Morgunblaðið - 17.06.1994, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 17.06.1994, Blaðsíða 60
60 FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ -------------- Óskaplegt breytingaskeið Meðal starfsmanna við kosningar um sam- bandsslitin var Baldur Möller, síðar ráðuneyt- isstjóri. Hann ræðir lýð- veldisstofnunina og margt fleira í viðtaii við Elínu Pálmadóttur. Baldur Möller ráðunejrtis- stjóri upplifði miklar brejd;ingar á sínum langa ferli í dóms- og kirkju- málaráðuneytinu, þar sem hann hóf störf 1941, rétt áður en íslendingar fengu sinn fyrsta ríkisstjóra. Hann vann þar við atkvæðagreiðsluna um sambandsslitin og stofnun lýðveldis á íslandi og síðan gegn um þær miklu breytingar sem urðu frá stríðslokum og allar götur fram til ársloka 1984, síðustu 23 árin sem ráðuneytisstjóri. Útþenslan á stjórnunarþættinum hefur orðið býsna mikil síðan ísland varð lýð- veldi og íslendingar fóru að ráða sér sjálfir og einir, eins og fram kemur í viðtali sem Morgunblaðið átti við Baldur. - Þegar Baldur Möller var ráðinn fulltrúi í dóms-og kirkjumálaráðu- nejAið á miðju ári 1941, þánýbak- aður lögfræðingur, tók hann við af Ingu Magnúsdóttur, sem var ritari og löggiltur skjalaþýðandi. En nú varð sú brejúing á að tveir lögfræð- ingar störfuðu með Gústavi Jónas- syni ráðuneytisstjóra. Þá var Þórður Jensson gjaldkeri stjórnarráðsins og hugsaði vel um peninga ríkis- sjóðs. Segir Baldur mér söguna af því þegar Inga hneykslaði Þórð. Jíýn gerði það af sér að láta setja upp krossviðarhillu ofan við ritvél- ina til að leggja blöð sín á, án þess að spyrja Þórð, sem varð að orði: „Þér eruð stjórnarráðinu dýr, frök- en Inga“. Framundirþað að Baldur kom þar var ráðuneytið ásamt öllum stjórnarskrifstofum og ráðherrum í Stjórnarráðshúsinu, sem langalang- afi hans, Óli Pétur Kristján Möller, hafði verið fenginn til að breyta úr fangelsi í embættisbústað og skrif- stofur þegar Moltke greifi var skip- aður stiftamtmaður 1819 og neitaði að taka við án þess að fá hæfilegt húsnæði. Síðan bjuggu þar eftir- menn hans, síðastur Magnús Steph- ensen landshöfðingi, sem vék fyrir fyrsta ráðherranum Hannesi Haf- stein 1904. Síðan hafði húsið hýst allt stjórnarráðið. Lengi vel var ráð- herrann aðeins einn með þrjár deild- ir eða skrifstofur, sem nefndust fyrsta, önnur og þriðja skrifstofa, en síðar höfðu ráðherrar um nokk- urt árabil verið þrír. Þarna voru nú til húsa öll ráðunejdin nema við- skiptaráðunejdið, sem hafði verið stofnað 1939, og ásamt fjármála- ráðuneytinu fékk húsnæði í Arnar- hváli. „Við höfðum tvö herbergi þar sem skrifstofa forsætisráðherra er nú. Gústav ráðuneytisstjóri hafði syðra herbergið, en í öðru herbergi 1944-1984 sátu fimm manns, sem var starfslið dóms- og kirkjumálaráðherra, sem jafnframt var forsætisráðherra, Hermann Jónasson, og hafði sam- svarandi húsnæði og við austan við vegginn. Okkar ráðunejti var dóms- og kirkjumála, heilbrigðis- kennslu- og menntamálaráðunejti, allt saman. Ég fékk plássið út við kakkelofninn, því enn var kynt með kolum“, segir Baldur og bætir við.„Þá eins og nú veitti dómsmála- ráðuneytið leyfi til hjónaskilnaða. I sambandi við slíkt getur þurft alls konar við- ræður við aðila og þarna þurfti þá fólk að gera grein fyrir sínum máium þar sem fimm menn heyrðu. Að vísu var oftast úrskurð- að bréflega og án mikilla við- ræðna.“ Baldur kom í stjórnarráðið rétt áður en ríkisstjóri kom til. Þegar Þjóðveijar réðust inn í Danmörku 10. apríl 1940 ákvað alþingi strax að fela ríkisstjórninni að fara með störf þjóðhöfðingjans, en þá var starfandi „þjóðstjórnin“ sem kom til valda 1939. Allir ráðherrarnir þurftu þá að skrifa undir og fara með vald þjóðhöfðingja saman. Þetta var bráðabirgðaráðstöfun. Síðan leið eitt ár þar til Sveinn Björnsson var kjörinn ríkisstjóri af alþingi og kjör hans staðfest 17. júní 1941, tveimur vikum eftir að Baldur kom í dómsmálaráðunejdið. Brejdtist mikið í stjórnsýslu eftir að íslendingar höfðu eignast eigin ríkisstjóra? „í sjálfu sér ekki. Birgir Thorlacius var þá einkaritari Her- manns Jónassonar forsætisráðherra og hafði mest sambandið við Svein Björnsson eftir að hann er orðinn ríkisstjóri. Það var ákaflega heppilegt að fá Svein Björnsson. Það hefði orðið ákaflega flókið mál ef orðið hefðu ríkisstjómarskipti, sem varð skömmu síðar. Ef ráðherrar í ríkis- stjórn sem var að leysast upp hefðu átt að starfa sem einn maður“, seg- ir Baldur. Stjórnkerfið hefur þanist út Og þá var her í landi, urðuð þið í stjórnarráðinu varir við hann? „Herinn var ekki langt undan, því breski herinn lagði undir sig Menntaskólann. Hérnámið bar svo brátt að. En með þjóðstjórninni 1939 kom utanríkisráðherra og Stefán Jóhann Stefánsson tók við utanríkismálum sem forsætisráð- herra hafði haft fram að því. Yfir- menn hersins töluðu við Stefán Jó- hann og allt gekk þetta árekstra- laust. Eftir á að hyggja, þá skilur maður ekki hvernig svo mörgum ráðherrum var komið fyrir í þessu litla Stjórnarráðshúsi með sitt fólk og umstang." Stjórnkerfið hefur þá breyst mik- ið síðan? „Stjórnkerfið hefur þanist svo út að engu er likt“, svarar Baldur að bragði. „Auðvitað var þetta ekki nægilegt, en mætti kannski á milli vera“ Kóngurinn gramur í stríðslok 1945 fékk Baldur frí frá störfum sínum í ráðunejdinu til að fara með föður sínum, Jakobi Möller, til Danmerkur. „Reynt hafði verið að fá Einar Arnórsson til sendiherra. Hann var enn ráð- herra og hafði verið í sambands- laganefndinni. Sagt var að þar hefði hann gnæft yfir stjórnmála- mennina dönsku, hann var svo . skarpur. Því var tilvalið að hann færi til Danmerkur, en hann var ófáanlegur til þess. Þegar faðir minn J akob Möller var skipaður sendiherra fékk ég leyfi til að vera með honum, fór í ágúst 1945 og varþartil ársloka 1946“. Við spyrj- um Baldur nánar út í það hvernig hafi verið að koma sem fulltrúi íslands til Danmerkur, þar sem allir voru ekki ánægðir með sam- bandsslitin. „Danir voru sárir. I fyrsta viðtalinu við sendiherrann þurfti Kristján konungur að viðra sinn sársauka, sem var eðlilegt, honum fannst hann hafa verið svik- inn. En á íslandi var ótti við að Þjóðveijar kæmust til valda og þá hefði verið óþægilegt að ísland væri undir dönskum kóngi. Enda búið að ákveða að slíta sambandinu Geysileg stækkun orðið á stjórnar- ráðsapparatinu íbúatala landsins hefur rúmlega tvöfaldast frá stofnun lýðveldisins 264.922 Fólksfjöldi og 1944-1994 i 14.799 Akureyri Bolungarvík 1.176 ísafjörður ^^M11 Sauðárkrókur Siglufjörður 2.710 Blönduós 1.052 2.710 _ á h 1.784 Ólafsfjörður Dalvík 1e. “ 1.185 Aukningin hefur orðið mest í þéttbýli við sunnanverðan Faxaflóa. Þess utan vekur athygli að „nýir“ bæir eins og Sauðárkrókur, Egilsstaðir, Höfn og Selfoss hafa vaxið hratt. Fólki í strjálbýli sem hefur að mestu framfæri af landbúnaði hefur fækkað úr u.þ.b. 36.000 í tæp 20.000 eða úr um 30% í 7,5% af íbúafjöldanum. HÚSaVÍk2504 c-, ... Neskaup- _ Egilsstaðir Seyðisfjörður staður 16)g Eskifjörður Ólafsvík Stykkishólmur 1.123 1-266 Bolungarvík SURaIeyri" ^)ísafÍörðUr • ■ * Pingeyri ■ * Tálknafjörður .Bíldudalur Patreksfjörður m "* i-' - Hólmavík ■ Hofsós ■ Skagaströnd m Sauðár- . krókurg^, . BlönduósQ W; ■ Grímsey Siglufjörður ^ ^ÓIafsfjörður DalvíkOí. ■ Kópasker . O Húsavík Æ rnm m Raufartiöfn Þórshöfn 1.055 Bakkafjörður Vopnafjörður Höfuðborgar- svæði 152.451 Reykjavík, Mosfellsbær, Selfjamarnes, Kópavogur, Garðabær og Hafnarfjörður Akureyri ■ Reykjahlið Reykhólar Hellísandur/Rif ■*n -Ólafsvík^ StykkishólmurQ 1 Grundarfjðrður Reykjavík 101.855 Akranes Borgarnes 5.227 Hafnar- fjörður 1950 1960 1970 1980 1990 Akrprfés REYKJAVÍK i Garður Sandgerði Keflavík Sandgerði Garður 1.415 i.tio Borgarfjörður ■ Seyðisfjörður • pEgii? ■ Neskaup .• staðir -Ostaður O Eskifjörður . . . “ Stöðvarfjörðu Breiðdalsvík 1 Djúpivogur Höfn i,732 Seltjarnar- Mosfells- nes 4437 bær 4.703 Keflavík, Selfoss Njarðvík 2.567 Hveragerði 1.630 já 1-631 rnm átM Vestmannaeyjar , 4B3 1 Dreifing íbúa l.des. 1993 Strjálbýli: Einn depill táknar 50 íbúa Þéttbýli: Kauptún og þorp ■ Færri en 150 íbúar ■ Frá 151 -500 íbúar ■ Stærri en 500 íbúar O O O Kaupstaðir Heimild: Hagstofa Islands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.