Morgunblaðið - 17.06.1994, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.06.1994, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ \ Jónas „Kannski eitthvað um tíma, en ekki til frambúðar. Og nú er þetta löngu liðin saga.“ „Af hverju heldurðu að Sveinn Björnsson hafi talað við ykkur þijá?“ „Ég hef enga skýringu á því. Hann þekkti okkur alla vel per- sónulega og má vera að það hafi ráðið einhverju um. Þegar hann fór þess á leit við mig að taka þátt í stjórninni sagði hann: „Ég bíð ekki lengur eftir því að flokkarnir myndi nýja stjórn og ég er ákveðinn í að skipa utanþingsstjórn sem fer með stjórn landsins meðan flokkarnir koma sér ekki saman." Hann hafði áður rætt við Björn Þórðarson sem hafði gert það að skilyrði að Einar Arnórsson ætti sæti í stjórninni ásamt okkur Vilhjálmi. Sveinn Björnsson sagðist setja það skilyrði að þeir menn sem hann hefði talað við leituðu undir engum kringum- stæðum ráða hjá flokkunum, og ef þeir teldu sig þurfa að gera það yrði hann að snúa sér til annarra manna. Við Vilhjálmur höfðum verið bendlaðir við pólitíska flokka eins og þú veizt, en Björn og Ein- ar Arnórsson voru þá taldir nokk- um veginn ópólitískir, þó Björn hefði löngu áður verið orðaður við Framsóknar- flokkinn og Einar verið ritstjóri Morgunblaðsins. Ég hugsaði málið og svo fór að ég tók að mér fjár- mála- og viðskiptamálaráðherra- embættið í stjóminni án þess að bera saman bækur mínar við Sjálf- stæðisflokkinn. Það olli ýmsum erfiðleikum síðar. Þeir sögðu við mig: „Af hverju komstu ekki og ráðfærðir þig við okkur?" Og mörgum þótti áreiðanlega óeðlilegt að ég tæki að mér embættið að flokknum fornspurðum, enda þótt ég hefði hvorki verið fulltrúi hans í bæjarstjórn né á Alþingi þegar þetta gerðist. Dr. Björn Þórðarson var þjálfað- ur maður, fjölhæfur og ágætlega til þess fallinn að vera forsætisráð- herra, eins og reyndar kom á dag- inn, og yfirleitt tóku þingmenn honum vel.“ „Var gott samstarf í ríkisstjórn- inni?“ „Já, ágætt. Þar réð hver fyrir sínu ráðuneyti. Ráðherrar utan- þingsstjómar hafa dálítið sérstaka aðstöðu. Þeir þurfa ekki að taka tillit til annars í afgreiðslu mála en eigin sannfæringar. Við bárum að sjálfsögðu fulla ábyrgð gagn- vart þinginu og „móralska" ábyrgð, ef svo mætti segja, gagn- vart forsetanum." „Finnst þér að við ættum að auka vald forsetans?“ „Því er erfitt að svara. Það ligg- ur í hlutarins eðli að utanþings- stjórnir geta ekki setið að völdum á íslandi til langframa eins og málum er nú háttað. Þingið hlýtur að hafa síðasta orðið, og ef ríkir langvinnt stríð milli ríkisstjómar og þings fer öll stjórn landsins í handaskolum.“ „Hver heldurðu að hafi verið afstaða Sveins Björnssonar til þing_sins?“ „Ég álít að hann hafi litið á það sem skyldu sína að skipa utan- þingsstjórn vegna þess að önnur leið virtist ekki fær eins og á stóð. Annað vakti ekki fyrir honum. Hann virti þingið og hafði sjálfur verið þingmaður áður en hann var skipaður sendiherra í Danmörku.“ „Áttuð þið góða samvinnu við hann?“ „Já, ágæta.“ „En af hverju sagði Jóhann Sæmundsson af sér ráðherraemb- ætti?“ „Af því að hann gat ekki unað því að tillögur þær sem stjórnin vildi að kæmu til framkvæmda við- víkjandi efnahagsmálunum næðu ekki fram að ganga í þeirri mynd sem stjórnin vildi. Sumir álitu að stjómin hefði þá átt að segja af sér, en hún vissi að engin von var um myndun meirihlutastjómar og þá blasti ekki annað við en stjórn- leysi ef hún færi frá. Af þeim sök- um sátum við áfram. En þann dag sem þinginu tækist að mynda nýja stjórn vorum við auðvitað reiðu- búnir að kveðja.“ „Hvernig var þér innanbijósts meðan sjálf athöfnin fór fram þeg- ar lýðveldið var stofnað á Þingvöll- um?“ „Ég hef oft komið til Þingvalla að sumri til, en ég man ekki eftir slíkum rigningarofsa eins og þar var 17. júní 1944 meðan athöfnin fór fram. Ég geri ráð fyrir að fleiri en ég hafí vonað og jafnvel búizt við að góðvættir landsins mundu sjá fyrir því að Þingvellir gætu í sólskini og allri sinni tignu fegurð tekið á móti Alþingi þegar það lýsti yfir endurheimt hins forna frelsis og lokið væri nærri 800 ára áþján. En svo auðveldlega átti ekki frelsið að falla okkur í skaut á þessum degi hins endurheimta lýð- veldis sem margar kynslóðir höfðu barizt fyrir og þráð. Mér fannst veðrið vera að beija það inn í okk- ur að sá sem vill vera fijáls verður að vera við því búinn að heyja baráttu og sigrast á erfiðleikum. Mér fannst er ég sat á þing- pallinum með veðurofsann beint í andlitið að við værum að leysa landfestar og leggja úr höfn á skipi sem enginn vissi hvernig mundi láta að stjórn. Við höfðum óskað að stjóma okkar eigin farkosti, og öllum mátti nú vera ljóst að far- sæld hans var komin undir vizku, þroska og manndómi okkar sjálfra. Síðan eru nú liðin 20 ár. Verkefn- in hafa stækkað þjóðina og hún hefur ekki kiknað undir vandanum sem hún tókst á hendur 17. júní 1944. Hún hefur sýnt að hún er verðug frelsisins og hún hefur með djörfung og bjartsýni stýrt skipi sínu. Áföllin hafa ekki verið meiri en búast mátti við þegar beitt er upp í vindinn." „Og hvernig fannst þér menn yfirleitt taka þessum sögulega við- burði á Þingvöllum og hvað vakti mesta athygli fyrir utan fundinn á Lögbergi þegar lýst var yfir stofn- un lýðveldisins?“ „Þrátt fyrir hljóða gleði fjöldans yfir stofnun lýðveldisins hvíldi ein- kennilegur alvöruþungi yfir öllum. Flestir munu hafa gert sér ljóst að þjóðin var nú að stíga skref sem mundi marka einhver mikilvæg- ustu tímamót í þúsund ára sögu hennar. Menn gerðu sér líka ljóst að ýmsar blikur voru á lofti því enn geisaði heimsstyijöldin með ógnum og óvissu sem henni fylgdu. Sambandsland okkar var hersetið og hafði verið þögult um sam- bandsslitin sem allir vissu að voru í undirbúningi. Þegar forseti Sam- einaðs þings lýsti yfír stofnun lýð- veldisins höfðu engin skeyti borizt frá Danmörku. En síðar um daginn barst vinsamlegt símskeyti frá Kristjáni konungi með heillaóskum til þjóðarinnar. Þegar forsætisráð- herra las upp þessa vinsemdar- kveðju í heyranda hljóði fyrir mannfjöldanum var sem fargi væri létt af þessu hamingjusama fólki sem stofnað hafði sitt eigið lýð- veldi nokkrum klukkustundum áður. Þessi atburður gerði daginn bjartari.“ „Að lokum Björn, þú varst menntamálaráðherra í stjórninni 1950, var það ekki?“ „Jú.“ „Af hveiju heldurðu að þú hafir verið valinn í það embætti?“ „Ef ég man rétt þá var það vegna þess að enginn vildi taka það að sér — svo lenti það hjá mér. Tíminn leiddi svo í ljós að þetta ráðuneyti var mér til mikillar ánægju.“ „Af hveiju þá?“ „Kannski vegna þess að ég vissi að flestir sem þurftu að tala við menntamálaráðherrann bjuggust við að koma að tómum kofunum.“ (Júní 1964) í ritinu Um Jónas (1993) eftir Matthías Johannessen er fjallað um hugsjónir hans, trú og skáldskap, en Jónas Hallgrímsson er mesta þjóðfrelsisskáld íslend- inga fyrr og síðar. Hér á eftir fer upphaf fyrsta kafla bókarinnar. Markmið Fjölnir var stofnaður uppúr júlíbyltingunni 1830 og andófinu gegn einveldi og ófrelsi. Jónas Hallgrímsson var aug- sýnilega mestur áhugamaður um Fjölni. Hann virðist hafa séð um að ritið kæmi út en það gat misfar- izt þegar hann var heima á ís- landi, en útkoman brást ekki þegar Jónas var í Höfn. Að honum látn- um lagðist Fjölnir niður. Jónas var ávallt með hugann við ísland þegar hann var í Danmörku en hér heima hefur hugur hans líklega eins oft verið hjá vinum hans í Höfn. Þegar hann kom þangað að loknu námi var Fjölnir stofn- aður, en ekki fyrr þótt félagar hans hafi verið komnir þangað áður. ísland og framtíð þess var áleitið og raunar ástríðufullt um- hugsunarefni Jónasar í Kaupmannahöfn. Hann hefði getað sagt með Heine, þegar ég yfírgaf föðurland mitt, fann ég það aftur í hjarta mínu. Hannes Hafstein segir Fjölnismenn hafi með útgáfu tímarits ætlað að hefja stríð gegn gömlum hleypi- dómum, deyfð og framtaksleysi. Af formála fyrsta heftis Fjölnis, 1835, má sjá að þeim finnst forn- öld íslands hvetjandi, svo glæsileg sem hún var í rómantísku Ijósi samtíðarinnar, þótt umhverfi hennar sé ógnlegt og heldur blóð- ugt eins og fram kemur í sögun- um. En um það fjallaði ekki Is- land! farsældafrón í upphafi þessa fyrsta heftis, heldur fyrirheitin ef litið var um öxl og reynt að taka mið af sögu þjóðarinnar á þeim þjóðfélagslegu öræfaslóðum sem Islendingar þekktu hvað bezt á þeim árum. Nytsemi, hagsæld og fegurð voru leiðamerkin. Vilja- brestur og vankunnátta sú byrði sem nauðsynlegt var að losna við. Enginn hafði skorið upp herör gegn áræðisleysinu eins og Eggert Ölafsson og því var hann fyrir- mynd og ástmögur þeirra félaga. Hann hafði einnig ort um landið og gögn þess, jafnvel góð erindi í Búnaðarbálki, fyrst prentaður 15 árum eftir dauða Eggerts 1783, síðan í fyrsta árg. Armanns á Al- þingi og loks í Kvæðum Eggerts 1832 (útg. Tómas Sæmundsson) og framúrskarandi hvöt í Öxar við ána. Það dugði Jónasi Hallgríms- syni og hann horfði í gegnum fíng- ur við allt það sem miður fór í skáldskap Eggerts og gerði hann að leiðtoga sínum. Hann lagði aug- sýnilega annan mælikvarða á rit- verk Eggerts en Sigurðar Breið- fjörðs sem varð fyrir barðinu á andúð hans á rímnakveðskap og því söngli sem fylgdi. Samt er Sig- urður Breiðfjörð eitt af ljóðrænustu skáldum tungunnar þar sem hann er beztur, en Eggert Ólafsson mis- tækari, ef eitthvað er. En hann var Jónasi þóknanlegur og hann gerði Eggert að huldumanni íslenzkrar sögu. Eggert hafði líka ort um himininn. Rímurnar fjölluðu aftur á móti um akarnið og svínið sem aldrei lítur upp frá því. Stjörnu- himinninn var takmark Eggerts fyrir hönd þjóðar sinnar, en rím- urnar dáðlaus venja og endurtekn- ing. Jónas, sem var „skáld hins endurfædda máls“, eins og Hannes Hafstein kemst að orði, lét Sigurð Breiðfjörð gjalda þess sem hann var fulltrúi fyrir og óneitanlega dettur okkur í hug samtíminn þeg- ar við lesum þessa athugasemd Hannesar: „Éornsögurnar voru lít- ið lesnar, en yfirdrottnandi alls skáldskapar voru rímurnar, sem hver vísufær vesalingur orkti og voru kveðnar með ámátlegustu lögum um allar sveitir, og lærðar eins og kverið, og þar með bögu- mæli, dönskuslettur og alls konar smekkleysi.“ Þar fann Jónas rót til margs ills eins og Hannes kemst að orði í formála sínum fyrir Ljóð- mælum Jónasar, 1883.Þaðvarþví ærin ástæða til að húðfletta rím- urnar persónugerðar í auðnuleysis- legum snillingi þeirra og fyrir það kallaði Jónas yfir sig reiði margra sem kunnu að meta yfirburði Sig- urðar þegar honum tókst upp. Eggert Ólafsson, þjóðlegur og mikilsýnn eins og Einar Bene- diktsson kemst að orði, var Jónasi marg- vísleg fyrirmynd. Það voru ekki sízt áhrif frá honum sem hvöttu skáldið og náttúru- fræðinginn til að ferð- ast um landið, kynna sér þjóðlíf, staðhætti og atvinnulíf til sjávar og sveita eins og Egg- ert hafði gert. En Jón- as var ekki með hug- ann við búskaparstrit eða þjóðlífshætti að sama skapi og Eggert. Segullinn var landið sjálft. Hann kynnti sérþað bæði sem náttúrufræðingur og svo - ekki síður - sem áhugamaður um historískt, eða sögulegt landslag eins og við sjáum í kvæðum hans, og þá ekki sízt Gunnarshólma. Þar er skáld hins endurfædda máls á ferð um stórbrotið sögulegt um- hverfi þar sem hólminn verður ímynd íslands, harmljóðið örlög þjóðarinnar fram að því en glæsi- leiki hetjunnar vísbending um framtíðina. Það var í þetta landslag sem Jónas leitaði þegar hann var með hugann við endurreisn Alþing- is - _og þá ekki sízt á ferðalaginu um ísland og Njáluslóðir 1837. ísland! farsældafrón er öðrum þræði áróðurskvæði fyrir endur- reisn Alþingis á Þingvöllum og hvergi er meira rætt um Alþingi og þingstörf en í Njálu svo að hún hefur verið nærtæk fyrirmynd í þjóðfrelsisbaráttunni. Hraun í Öxnadal, fæðingarstað- ur Jónasar Hallgrímssonar. Mín leið lá fram hjá Alþingi Jónas Hallgrímsson Heiðurs- merki Hin íslenska fálkaorða er þekktust íslenskra heið- ursmerkja. Fálkaorðan var stofnuð í tilefni af heimsókn Kristjáns X. Danakonungs og Alexanderine drottningar 1921. Áður en fálkaorðan varð til fengu margir íslendingar Dannebrogsorð- una. Fálkinn var í íslenska skjaldar- merkinu 1903-19 og frá 1921 í ís- lenska konungsfánanum. Gerð orð- unnar þykir um sumt bera svip Dannebrogsorðunnar en ýmislegt í orðureglunum mun eftir norskri fyr- irmynd. í einu atriði var fálkaorðan mjög frábrugðin hinni dönsku fyrir- mynd, sú íslenska skyldi veitt bæði konum og körlum. í fyrstu var það konungur sem sæmdi orðuþega fálkaorðunni. Árið 1942 færðist orðuveitingarvaldið í hendur ríkisstjóra og í hendur for- seta lýðveldisins 1944. Forsetinn varð jafnframt stórmeistari orðunn- ar. Sú hefð hefur skapast að forset- inn veiti fálkaorðuna hinn 17. júní og á nýársdag ár hvert. Heiðursmerki Til eru ýmis önnur heiðursmerki en fálkaorðan. Sum hafa verið veitt af sérstöku tilefni, svo sem heiðurs- merki alþingishátíðar 1930 og heið- ursmerki til minningar um endur- reisn lýðveldisins 1944. Slík heiðurs- merki eru þægileg lausn þegar heiðra á hóp manna sem ýmist eru orðuhafar eða ekki. Samkvæmt sið- venjum er orðuhafa veitt næsta stig orðu ofan við það sem hann hefur í hvert skipti sem hann er heiðrað- ur. Ef öllum væri veitt fálkaorða, svo dæmi sé tekið, yrði ef til vill að mismuna þyggjendum orðunnar. Þegar lýðveldið var endurreist 1944 þótti ástæða til að gefa út sérstakt heiðursmerki til minningar um þann sögulega viðburð. Við út- gáfu merkisins var heiðursmerki al- þingishátíðarinnar 1930 haft til fyr- irmyndar. í fróðlegum greinaflokki Birgis Thorlacius, fyrrum ráðuneytisstjóra, um íslensk heiðursmerki sem birtist í Tímanum 1991 er lýsing á heiðurs- merki lýðveldisstofnunar. „Á fram- hlið þess er skjaldarmerki lýðveldis- ins og skjaldberar, og umhverfís letr- að í boga: Lýðveldi endurreist á ís- landi 17. júní 1944. Undir skjaldar- merkinu er skrautflétta til að brúa bilið sem myndaðist milli upphafs og loka áletrunarinnar. Á bakhlið er merki lýðveldishátíðarinnar, þ.e. skjaldarmerkið án skjaldbera og yfir því rísandi sól sem mislöngum geisl- um stafar frá, en sleppt er áletrun- inni sem var á lýðveldishátíðarmerk- inu: 17. júní 1944. Laufsveigur lykur um skjöldinn upp að efri brún hans, þar sem sólarmerkið tekur við.“ Merkið er úr 10 karata gulli, 23 mm í þvermál og borið í bandi í fánalitun- um. Heiðursmerkið vegna endur- reisnar lýðveldisins var smíðað í Bandaríkjunum í 75 eintökum. Þar- lendir voru stoltir af smíðinni og bættu við undir skjaldarmerki lýð- veldisins merkingunni „Made in US“. Þessi viðbót þótti miður heppi- leg á heiðursmerkinu. Þurfti að því að breyta merkjunum og eins að bæta á þau festingum fyrir borða. Þeir sem hlutu heiðursmerkið voru alþingismenn svo og sendimenn er- lendra þjóða og aðrir sem ríkisstjórn- inni þótti sérstaklega verðir þess. Tveir alþingismenn höfnuðu merk- inu og þrír sendiherrar gátu ekki tekið við því vegna gildandi reglna í heimalöndum þeirra. r- 1 i P * « i í I t 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.