Morgunblaðið - 17.06.1994, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 17.06.1994, Blaðsíða 48
48 FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ ss*í ©crlingdfecjg ®ii»cni>c Vtmssz -.mmjwmtomtrnm. M tntKU IM Islandsk Svar paa Kongens Budskab For^Trjk pnoSrcrlge Ira Amrriki Nyt USA-Angrcb mod Rumæniens OUefelter „Luft-Oltcnéuni htiydtr StarUn tíl Frits Claasen Ikke mere F0rer for D.N.S.A.P. B Uvejr af Angreb SSKc Gr0nland udbygget som U.S.Ar-Basis 19 Tmmt AfímjitiUg /mm tMt Vpmt 1 tf*§r 16aarig lader sig halshugge af Toget Kikkerter forbydes langsEnglandsKyst TrGskwjvr «g KktoUr ikil dknm Et Budskab fra Kongen til det islandske Folk Luftaktiviteten i Yesteuropa naar et nyt Hojdepunkt II«nlt*0CT k0 fm Aegmb mmi Mef ' ( SmMwmiafr f : Sabotor, der var grebet paa fersk Geming, henrettet POLITIKEN l’ris-Talkt sleg HPoinl Sambandsslitin í dönskum fj ölmiðlum Allt þjóðlífið grundvallast á lögbroti * Blaðaskrif bám þess merki að Dönum fannst Islendingar ekki koma fram við konung af heilindum, segir Snorri Már Skúlason. Þar réð mestu að sambandi var slitið meðan Danmörk var hemumin. Sjálfstæðisbarátta íslendinga var barátta þrungin tilfinn- ingahita. Hún litaði sögu- skýringar og afstöðu kyn- slóða til herraþjóðarinnar. En bar- átta íslendinga fyrir aðskilnaði frá Danmörku var ekki einasta tilfínn- ingamál á íslandi. í Danmörku urðu margir sárir vegna þess framgangs- máta sem var viðhafður við sam- bandsslitin. Lyktir málsins réðu þar ekki mestu heldur hitt að íslending- ar skildu slíta tengslin á meðan Danmörk var hernumin og stofna lýðveldi án samkomulags við Krist- ján konung X. Hér verður reynt að bregða birtu á umfjallanir nokkurra stærstu dagblaða Danmerkur um sambandsmálið á síðustu stigum þess og þá umræðu sem spannst um það í Danmörku. Hernumdar þjóðir Sambandslögin frá 1918 sem > kváðu á um ísland sem frjálst og fullvalda ríki í konugssambandi við Danmörku var stærsti áfangasigur íslendinga á ieið til sjálfstæðis. Þar var í 18. grein ákvæði um niðurfell- ingu sambandssáttmálans eftir árs- lok 1943 ef hvorugt ríki hefði nýtt sér þartilgerðan frest til endurskoð- unar laganna. Fullnaðarsigur í sjálfstæðisbaráttunni var í sjónmáli. Síðasti áfanginn til sambands- slita varð hins vegar annar og erfið- ari en íslendingar og Danir hefðu kosið. Evrópa logaði í ófriði og vor- ið 1940 voru Danmörk og Island dregin í stríðsdansinn þegar bæði lönd voru hernumin. Þó staða Dana væri sýnu verri, með jámhæl nas- ismans yfír sér, setti hernámið ís- lendinga í meiri vanda ef litið er til sambandsmálsins. Þeir vildu segja samningunum upp en Danir halda þeim sem minnst breyttum. Það kom því í hlut íslendinga að hafa frumkvæði í málarekstrin- um á erfiðum tímum mætti skilningi í Dan- möjku. í febrúar 1944 •> náðist fullt sam- komulag á Alþingi um afgreiðslu sambandsmálsins. Ákvarðanir Al- þingis vöktu lítil viðbrögð í Dan- mörku á útmánuðum. í bytjun maí hreyfði Kristján konungur hins veg- ar mótmælum í skeyti til íslenskra stjórnvalda og þjóðarinnar allrar. ^ Þar með hófust blaðaskrif í Dan- mörku sem báru þess merki að Dönum fannst íslendingar ekki koma fram við konung sinn af heil- indum, konung sem var samein- ingartákn Danmerkur á stríðsárun- um og naut virðingar umfram það sem vant var fyrir að standa virðu- lega í stöðu sinni gagnvart Þjóðveij- um. Enda fór svo að konungur naut fullrar samúðar dönsku þjóðarinnar í gagnrýni sinni á sjálfstæðistilburði íslendinga vorið 1944. Politiken, Berlingske Tidende og Jyllands Posten settu konungsboðskapinn sem aðalfrétt á forsíðu 5. maí. I honum sagði m.a.: ...Vér hljótum á Vora hlið að hafa heimild til að ala þá von, að ákvarðanir um það framtíðar- stjómarform, sem sker í sundur að fullu bandið milii íslensku þjóðarinnar og konungs hennar, verði ekki látnar komast í framkvæmd á meðan bæði ísland og Danmörk eru her- numin af útlendum veldum. Og vér höfum þá öruggu sann- færingu, að ef þetta færi fram, myndi það verða miður farsælt fyr- ir hið góða bræðralag milli þessara tveggja norrænu ríkja, sem liggur Oss svo mjög á hjarta. Vér óskum þess vegna, að áður en úrslitaákvörðun verður tekin, verði ríkisstjórn íslands og þjóðinni tilkynnt, að Vér getum ekki á með- an núverandi ástand varir viður- kennt þá breytingu á stjómarform- inu, sem Alþingi íslands og ríkis- stjórn hafa ákveðið án samninga- viðræðna við Oss. Gefíð í höll Vorri Sorgenfri, 2. maí 1944. Christian R. í bréfí konungs kom ekkert það fram sem benti til að hann vildi stöðva þá fyrirætlan íslendinga að stofna lýðveldi sem í raun hafði legið í loftinu frá því samband- slagasamningur- inn tók gildi. Það má hins vegar ljóst vera að kon- ungur taldi tíma- setninguna ranga. Undir þá skoðun var tekið í leiðara Politiken 5. maí og fullyrt að konungur myndi sýna óskum íslendinga um sambandsslit skilning ef aðeins viðræður um málið fæm fram með formlegum hætti og eftir gildandi reglum í samskiptum vinaþjóða og bræðra- fólks. „En slíkar viðræður hafa ekki átt sér stað og gætu ekki hafa átt sér stað, þar sem ísland er her- setið af erlendu valdi og Danmörk af öðru og bæði þessi herveldi heyja nú stríð upp á líf og dauða.“ (Politi- ken 5. maí.) Leiðari Berlingske Tidende var í svipuðum tón. íslendingar vom gagnrýndir fyrir að ætla að breyta stjórnarforminu einhliða. Berl- ingske Tidende gekk skrefi lengra en Politiken og sagði að jafnvel þó íslendingar hefðu farið fram á við- ræður um sambandsslit hefði kon- ungur aldrei heimilað slíkt meðan bæði lönd væm hernumin. íslend- ingar töldu sig hins vegar hafa öðlast fullan rétt til sambandsslita strax árið 1941 eftir að þeir höfðu orðið að taka í sínar hendur meðferð þeirra mála sem Danir tóku að sér að fara með í umboði íslands sam- kvæmt samningnum frá 1918. Sambandsslit árið 1944 voru í sam- ræmi við bókstaf sambandslaganna og þann rétt ætluðu Islendingar að nýta sér enda hafði Alþingi ályktað bæði árið 1928 og 1937 að stefna bæri að aðskilnaði jafnskjótt og samningar leyfðu. Berlingske Tid- ende fannst Islendingar hins vegar reka málið af óbilgimi og í nefndum leiðara var framkoma íslendinga sögð úr fasa við það sem tíðkaðist á Norðurlöndunum: Það er í hæsta máta óvenjulegt að lítið ríki sem hið íslenska ætli að hafa að engu grundvallarreglur í samskiptum þjóða, þeir munu komast að raun um, þegar ástandið er orðið eðlilegt á nýjan leik, að hátterni þeirra er ekki í samræmi við norrænan skilning á réttlæti, sanngirni og góðum siðum. (Berl- ingske Tidende 5. maí.) Aftenbladet hjó í sama knérunn og velti upp spurningunni um sið- ferðislegan og lagalegan rétt ís- lendinga til að ganga gegn vilja konungs og breyta stjórnarskránni án hans samþykkis. Sú ósk var höfð í frammi að íslendingar bæru virðingu fyrir stjórnarfarslegum rétti krúnunnar. Úr ofangreindum tilvitnunum má lesa ásökun á hendur Islending- um fyrir að ætla að nýta sér ófriðar- ástandið í Evrópu til að losa sig undan dönsku konungsvaldi enda þekkt úr sögunni að þegar upplausn ríkir í heimsveldum eða hjá herra- þjóðum rísa smáþjóðir upp og reyna að bijótast til sjálfstæðis. Þessi túlkun átti þó varla við ísland árið 1944, þjóðin hafði verið fullvalda í aldarfjórðung og Dönum var kunn- ugt um að Islendingar ætluðu að nýta sér samningsréttinn til að knýja fram fullnaðarsigur í sjálf- stæðisbaráttunni. íslendingar töldu sig því ekki vera að fara á bak við konung sinn. Ekkert átti að koma á óvart. Lýðveldi sem grundvallast á lögbroti Svar íslensku ríkisstjórnarinnar til konungs var forsíðuefni dönsku blaðanna 7. maí en það grundvall- aðist á kröfunni um sjálfsákvörð- unarrétt þjóða: Það er réttur íslensku þjóðarinn- ar sjálfrar og hennar einnar að taka ákvarðanir um stjórnarform sitt... Ríkisstjórn og stjórnmálaflokkarnir eru sammála um, að fregnin um boðskap konungs geti engu breytt um afstöðu þeirra til stofnunar lýð- veldis á íslandi, og skora á lands- menn alla að greiða atkvæði um lýðveldisstjórnarskrána, svo að eigi verði villst um vilja Islendinga. (Berlingske Tidende, Jyllands Post- en, Politiken 7. maí.) Staðfesta íslendinga kallaði á og það litlum Miður farsælt fyrir bræðralag þessara tveggja norrænu ríkja Staðfesta íslendinga kallaði á hörð við- brögð dönsku blað- anna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.