Morgunblaðið - 17.06.1994, Side 54
'54 FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRÍR forsetar: Guðrún Erlendsdóttir, forseti Hæstaréttar, Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands,
og Salome Þorkelsdóttir, forseti Alþingis.
teknar að setja mark sitt á kvenrétt-
indabaráttuna. Til marks um það
má nefna að Svava Jakobsdóttir
rithöfundur skrifaði tvær bækur
tsem hiklaust má telja þýðingarmikl-
ar í þessu samhengi. Það eru bæk-
umar Tólf konur (1965) og Veisla
undir gijótvegg (1967). Báðar bæk-
urnar eru smásagnasöfn sem vekja
athygli á innantómu lífi kvenna sem
búa sér til gerviþarfir og reyna með
þeim hætti að gefa lífi sínu tilgang.
Enginn vafi er á því að þessar
bækur ásamt leikriti Svövu, Hvað
er í blýhólknum? (1970), hafa vakið
stóran hóp íslenskra kvenna tii
umhugsunar um stöðu sína. Óum-
deilanlega sló Svava nýjan tón og
,fram komu byltingarkenndar skoð-
anir sem marka upphaf nýju
kvennahreyfingarinnar hér á landi.
Víst er að þær rumskuðu hressilega
við konum í Kvenréttindafélagi Is-
lands þar sem Úumar létu til sín
taka í kringum 1968. Þær hófust
handa og könnuðu efni í skólabók-
um og bamabókum, enn fremur
launakjör kvenna og karla í bönk-
um. í ljós kom að hefðbundinni
verkaskiptingu kynjanna var við-
haldið í bókunum og að lítið jafn-
rétti ríkti í launakjörum í bönkum.
Nýtt afl í réttindabaráttu kvenna
kom fram þegar Rauðsokkur litu
dagsins ljós 1970. Þær lögðu
áherslu á málefni eins og fijálsar
.(fóstureyðingar, dagvistarmál, fæð-
ingarorlof, fýrirvinnuhugtakið og
margt fleira. Hugmyndum sínum
komu þær á framfæri í blaði sínu
Forvitin rauð. Rauðsokkahreyfmgin
var í upphafí þverpólitísk en þátta-
skil urðu 1974 þegar það varð of-
aná að beijast með vopnum stétta-
baráttu, jafnréttisbaráttan yrði ekki
skilin frá baráttu annarra undirok-
aðra hópa. Rauðsokkum fækkaði
og vaxandi innbyrðis átök ollu því
að fleiri hurfu á braut og hreyfmg-
rin var formlega lögð niður 1982.
VI
Árið 1975 markar tímamót í sögu
íslenskra kvenna. Að fmmkvæði
kvennahreyfínga á Vesturlöndum
boðuðu Sameinuðu þjóðimar til al-
þjóðakvennaárs 1975 og næsta ára-
tug kvennaáratug. Það er skemmst
frá því að segja að blómaskeið gekk
í garð. Hinn 1. janúar 1975 stofn-
aði Anna Sigurðardóttir ásamt
tveimur öðmm konum Kvennasögu-
safn íslands. Hefur safnið aukið
skilning á því að konur eigi sér
sögu og að gera þurfí hlut þeirra í
þjóðarsögunni skil. Hinn 24. októ-
ber 1975 lögðu tugþúsundir ís-
lenskra kvenna niður vinnu, heima
og heiman, og komu saman um
allt land til að leggja áherslu á
vinnuframlag kvenna og hrópuðu:
„Áfram stelpur!" Talið er að um
90% íslenskra kvenna hafi lagt nið-
ur vinnu þann dag til að minna á
að þjóðfélagið er óstarfhæft án
vinnuframlags þeirra. Þær vöktu
heimsathygli. Útifundurinn á Lækj-
artorgi var höfuðviðburður dagsins
en talið var að þar hafí verið um
25 þúsund fundarmenn. Samstað-
an, sem þarna myndaðist, varð lyfti-
stöng fyrir jafnréttismálin, umræða
um stöðu kvenna varð ofarlega á
baugi og átti beinan þátt í að móta
viðhorf fólks til jafnréttismála. Kon-
ur höfðu sannað vinnuframlag sitt
svo ekki varð um villst. Ungar,
menntaðar konur sem voru á vinnu-
markaði samhliða því að stofna fjöl-
skyldu og heimili, hin nýja kona
nútímans, festu sig í sessi. Kynslóð-
in sem uppskar af starfí formæðr-
anna. Á lokaári kvennaáratugar, tíu
árum síðar, var enn haldinn útifund-
ur á Lækjartorgi. Þar var höfuð-
áhersla lögð á launamálin en þörf
á úrbótum brann á konum því að
launamunur karla og kvenna hafði
lítið breyst. Síðsumars 1985 var
haldin ráðstefna um íslenskar
kvennarannsóknir sem telja verður
undanfara Rannsóknarstofu í
kvennafræðum við Háskóla íslands
sem stofnuð var 1990 til að efla
og samhæfa rannsóknir í kvenna-
fræðum.
Það var því alþjóðlegt samstarf
sem varð til þess að flýta fyrir setn-
ingu laga um jafnrétti kynjanna.
Árið 1976 tóku fyrstu jafnréttislög-
in gildi og Jafnréttisráð var stofnað
samkvæmt þeim. Varð ísland fyrst
Norðurlanda til að setja lög af því
tagi. Mikið skorti á vilja stjómvalda
til að framkvæma þau og reyndust
þau því ekki það haldreipi sem
vænst hafði verið. í kjölfar stöðu-
veitinga 1981 þar sem talið var að
ráðherrar hefðu gengið fram hjá
konum, sem sérfróðir umsagnarað-
ilar töldu hæfastar í störfin, lagði
Jóhanna Sigurðardóttir alþingis-
maður fram á þingi tillögu til breyt-
ingar á jafnréttislögunum um að
skuldbinda tímabundin forréttindi
konum til handa. Skoðanir voru
skiptar og frumvarp Jóhönnu náði
ekki fram að ganga en hleypti nýju
lífí í umræður um jafnrétti kynj-
anna. Tvívegis hafa jafnréttislögin
verið endurskoðuð, 1985 og 1991.
Helstu nýmæli voru þau að nú
skyldi beinlínis bæta stöðu kvenna
en ekki aðeins stuðla að jafnrétti
og í þeim er nú ákvæði um heimild
til að veita konum tímabundin for-
rettindi til að flýta fyrir þróun í átt
til jafnréttis.
Vigdís Finnbogadóttir var kosin
forseti íslands 1980, fyrst kvenna
í heiminum kosin þjóðhöfðingi í lýð-
ræðislegum kosningum. Sú hvatn-
ing og fyrirmynd, sem Vigdís hefur
verið með framgöngu sinni og reisn,
hefur reynst mikilvæg fyrir íslensk-
ar konur.
Lengst af var þátttaka kvenna í
stjórnmálum lítil og olli það konum,
sem létu sig réttindi kvenna varða,
þungum áhyggjum. Við upphaf
kvennaárs voru konur aðeins 4%
sveitarstjórnarmanna. Straumhvörf
urðu í íslenskum stjórnmálum með
tilkomu Kvennaframboðs í sveitar-
stjórnarkosningum í Reykjavík og
á Akureyri 1982 og Samtaka um
Kvennalista við alþingiskosningam-
ar 1983. Konum í sveitarstjórnum
fjölgaði úr 6,1% 1978 í 12,5% 1982
og voru orðnar tæp 22% 1992,
hæsta hlutfallið er í kaupstöðum,
yfir 30%. Hins vegar eru fáar konur
í nefndum og æðstu valdastöðum.
Lengst af lýðveldistímanum voru
aðeins þijár konur á Alþingi, eða
5%, og tvívegis, 1938-1946 og
1953-1956, sat engin kona á þingi.
Með tilkomu Kvennalistans 1983 í
Reykjavík, Reykjaneskjördæmi og
á Ákureyri urðu þær níu talsins,
eða 15%. Áhrif Kvennalistans eru
ótvíræð því að konum hefur jafn-
framt fjölgað á listum hinna flokk-
anna. Málgagn Kvennalistans er
Vera, tímarit um konur og kven-
frelsi sem komið hefur út í rúman
áratug.
Nú sitja 15 kjörnar konur á þingi,
eða 24% þingmanna. Er það mun
lægra hlutfall en á þingum hinna
ríkja Norðurlandanna, til dæmis eru
konur 33% danskra þingmanna og
38,5% fínnskra þingmanna. Á þeim
ríflega sjö áratugum sem Iiðnir eru
frá því að fyrsta konan var kjörin
hafa 32 konur verið kjömar á þing.
Þess ber þó að geta að margar
konur hafa setið á Alþingi og í sveit-
arstjórnum sem varamenn í tímans
rás.
Þijár konur hafa setið á ráð-
herrastóli frá því að stjórnin fluttist
inn í landið 1904. Auður Auðuns
var dóms- og kirkjumálaráðherra
1970-1971, Ragnhildur Helgadótt-
ir var menntamálaráðherra 1984-
1985 og heilbrigðis- og trygginga-
ráðherra 1985-1987 og Jóhanna
Sigurðardóttir hefur verið félags-
málaráðherra frá 1989. Á þessu
sama tímabili hafa 97 karlar gegnt
ráðherraembætti.
Eitt af því sem sett hefur svip
sinn á síðustu ár er hve margar
konur hafa sótt fram til frægðar,
áhrifa og valda á æ fleiri sviðum
sem áður voru eingöngu skipuð
körlum. Nægir að nefna að konur
skipa nú stöður hæstaréttardómara,
forseta Alþingis, prófessora, sýslu-
manns og sendiherra. Um leið og
við fögnum okkar eigin áföngum
ættum við að heiðra minningu
þeirra sem gerðu okkur það kleift.
Höfundur er sagnfræðingur.
Þ- AÐFARANÓTT 17. júní var
suðaustan stormur og hljóp svo
mikill vöxtur í Öxará að hún flaut
yfir bakka sína. Vatnsflaumurinn
barst yfir vellina og vöknuðu sum-
ir við að þeir lágu í vatnsflóði.
Talið er að um 2.500 tjöld hafi
verið reist á Þingvöllum, en af
þeim munu þó ekki nema 30-40
hafa lent í vatnsflaumnum. Áætlað
hefur verið að 25-30 þúsund
manns hafi verið á Þingvöllum 17.
júní 1944, þegar mest var, en þjóð-
in var þá um 125 þúsund manns.
Meðan á svokallaðri Lögbergs-
göngu stóð var þétt sallarigning
og vindsvali af suðvestri og var
mikill þytur í fánum þeim sem
reistir voru umhverfis þingpall-
inn. Svo þétt var regnþokan að
útsýni náði upp að tjaldborginni á
völlunum og ekki lengra. Björn
Þórðarson, forsætisráðherra, setti
hátíðina á Lögbergi með fáeinum
orðum. Svo illa tókst til, að ræða
hans heyrðist ekki í gjallarhorn
sem upp höfðu verið sett. Og fátt
eitt af því sem fór fram á Lög-
bergi við þessa merkilegu athöfn
mun hafa heyrst eins vel út yfir
allan mannfjöldann og til var ætl-
ast, segir i Morgunblaðinu 19. júní.
Virð óskum íslensku þjóðinni til hamingju
og alls hins besta í framtíðinni
^/=/NNR/R