-
ið um konungdóm
en gat ekki hlaupið
frá skyldu sinni