Morgunblaðið - 17.06.1994, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.06.1994, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ Aðskilnaðurinn 1944 hefur lengi setið í Dönum Islenska byltingin Framkvæmd aðskilnaðarins kom Dönum almennt á óvart, segir Sigrún Davíðsdóttir, en þeir sem vildu máttu vita hver hugur Islendinga var í þeim efnum. Fyrir nokkru var ég stödd á Tejhuse- museet, vopnasafninu gamla í hjarta Kaupmanna- hafnar, rétt við Kristj- ánsborgarhöll. Þegar ég sýndi verðinum blaðamannaskírteinið brosti hann glaðlega og fór að reyna að bera nafnið mitt fram. Með smá hjálp tókst það og hann hafði á orði að mikið væru íslensk nöfn annars falleg. Ekki fyrsti Daninn, sem nefnir það. „En þið hefðuð nú ekki átt að skilja svona við okkur eins og þið gerðuð," bætti hann svo við með nokkrum þunga. Og hann er heldur ekki fyrsti Daninn, sem ég heyri tala um það. Aðskilnaðurinn hefur lengi setið í Dönum og mun vísast gera, meðan enn eru einhveijir á lífi, sem muna atburðinn 1944. Sárindin voru mikil, meðal annars af því danskir stjórnmálamenn höfðu ekki komið því til skila að íslendingar hygðust ekki framlengja sambandslagasamn- inginn, þegar hann rynni út 1943. Einnig hafði það vafalaust sín áhrif að aðskilnaðurinn var hluti af löngu ferli, þar sem Danir höfðu verið að missa fyrri stöðu sína sem nýlendu- veldi. En til að átta sig á afstöðu Dana er nauðsynlegt að hafa fyrra samband ríkjanna í huga. Með sambandslaga- samninjjnum 1918 öðl- uðust Islendingar lang- þráða viðurkenningu á sjálfstæði sínu af hálfu Dana. í samningnum sagði að hvenær sem væri eftir árslok 1940 gæti hvort sem væri Ríkisþingið danska eða Alþingi krafist endur- skoðunar laganna. Enn- fremur sagði að yrði nýr samningur ekki gerður innan þriggja ára eftir að krafan kæmi fram gæti hvort þingið sem væri fellt sambandslög- in úr gildi. Samkvæmt samningnum voru utanríkismál og landhelgis- gæsla áfram í umsjón Dana. í umræðunum á íslandi um fram- vindu mála fram að 1944 var gjarn- an talað um aðskilnaðinn sem sjálf- stæðismál. Það stenst þó varla, því möguleikinn á fullu sjálfstæði lá þeg- ar í sambandslagasamningnum. Eins og Bjöm Þórðarson forsætisráðherra orðaði það í ræðu 1942 þá lauk sjálf- stæðisbaráttunni með samningnum 1. desember 1918. „Síðan hafa engar hömlur frá þeirri hlið staðið í vegi fyrir því, að sjálfstæði vort gæti eflzt og stjómmálagáfa vor notið sín.“ En það er enginn vafí á að tal um sjálf- stæðisbaráttu var hluti af áróðri fyr- ir aðskilnaði án samráðs við Dani. Thorvald Stauning, forsætisráðherra. KRISTJÁNSBORGARHÖLL - aðsetur danska þjóðþingsins. Skýrar óskir íslendinga - Agreiningur um leiðir Þó framkvæmd aðskilnaðarins kæmi Dönum almennt á óvart, máttu þeir Danir sem vildu hins vegar gjörla vita hver hugur Islendinga var í þeim efnum. Árið 1928 lýsti Alþingi því einróma yfír að sambandslagasamn- ingurinn yrði ekki framlengdur, þeg- ar hann rynni út. Árið 1937 var aft- ur einróma samþykkt þingsályktun um að ríkisstjórninni yrði falið að gera viðeigandi ráðstafanir varðandi meðferð utanríkismála, „er íslend- ingar neyta uppsagnarákvæðis sam- bandslaganna". Fyrir hemám Þjóðverja í Dan- mörku 9. apríl 1940 voru enn ekki hafnar viðræður milli Islands og Danmerkur um hvað skyldi taka við er sambandslagasamningurinn rynni út 1943. Daginn eftir hernámið sam- þykkti Alþingi að fara með það vald sem Danakonungur hafði áður haft og að ísland sinnti nú sjálft þeim tveimur málum sem Danir höfðu áður gert, utanríkismálum og land- helgisgæslu. Enginn vafí var á að íslendingar kusu ekki að framlengja sambands- lagasamninginn, en fram á 1944 var hart deilt um hvemig staðið yrði að aðskilnaðinum. Á endanum náðust sættir milli svokallaðra hraðskilnað- armanna, sem vildu aðskilnað án samráðs við Dani og lögskilnaðar- manna, sem kusu að bíða þess að Danir gætu tekið þátt í viðræðum um aðskiinað landanna. Sjónarmið hraðskilnaðarmanna urðu ofan á. Óljós skilaboð danskra stj ór nmálamanna Þrált fyrir að Islendingar hefðu opinberlega lýst yfír vilja sínum til aðskilnaðar er eins og danskir stjórn- málamenn hafí ekki almennilega vilj- að taka þá trúanlega. Fyrir því lágu einnig pólitískar ástæður heima fyr- ir. En viðbrögð þeirra vekja líka upp spurninguna um hvað íslenskir stjómmálamenn sögðu dönskum starfsbræðrum sínum. Sumarið 1939 kom Thorvald Stauning formaður Jafnaðarflokks- ins danska og forsætisráðherra i heimsókn til íslands. Þegar heim kom fundaði hann með dönsku fulltrúun- um í dansk-íslensku nefndinni, sem var viðræðuvettvangur Dana og Is- lendinga eftir 1918. Hann fræddi þá á því að eftir viðtal við Hermann Jónasson forsætisráðherra skildist sér að Hermann og flokksbræður hans í Framsóknarflokknum álitu að „líklega yrði nauðsynlegt að segja sambandslögunum upp til að endur- skoða þau, en ekki væri álitið að það myndi í raun leiða til mikilla breyt- inga“. Stauning fór ekki nánar út í þetta og frásögn hans gefur því mið- ur ekki skýra mynd af því hvað fór á milli hans og íslenskra stjómmála- manna. í blaðaviðtölum við Stauning eftir Islandsferðina sagði hann að Islend- ingar hygðust ekki slíta konungs- sambandinu. Miðað við fyrri alþingis- ályktanir virðist svo sem Stauning hafí misskilið íslenska viðmælendur sína. Það þarf þó ekki að vera, því á ámnum fram að heimsstyijöldinni var hugmyndin um hvemig sam- bandinu yrði háttað eftir að samning- urinn rynni út, alls ekki mótuð í hugum íslendinga. Aðeins var ljóst að samningurinn yrði ekki fram- lengdur. í sjálfu sér hefðu íslending- ar getað tekið að sér utanríkismálin og landhelgisgæsluna sjálfír, en hald- ið til dæmis konungssambandinu. Ef Kristján X. konungur hefði sinnt íslandi betur og sýnt áhuga á landi og þjóð hefði það hugsanlega fengið íslendinga til að hugleiða þann möguleika. Þar á móti kemur að það er engin innlend hefð fyrir konung- dæmi, svo lýðveldi var nærtækara. íslenska „byltingin" Þegar eftir 1940 var þeim Dönum, sem fylgdust með framvindu mála á íslandi, ljóst að það stefndi í fullan aðskilnað landanna. Haustið 1942 Lýðveldi og þróun tungunnar Við höfum gild rök til að efast um að íslensk tunga í öllum sínum blóma dugi okkur 20. aldar mönnumjafn-vel og miðaldamálið Sturlungum, segir Baldur Jónsson. íslensk tunga er og verður hin dýrsta þjóðlega eign vor. (Kristján Eldjám) Stofnun lýðveldis á íslandi markar ekki sjálfkrafa tímamót í íslenskri mál- sögu. Slíkur viðburður veld- ur hvorki brestum né vaxtarverkjum í burðarvirki þjóðtungunnar. Ein- stakir atburðir í lífi þjóða geta eigi að síður sett mark sitt á mál þeirra, og eru mörg dæmi þess, en þeirra sér þá helst stað í orðaforða og máltísku. Til dæmis hefír hernám íslands 1940 án efa haft skjótari bein áhrif á málfar íslendinga en lýðveldisstofnunin fjórum árum síð- ar. Hins vegar vill svo til að þau 50 ár sem lýðveldið hefir staðið eru mesta breylingaskeið í sögu þjóðar- innar og mannkynsins alls. Umrót þess hefir hlotið að segja til sín í meðferð íslensks máls. Aldrei hefír málið verið jafnmikið notað og aldrei á jafn-fjölbreytilegan hátt. Um djúp- stæðar breytingar er þó ekki að ræða, svo að séð verði. íslensk tunga er sömu gerðar og hún hefír alltaf verið — en hún hefír vaxið. Þetta má skýra með samlíkingu. Ef við líkjum tungunni við þjóðlag, má segja að nótur lagsins séu í sama gildi og áður, en lagið sé að vísu misjafnlega sungið eins og fyrri dag- inn og mörg ný erindi hafí bæst við. Augljósustu breytingar koma fram í vexti orðaforðans. Fyrir 50 árum var hvorki talað um plast né mjólkurfernur, nær aldrei um sjón- varp, því síður um þyrlur eða hljóðfráar þotur, geimferðir eða gervitungl og alls ekki um tölvureða örbylgjuofna. Breyttir tímar hafa líka boðið heim nýjum orðtökum, sem áttu sér ekki forsendur 1944: fá grænt Ijós á e-ð, fá gula (rauða) spjaldið o.s.frv. Aðrar breytingar tengjast um- gengnisháttum. Þér- anir lögðust af í töluðu máli um og upp úr 1970 og tíðkast nú varla nema í hátíðleg- um stíl og eitthvað í embættis- og við- skiptabréfum. Hins vegar er þú orðið að óákveðnu fomafni munni margra (vegna enskra áhrifa) og „merkir“ stundum sama og ég. Margar breytingar á málhegðun má rekja til kynna af öðrum málum. Mest var áður snertingin við dönsku, og gamlar dönskuslettur lifa enn furðugóðu lífí þótt engin þörf sé fyrir þær. Á síðustu áratugum hefír vaxandi áhrifa gætt frá sænsku. Miklu grimmari eru þó ensku áhrifín nú orðið. Þau ná til allra þátta málsins, orðaforða, beygingar, orðalags og framburðar, og þau virð- ast teygja sig eins og logatungur upp allan aldursstigann. Eflaust em unglingar berskjaldaðri fyrir þeim en öldungamir, en margt rígfullorð- ið fólk, og sjálft uppalendur, hikar ekki við að elta unglingatískuna ef því sýnist svo, hvort sem hún er heimafengin eða inn- flutt. Þeim virðist fjölga jafnt og þétt sem geta varla lokið sam- tali nema hnýta aftan í: „OK, bye“! Margt af þessum erlenda varningi villir ekki á sér heimildir. Hvert bam veit að hann er útlendur og notar hann samt. Ann- að er lævíslegra. Sum- ar breytingar gerast „innan frá“ þannig að fáir verða þeirra varir. Svo er t.d. um breytta notkun viðtengingar- háttar, breytta notkun hjálpar- sagna og fleira í þeim dúr, sem hér er ekki rúm til að rekja, og er reyndar ferli sem hefir ekki náð til allra málnotenda. Tilbrigði í málnotkun em í sjálfu sér bæði óhjákvæmileg og æskileg. Málglöp verða alltaf einhver, en koma ekki að sök ef þau verða ekki að venju. Af þessu þyrfti ekki að hafa áhyggjur ef ekki væri víxlverk- un milli málnotkunar og málkerfis. Þetta verkfæri, sem málið er, lagar sig nefnilega eftir notkuninni líkt og skór sem jagast til eftir fætin- um. Baldur Jónsson Vöxtur orðaforðans á lýðveldis- tímanum lýtur sömu lögmálum og áður. Margt er eins og sjálfsprottinn gróður, en óhætt er að segja að meira sé hirt um hann af ásetningi en áður var. Til dæmis er það ekki tilviljun að eitt af hinum nýju orðum þessa tímaskeiðs er málrækt. Það er, eins og fjölmörg önnur orð, þýð- ing á erlendu orði (d. sprogrogt, n. sprákrokt), og segir aldur þess sína sögu. Skipulegar aðgerðir til að rækta málið, einkum í því skyni að mæta þörfum sérfræðinga í ýmsum greinum, voru að vísu hafnar fyrir daga lýðveldisins, en mest hefir að þeim kveðið eftir miðja öldina. Af opinberri hálfu var sérstakri stofn- un, íslenskri málnefnd, komið á fót 1964 til að sinna þessu verkefni. Þörfín fyrir skipuleg vinnubrögð hefir verið brýnust á málsviði raun- vísinda og tækni, og er fjöldi orða- nefnda á þeim vettvangi ólyginn vottur um það. Margar hafa unnið stórmerkilegt ræktunarstarf. í þýðingum erlendra rita, bæði fagurbókmennta, lærdómsrita og nytjatexta, hafa einnig mörg afrek verið unnin á þessum 50 árum svo að ekkert jafnlangt tímabil stenst þar samjöfnuð. Margt hefir einnig verið að ger- ast í hugvísindum. Þar er ekki minnst um vert hve mikil gróska hefir verið í störfum íslenskra heimspekinga á seinni helmingi lýðveldistimans og hvernig þeir hafa lagt sig fram um að skila hugsunum sínum á íslensku og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.