Morgunblaðið - 17.06.1994, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 1994 45
1944 — Lýðveldisárið
Ár eindrægni
og sundurlyndis
Það eimir jafnvel enn eftir af þeim loga, sem
ræða Bjama Benediktssonar á Þingvöllum
1943 kveikti í sálum menntaskólastráka
norður í landi, segir Gísli Jónsson.
STJÓRNARSKRÁRNEFNDIR Alþingis, f.v.:Gunnar Thoroddsen,
Stefán Jóh. Stefánsson, Bjarni Benediktsson, Hermann Jónasson,
Magnús Jónsson, Eysteinn Jónsson, Einar Olgeirsson, Gísli Sveins-
son, Bernhard Stefánsson, Brynjólfur Bjarnason, Sveinbjörn
Högnason og Ólafur Thors.
Aðferðin til þess, að upp
lokið verði, er að knýja.
Stígum þess vegna á
stokk og strengjum þess heit, að
við skulum gera allt, sem í okkar
vaidi stendur, til þess, að þá er sól-
in rennur upp hinn 18. júní 1944,
skuli ísland vera lýðveldi. Ekki kon-
unglegt lýðveldi, heldur aðeins eigið
lýðveldi íslenzku þjóðarinnar.
Svo lauk Bjarni Benediktsson
borgarstjóri ræðu aldarinnar á
landsfundi Sjálfstæðisflokksins á
Þingvöllum 18. júní 1943. Texti
hennar barst prentaður fyrir sjónir
óráðinna menntaskólastráka norður
í landi, og kveiking frá henni hitti
í sálum þeirra tundur og glæddist
í loga. Það eimir jafnvel enn eftir
af þeim loga.
Um allt land fækkaði smám sam-
an úrtöluröddum, og hér varð um
hríð slík þjóðareining sem hvorki
fyrr né síðar.
Heimsstyijöldin hafði, sem nærri
getur, ekki lítil áhrif á framgang
mála hér á landi. Segja má að bæði
flýtti hún fyrir og tefði stofnun lýð-
veldisins. Danir höfðu af rás atburð-
anna reynst ófærir um að uppfylla
ákvæði sambandslagasamningsins
frá 1918. íslendingar höfðu fengið
ríkisstjóra 1941, og Bretar sendu
hingað sendiherra, en það var beint
brot á sambandslagasamningnum
og um leið viðurkenning á sjálf-
stæði íslands. Fullveldi þess höfðu
þeir áður fótum troðið með hernámi.
Hernám Breta stóð stutt, og her-
verndarsamningur var gerður við
Bandaríkjamenn. Hinir síðar nefndu
töfðu lýðveldisstofnun og vildu með
engu móti láta kenna sér um ögrun
við Dani, en eftir árslok 1943 töldu
þeir ekki stætt á töfum, vegna þess
hvernig sambandslögin voru orðuð.
Sjálfir höfðu íslendingar lengi
verið sundurþykkir um ieiðir og tíma
til lýðveldisstofnunar. Harðastir
skilnaðarmenn
voru í Sjálf-
stæðisflokknum
og Sósíalista-
fiokknum, en
tregastir margir
Alþýðuflokks-
menn sem vildu í
lengstu lög sýna
Dönum þá vinsemd að skilja ekki
við þá undir oki Þjóðverja. Fleiri
voru á því máli, en Alþýðublaðið var
lengi skrifað gegn svokölluðum
„hraðskilnaði". Utanþingsstjóm,
skipuð af ríkisstjóra, sat að völdum,
og í upphafi árs 1944 hafði enn
ekki náðst samkomulag allra flokka
á alþingi í skilnaðarmálinu. Að því
dró brátt, eftir að einn helsti leið-
togi Alþýðuflokksins, Haraldur Guð-
mundsson, tók af skarið í þingræðu
18. janúar. Hann sagði meðal ann-
ars: „Að við séum að framkvæma
einhvern „hraðskilnað“ fæ ég ekki
skilið.
Fæ ekki séð annað en tillögurnar
nú um sambandsslit og lýðveldis-
stofnun eigi síðar en 17. júní næst-
komandi séu beint og rökrétt áfram-
hald af aðgerðum alþingis fram til
þessa og sé enga ástæðu til að hvika
frá því.
Það er ein hætta í þessu máli:
Sundrung landsmanna í tvær fylk-
ingar.“
Þessari sundrungu var afstýrt.
Sambandsslit skyldu verða og þjóð-
aratkvæði samkvæmt sambandslög-
unum. Um sinn var dagsetning ekki
fastbundin. Enn þurfti að leita lags
um stofnun lýðveldis og forseta-
kosningu 17. júní.
Undir lok febrúar náðist allsheij-
arsamkomulag á alþingi um sam-
bandsslit og nýja stjórnarskrá.
Hvort tveggja skyldi borið undir
þjóðaratkvæði er hæfist 20. maí.
Eftir úrslit þess kæmi alþingi aftur
saman til að ákveða málalok. Á eft-
ir einingu þings kom eining þjóðar.
Ekki liggur skuturinn eftir, ef allvel
er róið í fyrirrúmi.
II.
Mikið hafði hagur þjóðarinnar
vænkast frá 1918. Nú talaði enginn
um gröf fjárhagslegs sjálfstæðis. í
stað þess að safna skuldum höfðu
íslendingar safnað sjóðum. Eins
dauði er annars brauð. Mennta-
skólastrákamir, sem lásu ræðuna
miklu, hefðu aldrei ratað á mennta-
veginn, nema vegna þess að milljón-
ir jafnaldra þeirra létu lífið.
Nú voru engin eldsumbrot og
engar farsóttir. Fólk var líka stórum
betur við búið, þótt eitthvað hefði á
bjátað.
Framan af ári var veður hryss-
ingslegt og umhleypingasamt, en
það lagaðist, og varð nýting heyja
með afbrigðum góð. Þorskur veidd-
ist vel og síld ágætlega.
III.
Þegar leið á apríl, mátti með sanni
segja að einhugur væri orðinn með
Islendingum um sambandsslit.
Landsnefnd starfaði að skipulags-
málum og áróðri, svo og héraðs-
nefndir, og brátt hófst keppni í kjör-
sókn. Kristján X.
sendir hingað
skeyti 4. maí
(frumrit dags. 2.
maí) og segist
vona að ákvarð-
anir um stofnun
lýðveldis verði
ekki látnar koma
til framkvæmda, meðan bæði Dan-
mörk og ísland séu á valdi erlendra
heija. Ríkisstjórnin og leiðtogar
stjórnmálaflokkanna segja að skeyti
konungs breyti engu. Ef nokkurrar
brýningar var þörf, stappaði skeytið
stálinu í allan almenning, enda varð
kjörsókn með fádæmum.
„Heimsmet í kjörsókn í lýðfrjálsu
landi“ stóð yfir þvera forsiðu Morg-
unblaðsins 23. maí. í meiri hluta
kjördæma varð kjörsókn yfir 99%
og í Vestur-Skaftafellssýslu og á
Seyðisfirði varð hún 100%.
Með sambandsslitum voru
97,35% og með hinni nýju lýðveldis-
stjórnarskrá voru 95,04%.
Alþingi kom saman 11. júní, og
laust eftir hádegi 16. júní var sam-
þykkt samhljóða að lýsa því yfír að
„niður sé fallinn dansic-íslenski sam-
bandslagasamningurinn frá 1918“
og að ný lýðveldisstjórnarskrá skuli
öðlast gildi „laugardaginn 17. júní,
þegar forseti sameinaðs alþingis
lýsir því yfír á fundi í alþingi".
Og þá var að skunda á Þingvöll
við betri tíð og blóm í haga. Yfir-
stjórn væntanlegra hátíðahalda var
falin fímm valinkunnum mönnum,
en þeir voru: Próf. Alexander Jó-
hannesson, Ásgeir Ásgeirsson, síðar
forseti, Einar Olgeirsson, alþingis-
maður, Guðlaugur Rósinkranz, síðar
þjóðleikhússtjóri, og Jóhann Haf-
stein, síðar for-
sætisráðherra.
Athygli vakti og
gagnrýni að eng-
in kona var í
nefndinni.
Lýðveldishá-
tíðin var auðvitað
ekki aðeins á
Þingvöllum, heldur víðsvegar um
land og hófst með mikilli klukkna-
hringingu klukkan eitt. Fyrir alþingi
við Öxará lá svo það sem áður
greindi að viðbættu kjöri forseta
hins nýja lýðveldis. Athöfnum þings-
ins stýrði Gísli Sveinsson af hátíð-
leik og formfestu hins þaulæfða
embættismanns. Vegsemd forseta-
tignar fékk Sveinn Björnsson ríkis-
stjóri, kjörinn með 30 atkvæðum
af 50 sem þingfært áttu. Þrátt fyr-
ir allt risti einingin ekki dýpra en
þetta á æðstu stöðum. En hvort
tveggja var, að nokkrir þingmenn
munu ekki hafa fyrirgefið ríkisstjóra
skipun utanþingsstjórnarinnar, og
hitt að hann hafði á sínum tíma
viljað ganga aðra slóð í skilnaðar-
málinu en mikill
hluti alþingis-
manna þá.
En þetta iétu
menn ekki glepja
sér gleði, og enn
fögnuðu menn er
skeyti barst frá
Kristjáni X., þar
sem hann árnaði íslensku þjóðinni
heilla og vonaði að tengsl Islands
við önnur Norðurlönd mættu styrkj-
ast. Mikil hátíðahöld voru svo í höf-
uðborginni daginn eftir, þar sem
formenn stjórnmálaflokkanna fluttu
boðskap sinn. Og fáni lýðveldisins
blakti hvarvetna.
IV.
Undir fánanum var íslenska þjóð-
in hvergi nærri að öllu einhuga, svo
sem vaj í skilnaðarmálinu í maí og -
júní. Árið 1944 var vinnufriður
meira en lítið slitróttur. Þætti það
ef til vill með ólíkindum nú. Fyrri
hluta ársins var vegavinnuverkfall,
en ekki þó mjög langvinnt. Síðari
hluta ársins harðnaði á dalnum. I
ágústbyijun hófst verkfall iðnverka-
fólks í Reykjavík og stóð í tvo mán-
uði, og mánuði síðar hófst vinnu-
stöðvun járniðnaðarmanna 1 höfuð-
borginni og stóð einnig í tvo mán-
uði. Prentarar og bókbindarar voru
í verkfalli allan október, og er nú
aðeins talið það helsta.
Ráðuneyti Björns Þórðarsonar sat ”
fram eftir ári. Alþingi gat svo sem
samþykkt vantraust á það, en til
hvers var það, meðan það sjálft gat
ekki komið sér saman um ríkis-
stjórn? Þetta ástand var mörgum
til skapraunar. „Þing og stjórn geta
aldrei með góðu móti verið tvennt
eftir okkar stjórnskipunarlögum,“
stóð í forystugrein Morgunblaðsins
5. mars. I raun hafði alþingi brugð-
ist einni af meginskyldum sínum.
Tillögur ríkisstjórnarinnar, sem hún
lagði fyrir alþingi í septemberbyij-
un, fengu vægast sagt daufar undir-
tektir, og 21. september sagði hún
af sér.
Rétt eftir að prentarar tóku til ^
starfa í nóvember, gátu blöðin skýrt
frá nýrri stjórnarmyndun. Vissa er
fyrir því, að þræðir tengdust milli
Olafs Thors og Einars Olgeirssonar,
meðan flokkar þeirra fóru í farar-
broddi skilnaðarmálsins. Eftir mjög
erfiða fæðingu myndaði Ólafur
Thors stjórn 21. október. Stóðu að
henni 15 þingmenn Sjálfstæðis-
flokksins, þingmenn Alþýðuflokks-
ins og Sósíalistaflokksins. Fimm af
þingmönnum Sjálfstæðisflokksins,
þeirra á meðal Gísli Sveinsson, voru
fyrst í stað í opinberri andstöðu. * "
Þessi nýja stjórnarsamvinna hafði
og verið samþykkt mjög naumlega
í æðstu stjóm Alþýðuflokksins. Eins
og nærri má geta, var Framsóknar-
flokkurinn í grimmilegri stjórnar-
andstöðu.
Þannig var þetta fræga ár, fullt
af andstæðum friðar og ófriðar, ein-
drægni og sundurlyndis hér á landi.
Uti í heimi voru þau tíðindi orðin,
að hveijum manni mátti ljóst vera ,
að styijöldinni miklu lyktaði senn
með ósigri Möndulveldanna. Þau
ríki, sem augljóslega myndu sigra
heiminn, höfðu viðurkennt lýðveldið
ísland, svo að „landi míns föður"
átti um sinn að vera óhætt í „bláum
straumi“ heimshafanna. Og þegnarilH
hins nýja lýðveldis höfðu meira að
bíta og brenna en áður. Flestir trúðu
því, að minnsta kosti saklausir
skólastrákar, að ísland, óháð og
fijálst, yrði senn hlutgengt í frið- 5
samlegri veröld sem léti sér helvíti ■
heimsstyijaldarinnar að varnaðÞÍ
verða.
FflRSIM
nýr & fullkominn
Litla trotnpið frá Dancall cr fullkomin lausn
fyrir jiá sem gérá kröfur um fágaða hönnun,
talgœði, lipttrð Óg'góttvérð.
• Einstaklega auðveldur í notkun
• Vegur aðeins 450 grömm (m/rafhlöðu)
• Rafhlöður endast í 16 klst.
• Innbyggð símaskrá í stafrófsröð
• Flett upp eftir nafni
• Innbyggðursímboði
• Verðlaunaður fyrir hönnun
Kynningarverð kemur á óvart!
mdiomidun
Grandagarði 9-101 Reykjavík • Sími (91) 62 26 40
A.
Enn fögnuðu menn
er skeyti barst frá
Kristjáni X.
Fræga ár, fullt af
andstæðum friðar
og ófriðar