Morgunblaðið - 01.09.1994, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.09.1994, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR ■ Morgunblaðið/Muggur Borgarís á fiskislóð HANN er myndarlegur borgar- ísjakinn sem Elva Hrund Guð- mundsdóttir virðir hér fyrir sér á fiskislóðinni um eitthundrað mílur norðvestur af Straum- nesi. Elva Hrund ersextán ára og er aðstoðarkokkur á rann- sóknarskipi Hafrannsóknar- stofnunar, Arna Friðrikssyni. I vetur tekur skólinn við hjá henni. Afskrifuð afnota- gjöld RÚV 89 niillj. Fá engan toll eftir Smuguveiðar TOLLGÆSLAN hefur undanfar- ið fengið fjölmargar fyrirspumir frá útgerðum og sjómönnum um hvort áhafnir skipa sem stunda veiðar í Smugunni eða annars staðar á úthafínu en landa hér- lendis öðlist toilfrelsi. Spurt er hvort sjómennimir eigi rétt á tolli, eins og farmenn eða fiski- menn á skipum sem landa er- lendis eða fara utan til viðgerða. Að sögn tollgæslunnar öðlast menn hins vegar ekki þennan rétt með úthafsveiðum. Brynjólfur Karlsson skrif- stofustjóri hjá tollgæslunni sagði í samtali við Morgunblaðið að KOSTNAÐUR Ríkisútvarpsins af rekstri innheimtudeildar, sem inn- heimtir skyldubundin afnotagjöld til stofnunarinnar, var 81 milljón króna á síðasta ári. Afskrifuð afnotagjöld voru hins vegar rúmar 89 milljónir króná. Þetta kemur fram í ársreikningi RÚV fyrir 1993. Til samánburðar kostaði innheimta áskrifta hjá íslenzka útvarpsfélaginu, sem rekur Stöð 2 og Bylgjuna, um 40 milljónir króna á seinasta ári. Afnotagjald RÚV var í árslok 1993 2.000 krónur á mánuði, með virðisaukaskatti sem lagðist á í júlí. Afskriftirnar samsvara, miðað við þá upphæð, að 3.730 heimili hafi ekki greitt afnotagjaldið, en þess ber þó að gæta að um af- skriftir á eldri kröfum er að ræða. Afskriftimar nema 5,7% af tekj- um RÚV af afnotagjöldum árið 1993, sem vora 1,547 milljarðar króna. Innheimtukostnaðurinn nem- ur 5,3% af afnotagjaldatekjunum. samkvæmt ákvæðum tollalaga þyrftu sjómenn á ferðum sínum að hafa samskipti við önnur lönd til að öðlast tollfrelsi. Engin samskipti Um slíkt væri ekki að ræða þegar skip stunduðu úthafsveið- ar, hvort sem væri í Smugunni, á Reykjaneshrygg eða á Flæmska hattinum fremur en við íslands- mið en Brynjólfur sagði að þar sem tollalögsagan væri 12 mílur stundaði stór hluti íslenska flot- ans að staðaldri veiðar utan henn- ar þótt þeir héldu sig innan 200 mílna efnahagslögsögunnar. Engar afskriftir hjá íslenzka útvarpsfélaginu Innheimtukostnaður vegna áskrifta hjá íslenzka útvarpsfé- laginu var um 40 milljónir króna á árinu 1993, að sögn Bjarna Kristjánssonar fjármálastjóra. Bjarni segir þennan kostnað sennilega verða um fimm milljón- um króna lægri á þessu ári. Áskriftartekjur voru 1,115 millj- arðar samkvæmt ársreikningi fé- lagsins. Samkvæmt þessu er inn- heimtukostnaðurinn 3,5% af áskriftargjaldatekjum. íslenzka útvarpsfélagið afskrifar engin áskriftargjöld, þar sem notendur myndlykla fá ekki lykilnúmer nema greiða áskriftargjaldið. Kjartan Jóhannsson framkv.stj. EFTA Starfið öðru vísi en ráðgert var KJARTAN Jóhannsson, sendiherra í Genf, tekur við starfi framkvæmda- stjóra EFTA, Fríverslunarsamtaka Evrópu, í dag. í samtali við Morgun- blaðið sagði Kjart- an, að starfíð væri spennandi og legð- ist bæriiega í sig, en það væri dálítið öðru vísi en þegar sú ákvörðun hefði verið tekin að hann tæki við starfinu. „Það liggur fyrir að fjögur af EFTA- Kjartan löndunum hafa lokið samningavið- ræðum um aðild að Evrópusamband- inu sem setur þetta í svolítið aðra stöðu heldur en var á sínum tíma. Þetta verður sjálfsagt nokkuð erfitt,“ sagði Kjartan. Óljóst um framhaldið Hann sagði að framhaldið réðist af því hvernig atkvæðagreiðslur um aðild færu í þessum löndum sem hefðu sótt um aðild. Á sínum tíma hefði hann verið tilnefndur í starfið tjl þriggja ára, en nú væri málum þannig háttað að engar ráðningar hjá EFTA giltu lengur en fram á mitt næsta ár og engar ákvarðanir varðandi framtíð samtakanna lægju fyrir eftir þann tíma. ' ...♦ ♦ ♦---- Yélhjólaslys við Skeifuna UNGUR maður er talinn hafa slas- ast alvarlega þegar hann missti stjórn á vélhjóli við Skeifuna í gær. Slysið varð upp úr kl. 18 í gær en ekki var vitað nánar um tildrög þess. Þó er talið að maðurinn hafi misst stjórn á vélhjólinu með þeim afleiðingum að hann féll í götuna og slasaðist við það alvarlega. Hann var fluttur á slysadeild. Jón Baldvin og Godal hittast í dag JÓN Baldvin Hannibalsson utan- ríkisráðherra hittir í dag Bjern Tore Godal, norskan starfsbróður sinn, á fundi utanríkisráðherra Norðurlanda á Borgundarhólmi. Búizt er við að ráðherramir ræði fiskveiðideilu íslands og Noregs utan dagskrár fundarins, en stór- tíðinda er vart að vænta af viðræð- um þeirra. Fundað í Litháen Jón Baldvin tók í gær þátt í sam- eiginlegum fundi utanríkisráðherra Norðurlandanna og Eystrasaltsríkj- anna þriggja í Palanga í Litháen í boði þarlendra stjómvalda. Á fundinum fjölluðu ráðherram- ir meðal annars um Evrópusam- vinnu, svæðisbundið öryggi og samvinnu Eystrasaltsríkjanna og Norðurlanda, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá utanríkis- ráðuneytinu. Morgunblaflið/Alfons Rann 100 m mannlaus Ólafsvik. Morgunblaðið. MANNLAUS bifreið rann niður bratta brekku frá íbúðarhúsi við Sandholt í Ólafsvík á þiðju- dagskvöld og rann um eitt- hundrað metra niður gróna brekku áður en hún stöðvaðist lítið skemmd. Ökuferðinni lauk við bílskúr á Ólafsbraut og var bíllinn óskemmdur að kalla og hafði ekki valdið teljandi skemmdum meðan á stjórnlausri ferðinni stóð. Traktorsgrafa var fengin á staðinn og gekk fljótt og vel að draga bílinn að nýju upp brekk- una og leggja honum tryggilega á réttan stað. Verði ágreiningur um það atriði getur samninganefnd ríkisins skotið málinu til Félagsdóms. Einnig gætu tónlistarmenn boðað til verkfalls að nýju, en það yrðu þeir að gera með sjö daga fyrirvara. Samninganefnd ríkisins hefur hafnað öllum kröfum tónlistarmanna um breytingar á launum. Vilja ræða kostnaðargreiðslur Þorsteinn Geirsson formaður samninganefndar ríkisins segir að lítil hreyfing hafi orðið á málum á fundinum í gær. „Ég held að það sé óhætt að segja að það ber mikið í milli. Kaupkröfur tónlistarmanna hafa verið metnar á um 30% en þeim hefur verið tjáð að ekki verði um neinar breytingar þar að ræða. Hins vegar erum við reiðubúnir að ræða við þá ýmsar kostnaðar- greiðslur," sagði Þorsteinn. Þar er um að ræða liði eins og leigu á hljóðfærum. Ekki náðist í talsmenn tónlistar- manna í gærkvöldi. Kaupkröfur tónlistarmanna taldar jafngilda 30% hækkun Ríkið telur ólöglega staðið að verkfallsboðun FUNDUR samninganefndar ríkisins og tónlistarmanna sem starfa í Þjóðleikhúsinu með vararíkissáttasemjara í gær bar ekki árangur, en boðað var til annars fundar á morgun. Þorsteinn Geirsson formaður samninganefndar ríkisins segir að kaupkröfur tónlistarmanna jafngildi um 30% hækkun launa. Af hálfu samninganefndar ríkisins var lagt fram bréf um að þeir teldu ólöglega boðað til verkfalls tónlistarmanna. Isl. sjávarafurðir hf. Aætluð sala frá Namibíu 5 þús. tonn SALA íslenskra sjávarafurða hf. á framleiðsluvörum frá Namibíu nam 1.152 tonnum frá því í vor til júlí- loka, en áætlað er að heildarsalan í ár geti numið allt að 5 þús. tonnum. íslenskar sjávarafurðir hófu í vor samstarf við stjórnvöld í Namibíu um rekstur sjávarútvegsfyrirtækis- ins Seaflower Whitefish. Eignarhluti íslenskra sjávarafurða er 20% en Namibíumanna 80%. Fyrirtækið á og rekur ísfisktogara, línubát og tvo frystitogara. Úthlutaður kvóti af lýs- ing er 11 þús. tonn. Vinnsla í frysti- húsi fyrirtækisins hófst í júní. ■ Hagnaður Íslenskra/Bl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.