Morgunblaðið - 17.06.1994, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 17.06.1994, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ 4 1848 — Afnám konungseinveldis í Danmörku Fornir stj órnarhættir standast ekki lengnr „VÉR mótmælum allir.“ Málverk af Þjóðfundinum 1851 í and- dyri alþingishúsins. Friðrík VII. afsalaði sér einvaldsvaldi árið 1948. Páll Lúðvík Einarsson lýsir hvemig þau tíðindi blésu lífi í sjálfstæðis- baráttu íslendinga. i. jóðin hér hefir fengið svo mikið vit, að hún veit hver réttindi vantar til þess að hún geti haft not af frelsi því sem veitt er, og þar enginn efi á að hún hefir einnig svo mikla einurð að hún þorir að bera upp ósk sína, því hún veit skyldu sína við sjálfa sig, og það, að slíkt tækifæri sem nú er gefst ekki á hveijum degi. Svo sagði Jón Sigurðsson forseti í „Hugvekju til íslendinga" á út: mánuðum byltingarárið 1848. Í upphafi þessa árs urðu konunga- skipti í Danaveldi, einvaldurinn Kristján áttundi lést 21. janúar. Áður en hann skildi við þennan b«jim ráðlagði hann syni sínum og arftaka, Friðrik sjöunda, að setja ríkinu ný stjórnskipunarlög. Viku eftir andlát föður síns afsalaði Frið- rik konungur sér einveldisvaldi því sem Danakonungar höfðu haft síð- an á sautjándu öld. Konungur lýsti því yfír að hafínn skyldi undirbún- ingur að samningu nýrra stjórnlaga fyrir ríkið. En sól einveldiskonunga var að hníga til viðar víðar en í Dannmörku. í febrúar braust út bylting í Frakklandi, Loðvík Filipp- us Frakkakonungur var sviptur völdum og flúði land. Byltingar- og þjóðfrelsisandi fór sem logi yfír akur um alla álfuna. íslendingar fengu fregnir af þessum tíðindum öllum með vor- skipunum. Með vorsiglingunni komu líka Ný félagsrit með „Hug- vekju“ Jóns Sigurðssonar. Greinar- höfund uggði að sumir kynnu að segja: „Þetta kemur ekkert íslandi við; ísland hefir ráðgjafarþíng eins og áður, og konúng eins einvaldan og hingað til.“ En Jóni var ljóst að hinir fornu stjórnarhættir stæð- ust ekki lengur á Íslandi fremur en öðrum lendum Danakonungs. Jón Sigurðsson forseti taldi að með afnámi einveldisins hlytu íslending- ar að fá aftur þann rétt sem þeir höfðu með gerð Gamla sáttmála 1262. „Það samtengdist Noregi með þeim kjörum, sem íslendingar urðu ásáttir um við Noregs kon- úng, og þar á meðal þeim kosti, að öll stjórn þeirra og lög skyldi vera innlend." Um hversu fijálslega samningurinn var gerður og til vitnis um „veglyndi og frelsistil- fínníng þjóðarinnar,“ vitnaði Jón til sáttmálsgreinarinnar: „Halda viljum vér ok vorir arfar allan trún- að við yðr, ok meðan þér ok yðrir arfar halda trúnað við oss.“ II. Þá um sumarið 1848 voru íslend- ingar iðnir við samningu bæna- skráa, meðal annars á Þingvöllum. Þingmaðurinn Jón Guðmundsson gerði nafna sínum og samheija Jóni Sigurðssyni grein fyrir mark- miðum bænaskrárinnar af Þing- vallafundinum: „Að við megum halda alþingi, en að það verði full- komnað að valdi og öðru og byggt á fijálsum kosningalögum, og fái jafnrétti við ríkisdag þann eður landdag, sem önnur skattlönd Danaríkis fái eftir hinni nýju al- mennu ríkisamkomu." Friðrik konungur hét því í sept- ember 1848 að ekki yrði ákveðið „um stöðu íslands í ríkinu að lög- um, fyrr en eftir að íslendingar hafa látið álit sitt um það í Ijósi á þingi sér, sem þeir eiga í landinu sjálfu“. Alþingi hóf árið 1849 undirbún- ing að Þjóðfundi með samþykkt rýmri kosningalaga en giltu í al- þingiskosningum. Það hefur verið áætlað að um 5% landsmanna hafði haft kosningarétt til Alþingis. Kosningarnar til Þjóðfundarins fóru fram vorið og sumarið 1850 en fundinum sjálfum var frestað til 4. júlí 1851, m.a. vegna þess að Danir voru þá í stríði við að bæla niður uppreisn í hertoga- dæmunum Slesvík og Holstein. Ekki er til heildaryfirlit um kjör- sókn í kosningum um fulltrúa á Þjóðfundinn en af þeim tölum sem til eru sést að kjörsókn var mjög misjöfn milli kjördæma, t.d. voru 272 á kjörskrá í Barðastrandar- sýslu en 93 kusu eða 34,2%. í kjör- 1874 — Fyrsta stjórnarskráin Á 1000 ára afmæli íslandsbyggðar fékk þjóðin stjórnarskrá frá Kristjáni IX. Páll Lúðvík Einars- son fjallar um aðdragandann og einnig um „hin sérstaklegu málefni íslands“ sem þá færðust und- ir íslensk yfirráð. varps og stöðulaganna var komið á fót embætti landshöfðingja og inn- lendum landsjóði. íslendingar undu illa þessum ein- hliða ráðstöfunum Dana. Kjörnir fulltrúar úr mörgum kjördæmum komu saman á Þingvöllum 1873 og samþykktu róttækar tillögur sem gerðu ráð fyrir að: „íslendingar séu sérstakt þjóðfélag og standi í því einu sambandi við Danaveldi, að það lúti hinum sama konungi og það.“ í samræmi við fyrrgreint vildu fund- armenn að konungur hefði hér jarl sem skipaði ráðherra er væri ábyrg- ur fyrir Alþingi. Þess má og geta að ýmsir baráttumenn fyrir íslensk- um réttindum og þjóðfrelsi töldu skjaldarmerki íslands, þ.e.a.s. flatt- ur þorskurj óheppilegt og e.t.v. óvirðulegt. Á þessum Þingvallafundi var dregið að húni skjaldarmerki sem sýndi fálka. Fálkamerkið var gert eftir teikningu Sigurðar Guð- mundssonar málara. í stjórnarskrárfrumvarpi sem Al- þingi samþykkti árið 1873 var ítrustu kröfum fram haldið. Fæstir ef nokkrir þingmanna gerðu sér von- ir um að konungur eða danska stjórnin yrðu við þeim tilmælum og var því þess farið á leit til vara: „Að ef hans hátign konunginum eigi þóknist að staðfesta stjórnarskrá þessa, eins og hún liggur fyrir, að hann þá allramildilegast gefi íslandi að ári komanda stjómarskrá, er veiti alþingi fullt löggjafarvald og fjár- forræði, og að öðru leyti sé löguð eptir ofan nefndu frumvarpi sem framast má verða." Danakonungur, Kristján níundi, fann ástæðu til „að verða við beiðni þeirri, sem þannig er fram kom- in frá voru kæra og trúa alþingi". I stjórnarskránni um „hin sérstaklegu málefni íslands" var ákveðið með tilvísun til stöðulaganna að ísland hefði út af fyrir sig lög- gjöf og stjórn sérmála. „Á þann hátt, að löggjafar- valdið er hjá konungi og alþingi i sam- Kristján kon- ungur IX. STYTTAN af Kristjáni kon- ungi IX. með fyrstu stjórnar- skrá íslendinga í hendi. Með frelsisskrá í föðurhendi Islandsbyggð átti árþúsundsaf- mæli árið 1874. í afmælisgjöf fengu landsmenn stjórnar- skrá. Skáldið Matthías Joc- humsson þakkaði konungi, Kristjáni níunda: „Með frelsisskrá í fóðurhendi þig fyrstan Guð oss sendi; kom heill, kom heill að hjarta Frjóns." Frónverjum hafði miðað hægt í sjálfræðismálum undangengna ára- tugi. Að vísu hafði fullt verslunar- frelsi fengist 1855 en stjórn landsins og lög voru í höndum Danakonungs og ríkisstjórnar hans, Alþingi var einungis umsagnaraðili. Árið 1870 var samþykkt í danska ríkisþinginu „lög um stjórnskipulega stöðu Is- lands í ríkinu,“ hin svonefndu „stöðulög". Fyrsta grein laganna sagði: „ísland er óaðskiljanlegur hluti Danaveldis með sérstökum landsréttindum." í þriðju grein voru hin sérstaklegu mál íslands upptalin s.s. hin almennu borgaralegu lög, kirkju- og kennslumálefni, sveita- og fátækramálefni o.s.frv. Skatta- mál voru einnig talin íslenskt sér- mál. Samkvæmt lögunum skyldu gjöld til Alþingis og landsstjórnar varðandi sérmál talin sérstakleg gjöld Islands. I stöðulögunum var einnig kveðið á um að ríkissjóðurinn greiddi framlag til þessara mála næstu áratugina, en sú ijárhæð færi stiglækkandi og félli niður að 40 árum liðnum. Með þeim hætti skyldi lokið deilum um skuldaskipti danska ríkissjóðsins og íslands. Með tilvísun til stöðulaganna Iagði stjómin fyrir Alþingi frumvarp til stjórnarskrár um sérstakleg málefni Ísíands. Á grundvelli þessa frum-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.