Morgunblaðið - 17.06.1994, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 17.06.1994, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ1994 51 þingbyrjun, svo tími gæfist til að ræða það. Þann vetur var málið ákaft rætt í Danmörku, ekki síst fyrir tilstuðlan háskólamanna, sem voru andsnúnir afhendingu. Þeir Danir sem muna handritamálið tengja það ekki síst þessum umræð- um. Lögin voru aftur samþykkt vorið 1965. Andstæðingar afhendingar voru þó ekki af baki dottnir. Með fjár- hagsaðstoð frá aðilum í viðskiptalíf- inu tókst Árnanefnd, sem fór með stjórn Árnasafns, að ráða sér lög- fræðing og leggja fram stefnu vegna handritalaganna, þar sem þau fælu í sér eignarnám. Málið fór fyrir Hæstarétt, en nefndin tapaði málinu. Kennslumálaráðuneytið höfðaði þá mál til að fá staðfestingu á að ekki þyrfti að greiða skaðabæt- ur fyrir handritin og vann málið, sem afgreitt var frá Hæstarétti í mars 1971. Þá var fyrst hægt að fara að afhenda handritin og þau fyrstu komu sjóðleiðis til íslands í apríl 1971, þar sem þau voru af- hent við hátíðlega athöfn. Sjálf skipting handritanna tók enn nokkur ár og það var ekki fyrr en sumarið 1986 að gengið var frá síðustu sanmingum landanna um að handritamálið væri endanlega frágengið, auk þess sem gerður var samningur um samvinnu Árna- stofnunar á íslandi og Det arna- magnæanske institut í Danmörku, þar sem þau handrit, sem eftir urðu af safni Áma, eru enn varðveitt. Eins og sjá má á nafni dönsku stofnunarinnar er það latínugerð af nafni Árna Magnússonar og heldur óþjált, enda var stofnunin stundum kölluð „stofnunin með ómögulega nafnið", þegar málið var sem mest rætt í Danmörku. Handritin voru tilefni til deilna en ekki ástæða þeirra Eftir á má það undarlegt heita að safn íslenskra handrita í Dan- mörku, sem fæstir Danir þekktu, skyldi verða jafn heitt deilumál og raun ber vitni. En það gefur vísast ekki rétta mynd að einblína einung- is á handritin. Þau voru tilefni deiln- anna, en tæpast einasta ástæða þeirra. Á íslandi var handritamálið ekki deilumál, því íslendingar voru al- mennt sammála um að krefjast ætti handritaskilanna. En andstaða íslenskra stjórnmálamanna á sínum tíma við að ræða skiptingu handrit- anna á vafalaust að hluta rætur að rekja til þess að á þessum árum voru viðkvæm mál eins og sam- skiptin við Bandaríkjamenn stöðugt umræðuefni. í þeim umræðum var mjög slegið á þjóðernislega strengi, svo enginn flokkur gat látið hið minnsta undan í máli, sem var af jafn þjóðernislegum toga og hand- ritamálið. Hvað Dani varðar er enginn vafi á að margir Danir voru íslendingum sárir fyrir að hafa ekki beðið með aðskilnað landanna 1944, þar til hægt væri að gera útum sambands- slitin í sameiningu. Á þessum tíma voru Danir hins vegar með hugann við annað, svo tilfinningarnar fengu enga útrás. Reiðin og sárindin komu síðan upp á yfirborðið, þegar hand- ritamálið kom til umræðu. And- staða við íslensku óskirnar í kring- um 1960 endurspeglar einnig póli- tískt andrúmsloft í Danmörku á þeim tíma, en þá_ veittu Vinstri- flokkurinn og íhaldsflokkurinn harða stjórnarandstöðu. Þar sem margir innan lýðháskólanna eða undir áhrifum þeirra studdu ís- lensku óskirnar, en margir háskóla- menn beittu sér gegn þeim, bloss- uðu upp gamlar væringar þessara tveggja hópa, sem höfðu sett mark sitt á allt andans líf í Danmörku, alveg síðan lýðháskólarnir voru stofnaðir. Við nánari athugun voru það því ekki aðeins sjálf handritin, sem voru svo eldfimt umræðuefni. Bæði á íslandi og í Danmörku snerist málið ekki aðeins um þau, heldur dró dám af stjórnmálaástandi í löndunum á þeim tíma, sem það stóð yfir. Sem dansk-íslenskt mál gaf það tilefni til uppgjörs vegna aðskilnaðar landanna 1944. Ljósm./Mats Wibe Lund BÖRN með danska og íslenska fána voru á leið lögreglubílsins, sem flutti handritin til afhendingarathafnarinnar í Háskólabíói. HREIN OG TÆR NÁTTÚRA LANDSINS Ein helsta auðlind Jajóðarinnar um alla framtíð Til að nýta þessa auðlind þarf umhverfi okkar allt að vera óspillt og ýtrasta hreinlœtis að vera gætt á vinnustöðum. Við eigum mikið í húfi íslendingar, hvernig þessi mál þróast, þar sem afkoma okkar byggist á gœðum lands og sjávar. Engum blandast hugur um að hrein og tœr náttúra landsins og fyrirtœki búin samkvœmt ýtrustu hreinlœtis- og mengunarvarnakröfum eru bestu vopnin, þegar att er kappi við aðra framleiðendur á heimsmörkuðum Á þessu sviði eru mörg verkefni og stór sem bíða úrlausnar sveitarstjórna og atvinnurekenda, en efalaust hafa fáir gert sér grein fyrir því, að unnt er að leysa þau með langtíma fjármögnun. í lögum Iðnlánasjóðs eru ákvœði, sem heimila honum að lána íþessa mikilvœgu uppbyggingu. GÆTUM LANDSINS - GERUM HREINT. IÐN LÁIMASJÓÐUR ÁRMÚLA 13a, 108 REYKJAVÍK, SÍMI 68 04 00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.