Morgunblaðið - 17.06.1994, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 17.06.1994, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ Í i i FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 1994 57 1944 — kosningar um sambandsslit og lýðveldisstofnun Mesta kjör- sókn sem um getur 98,6% atkvæðisbærra Islendinga komu á kjör- stað til að kjósa um sambandsslit og lýð- veldisstofnim. Guðni Einarsson hefur kynnt sér þessar sögulegu kosningar. Þjóðaratkvæðagreiðslan um lýðveldismálið í maí 1944 vakti athygli víða um lönd fyrir það hve kjörsókn var mikil og úrslitin ótvíræð. Alls komu 98,6% atkvæðisbærra íslendinga á kjörstað og á annað hundrað kjör- deilda voru með 100% kjörsókn þrátt fýrir strjálbýli, erfíðar samgöngur, sumarannir og að fjöldi fólks var tepptur erlendis. Úrsíit urðu þau að 97,35% atkvæðisbærra manna, eða 99,5% þeirra sem mættu á kjörstað, greiddu atkvæði með skilnaði frá Dönum, aðeins 0,5% kjósenda vildu viðhalda konungssambandinu. Lýð- veldisstjórnarskráin naut stuðnings 95% kjósenda, 1,44% voru andvígir stjómarskránni. Sambandslagasáttmálinn frá 1918 gerði ráð fyrir því að þing ríkjanna gætu óskað eftir viðræðum um end- urskoðun samningsins eftir 1940. Tækjust samningar ekki á þremur árum gátu þingin lýst því yfir að sambandslögin væru fallin úr gildi. Sambandsslitin varð að staðfesta rneð þjóðaratkvæðagreiðslu í við- komandi landi. Alþingi lýsti því yfír 25. febrúar 1944 að sáttmálinn frá 1918 væri fallinn úr gildi og þar með ákvæðið um atkvæðagreiðslu. Hins vegar ákvað Alþingi að yfirlýsingin skyldi borin undir atkvæði þjóðarinnar. Eins skyldu greidd atkvæði um frum- varp til stjórnarskrár hins væntan- lega lýðveldis. Hinn 24. mars sama ár voru sett lög um atkvæðagreiðsluna og í þeim vikið í tveimur atriðum frá almennum kosningalögum. Heimilaðir voru fleiri kjördagar og heimakosningar fyrir fólk sem átti illa heimangengt. Atkvæða- greiðs- Morgunblaðið/Jón Sen ELDRI sem yngri flykktust á kjörstað. Gamla fólkið var ekki síður áhugasamt en það yngra og mörgum hinna eldri þótti draumi líkast að fá að greiða stofnun lýðveldisins atkvæði sitt. Morgunblaðið/Jón Sen í LÝÐVELDISKOSNINGUNUM var gerð sú undantekning að kjördagar voru fjórir og leyfð- ar voru heimakosningar. Þessi öldungur nýtti sér það og fékk fulltrúa kjörstjórnar í heimsókn. Myndræn framsetning HELGI Sigurðsson verkfræðingur gerði þessa töflu sem notuð var til að sýna kjörsókn í kjördæmunum. Töflur sem þessi voru hengdar víða upp á almannafæri og fært inn á þær eftir því sem kjósendur mættu á kjörstað. lan hófst á hádegi laugardaginn 20. maí 1944 og stóð til kvölds þriðju- dagsins 23. maí. Fyrir kjósendur var lagt að taka afstöðu til ályktunar Alþingis frá 25. febrúar 1944 um að dansk-íslenski sambandslagasátt- málinn frá 1918 væri niður fallinn og til stjómarskrárinnar sem Alþingi hafði þá samþykkt. Varðandi hvort mál skyldu kjósendur sýna afstöðu sína með því að merkja við ,já“ eða „nei“ á kjörseðlinum. Það var mikill hugur í fólki þegar kosningin fór í hönd og ljóst hver niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðsl- unnar yrði. Forsíða Morgunblaðsins var lögð undir hvatningu til kjósenda að morgni fyrsta kjördags. Yfir stórri mynd af Þingvöllum stendur „A þess- um stað verður lýðveldið endurreist“. Þijár stuttar hvatningargreinar og ljóð þriggja þjóðskálda auk orða Jóns Sigurðssonar forseta prýða forsíð- una. Undir yfirskriftinni „Fánann að hún!“ segir: „í dag gengur íslenska þjóðin að kjörborðinu til þess að endurheimta lýðveldi sitt. Þetta er mikill hátíðisdagur. Sýnum þetta í verki, Reykvíkingar, með því að draga fánann að hún. íslenska fán- ann að hún á hverri einustu stöng í dag!“ Ekki þurftu kjósendur að velkjast í vafa um hvemig bæri að kjósa. í greininni „Skyldan kallar" segir með- al annars: „Það er tvennt sem menn verða að muna í sambandi við at- kvæðagreiðsluna. 1. Að mæta snemma á kjörstað og greiða at- kvæði. 2. Að setja kross framan við ,já“-in á báðum kjörseðlunum sem eru á einu og sama blaðinu." Annar pistill var undir fyrirsögninni „Kross við ,já“ á tveim stöðum". Þar er kjós- ~ endum aftur sagt hvernig þeir eigi að veija atkvæði sínu. Kjósendur voru brýndir með því að ótrúlegt sé að Reykvíkingar vilji verða eftirbátar annarra landsmanna. Mörg hémð hafí sett sér það markmið að ná öll- um kjósendum á kjörstað. Að morgni annars kjördags er aðalfyrirsögn Morgunblaðsins „Herðum kjörsóknina, Reykvíking- ar!“ Þar segir að á fyrsta kjördegi hafi kjörsókn í mörgum hreppum verið 100% fyrsta daginn en ekki nema 44% í Reykjavík. „í dag verða Reykvíkingar að reka af sjer sliðru- orðið og mæta á kjörstað — hver einn og einasti kjósandi." Þá segir í öðrum pistli á forsíðu: „Reykvíking- ar! Þjer, sem hafíð valið yður ból- festu í Ingólfsbæ, hvemig ætlið þjer að veija það fyrir afkomendum yðar, ef þjer gerið eigi skyldu yðar nú?“ Að morgni síðasta kjördags, þriðju- daginn 23. maí, segir á forsíðu Morg- unblaðsins „Heimsmet í kjörsókn í lýðfijálsu landi! 21 kjördæmi komin með 98% kjörsókn og yfir. Vestur- Skaftafellssýsla: 100% kjörsókn." i i i i i i i i i Við í Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis óskum landsmönnum öllum til hamingju með 50 ára lýðveldið. Við viljum sérstaklega þakka viðskiptavinum okkar það mikla traust er þeir hafa sýnt sparisjóðnum allt frá stofnun hans 1932, sem best kemur fram í örum vexti sparisjóðsins, einkum nú hin síðari ár. SPARISIÓÐUR REYKjAVÍKUR OG NÁGRENNIS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.