Morgunblaðið - 17.06.1994, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 17.06.1994, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 1994 31 íslands er aðeins formlegs eðlis og í reynd er löggjafarvaldið aðeins í höndum Alþingis.“ Og ennfremur: „Vald forseta Islands er oftast nær harla lítið þó svo að í orði kveðnu sé honum fengið mikið vald sam- kvæmt stjórnarskránni. Forsetinn getur lítt beitt valdi sínu til já- kvæðra athafna og ákvarðana, nema með atbeina ráðherra. Öðru máli gegnir um synjanir forseta á stjóm- arathöfnum eða lögum þar sem for- seta er formlega heimilt að neita að samþykkja þau og þarf ekki til þess atbeina ráðherra, segir Ólafur Jó- hannesson. Hann segir ennfremur að forseti verði ekki þvingaður til þessara athafna. „Hinsvegar gætu slíkar synjanir hans leitt til árekstra við ráðherra og orðið til þess að ráðherra segði af sér. Gæti þá svo farið, að forseti yrði í vandræðum með myndun ríkisstjórnar, ef meiri- hluti þings stæði með ráðherra, sem gera mætti ráð fyrir.“ í stjórnarskránni frá 1874 sagði að samþykki konungs þyrfti til að nokkur ályktun Alþingis gæti fengið lagagildi. Konungur hafði óskorað neitunarvald og beitti því í 91 skipti á tímabilinu 1874-1904 og síðast 1914. Um þetta segir í ritgerð Harald- ar: „í frumvarpi mþn. var kveðið á um það í 26. gr., að ef Alþingi hefði samþykkt lagafrumvarp skyldi það lagt fyrir forseta lýðveldisins til stað- festingar og veitti staðfestingin því lagagildi. Nú synjaði forseti lagafrumvarpi staðfestingar og fengi það þá engu að síður lagagildi, en leggja skyldi það þó svo fljótt sem kostur væri undir atkvæði allra kosningabærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæða- greiðslu. Lögin skyldu falla úr gildi ef samþykkis væri synjað, en ella héldu þau gildi sínu.“ Milliþinganefnd þótti ekki fært að veita forseta íslands algert synj- unarvald eins og konungur hafði haft. Forseti tekur ákvörðun um synjun án atbeina ráðherra, „en ef mál er mikilvægt gæti daglega af synjuninni leitt slíkt ósamkomulag milli forseta og ráðherra, að til ráð- herraskipta eða annarra aðgerða Alþingis kæmi.“ Á þetta ákvæði úr 26. grein stjórnarskrárinnar hefur aldrei reynt. Síðar í þessum kafla ritgerðarinn- ar segir svo: „Það er ótvírætt, að forseti Islands hefur úrslitaorð um það hverjum hann felur umboð til stjórnarmyndunar og hvern frest hann veitir til þeirra. Ólafur Jóhann- esson telur að forseti hafi óefað „allmikið svigrúm í sambandi við starfsaðferðir sínar við stjórnar- myndanir". Þegar um er að ræða stjórnarmyndun, verður forseti hins vegar að kynna sér vilja Alþingis. Er honum nokkuð í sjálfsvald sett með hveijum hætti hann gerir það.“ í ritgerð Haraldar Johannessen er einnig vikið að hlutverki forseta við útgáfu bráðabirgðalaga, niður- fellingu saksóknar, náðun, almenna uppgjöf saka og undanþágur frá lög- um. Einnig um ýmiskonar forseta- bréf og veitingu fálkaorðunnar. í kafla um stöðu forseta Islands er enn vitnað í Ólaf Jóhannesson, sem álítur forsetann fyrst og fremst þjóð- höfðingja, „en jafnframt sýnist rétt að telja hann embættismann, enda þótt mikilla afbrigða gæti um emb- ættisstöðu hans“. Ólafur kemst einn- ig að þeirri niðurstöðu, að forseti geti sagt af sér forsetaembætti áður en reglulegum kjörtíma hans sé lok- ið þótt það sé ekki orðað í stjórnar- skránni. Hann telur þetta vera sjálf- sagða og eðlilega reglu því að ekki eigi að vera hægt að neyða neinn til að vera forseti. Við sjáum stundum í fréttum, að ambassadorar eða aðrir fulltrúar erlendra ríkja ganga á fund forseta íslands og afhenda embættisbréf sín. Það er aðeins eitt af skyldustörf- um forsetans að taka á móti sendi- mönnum erlendra ríkja, svo og gest- um sem koma af allskonar tilefnum. Hin daglegu skyldustörf eru afar margháttuð, en þau verða ekki rakin hér. Greininni er öllu fremur ætlað að varpa ljósi á þann ramma sem löggjafinn og hefðin hafa skapað utanum embætti forseta íslands. Fimmtíu ára gretiilundur í Fossvogi. kógrœktarfélag Reykjavíkur árnar félagsmönnum sínum og öllum landsmönnum heilla á fimmtíu ára afmœli íslenska lýðveldisins. Við leggjum vonglöð upp í nýjan áfanga á vegi rœktunar og landbóta ogfögnum sérhverjum liðsmanni í þeirriför. Skógrœktarfélagið -félagfyrir þig Forsetar lýðveldisins 1944- 1994 Sveinn Björnsson 1944-1952 Fæddur í Kaupmannahöfn 27. febrúar 1881, dáinn 25. jan- úar 1952. Stúdent í Reykjavík 1900, lögfræðipróf frá Kaup- mannahafnarháskóla 1907. Yfir- réttarmálflutningsmaður og rak málflutningsstofu í Reykjavík 1907-20. Alþingismaður 1914-16 og 1919-20. Sendiherra íslands í Danmörku 1920-24 og 1926-41. Hæstaréttarlögmaður í Reykjavík 1924-26. Ráðunautur ríkisstjórn- arinnar í utanríkismálum 1940-41. Ríkisstjóri íslands 1941-44. Kjörinn fyrsti forseti íslands 17. júní 1944. Sjálfkjörinn 1945 og 1949. Ásgeir Ásgeirsson 1952-1968 Fæddur 13. maí 1894 að Kóra- nesi, Mýrasýslu, dáinn 15. september 1972. StúdentMR 1912, cand. theol. frá Háskóla íslands 1915, framhaldsnám við háskólana í Kaupmannahöfn og Uppsala 1916-17. Biskupsritari 1915—16, bankaritari í Lands- banka íslands 1917-18, kennari í Kennaraskólanum 1918-27. Fræðslumálastjóri 1926—31 og 1934-38. Bankastjóri Útvegs- banka íslands 1938-52. Alþingis- maður 1923-51, forseti samein- aðs þings 1930-31, fjármálaráð- herra 1931-34, forsætisráðherra 1932-34. Kjörinn forseti íslands 1952, sjálfkjörinn 1956,1960 og 1964. Kristján Eldjárn 1968-1980 Fæddur 6. desember 1916 að Tjörn í Svarfaðardai, dáinn 14. september 1982. Stúdent MA 1936, nam fomleifafræði í Kaup- mannahafnarháskóla 1936- 1939, stundakennari við MA 1939-1941, mag. art. í íslenskum fræðum frá Háskóla Islands 1944. Aðstoðarmaður við Þjóð- minjasafn íslands 1945-47, skip- aður þjóðminjavörður 1947. Dr. phil. frá HÍ 1957. Kristján Eld- jám skrifaði fjölda greina og bóka, aðallega um fornleifafræði og menningarsögu íslands. Kjör- inn forseti Islands 1968, sjálfkjör- inn 1972 og 1976 engafekki kost á sér 1980. Vigdís Finnbogadóttir Frá 1980 Fædd 15. apríl 1930 í Reykja- vík. Stúdent MR 1949, nam frönsku og franskar bókmenntir við háskólann í Grenoble og Sor- bonne í París 1949-53. Nám í leiklistarsögu við Kaupmanna- hafnarháskóla 1957-58, BA-próf í frönsku og ensku og próf í upp- eldis- og kennslufræðum við Há- skóla íslands 1968. Leiðsögumað- ur og umsjónarmaður námskeiða fyrir leiðsögumenn hjá Ferða- skrifstofu Islands. Blaðafulltrúi Þjóðleikhússins og ritstjóri leik- skrár 1954-57 og 1961-64. Leik- hússtjóri hjá Leikfélagi Reykja- víkur 1972-80. Kjörin forseti ís- lands 1980, sjálfkjörin 1984 og 1992, endurkjörin 1988.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.