Morgunblaðið - 17.06.1994, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 17.06.1994, Blaðsíða 58
58 FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ I„Isslidiggar keppa í körbolta á mikudæn, sa Reykingurinn vi Keflinginn u dæn. Kvasta segja? Keppar á mikudæn? Élt a værá fösdæn. Ne, leikurinn ver á rríikudæn í Reykjæk." (Skýring: „Islendingar keppa í körfubolta á miðvikudaginn, sagði Reykvíkingurinn við Keflvíkinginn um daginn. Hvað varstu að segja? Keppa þeir á miðvikudaginn? Ég hélt að það væri á föstudaginn. Nei, leikurinn verður á miðvikudag- inn í Reykjavík.“) Á undanförnum árum hefur mik- ið verið rætt um að framburður manna sé að breytast. Mörgum finnst unglingar tala svo hratt og óskýrt að erfitt sé að skilja þá og menn hafa áhyggjur af auknu lat- mæli. En hvernig skyldi framburður jpanna hafa verið árið 1944? Og hvernig er hann nú á hálfrar aldar afmæli lýðveldisins, árið 1994? Svo skemmtilega vill til að á ár- unum 1941 til 1946 rannsakaði Björn-Guðfinnsson framburð lands- manna. Og árið 1980 hófu Höskuld- ur Þráinsson og Kristján Árnason að rannsaka íslenskt nútímamál. Efnisöflun er lokið og búið að birta ýmsar niðurstöður, m.a. um nokkur þeirra framburðaratriða sem Björn athugaði upp úr 1940. Hefur óskýrmæli aukist? í áður- ftéfndri rannsókn á íslensku nú- tímamáli hafa nokkur einkenni óskýrmælis verið athuguð. Þessi atriði voru ekki rannsökuð sérstak- lega fyrir fimmtíu árum og því er ekki hægt að styðjast við annað en tilfinningu manna fyrir því hvað hafi breyst í þessum efnum. Þó má e.t.v. draga þá ályktun að þau hafi ekki verið áberandi, fyrst Bjöm Guðfínnsson minnist ekki á þau sérstaklega. Óskýrmæli virðist nú vera álíka mikið í Reykjavík, Skaga- fírði og Vestur-Skaftafellssýslu. Þetta kann að koma einhveijum á óvart vegna þess að óskýrmæli er oft tengt höfuðborginni, Reykjavík. Óskýrmælið birtist oft í því að atkvæði falla brott úr orðum. Einnig er algengt að svokölluð önghljóð verði ónákvæm í fram- burði eða falli alveg brott. Þetta eru hljóð eins og g-hljóðið í laga, ð-hljóðið í eða og v-hljóðið í orðinu afí. Afleiðingar þessa geta t.d. orðið þær að fram- burður orðanna aga- lega og aðallega verð- ur mjög líkur, eitthvað í líkingu við ala. Reykvíkingar geta orðið Reyk- ingar, Keflvíkingar Keflingar (at- hugið að eðlilegur framburður er með bl-hljóði þó að við skrifum fl) og körfubolti getur orðið körbolti. Miðvikudagur heitir mjög oft miku- dagur eða jafnvel bara mikudar, föstudagur verður mjög oft fösdag- ur. Flámæli var framburður sem var nokkuð algengur fyrir fímmtíu árum. Um 1944 var flámæli al- gengt á Suðvesturlandi (þar á með- al í Reykjavík), á Austurlandi og í Húnavatnssýslum. Flámæli ein- kenndist aðallega af því að hljóðin i og u urðu opnari, fóru að líkjast e og ö. Orðið skyr var þá borið fram eins og sker (eða jafnvel skyer) og flugur urðu flögur. Einnig kom það fyrir að e varð að i og ö varð að u (þá varð sker að skyri og flögur urðu að flugum). Þetta þótti mörg- um óheppileg þróun og því börðust menn harkalega gegn flámæli. Það er nú að mestu horfíð, hvort sem það er að þakka skólunum eða ein- hveiju öðru. í Reykjavík fínnst það nær eingöngu í framburði elstu kynslóðarinnar og svipað virðist vera uppi á teningnum á öðrum svæðum þar sem flá- mæli var áður algengt. Þó bendir ýmislegt til að það sé eitthvað að aukast aftur meðal yngstu kynslóðarinnar í Reykjavík. Erlend áhrif hafa ekki verið rannsökuð sérstaklega en mörg- um finnst þau fara vaxandi. En nú er það ekki danskan, sem hef- ur áhrif á íslenskuna, heldur enskan. Hljóð- umhverfi æskunnar er mikið litað af ensku. Unglingar hlusta á enska og ameríska dægurtónlist allan liðlangan daginn og svo horfa þeir á myndir í sjón- varpi og kvikmyndahúsum, þar sem aðallega er töluð enska. Framburð- ur dægurtónlistarmanna litast æ meira af enskum framburði, al- gengt er að heyra sungið um tsungl og tsóm (þ.e. tungl og tóm), djass verður oft dsjass og tjáning verður tsjáning í munni margra unglinga. Orðið sjö er oft borið fram með enskum sh-framburði (eins og í enska orðinu show). Einnig er al- gengt að sérhljóð séu ónákvæm, ekki síst í dægurlagasöng. Allt eru þetta atriði sem verða vonandi rannsökuð síðar. Og fleira mætti nefna. Mállýskur eru ekki eins áberandi hér á landi og víða annars staðar. Fyrir fímmtíu árum var meiri mun- ur en nú er á framburði manna eftir landshlutum, en hann fer minnkandi. Æ fleiri hafa þann framburð sem algengastur er í höf- uðborginni, og þarf það ekki að koma á óvart. Þetta er þróun sem átt hefur sér stað hjá nágrannaþjóð- um okkar um langt árabil. Fyrir fímmtíu árum var meiri munur á framburði manna eftir landshlutum en nú er. Verðum við orðin að Isslgum eftir fimmtíu ár? spyr Margrét Páls- dóttir, sem rekur breyt- ingar á framburði frá 1944 til 1994 og hvetur til ræktarsemi við ís- lenskan framburð. Hv-framburður var algengur á Suðausturlandi árið 1944 en hefur nú látið verulega undan síga. Þeir sem hafa þann framburð gera t.d. greinarmun á hvölum og kvölum. Athyglisvert er þó að færri konur en karlar hafa nú hv-framburð í Reykjavík. Samkvæmt erlendum rannsóknum vanda konur mál sitt yfírleitt meira en karlar. Niðurstöð- umar úr Reykjavík benda hugsan- lega til þess að hv-framburður þyki ekki eftirsóknarverður, þó að oft hafí verið mælt með honum sem opinberum ríkisframburði. Skaftfellskur einhljóðaframburð- ur er annað sunnlenskt framburðar- einkenni, sem algengt var fyrir fímmtíu árum í Skaftafellssýslum. Þeir sem hafa þennan framburð gera t.d. greinarmun á orðunum lögin og laugin. Einhljóðaframburð- urinn virðist halda sér nokkuð vel. Hins vegar er svokallaður rn- og rl- framburður, sem algengur var á þessum slóðum, nær alveg horfinn hjá yngstu kynslóðinni. Enn er þó til fullorðið fólk sem segir Ár-ni og var-la, án þess að neitt d-hljóð heyr- ist. Harðmæli var algengara fýrir fimmtíu árum en nú er. Þá var það algengt allt frá Skagafírði austur í Suður-Múlasýslu. I harðmæli eru orð eins og api og borin fram með p-hljóði (a-pi) en í linmæli eru þau borin fram með b-hljóði (a-bi). Harðmæli virðist nú vera á undan- haldi, bæði á Norðurlandi og í Reykjavík. í höfuðborginni hefur fundist nokkur fylgni með menntun manna og harðmælisframburði, sem bendir til þess að fleirum en Bimi Guðfínnssyni hafí þótt æski- legra að vera harðmæltur en lin- mæltur. Raddaður framburður var nokk- uð algengur um norðanvert landið um 1944. Hann lætur nú hraðar undan síga en harðmælið norð- lenska. Þeir sem hafa raddaðan framburð bera fram rödduð hljóð á undan p, t og k, t.d. í orðunum úl-pa, skemm-ta og trað-ka. Radd- aði framburðurinn var og er algeng- astur fyrir norðan en heyrðist varla í Reykjavík. Flestir aðrir landsmenn bera fram svokölluð órödduð hljóð á undan hljóðunum p, t og k. ngl- framburður (þ.e. sérstakur fram- burður á orðum eins og kringla og unglingur, g-hljóðið í orðunum heyrist vel) var algengur á Norð- austurlandi um 1944. Þó að ekki hafí verið barist sérstaklega fyrir varðveislu ngl-framburðarins virð- ist hann ekki vera á undanhaldi. Bð- og gð-framburður var mun algengari fyrir fimmtíu árum en nú er, sérstaklega á Norðurlandi. I þeim framburði eru orðin hafði og sagði borin fram sem habb-ði og sagg-ði. Þessi framburður var al- gengastur á Norðurlandi en tíðkað- ist þó mun víðar. Hann er nú alveg að hverfa hjá yngstu kynslóðinni. Vestfirskur einhljóðaframburður var talsvert algengur um alla Vest- fírði árið 1944. Þeir sem hafa þenn- an framburð bera t.d. orðin langur og gangur fram með a-hljóði en ekki á, eins og flestir landsmenn gera. Um 1944 var þessi einhljóða- framburður talsvert algengur um alla Vestfirði. Nú hefur hann látið mjög undan síga. Góðir íslendingar! 17. júní höld- um við upp á hálfrar aldar afmæli lýðveldisins íslands. Erum við á góðri leið með að verða Isslidiggar? Verðum við orðin að Isslgum eftir önnur fímmtíu ár? Vonandi ekki. Leggjum rækt við íslenskan fram- burð. Hlúum að þeim blæbrigðum framburðarins sem varðveitt eru í sveitum landsins. Eflum íslenska málrækt. Það mun bera ávöxt. Höfundur er málfræðingur. „Frá íslendingum til Isslidigga“ Margrét Pálsdóttir * Ekki efni til að fara til Þingvalia Morgunblaðið/RAX PÉTUR Sigurðsson, fyrrverandi sjómaður og alþingismaður. Varla var til unglingur sem ekki var fullur áhuga á sambandsslit- um sem fyrst, segir Pétur Sigurðsson fv. - álþingismaður í samtali við Guðrúnu Guð- laugsdóttur. umarið 1944 var ég á bát hjá föður mínum ásamt Guðjóni bróður mínum, ég man ekki eftir að við fengj- um laun, það fór allt í heimilið. Við vorum um tíma á lúðulóði og feng- um ein fímm tonn undir Jökli, sem 'áumum kann aðþykja ótrúlegt. 17. júní þetta sumar vorum við samt í landi en ekki komst ég á Þingvöll, það voru ekki efni til þess heima hjá okkur, við vorum almúgafólk, segir Pétur Sigurðsson fyrrum sjó- maður og alþingismaður. „Það ríkti þó ákaflega mikill áhugi á sam- bandsslitunum og tilurð lýðveldisins á mínu æskuheimili í Skeijafirðin- um, ekki aðeins hjá foreldrum mín- um heldur líka nágrönnunum. For- eldrar mínir voru sjálfstæðisfólk en nágrannamir sósíalistar, en í þessu máli ríkti með öllum mikill einhug- ur. Ég ól ekki söknuð í brjósti þótt ekki kæmist ég á Þingvöll. Við hlustuðum á hátíðahöldin í útvarpi ogþann 18. júní fór ég niður í Reykjavík með bróður mínum til að fylgjast með því sem fram fór þar. Við stikluð- um yfirVatns- mýrina og stytt- um okkur leið gegnum kartöflu- garða. Mamma var með kartöflur og rabarbara og ræktaði tré sem nú eru orðin svo há að það grillir varla í húsið sem við bjuggum í gegnum tijáþyrpinguna í kring um það. Ég hafði mikinn áhuga á sam- bandsslitunum. Ég hafði verið for- maður skólafélagsins í Ágústar- skóla veturinn áður og hafði þá staðið fyrir málfundum um þetta efni. Ég held að það hafí varla ver- ið til sá unglingur á landinu sem ekki var fullur af áhuga á að af sambandsslitum yrði sem fyrst. Menn trúðu því að okkar menn gætu betur séð um okkar mál en þeir í Danmörku, þótt þeir væru margir ágætir. Það blés þó ekki byrlega í mínum málum þótt lýðveldið kæmist á. Mig langaði til að fara í langskóla- nám en til þess voru engin efni, Guðjón bróðir var kominn í slíkt nám og meiru gátu for- eldar mínir ekki staðið undir. Faðir minn hafði misst húsið sitt og út- gerð í Keflavík, þar sem égvar fæddur og uppal- inn fyrstu árin. Hann hélt áfram að gera út en það reyndist honum lítill gróðavegur. Ég ákvað að fara til sjós og ná mér í siglingatíma til að komast í Stýri- mannaskólann. í sjálfu sér breytti Iýðveldið ekki beint neinu hjá okkur. Að hugsa um að við ættum að vera sjálfum okkur nógir og yrðum að hafa fyrir hlutunum hleypti þó lífi í okkur unga fólkið. Eftir að ég hætti hjá pabba sat ég stundum í verka- mannaskýlinu og falaðist eftir vinnu. Það var oft erfitt. Mamma var stundum að ýta við mér og vildi að ég færi í iðnnám en ég neitaði. Veturinn 1946 komst ég á togara, á Þórólf frá Kveldúlfi, seinna komst ég á farskip. Ég lauk fiskimanns- prófí 1949 og prófi frá farmanna- deild árið 1951. Allir mínir félagar sem voru með mér í gagnfræðaskóla urðu dugandi menn og brutust til mennta og sjálfsbjargar. Stúlkumar giftust og urðu húsmæður, fáeinar héldu áfram námi og fóru jafnvel í há- skóla. Faðir minn trúði því að með breyttum stjórnarháttum væri fremur hægt að bjarga sér áfram. Ekki varð honum að trú sinni hvað hann sjálfan snerti, enda var hann þá búinn að missa heilsuna. En margir smáútgerðarmenn voru sama sinnis og hann og dugnaður þeirra og gjöfull sjávarafli hjálpaði þeim til að viðhalda trú sinni á sjálf- stæði einstaklings og landsins. Trúði að með breyttum stjórnar- háttum væri hægt að bjarga sér áfram
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.