Morgunblaðið - 17.06.1994, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 17.06.1994, Blaðsíða 54
'54 FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ ÞRÍR forsetar: Guðrún Erlendsdóttir, forseti Hæstaréttar, Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, og Salome Þorkelsdóttir, forseti Alþingis. teknar að setja mark sitt á kvenrétt- indabaráttuna. Til marks um það má nefna að Svava Jakobsdóttir rithöfundur skrifaði tvær bækur tsem hiklaust má telja þýðingarmikl- ar í þessu samhengi. Það eru bæk- umar Tólf konur (1965) og Veisla undir gijótvegg (1967). Báðar bæk- urnar eru smásagnasöfn sem vekja athygli á innantómu lífi kvenna sem búa sér til gerviþarfir og reyna með þeim hætti að gefa lífi sínu tilgang. Enginn vafi er á því að þessar bækur ásamt leikriti Svövu, Hvað er í blýhólknum? (1970), hafa vakið stóran hóp íslenskra kvenna tii umhugsunar um stöðu sína. Óum- deilanlega sló Svava nýjan tón og ,fram komu byltingarkenndar skoð- anir sem marka upphaf nýju kvennahreyfingarinnar hér á landi. Víst er að þær rumskuðu hressilega við konum í Kvenréttindafélagi Is- lands þar sem Úumar létu til sín taka í kringum 1968. Þær hófust handa og könnuðu efni í skólabók- um og bamabókum, enn fremur launakjör kvenna og karla í bönk- um. í ljós kom að hefðbundinni verkaskiptingu kynjanna var við- haldið í bókunum og að lítið jafn- rétti ríkti í launakjörum í bönkum. Nýtt afl í réttindabaráttu kvenna kom fram þegar Rauðsokkur litu dagsins ljós 1970. Þær lögðu áherslu á málefni eins og fijálsar .(fóstureyðingar, dagvistarmál, fæð- ingarorlof, fýrirvinnuhugtakið og margt fleira. Hugmyndum sínum komu þær á framfæri í blaði sínu Forvitin rauð. Rauðsokkahreyfmgin var í upphafí þverpólitísk en þátta- skil urðu 1974 þegar það varð of- aná að beijast með vopnum stétta- baráttu, jafnréttisbaráttan yrði ekki skilin frá baráttu annarra undirok- aðra hópa. Rauðsokkum fækkaði og vaxandi innbyrðis átök ollu því að fleiri hurfu á braut og hreyfmg- rin var formlega lögð niður 1982. VI Árið 1975 markar tímamót í sögu íslenskra kvenna. Að fmmkvæði kvennahreyfínga á Vesturlöndum boðuðu Sameinuðu þjóðimar til al- þjóðakvennaárs 1975 og næsta ára- tug kvennaáratug. Það er skemmst frá því að segja að blómaskeið gekk í garð. Hinn 1. janúar 1975 stofn- aði Anna Sigurðardóttir ásamt tveimur öðmm konum Kvennasögu- safn íslands. Hefur safnið aukið skilning á því að konur eigi sér sögu og að gera þurfí hlut þeirra í þjóðarsögunni skil. Hinn 24. októ- ber 1975 lögðu tugþúsundir ís- lenskra kvenna niður vinnu, heima og heiman, og komu saman um allt land til að leggja áherslu á vinnuframlag kvenna og hrópuðu: „Áfram stelpur!" Talið er að um 90% íslenskra kvenna hafi lagt nið- ur vinnu þann dag til að minna á að þjóðfélagið er óstarfhæft án vinnuframlags þeirra. Þær vöktu heimsathygli. Útifundurinn á Lækj- artorgi var höfuðviðburður dagsins en talið var að þar hafí verið um 25 þúsund fundarmenn. Samstað- an, sem þarna myndaðist, varð lyfti- stöng fyrir jafnréttismálin, umræða um stöðu kvenna varð ofarlega á baugi og átti beinan þátt í að móta viðhorf fólks til jafnréttismála. Kon- ur höfðu sannað vinnuframlag sitt svo ekki varð um villst. Ungar, menntaðar konur sem voru á vinnu- markaði samhliða því að stofna fjöl- skyldu og heimili, hin nýja kona nútímans, festu sig í sessi. Kynslóð- in sem uppskar af starfí formæðr- anna. Á lokaári kvennaáratugar, tíu árum síðar, var enn haldinn útifund- ur á Lækjartorgi. Þar var höfuð- áhersla lögð á launamálin en þörf á úrbótum brann á konum því að launamunur karla og kvenna hafði lítið breyst. Síðsumars 1985 var haldin ráðstefna um íslenskar kvennarannsóknir sem telja verður undanfara Rannsóknarstofu í kvennafræðum við Háskóla íslands sem stofnuð var 1990 til að efla og samhæfa rannsóknir í kvenna- fræðum. Það var því alþjóðlegt samstarf sem varð til þess að flýta fyrir setn- ingu laga um jafnrétti kynjanna. Árið 1976 tóku fyrstu jafnréttislög- in gildi og Jafnréttisráð var stofnað samkvæmt þeim. Varð ísland fyrst Norðurlanda til að setja lög af því tagi. Mikið skorti á vilja stjómvalda til að framkvæma þau og reyndust þau því ekki það haldreipi sem vænst hafði verið. í kjölfar stöðu- veitinga 1981 þar sem talið var að ráðherrar hefðu gengið fram hjá konum, sem sérfróðir umsagnarað- ilar töldu hæfastar í störfin, lagði Jóhanna Sigurðardóttir alþingis- maður fram á þingi tillögu til breyt- ingar á jafnréttislögunum um að skuldbinda tímabundin forréttindi konum til handa. Skoðanir voru skiptar og frumvarp Jóhönnu náði ekki fram að ganga en hleypti nýju lífí í umræður um jafnrétti kynj- anna. Tvívegis hafa jafnréttislögin verið endurskoðuð, 1985 og 1991. Helstu nýmæli voru þau að nú skyldi beinlínis bæta stöðu kvenna en ekki aðeins stuðla að jafnrétti og í þeim er nú ákvæði um heimild til að veita konum tímabundin for- rettindi til að flýta fyrir þróun í átt til jafnréttis. Vigdís Finnbogadóttir var kosin forseti íslands 1980, fyrst kvenna í heiminum kosin þjóðhöfðingi í lýð- ræðislegum kosningum. Sú hvatn- ing og fyrirmynd, sem Vigdís hefur verið með framgöngu sinni og reisn, hefur reynst mikilvæg fyrir íslensk- ar konur. Lengst af var þátttaka kvenna í stjórnmálum lítil og olli það konum, sem létu sig réttindi kvenna varða, þungum áhyggjum. Við upphaf kvennaárs voru konur aðeins 4% sveitarstjórnarmanna. Straumhvörf urðu í íslenskum stjórnmálum með tilkomu Kvennaframboðs í sveitar- stjórnarkosningum í Reykjavík og á Akureyri 1982 og Samtaka um Kvennalista við alþingiskosningam- ar 1983. Konum í sveitarstjórnum fjölgaði úr 6,1% 1978 í 12,5% 1982 og voru orðnar tæp 22% 1992, hæsta hlutfallið er í kaupstöðum, yfir 30%. Hins vegar eru fáar konur í nefndum og æðstu valdastöðum. Lengst af lýðveldistímanum voru aðeins þijár konur á Alþingi, eða 5%, og tvívegis, 1938-1946 og 1953-1956, sat engin kona á þingi. Með tilkomu Kvennalistans 1983 í Reykjavík, Reykjaneskjördæmi og á Ákureyri urðu þær níu talsins, eða 15%. Áhrif Kvennalistans eru ótvíræð því að konum hefur jafn- framt fjölgað á listum hinna flokk- anna. Málgagn Kvennalistans er Vera, tímarit um konur og kven- frelsi sem komið hefur út í rúman áratug. Nú sitja 15 kjörnar konur á þingi, eða 24% þingmanna. Er það mun lægra hlutfall en á þingum hinna ríkja Norðurlandanna, til dæmis eru konur 33% danskra þingmanna og 38,5% fínnskra þingmanna. Á þeim ríflega sjö áratugum sem Iiðnir eru frá því að fyrsta konan var kjörin hafa 32 konur verið kjömar á þing. Þess ber þó að geta að margar konur hafa setið á Alþingi og í sveit- arstjórnum sem varamenn í tímans rás. Þijár konur hafa setið á ráð- herrastóli frá því að stjórnin fluttist inn í landið 1904. Auður Auðuns var dóms- og kirkjumálaráðherra 1970-1971, Ragnhildur Helgadótt- ir var menntamálaráðherra 1984- 1985 og heilbrigðis- og trygginga- ráðherra 1985-1987 og Jóhanna Sigurðardóttir hefur verið félags- málaráðherra frá 1989. Á þessu sama tímabili hafa 97 karlar gegnt ráðherraembætti. Eitt af því sem sett hefur svip sinn á síðustu ár er hve margar konur hafa sótt fram til frægðar, áhrifa og valda á æ fleiri sviðum sem áður voru eingöngu skipuð körlum. Nægir að nefna að konur skipa nú stöður hæstaréttardómara, forseta Alþingis, prófessora, sýslu- manns og sendiherra. Um leið og við fögnum okkar eigin áföngum ættum við að heiðra minningu þeirra sem gerðu okkur það kleift. Höfundur er sagnfræðingur. Þ- AÐFARANÓTT 17. júní var suðaustan stormur og hljóp svo mikill vöxtur í Öxará að hún flaut yfir bakka sína. Vatnsflaumurinn barst yfir vellina og vöknuðu sum- ir við að þeir lágu í vatnsflóði. Talið er að um 2.500 tjöld hafi verið reist á Þingvöllum, en af þeim munu þó ekki nema 30-40 hafa lent í vatnsflaumnum. Áætlað hefur verið að 25-30 þúsund manns hafi verið á Þingvöllum 17. júní 1944, þegar mest var, en þjóð- in var þá um 125 þúsund manns. Meðan á svokallaðri Lögbergs- göngu stóð var þétt sallarigning og vindsvali af suðvestri og var mikill þytur í fánum þeim sem reistir voru umhverfis þingpall- inn. Svo þétt var regnþokan að útsýni náði upp að tjaldborginni á völlunum og ekki lengra. Björn Þórðarson, forsætisráðherra, setti hátíðina á Lögbergi með fáeinum orðum. Svo illa tókst til, að ræða hans heyrðist ekki í gjallarhorn sem upp höfðu verið sett. Og fátt eitt af því sem fór fram á Lög- bergi við þessa merkilegu athöfn mun hafa heyrst eins vel út yfir allan mannfjöldann og til var ætl- ast, segir i Morgunblaðinu 19. júní. Virð óskum íslensku þjóðinni til hamingju og alls hins besta í framtíðinni ^/=/NNR/R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.