Morgunblaðið - 17.06.1994, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
UTANÞINGS-
STJÓRN OG ÁTÖK
aðalhlutverk ráðuneytis hans að
leiða málið til lykta án tafar. Segist
hann hafa tekið því dræmt, en þó
ekki viljað blanda sér í athafnir
ráðuneytisins. En sér hefði fundizt,
að þegar í stað ætti að láta konung
og dönsku stjórnina vita um áform
íslenzku ríkisstjórnarinnar. Annað
væri ókurteisi. „Ólafur Thors féllst
strax á þetta með þeim ummælum,
að þetta hefði hann sjátfur átt að
láta sér detta í hug.“ Kvaðst Ólafur
vilja ræða málið við milliþinganefnd
í stjórnarskrármálinu og hafi sá
fundur verið haldinn í skrifstofu
ríkisstjóra. Þar var fallizt á hug-
mynd Sveins. „En svona er svo
vandasamt að orða, að ég má til
að biðja þig að gera uppkast að
því,“ sagði Ólafur Thors. Tók ég
þetta að mér, eftir að hafa rætt
nokkuð við Ólaf Thors um atriði,
sem hann lagði sérstaka áherzlu á
að fram kæmi, þ.ám. að stjórnin
mundi alls ekki víkja frá því áformi
sínu að afgreiða málið til fullnaðar
á þessu ári [1942], sem ég latti
heldur að yrði einskorðað um of.
Var samkomulag um að Ólafur
Thors mætti sýna Bjarna Bene-
diktssyni uppkast mitt, og ég ræddi
síðar við hann, ef hann vildi gera
einhverjar tillögur til breytingar.“
Síðan voru bréf send til sendifull-
trúa íslands í Stokkhólmi og Kaup-
mannahöfn 30.
júní 1942, þeirra
Vilhjálms Finsens
(„algert trúnað-
armál“) og Jóns
Krabbe, þar sem
þessu var komið á
framfæri. Vilhjálmur var beðinn að
fara sjálfur til Hafnar með bréf rík-
isstjórnarinnar og fá það í hendur
Jóni Krabbe persónulega. Ekki sé
tilgangurinn sá, að fá „undir öllum
kringumstæðum beint svar. Og
heldur mun kosið ekkert svar en
mótmæli í einhverju formi."
Þegar Vilhjálmur Finsen tali við
Jón Krabbe megi taka þetta fram
„til frekari skýringar“: „Það er
ákveðinn ásetnmgur, að stofnað
verði lýðveldi á íslandi á þessu ári.
Þótt mótmæli komi frá konungi og
dönsku stjórninni, mundi það engu
breyta í því efni. Að þetta er ekki
tekið fram í bréfinu til Krabbe er
af þeirri ástæðu, að það þykir ekki
eiga við, ef Krabbe teldi það rétta
leið að leggja bréfið, eins og það
er orðað, fyrir konung.“ í bréfi til
Jóns Krabbe er m.a. skýrð ályktun
Alþingis frá því í maí 1942, þegar
kosin var 5 manna milliþinganefnd
ti! að gera tillögur um breytingar
á stjórnskipunarlögum ríkisins „í
samræmi við yfirlýstan vilja Alþing-
is um, að lýðveldi verði stofnað á
íslandi...“ og skuli nefndin skila
áliti nógu snemma til þess að málið
fái afgreiðslu á næsta þingi eftir
kosningar, sem fram fari 5. júlí þá
um sumarið. Þess er jafnframt get-
ið, að tilkynning þessi sé eingöngu
ætluð konungi og löglegu ráðuneyti
Dana. íslenzka ríkisstjórnin vill
ekki, að Þjóðvetjum verði kunnugt
um þessi áform, enda hafi ekki
verið gengið „formlega og til fulln-
ustu“ frá málinu, ástandið í Dan-
mörku sé „óvenjulegt" og sérstak-
lega tekið fram, að kóngur hafi
ekki getað farið með konungsvald
á íslandi í rúm tvö ár, en það sé
ekki hans sök. Kristján X hafi rækt
starf sitt „með umhyggju um vel-
ferð íslenzku þjóðarinnar" og ekki
sé ástæða til að gagnrýna „meðferð
Dana á utanríkismálum vorum,
meðan þeir fóru með þau“. Talið
sé, að stofnun lýðveldisins sé í
„samræmi við almennan vilja ís-
lenzku þjóðarinn-
ar“, enda muni „á
ótvíræðan hátt
verða leitað eftir
þjóðarviljanum,
áður en málið
verður ráðið til
lykta til fullnustu". Þessi breyting
á stjómskipulagi íslands, sem fyrir-
huguð sé 1942, eigi eingöngu rót
sína að rekja „til innri þarfar um
skipun, sem bezt megi tryggja vel-
ferð íslenzku þjóðarinnar" - og þá
í samræmi við „ytri viðhorf" eftir
9. apríl 1940.
Viðhorfin breytast, þegar Harry
Hopkins kemur til íslands í júlí
1942. Þegar orðsendingar fara milli
íslenzkra og bandarískra stjórn-
valda eftir komu hans, er enn óvíst,
hvort tilkynning ríkisstjórnar Ólafs
Thors hefur komizt í hendur kon-
ungi og forsætisráðherra Dana fyr-
ir atbeina Jóns Krabbe, en það er
ekki lengur neitt höfuðatriði. Það
kemur aftur á móti fram síðar um
haustið, að Danir óska þess helzt,
að sambandsmálið verði afgreitt
með þeim hætti, sem „þeir álíta
góða venju hér að norrænum sið“,
eins og Jón Krabbe segir- í bréfí til
Ólafs Thors í tok september; þ.e.
að undangengnum samningavið-
ræðum. En ef viðræður hefðu átt
að fara fram fyrir lýðveldisstofnun,
hefði hún dregizt úr hömlu og
a.m.k. fram yfir stríðslok 1945. Við
það átti danska stjórnin með orða-
laginu „góð venja“.
Tilkynning Ólafs Thors til Jóns
Krabbe frá 30. júní 1942 er birt
sem 4. fylgiskjal í bók hins síðar-
nefnda „Frá Hafnarstjórn til lýð-
veldis", sem út kom 1959. í fyrir-
sögn bréfsins var ekki talað um til-
kynningu, heldur „fyrirmæli" Ólafs
Thors, forsætisráðherra, um undir-
búning að sambandsslitum og
stofnun lýðveldis 1942, eins og
komizt er að orði. Jón Krabbe segir
í bók sinni, að Vilhjálmur Finsen
hafi sjálfur fært honum bréf Ólafs,
eins og fyrirhugað var, en þó ekki
fyrr en tæpum tveimur mánuðum
eftir að það var sent, eða 23. ág-
úst. Jón Krabbe segir ennfremur,
að það hafi ekki verið létt verk að
skýra konungi frá því, að nú ætti
að afnema konungdæmið. En Krist-
ján X hafi hlýtt „með mikilli at-
hygli, en af djúpri alvöru á grein-
argerð mína... Hann lét enga
beiskju í ljós, en var bjartsýnn um
úrslit væntanlegrar þjóðaratkvæða-
greiðslu, því hann kvaðst eiga
marga vini á íslandi.“
Þegar Jón Krabbe fékk nýja orð-
sendingu 8. sept. sama ár vegna
íhlutunar Bandaríkjamanna, þar
sem sagði, að Alþingi samþykkti
aðra málsmeðferð en skýrt var frá
í bréfinu frá 30. júní og væri „end-
anlegri ákvörðun þar með frestað“,
þótti honum auðveldara en áður að
tala við konung og forsætisráð-
herra: „Konungur var mjög ánægð-
ur...“ segir hann. Kristján X held-
ur í þá von, að konungssambandinu
verði ekki slitið, þótt hann hafi sam-
þykkt skipun sérstaks ríkisstjóra
árið áður.
Jón Krabbe segir, að ríkisstjórn
Ólafs Thors hafi haft mikilvæg rök
fyrir stefnu sinni, því að hættan
„við að slá málinu lengi á frest
[hlaut] að halda áfram að vera ofar-
lega á baugi, einkum ef um var að
ræða frest fram yfir þær „samn-
ingaumleitanir“ sem gert var ráð
fyrir í sambandslögunum sem
undanfara lögmæts einhliða afnáms
þeirra". Hann segir enn fremur, að
það hafí verið raunsæ ályktun hjá
Ólafi Thors og flokksmönnum hans,
„að ekki mætti eiga það á hættu
við friðarsamningana ... að ísland
yrði verzlunarvara milli stórvelda
sem þar ættu hagsmuna að gæta,
eða eins og hann komst svo hnytti-
lega að orði: ísland má ekki verða
„rekald" á friðarráðstefnu". Nazist-
ar hefðu í áróðri sínum talað um
„die dánische Insel Island"
(„dönsku eyjuna ísland").
Og Jón Krabbe kveður upp þenn-
an dóm eftir langa reynslu stjórnar-
fulltrúa á erfiðum tímum:
„íslendingar urðu stöðugt að
vega í hendi sér, hvort meiriháttar
tillit til óska og tilfinninga Dana
væri tiltækilegt vegna áhættunnar
við, að aðstaða íslands kynni að
verða erfiðari, eins og heimsmálun-
um var háttað. Við þetta mat hnigu
sterk rök að málstað Óiafs Thors
og flokksmanna hans. Á árunum
1941-43 var ekki unnt að rökræða
opinberlega hveijar líkurnar væru
um úrslit ófriðarins eða hvaða með-
ferð ísland gæti átt á hættu, ef
annar hvor aðili yrði ofan á eða
samið yrði um málamiðlunarfrið.
Ef sambandslög, þar sem ákveðið
var, að Danmörk færi með utanrík-
ismál íslands og að ísland væri í
konungssambandi við Danmörku,
væru þá ekki úr gildi fallin gagn-
vart íslandi, gat af því stafað aug-
sýnileg áhætta fyrir ísland, sem
enga vissu hafði fyrir því, hvort
samningsaðilinn í Danmörku á sín-
um tíma yrði frjáls lýðræðisstjórn
eða stjórn erlendra valdhafa eða
handbenda
þeirra."
í tilkynningu
til íslenzka sendi-
fulltrúans í
Stokkhólmi 5.
maí 1943 er skýrt
frá því, að stjórnarskrárnefnd hafi
skilað áliti og frumvarpi til stjórn-
skipunarlaga um stjórnarskrá ís-
lands, „er ekki þarf nema eins þings
samþykkt til gildistöku [í] samræmi
[við] stjórnarskrárbreytingu, er
hlaut lokaafgreiðslu Alþingis 15/12
1942. Leggur nefndin til [að] stórn-
arskipunarlögin öðlist gildi 17. júní
1944, enda hafi meiri hluti allra
kosningabærra manna í landinu
samþykkt þau leynilegri atkvæða-
greiðslu ..."
Málstað Sveins Bjömssonar og
lögskilnaðarmanna barst óvæntur
liðsauki, þegar ríkisstjórn Banda-
ríkjanna óskaði eftir frestun á sam-
bandsslitum vegna hernáms Dan-
merkur og Harry Hopkins bar ríkis-
stjóra og forsætisráðherra þau tíð-
indi. En þrátt fyrir vonbrigði sín
þykir Ólafi Thors mikið koma til
þeirrar yfirlýsingar Bandaríkja-
stjórnar, að sambandsslit og lýð-
veldisstofnun sé einkamál Islend-
inga við eðlilegar aðstæður („á
venjulegum tíma“), nánar tiltekið
1944. Hann hefur átt erfitt með
að skilja varfærni Sveins Björnsson-
ar og hik lögskilnaðarmanna, en
þrátt fyrir vonbrigðin vegna óska
bandarískra stjómvalda, telur hann,
að yfírlýsing þeirra sé nýr, mikil-
vægur áfangi í sjálfstæðismálinu,
svo flókið „álitamál" sem það þótti
um þessar mundir. En hann tilkynn-
ir Bandaríkjamönnum, að stjórn sín
muni ganga frá málinu, eins og
fyrirhugað var - nema lýðveldis-
stofnunin fari ekki fram þetta sama
ár. Það reyndist heilladijúg ákvörð-
un, eins og á stóð.
Ólafi Thors og samheijum hans
var um megn að skilja þjóðfundar-
hugmynd Sveins Björnssonar, og
lögskilnaðarmaðurinn Björn Þórð-
arson, forsætisráðherra, taldi úr,
að hún kæmi fram, þegar Sveinn
sýndi honum hana 4. jan. 1944.
Hún þótti með öllu óskiljanleg og
var til þess eins fallin að drepa
málinu á dreif og gekk þvert á sam-
þykktir og vilja Alþingis, jafnvel
sambandslögin sjálf. Það er því
ekki að furða, þótt hugmynd ríkis-
stjóra, sem var jafn óskiljanleg og
hún kom flatt upp á þá, sem höfðu
beðið í ofvæni eftir þessu langþráða
takmarki, lýðveldisstofnun, vekti
enn tortryggni
sj álfstæðismanna
með Ólaf Thors í
broddi fylkingar.
Greinargerð
Sveins Björnsson-
ar fyrir þjóðfund-
arhugmyndinni er jafnfjarri lagi og
órökstudd og hugmyndin sjálf var
ónauðsynleg. Þar tala tilfinningarn-
ar, en hvorki blákaldar sögulegar
staðreyndir, né rödd þjóðarinnar
sjálfrar.
Hugmyndin var því andvana
fædd, þegar ríkisstjóri setti hana
fram í bréfí til Gísla Sveinssonar,
forseta sameinaðs þings, 21. jan.
1944.
En það er af samskiptum Ólafs
Thors og Jóns Krabbe að segja, að
hinn síðarnefndi gaf Ólafi þessa
einkunn, þegar hann lýsir í bók sinni
SJÁBLS26
Sveinn væri skuld-
bundinn konungi
Óttast hefnd
Þjóðveija
Forsætisráðherrar 1944-1994
Bjöm Þórðarson ÓlafurThors Stefán Jóh. Stefánsson Steingrimur Steinþórsson Hermann Jónasson Emil Jónsson Bjarni Benediktsson Jóhann Hafstein
1945 1950 1955 1960 1965 1970 1975 1980 1985 1990