Morgunblaðið - 17.06.1994, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 17.06.1994, Blaðsíða 30
MORGUNBLAÐIÐ 30 FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 1994 Embætti forseta Islands 50 ára Þjóðhöfðingi og bóndi á Bessastöðum . :L' ■; VJ-J"._________ m 3 Forsetar lýðveldisins hafa hver sett sinn per- sónulega svip á embætt- ið, segir í samantekt Gísla Sigurðssonar, og áherzlur hafa verið nokkuð mismunandi. egar Alþingi kaus Svein Björnsson ríkisstjóra árið 1941, var stigið undirbún- ingsskref fyrir stofnun forsetaembættis fyrir lýðveldið ís- land. Það embætti varð síðan að veruleika við stofnun lýðveldisins 17. júní 1944. Fjórir hafa á umliðnum 50 árum gegnt embætti forseta: Sveinn Björnsson, Ásgeir Ásgeirs- son, Kristján Eldjárn og Vigdís Finn- bogadóttir. Enda þótt skýr ákvæði séu í stjórnarskránni um embættið, stend- ur þar hvergi neitt um það hvernig þjóðin eigi að umgangast forsetann og hann þjóðina. Um þetta hvort- tveggja hafa skapast hefðir, sem fjórir fyrrnefndir forsetar eiga heið- urinn af að hafa myndað. Menn eru sammála um að þjóðin hafi verið einstaklega heppin með fólk í þetta þýðingarmikla embætti og má segja að tónninn hafi alveg verið gefinn fyrir þá sem á eftir koma. Forsetar lýðveldisins hafa samt sett sinn persónulega svip á embætt- ið hver með sínu móti og þeir hafa haft aðeins mismunandi áherzlur. I tíð Ásgeirs Ásgeirssonar varð forset- inn landsmönnum sýnilegri, ef svo mætti segja; hann lagði öllu meira en Sveinn Björnsson áherzlu á að fara um byggðir landsins, enda fyrr- verandi stjórnmálamaður. Kristján Eldjárn hélt þeim hætti og var bæði í embætti þjóðminjavarðar og for- seta talsmaður þjóðlegrar menning- ar og Vigdís Finbogadóttir hefur haft sömu áherzlur og þar að auki komið á verulega auknum samskipt- um embættisins við nálægar þjóðir og sinnt þeim með glæsibrag. Ákvæði í stjórnarskránni í 2. grein stjórnarskrárinnar segir að Alþingi og forseti íslands fari saman með löggjafarvaldið og í 3. grein að forsetinn skuli vera þjóð- kjörinn. í 4. grein segir að kjörgeng- ur til forseta „er hver 35 ára gam- all maður, sem fullnægir skilyrðum kosningaréttar til Alþingis, að frá- skildu búsetuskilyrðinu". í 5. grein segir að forseti skuli kjörinn beinum, leynilegum kosningum af þeim er kosningarétt hafa til Alþingis. For- setaefni hafi meðmæli minnst 1.500 kosningabærra manna og mest 3.000. Sé einn í kjöri telst hann rétt kjörinn án atkvæðagreiðslu. I 8. grein segir hverjir skuli fara með forsetavald ef forseti „getur ekki gegnt störfum um sinn vegna dvalar erlendis, sjúkleika eða af öðrum ástæðum". Í 10. grein er sagt að forseti vinni eið að stjómarskránni, er hann tekur við störfum. í 11. grein segir að for- seti beri ekki ábyrgð á stjórnar- athöfnum og verði ekki sóttur til refs- ingar nema með samþykki Alþingis. I 12. grein segir að forseti skuli hafa aðsetur í Reykjavík eða ná- grenni, í þeirri 13. að hann láti ráð- herra framkvæma vald sitt og í 15. að forseti skipi ráðherra og veiti þeim lausn; ákveði tölu þeirra og skipti störfum með þeim. 16. greinin er um ríkisráð, sem forseti skipar ásamt ráðherrum. I 19. grein segir að undirskrift forseta undir lög veiti þeim gildi, en ráðherra ritar einnig undir. 20. greinin er um embætta- veitingar og 21. segir að forseti geri samninga við önnur ríki; þó geti hann enga slíka samninga gert, ef þeir hafa í sér fólgið afsal eða kvaðir á landi eða landhelgi og fleira er tilgreint. í næstu greinum segir að forseti stefni saman Alþingi ár hvert og ákveði hvenær því sé slitið. Hann geti frestað fundum Alþingis um tíma; hann geti rofið Alþingi og skal þá stofnað til nýrra kosninga innan tveggja mánaða. Einnig getur hann látið leggja fyrir Alþingi frum- vörp til laga, gefið út bráðabirgðalög milli þinga ef brýn ástæða er til. Hann getur ákveðið að saksókn fyr- ir afbrot skuli niður falla ef ríkar ástæður eru til og undanþágur frá lögum samkvæmt reglum getur hann veitt. Hér hefur aðeins verið gripið á því helzta um embætti for- seta íslands úr stjórnarskránni. Ritgerð um embætti forseta íslands Nokkrir stjórnmála- og fræði- menn hafa af sérstökum tilefnum skrifað um forsetaembættið, til dæmis Bjarni Benediktsson, Olafur Jóhannesson og Gunnar G. Schram. Hér er hinsvegar stuðst við ítarlega heim- ild um embættið, prófritgerð frá lögfræðideild Há- skóla íslands eftir Harald Johannessen, fangelsismála- stjóra. Ritgerðin er ígildi heillar bók- ar og rúmsins vegna er aðeins hægt að grípa niður á nokkrum stöðum til nánari skýringar á því sem áður er upp talið úr stjómarskránni. Haraldur fjallar fremst í ritgerð- inni um aðdraganda að forsetakjöri. Þar segir svo í kafla um aldursskil- yrði: „Það er ætíð nokkurt álitamál hvar setja eigi aldurslágmark al- mennt sem starfsskilyrði. Helstu rökin fyrir 4. grein stjómarskrárinn- ar eru, auk þeirra er að framan greinir, m.a. þau, að því eldri sem menn eru því líklegra er að þeir hafi öðlast nokkurn þroska, reynslu og almenna þekkingu." Höfundurinn segir síðan að það sé athugunarefni hvort 35 ára ald- urslágmark forsetaframbjóðenda sé ekki of hátt og bendir á að 20 ára geti menn orðið alþingismenn, og spyr hvort sömu rök um lipurð og mannþekkingu eigi ekki eins við um þingmannsstarfið. Og bætir við: „Ennfremur felst viss mismunun í 4. gr. stjórnarskrárinnar sem útilok- ar mikinn hluta þjóðarinnar frá framboði ... Að lokum skal þess get- ið, að aldurshámark er ekki sett í stjórnarskrána um forseta íslands, en athugunarefni er hvort aldurshá- mark laganna um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins eigi við um for- setann og hann þurfi því að láta af störfum þegar þeim aldri er náð. Fullyrt verður, að lögin um réttindi og skyldur ríkisstarfsmanna taki ekki til forseta íslands að þessu leyti og getur hann því gegnt störfum þótt hann hafi náð þargreindum hámarksaldri.“ í kaflanum „Skilyrði um íslenskt ríkisfang" er talið að í 4. greininni sé ekki sagt berum orðum að for- setaframbjóðandi þurfi að vera ís- lenskur ríkisborgari. Hinsvegar leiði af 1. mgr. 33. greinar stjórnarskrár- innar að svo þurfi að vera. í sam- bandi við athugasemdir alþing- ismanna frá 1944 segir ritgerðarhöf- undur: „Sú spurning vaknar því hvort ráðagerðir hafi verið um það að danskur aðili yrði t.d. kosinn af Al- þingi til að fara hér með forseta- vald. Það mun þó ekki hafa verið ætlun Alþingis j)ótt hugmyndum þess efnis að Islendingar tækju danskan prins sem þjóðhöfðingja hefði verið hreyft í Danmörku skv. því sem Sigurður Bjarnason sendi- herra tjáði höfundi þessarar ritgerð- ar.“ Um önnur kjörgengisskilyrði for- setaframbjóðenda, þar á meðal menntun, segir „að hvorki eru gerð- ar kröfur til forsetaefnis um almenna menntun eða sérþekkingu. Forseti Islands þarf því ekki að hafa lokið skyldunámi og enn síður sérnámi". Haft er eftir Ólafi Jóhannessyni að óþarft hafi þótt og óviðeigandi að setja nokkur skilyrði um almenna menntun, því það liggi í hlutarins eðli að þeir sem veljast til forseta- dóms, hljóti að fullnægja almennum kröfum í því efni. Forseti íslands þarf ekki að vera í þjóðkirkjunni og ef til vill hefði átt að setja það skilyrði að hann væri það, segir ritgerðarhöfundur, „en telja verður trúarbragðafrelsi for- seta eðlilegra og í samræmi við lýð- ræðislegan grundvöll íslenzks þjóð- félags og meginsjónarmið almennra mannréttinda". Hvað yrði gert ef sú staða kæmi upp að tveir frambjóðendur til for- setaembættis fengju jafn mörg at- kvæði? Haraldur segir svo í ritgerð- inni: „í lögum nr. 36/1945 er eigi kveðið á um það hvernig með skuli fara ef tvö forsetaefni eða fleiri fá sama at- kvæðafjölda. At- hugunarefni er, hvort kjósa skuli að nýju eða varpa eigi hlutkesti um það hver hlýtur embætti forseta Islands. Bjarni Benediktsson og Ólafur Jóhannesson telja að Hæstarétti beri, með hliðsjón af 113. gr. laga nr. 52/1959, að sjá um framkvæmd hlutkestis um það hver hljóta skuli embættið og sá hlutskarpari verði að teljast forseti. Telja verður þetta umdeilanlega nið- urstöðu en hér er sett fram sú skoð- un að eðlilegra væri að aftur yrði kosið.“ Á Alþingi 1944 urðu töluverðar umræður um fyrirkomulag forseta- kjörs og m.a. rætt um hvernig kom- ið yrði í veg fyrir að forseti lslands yrði hugsanlega kjörinn með mjög íitlum meirihluta atkvæða þeirra er tækju þátt í forsetakjöri. Eysteinn Jónsson kvað nefndina hafa athugað margar leiðir til að kjósa forseta. Brynjólfur Bjarnason taldi að kjörið yrði að gilda þótt forseti hefði minni- hluta þjóðarinnar á bak við sig. Um þetta tjáði Gunnar G. Schram sig löngu síðar í Morgunblaðinu og sagði: „Á undanförnum misserum hafa nokkrar umræður orðið í þjóðfélag- inu um það hvort ekki ætti að kveða á um það í stjórnarskránni að for- seti skyldi kjörinn með meirihluta atkvæða kjósenda. Röksemdin fyrir því er sú að óæskilegt sé að því embætti gegni maður sem aðeins hefur hlotið t.d. 20-30% atkvæða í kosningunni, þar sem forsetinn á að vera sameiningartákn allrar þjóðar- innar.“ Sveinn Björnsson vann eið að stjórnarskránni „að viðlögðum drengskap mínum og heiðri". Har- aldur Johannessen segir að þegar eiðstafir ríkisstjórna íslands og for- seta séu skoðaðir, sjáist að þessir aðilar hafi ætíð unnið drengskapar- heit, en ekki eið að stjórnarskránni. Hefur Haraldur eftir Bjarna Bene- diktssyni að ekki væri alveg öruggt hvaða aðili það væri sem úrskurð- aði, hvort forseti skyldi vinna eið eða drengskaparheit. Bóndi á Bessastöðum Það er athyglisvert að samkvæmt hefð er forseti íslands um leið bóndi á Bessastöðum, þó ekki sé kveðið á um það í lögunum. í ritgerð Harald- ar Johannessen segir svo: „Sú venja hefur mótast allt frá stofnun ríkisstjóraembættisins, að þjóðhöfðingi landsins nytji Bessa- staðaland. Helstu hlunnindi forseta af landinu eru vegna leigu á túnum, dúntekju og þess háttar og rennur allur arður vegna þessa til forsetans persónulega, en ekki embættis hans. Forsetinn verður þó sjálfur að greiða laun dúntekjumanna og viðhald hlunnindanna.“ Meðal þess sem forseti Íslands nýtur í embætti er sá réttur sem kann að hljóma ókunnuglega, nefni- lega úrlendisréttur. Um hann segir m.a. svo í ritgerð Haraldar: „Úrlendisrétturinn byggist á þjóð- réttarvenju og eru meginþættir hans tveir. Annars vegar eru þær réttar- reglur, sem lúta að friðhelgi þeirra manna er úrlendisréttar njóta, en í því felst m.a., að þeir eru undan- þegnir lögsögu dvalar- eða mótt- tökuríkis. Hins vegar er um að ræða þau forréttindi og fríðindi sem ríki hafa veitt fulltrúum erlendra ríkja á gagnkvæmum grundvelli um langan aldur. Úrlendisrétturinn nær til forseta íslands, fylgdarliðs hans og farang- urs á meðan þessir aðilar dveljast á landsvæði hins erlenda ríkis. Ekki skiptir máli hvort um opinbera heim- sókn er að ræða eða einkaheim- sókn.“ Samkvæmt 4. grein stjórnar- skrárinnar um hin sérstaklegu mál- efni íslands frá 1874 var konungur friðhelgur og ábyrgðarlaus. í því fólst að ekki var hægt að höfða opinbert mál á hendur honum, hann sakfelldur, eða honum gerð refsing eða viðurlög. Kafli í ritgerð Haraldar fjallar um þetta og þar segir m.a. svo: „Forseti íslands nýtur ekki friðhelgi og verður honum því stefnt fyrir dóm í einkamáli gegn honum, hann verð- ur að þola fógeta- gerð og hann verður beittur valdi af dómstólum og lögreglu. Bjarni Benediktsson taldi, að forsetinn væri aðeins ábyrgðarlaus varðandi stjórnarathafnir og til refsingar út af þeim yrði hann alls ekki sóttur, þó samþykki Alþingis kæmi til, en um einkaathafnir, sem þó vörðuðu ekki refsingu, yrði forseti sóttur sem hver annar borgari og nefndi hann í þessu sambandi barnsfaðernis- og víxilmál sem sækja mætti á hendur forseta." Völd og störf forseta Alþingi og forseti íslands fara saman með löggjafarvaldið og sam- kvæmt stjórnarskránni á forseti að fara með framkvæmdavaldið einnig ásamt öðrum stjórnvöldum. í ritgerð sinni segir Haraldur svo: „Fram- kvæmda- og löggjafarvald forseta Kristján talsmaður þjóðlegr- ar menningar Vigdís hefur aukið samskipti við ná- lægar þjóðir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.