Morgunblaðið - 17.06.1994, Side 32
MORGUNBLAÐIÐ
4
32 FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 1994
*
Ur áður óbirtum endurminningum
Agnars Klemens Jónssonar
Lýðveldis-
hátíðin
Á lýðveldishátíðinni á Þingvöllum hafði Agnar Klemens Jónsson,
þáverandi skrifstofustjóri í utanríkisráðuneytinu og síðar sendi-
herra, þann starfa að vera erlendum sendiherrum til aðstoðar. í
þessum kafla endurminninga sinna, sem birtur er með góðfúslegu
*
leyfí ekkju Agnars, Olafar Bjamadóttur, fjallar Agnar Kl. Jónsson
um lýðveldishátíðina, sem hann hafði átt þátt í að gera að veru-
leika með virkri þátttöku í undirbúningi stjórnarráðsins að sam-
bandsslitunum og stofnun Lýðveldisins íslands.
Lýðveldishátíðin hófst með athöfn við mynda-
styttu Jóns Sigurðssonar kl. 9. f.h. Hið
fyrsta sem ég gerði er ég vaknaði var að
líta út um gluggann og gá til veðurs. Him-
inninn var þungbúinn og svört ský alls staðar að
sjá, en þó rigndi ekki og var ég feginn því, en vissu-
lega var útlitið heldur drungalegt.
Laust fyrir kl. 9 komu ríkisstjóri, ríkisstjórn og
alþingismenn saman í Alþingishúsinu. Þar voru einn-
ig komnir allir hinir erlendu sendiherrar og nokkrir
af æðstu embættismönnum svo sem biskup og for-
seti hæstaréttar. Á slaginu kl. 9 gengu allir þessir
menn með ríkisstjóra og forseta sameinaðs Alþingis
í broddi fylkingar út á Austurvöll að myndastytt-
unni. Ég hafði það hlutverk að vera erlendu sendi-
herrunum til aðstoðar og var þeim ætlaður staður á
reiti beint á móti alþingismönnum. Þar var líka dr.
Alexander Jóhannesson, formaður þjóðhátíðarnefnd-
ar, og einhveijir fleiri.
Athöfnin við styttuna var stutt. Forseti sameinaðs
Alþingis lagði krans að fótstalli myndastyttunnar og
flutti síðan ræðu, en að henni lokinni var þjóðsöngur-
inn leikinn.
Stuttu eftir að þessari athöfn var
lokið var haldið af stað til Þing-
valla. Utanríkisráðuneytið sá um
samfylgd ríkisstjórahjónanna, ráð-
herra og eiginkvenna þeirra svo og
hinna erlendu sendiherra og
fylgdarliðs þeirra. Þar að auki voru
nokkrir gestir aðrir, en alþingis-
menn voru áður famir af stað. Á
leiðinni austur tók að rigna og hvessa og hélt þessi
sunnanstormur og rigning fram eftir degi og varp-
aði óneitanlega heldur ömurlegum blæ á samko-
muna. Ekið var beint að Valhöll og þar framreiddur
hádegisverður í boði forseta sameinaðs þings. Þar
var allt óformlegt og engar ræður fluttar, enda tími
takmarkaður til borðhaldsins.
Að því loknu héldu hinir erlendu gestir upp á þing-
pallinn mikla sem hafði verið reistur á eystri gjár-
barminum við Lögberg hið forna. Þeim var raðað til
sætis á suðurhluta pallsins og það var þeirra lán því
þeir sneru bakinu í veðrið og rigninguna. Gegnt
þeim sátu forseti sameinaðs Alþingis ásamt þingskrif-
urum og ríkisstjóri til hliðar, en framan við þá sátu
hinir fjórir ráðherrar og höfðu þessir menn allir
storminn og rigninguna beint í fangið. Það voru
verstu sætin eins og á stóð. Á þvers sátu svo hinir
fimmtíu þingmenn sem mættir voru og fór satt að
segja lítið betur um þá en þingforseta, ríkisstjóra
og ráðherrana. Það var ömurlegt að horfa yfir til
þessara manna og ég vorkenndi þeim. Þeir reyndu
að skýla sér með því að bretta regnkápukragana
upp, en það hjálpaði svo sem ekki neitt.
Ráðherrar og þingmenn með ríkisstjóra og biskup
í broddi fylkingar komu gangandi eftir Almannagjá
frá Valhöíl og fengu sér sæti rétt áður en hinn sögu-
iegi fundur hófst, en það var kl. 13.55.
Feikna mannfjöldi var þama samankominn. Það
var eitt mannhaf yfir að líta og í Almannagjá höfðu
mjög margir tekið sér stöðu, enda var þar einna
helst að leita skjóls undan óveðrinu. Talið var að
þama hefðu verið milli 20 og 25 þúsund manns sam-
an komnir.
Áður en hinn merki fundur Alþingis hófst, eða
um kl. 13.30, setti forsætisráðherra, dr. Björn Þórðar-
son, þjóðhátíðina og bauð gesti velkomna, og ekki
síst fulltrúa erlendra ríkja, ásamt dr. Richard Beck,
fulltrúa Vestur-íslendinga, en síðan fór fram stutt
guðsþjónusta þar sem biskupinn, Sigurgeir Sigurðs-
son, predikaði og blessaði allan mannfjöldann. Mælt-
ist _þeim báðum vel, forsætisráðherra og biskupi.
Á slaginu 13.55 reis forseti sameinaðs Alþingis,
Gísli Sveinsson, úr sæti og setti fund Alþingis. Tvö
mál voru á dagskrá, yfirlýsing forseta um gildistöku
stjórnarskrár lýðveldisins íslands og kosning forseta
íslands.
Forseti tók fyrra málið fyrir og las upp ályktun
Alþingis frá deginum áður. Eftir örstutt hlé, eða
nákvæmlega klukkan tvö, hringdi forseti bjöllu og
þingheimur reis úr sætum. Forseti mælti: „Sam-
kvæmt því sem nú hefur greint verið, lýsi ég yfir
því, að stjórnarskrá lýðveldisins íslands er gengin í
gildi.“ Forseti hringdi bjöllu, þjóð-
fáni íslendinga var dreginn að hún
á fánastönginni á Lögbergi. Kirkju-
klukkum var hringt í tvær mínútur.
Síðan almenn þögn í eina mínútu.
Að því loknu var þjóðsöngurinn leik-
inn og sunginn. Því næst hringdi
forseti bjöllunni og þingheimur sett-
ist.
Svona fór þessi hátíðlega og ein-
stæða athöfn fram og þannig er líka skýrt frá henni
í Alþingistíðindum. Það var stórkostlegt að fá að
upplifa þessa stund. Hugur minn hvarflaði til allra
þeirra mörgu íslendinga sem lagt höfðu sig fram
um að vinna að hinu háleita marki sem nú var náð.
Ég ætla ekki að hafa fleiri orð um þessa hátíðlegu
stund, en hún er og verður mér ógleymanleg meðan
ég lifi.
ísland var loksins orðið fijálst Iýðveldi eftir sjö
alda erlend yfirráð og það einmitt á þeim tíma sem
barist var enn víða um heim, og það sem ákafast
þessa dagana, fyrir frelsi gegn ánauð og þrældómi.
Forseti sameinaðs þings flutti síðan ræðu en að
henni lokinni var komið að síðari lið dagskrárinnar,
kosningu fyrsta forseta lýðveldisins.
Nú breyttist andrúmsloftið. Fram að þessu höfðu
hátíðahöldin gengið afar vel og verið öllum til sóma,
en kjör forseta lýðveldisins var alþingismönnum til
háborinnar skammar. Eins og þegar var vitað höfðu
sumir alþingismenn orðið Sveini Björnssyni mjög
gramir, fyrst vegna skipunar utanþingsstjórnarinnar
og aftur þegar hann kom fram með tillöguna um
þjóðfundinn, og nú notuðu þessir menn hina hátíð-
legu stund á Þingvöllum til þess að ná sér niðri á
ríkisstjóranum með því ýmist að skila auðum seðli
eða að kjósa annan mann en Svein Björnsson. Þetta
var fyrsta verk þessara alþingismanna nokkrum
mínútum eftir að lýst hafði verið stofnun lýðveldis-
ins. Það fór ekki hjá því að Alþingi setti niður í áliti
þjóðarinnar, enda var þessi framkoma almennt for-
Kjör forseta var
þingmönnum til
skammar
SVEINN Björnsson, forseti í:
Ljósmynd/Jón Sen
LÝÐVELDISSTOFNUN var fagnað með skrúðgöngu í Reykjavík.
Lögreglumenn fóru fremstir. Hér ræðast þeir við, Agnar Kofoed
Hansen, lögreglustjóri, og Alexander Jóhannesson, prófessor, áður
en lagt var af stað.
ÞRÖNGá
þingi á tjald-
svæðinu.
Ljósmynd/Jón Sen