Morgunblaðið - 17.06.1994, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.06.1994, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIÐ t&r , , ^ Ljósmynd/Jón Sen RIKISSTJORNIN á Lögbergi við lýðveldisstofnunina, fv.: Björn Þórðarson, Vilhjálmur Þór, Einar Arnórsson og Björn Ólafsson. í ræðu- stóli er Gísli Sveinsson, forseti Alþingis. „Hann mun hafa borið traust til mín“ 14 FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 1994 Á sínum tíma skrifaði Matthías Johannessen samtöl við þrjá af fímm ráðherrum utanþings- stjórnar dr. Björns Þórðarsonar, þá Björn Ólafsson, Vilhjálm Þór og dr. Björn sjálf- an, og birtust þessi samtöl öll í Morgunblað- inu. Síðar voru þau birt í Samtölunum M, III og IV, en hér á eftir fara þeir kaflar samtalanna sem fjalla um lýðveldis- stjórnina og þátttöku ráðherranna í henni. Samtal við dr. Björn Þórðarson En nú held ég sé rétt að segja yður frá öðru. Ég var valinn sáttasemjari ríkisins 1926 og hætti frá þeirri stundu flokkslegum af- skiptum af pólitík. Ég gegndi þessu starfi í 16 ár, eða þangað til ég varð forsætisráðherra í árslok 1942.“ „Já, forsætisráðherra. Segið mér eitt, dr. Björn, af hveiju hald- ið þér, að þér hafið verið beðinn um að veita utanþingsstjórninni forstöðu?“ „Ja, ég skal segja yður, við vor- um miklir mátar frá upphafi vega Sveinn Bjömsson og ég og hann mun hafa borið traust til mín. 1941 hafði Hermann Jónasson sagt af sér, en tók afsögn sína aftur og var þá bið á því, að stjórnarbreyt- ing yrði. En þegar á þessu ári hafði Sveinn Björnsson minnzt á það við mig, að ég tæki að mér utanþingsstjórn. Hermann Jónas- son sat áfram fram á vor næsta ár. Þá tók Ólafur Thors við stjórn- artaumunum fram á haustið. Á þessu tímabili urðu tvennar kosn- ingar vegna kjördæmabreytingar- innar, vísitalan hækkaði allveru- lega um sumarið og haustið og að því kom að stjórnin varð að segja af sér án þess að hægt væri að mynda þingræðisstjórn. Þá sneri Sveinn Björnsson sér aftur til mín. Ég tók málaleitan hans víðs fjarri í fyrstu, en eftir nokkurt þóf og margra daga viðræður kvaðst ég mundu gefa kost á mér til starf- ans. Sveinn Bjömsson hafði ráð- gert, að ráðherrarnir yrðu þrír, Vilhjálmur Þór, Björn Ólafsson og ég. Ég sá, að með því við værum aðeins þrír, yrði ég alltaf í minni- hluta ef á reyndi, því ég þekkti þessa menn ekki að öðru en íhalds- semi. Ég sting því upp á því að fá fjórða manninn í stjórnina og það er að lokum samþykkt á fundi á Bessastöðum. Þá var ákveðið að Einar Arnórsson tæki sæti í stjórn- inni. En ég átti eftir að tala við Einar um það mál. Þegar við kom- um til Reykjavíkur um kvöldið, fór ég strax á fund Einars og lýsti fyrir honum málavöxtum. Hann segist þurfa að tala við konu sína um þetta og kveðst mundu fallast á málaleitan mína með hennar samþykki. Þegar þeir vita þetta Björn og Vilhjálmur, segjast þeir vilja fá fimmta manninn í stjórnina og ráða honum sjálfir. Þetta sam- þykki ég á stundinni. En þeim tókst ekki að ná í fimmta manninn fyrr en nokkrum dögum seinna og það var húslæknir minn, Jóhann Sæ- mundsson," sagði dr. Björn og brosti. „Svo héldum við fund með Haraldi Guðmundssyni, sem var forseti Sameinaðs þings, og var þá gengið frá stjómarmyndun.“ „Og hvernig gekk svo samstarf- ið innan stjórnarinnar?" „Ég þarf ekki að lýsa því, hver maður Éinar Arnórsson var. Björn Ólafsson var greindur og gáfaður maður, Vilhjálmur Þór sá mesti skörungur, sem ég hefi þekkt, og féllst alltaf á rétt rök. Jóhann Sæmundsson var að góðu kunnur öllum mönnum, en fór úr stjórn- inni eftir fjóra mánuði.“ Að lokum sagði Bjöm Þórðar- son: „Eftir lýðveldisstofnunina þótti rétt, að forseti íslands færi til Bandaríkjanna í þakklætisskyni fyrir stuðning við ísland bæði í stríðinu og við lýðveldisstofnunina. Þegar hann kom heim aftur, hófst þref og þóf um stjórnina, því marg- ir börðust á móti henni af oddi og egg, óþarfir menn, sögðu þeir. Svo fór stjórnin frá um haustið, eins og þér munið. Á ríkisráðsfundi spurði forsetinn m.a. að því, hvað vísitalan hefði hækkað í tíð stjórn- arinnar og fékk það svar að hún hefði staðið í stað. Þá brosti Sveinn Björnsson." (1959) Samtal við Vilhjálm Þór „Þér hljótið að hafa einhverja ánægju af pólitík fyrst þér fóruð að skipta yður af henni?“ „Nei, ekki svo mikla. Hún hefur aldrei kitlað hégómagirnd mína.“ „En hver var þá meiningin með þessu?“ „Er nema ein meining með að bjóða sig fram — að vinna kjör- dæmi og komast á þing? Mér tókst að vísu ekki að komast á þing, kannski vegna þess að ég er ekki nógu mikill áróðursmaður eða nógu pólitískur. Leið flestra upp í ráðherraembætti liggur um Ál- þingi, en mín leið lá fram hjá Al- þingi. Ég hefði ekki orðið ráðherra 1942 ef ég hefði náð kosningu. Vegir guðs eru órannsakanlegir.“ „Hvernig þótti yður að vera ráð- herra?“ „Það var erfitt, en lærdómsríkt. Við komum svífandi inn í þingið í óþökk þingmannanna, en samt voru samskipti stjórnar og þings furðanlega góð. Stefán Jóhann sagði þegar stjórnin var mynduð að ráðherrarnir væru ágætismenn, en þá skorti „leikni hinna æfðu stjórnmálamanna". Mér þótti hann þá taka einkennilega til orða, en kannski hann hafi haft rétt fyrir sér þó sumir ráðherranna hafi ver- ið klókir menn og vitrir. Það má vera að viðskipti okkar við þingið hefðu orðið með einhveijum öðrum hætti ef við hefðum haft þessa „leikni“ sem Stefán Jóhann talar um, en það eru ekki mín orð að hún sé alltaf til eftirbreytni." Þá brosti Sveinn Björnsson „Hafið þér áhuga á því að verða ráðherra aftur?“ „Óskir mínar standa ekki til þess nú frekar en í desember 1942, en ef skyldan kallar á maður að vera reiðubúinn að vinna fyrir ís- land.“ „Það er eins og Eggert Stefáns- son hefði sagt þetta. Hann er mik- 111 föðurlandsvinur.“ „Já, einmitt." „En segið mér, hvað er yður minnisstæðast frá ráðherraárun- um?“ „Þegar sendifulltrúi Bandaríkja- stjórnar kom í skrifstofu mína með orðsendingu frá Roosevelt forseta sem var svar við beiðni íslands um viðurkenningu á íslenzka lýðveld- inu. Svarið var jákvætt og um leið tilkynnt, að forsetinn mundi skipa sérstakan ambassador fyrir lýð- veldishátiðina á Þingvöllum. Þetta var 17. maí. Næstu daga á eftir kom hver sendiherrann á fætur öðrum með svipaðar orðsendingar. Það voru skemmtilegir dagar.“ (1959) Samtal við Björn Ólafsson „Eltingaleikur verðlags og kaupgjalds sl. 25 ár minnir á tóf- una sem reyndi að ná í skottið á sjálfri sér. En í því sambandi lang- ar mig að minnast á eitt við þig: að það var að mínu áliti rétt sem Bjöm Þórðarson sagði í samtalinu við þig að þau tvö ár sem fyrsta lýðveldisstjórnin sat, eða frá 1942-1944, eru eina tímabilið á síðasta aldarfjórðungi, sem vísital- an hefur staðið í stað og dýrtíðin ekki vaxið. Mér finnst sú staðreynd dálítið skemmtileg þótt henni hafi ekki mikið verið flíkað frekar en öðrum verkum hinnar umdeildu utanþingsstjórnar." Dr. Björn hafði sagt í fyrrnefndu samtali: „Eftir lýðveldisstofnunina þótti rétt, að forseti íslands færi til Bandaríkjanna í þakklætisskyni fyrir stuðning við ísland bæði í stríðinu og við lýðveldisstofnunina. Þegar hann kom heim aftur, hófst þref og þóf um stjórnina, því marg- ir börðust á móti henni af oddi og egg, óþarfir menn, sögðu þeir. Svo fór stjórnin frá um haustið, eins og þér munið. Á ríkisráðsfundi spurði forsetinn m.a. að því, hvað vísitalan hefði hækkað í tíð stjórn- arinnar og fékk það svar að hún hefði staðið í stað. Þá brosti Sveinn Björnsson.“ „Þessi orð Björns Þórðarsonar hljóma vafalaust einkennilega í margra eyrum,“ hélt Björn Ólafs- son áfram, „en þau eru sönn. Samt var aðstaða utanþingsstjórnarinn- ar langt frá því að vera góð því þingið var henni mjög andsnúið í mörgum efnum." „Af hveiju heldurðu að þingið hafi verið ykkur svo andsnúið?" „Af þeirri ástæðu fyrst og fremst að þingið er og verður ætíð á móti utanþingsstjórn. Samkomu- lagið við flokkana var ekki alltaf hið ákjósanlegasta, enda litu sumir þingmenn á stjórnina sem óvel- kominn og óboðinn gest. Til dæm- is lýsti einn þingmaður yfir því í þingræðu að stjórnin hefði gert innrás í þingið og ætti þess vegna að sjá sóma sinn í því að segja af sér þegar í stað. Ég svaraði því til að ekki væri hægt að skilja orð þingmannsins á annan veg en þann að stjórnin hefði gert vopnaða inn- rás í þingið, eins og t.d. Cromwell er hann ruddist með vopnaða sveit inn í brezka þingið. En samlíkingin væri þó ekki alveg fullkomin því að stjórninni láðist að taka sér í munn orð Cromwells: „Þér hafið setið hér nógu lengi.“ Fyrir utan svona smáskærur var sambúðin í þinginu vammlaus og drengileg á báða bóga, þótt oft væri mikill skoðanamunur." „En þið höfðuð ráðherravaldið." „Já, það er rétt. Og þess vegna þurfti þingið auðvitað að hafa nokkra samvinnu við stjórnina. Ráðherravaldið er ekki lítið ef því er beitt. Og við settum mörg ný lög svo þú sérð að þeir voru okkur ekki mótsnúnir í öllum hlutum. Og þingið fagnaði því innilega þegar stjórnin lýsti yfir, að hún væri því samþykk fyrir sitt leyti að stofna lýðveldi 1944.“ „Var samkomulag um það innan stjórnarinnar?" „Já, algjört, þrátt fyrir aðrar skoðanir ríkisstjórans á þeim mál- um.“ „Hvað hefði gerzt ef stjórnin hefði lagzt gegn því að lýðveldi yrði stofnað 1944?“ „Ef slíkt ólán hefði hent stjórn- ina að taka þá afstöðu hefðu af því hlotizt margvíslegir erfiðleikar sem hefðu getað sundrað þjóðinni í afstöðu hennar til lýðveldisstofn- unarinnar 1944.“ „Bar brýna nauðsyn til að mynda utanþingsstjórn 1942?“ „Flokkarnir komu sér ekki sam- an um meirihlutastjórn, en sú var ósk Sveins Björnssonar að þingið myndaði slíka stjórn. Síðustu dag- ana fyrir lýðveldisstofnunina áttu flokkarnir langar samningavið- ræður um myndun þingræðis- stjórnar er sæti við völd þegar lýð- veldi yrði stofnað 17. júní, en þær viðræður urðu árangurslausar. Mörgum þingmönnum sveið þetta og þótti illt í efni að utanþings- stjórn sæti á lýðveldishátíðinni. Þeim fannst það hnekkir fyrir þing- ið. Ég skil það vel. Ég þarf ekki að taka fram að auðvitað hefði utanþingsstjórnin farið frá á sömu stundu og Alþingi hefði tekizt að mynda stjórn.“ „Heldurðu að þetta hafi hnekkt áliti þingsins?“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.