Morgunblaðið - 17.06.1994, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 17.06.1994, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 1994 61 .. fyrir löngu, samþykkt með þings- ályktun á árinu 1937. En eftir að Kristján konungur hafði hellt úr skálum reiði sinnar þarna, þá var allt í lagi. Það var svo gott fólk í kring um hann, bæði Friðrik ríkis- arfi og hin sænska kona hans og ekki síður drottningin Alexandrína, sem slógu á þetta. Meðan kóngur jós sér yfir föður minn sagði hann ekki orð, eins og sendiherra ber.“ Þegar Baldur Möller kom aftur heim, var dómsmálaráðuneytið komið í húsið sem þýska sendiráðið hafði átt á Túngötu 16. „Það var til að leysa milliríkjamál. Stórveldin Bandaríkjamenn, Bretar og Frakk- ar, sigurvegararnir í styrjöldinni, deildu um hver ætti að fá húsið. Svíar höfðu það hlutverk að gæta hagsmuna Þjóðverja. Og því var þetta ráð tekið að íslenska dóms- málaráðuneytið og félagsmálaráðu- neytið fengi húsið þar til Þjóðverjar væru komnir í það horf að hægt væri að ræða við þá sjálfa. Ráðu- neytin fluttu í húsið sumarið 1946 og var aldeilis munur á húsakynn- um frá því áður en ég fór utan. Þá höfðum við verið komnir undir súðina uppi í Stjórnarráðshúsinu.“ Stórkostleg þjóðaratkvæðagreiðsla En víkjum aðeins aftur. Áður en Baldur fór utan var þjóðaratkvæða- greiðslan og lýðveldishátíðin 1944. „Dómsmálaráðuneytið sá um tæknilegu hliðina á þjóðaratkvæða- greiðslunni. Þá fórum við Ragnar Bjarkan í lítilli flugvél með kjörgögn austur á Egilsstaði. Þetta var í fyrsta sinn sem ég steig upp í flug- vél og hún þurfti hvað eftir annað að fara austur fyrir landið til að reyna að skríða inn firðina. Tækni- vinnan við þjóðaratkvæðagreiðsl- una var mikið fyrirtæki, þegar við þurftum að gefa upp og tilkynna um úrslitin. Talið var á hveijum stað og niðurstöður kjörstjóma voru BALDUR Möller ráðuneytisstjóri við skrifborðið sitt í dómsmálaráðuneytinu. sendar suður, þar sem úrslit at- kvæðagreiðslunnar voru unnar á einum stað. Og allt var handreiknað hjá okkur. Prósentuútreikningarnir voru mikið atriði og það handreikn- aði ég allt á blaði. Aðalatriðið var að fá staðfesta hundraðstöluna, því talsverð andstaða var. Og þótt vitað væri að yfírgnæfandi fylgi væri við sambandsslitin og stofnun lýðveldis var nokkur eftirvætning. Þegar töl- urnar voru komnar á blað þá var útkoman stórkostleg, mótatkvæðin sárafá. Þáttakan var 98,6%, sem var alveg ótrúlegt. Við sambands- slitunum sögðu 97,35% já, en nei aðeins 0,5%. Um lýðveldisstofnun voru neikvæðu atkvæðin 1,44%, en auðir seðlar 3,5%. í allt voru sem- sagt 95% samþykkir hvoru tveggja. Við það misstu Danir flugið. Sáu fyrir sér ótví- ræðan þjóðarvilja, þegar svo sárafáir andmæltu. Varð til þess að Danir gufuðu upp, því ekki gat verið um samband að ræða þegar 9 af hveijum tíu íslendingum höfnuðu því. Auð- vitað var þetta spennandi, maður gat ekki vitað þetta fyrir. Svona tölur eru óþekktar í fijálsum kosn- ingum.“ Baldur Möller var auðvitað á lýð- veldishátíðinni á Þingvöllum. „Þar var feiknarleg stemning. 14 árum áður hafði maður upplifað mikla stemningu á þessum sama stað. Þó var það ekki sama 1930, það var ekki sjálfstæðisfögnuður. Forseti og forsætisráðherra stóðu fyrir hátíðinni sjálfri. í millitíðinni hafði það gerst að komin var utanþingsstjóm. Deilur um efnahagsmálin og löggilding á kjarasamn- ingum ollu stjómarslit- um. Var komin þessi bannsett verð- bólga sem lengi hefur enst. Lýðveld- isstofnunin varð því á vegum al- þingis og utanþingsstjórnar, sem var framkvæmdaaðilinn. En allt fór þetta fram með mestu prýði“. Ekki urðu miklar breytingar eftir að lýðveldi var stofnað. „Stjórnar- ráðið fer að vaxa, einkum eftir 1970 þegar sett vom lög um stjórn- arráð sem fjölguðu mjög ráðuneyt- um. Við ráðuneytisstjórarnir lögð- Stjórnar- ráðið óx mest 1970 umst mjög gegn því, sögðum eins og hlaut að verða, að af því yrði geysilegur kostnaðarauki. Hjá okk- ur vora saman og undir einum hatti dóms- og kirkjumálaráðuneyti, heil- brigðisráðuneyti og kennslu- og menntamálaráðuneyti. Þegar sósía- listaflokkurinn kom inn í ríkis- stjómina með nýsköpunarstjóm- inni, þá vildi Brynjólfur Bjamason menntamálaráðherra ekki tala við sinn ráðuneytisstjóra, Gústav Jón- asson, sem hafði sem dómarafull- trúi hjá Hermanni Jónassyni eftir 9. nóvember 1932 dæmt hann. Lög- reglustjóri var þá jafnframt saka- dómari. Brynjólfurtalaði því gegn um Birgir Thorlacius, sem var full- trúi forsætisráðherra. Fyrir stjóm- arráðslögin 1970 gátu ráðherrar ' farið með málaflokka á víxl, þannig að í einu ráðuneyti gátu ríkt þrír ráðherrar, t.d. einn með dómsmálin, annar með kirkjumálin og sá þriðji með menntamálin eða heilbrigðis- málin. En með þessum nýju lögum mátti aðeins einn ráðherra hafa hvert ráðuneyti. Stærstu ráðuneyt- in sem nú eru, heilbrigðisráðuneytið og menntamálaráðuneytið, voru fyrir það hluti úr dómsmálaráðu- neytinu, sem þegar ég byrjaði var bara puttastjórnað af Gústavi Jón- assyni með okkur tvo löglærða full- trúa sér við hlið. Þú sérð að það hefur orðið geysileg stækkun á stjórnarráðsapparatinu", segir Baldur Möller kíminn. „Þetta hefur verið stórkostlegt breytingaskeið. Skiptist eiginlega í tvennt, frá 1904 til 1944 og svo eftir 1944 fram á okkar dag. Stjórnarráðið breyttist lítið frá 1904 fram til seinni heimsstyrjaldarinn- ar, a.m.k. urðu engar stórvægilegar breytingar", segir Baldur að lokum. Óþarfi er að árétta þá þenslu sem orðið hefur á seinna tímabilinu, og þá sérstaklega eftir 1970, hún kem- ur vel fram í frásögninni hér að ofan. HÉLIO COURVOISIER S.A. Maítre Imprimeur de timbres-poste Master Stamp-Printers HELIO COURVOISIER S.A., hágæða frímerkjaprentsmiðja í Sviss, hefur prentað frímerki fyrir íslensku póststjórnina síðan 1958 og er stolt yfir framlagi sínu til árangursríkrar, íslenskrar frímerkjaútgáfu. Fyrirtækinu er það mikill heiður að hafa verið falin prentun þeirrar glæsilegu hátíðararkar sem gefin er út í tilefni 50 ára afmælis íslenska lýðveldisins. Rue Jardiniére 149 CH - 2301 La Chaux-de-Fonds SUISSE / SWITZERLAND Tél. (+ 41 39) 26 45 45 Fax (+ 41 39) 26 45 47 Télex 952 262 / HECO CH HCSA 04194
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.