Morgunblaðið - 01.09.1994, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 01.09.1994, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ ______________________________FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1994 41 MINNINGAR Ég fór fyrst sjö ára gamall með Magnúsi á minnstu Sæborginni en faðir minn var vélstjóri með Magn- úsi í mörg ár og eftir það í 1-2 vikur á næstu sumrum. Mér er enn í fersku minni, þegar Magnús sagði mér sögur af álfum og tröllum og öðrum vættum í brúnni, þegar ver- ið var að toga í kringum Eldey. Þar var hann lengi kunnugastur allra skipstjóra og togaði fyrstur manna á ákveðnu svæði vestan við Eldey og það svæði var kallað „Heildsal- inn“, en á tímabili flutti Magnús inn troll og átti þá bátana Sæfara og Sæborgu. Síðar, þegar ég var 15 ára, réð Magnús mig sem háseta á Sæborg- ina árið 1968 og aftur sumarið 1969. Það var á við eins vetrar háskólanám að hafa verið í skiprúmi hjá Magnúsi, því hann var mjög varkár og öruggur, enda átti hann miklu láni að fagna. Aldrei slasað- ist neinn hjá honum á löngum skip- stjóraferli og stundum var hann með síðasta báti, sem náði til hafn- ar í mannskaðaveðrum. Magnús var manna fróðastur í landhelgislögunum og var klókastur í að túlka og fara í kringum lögin á árunum 1959-1976, eins og þeg- ar hann hífði trollið á Skarðsvíkur- fjöru, en tók pokann um borð. Til eru margar hnyttnar sögur af sam- skiptum hans við varðskipsmenn, en Magnús slapp ótrúlega oft við sektir enda fljótur að hífa trollið ef varðskip nálgaðist og snúa hlut- unum sér í hag í samskiptunum. Frásagnarsnilli Magnúsar var mikil og þeir eru ófáir sem urðu hennar aðnjótandi í Kaffivagninum á Grandagarði en þar var hann ávallt hrókur alls fagnaðar og þeg- ar hann byijaði að tala hvarf kliður- inn og allir hlustuðu. Sögurnar voru af öllu tagi. Stundum færði Magnús þær skemmtilega í stílinn. Magnús var mjög hugmyndaríkur og fram- takssamur og síðast en ekki sist síungur alla tíð. í öllum sínum samskiptum hafði Magnús fágaða framkomu en kunni að blóta þegar við átti. Hann var mikill heimsmaður og hrifust marg- ir útlendingar af honum. Það var gaman að hlusta á hann segja frá ferð sinni til Bretlandseyja, Portúg- als og Afríku um síðustu áramót, en þar ferðaðist hann einn á báti og fáir jafnaldrar hans myndu leika það eftir. Með Magnúsi er genginn einn af okkar fremstu og ástsælustu skipstjórum til margra ára. Undir- ritaður vottar börnum Magnúsar og öðrum aðstandendum sína inni- legustu samúð við fráfall Magnús- ar, en minningin um afburðamann lifir. Hilmar Viktorsson. Ég var svo lánsamur að fá skip- rúm hjá Magnúsi Grímssyni fyrir rúmum 20 árum. Það bar þannig til að ég hitti Manga vestur á Granda ásamt félaga mínum, sem kannaðist við hann, og falaðist eft- ir hásetaplássi. Magnús sagðist ekki hafa laust slíkt pláss en sig vantaði kokk. Ég þvertók fyrir að geta eldað mat en hann spurði mig um ætt og uppruna. Síðan sendi hann mig heim með þeim orðum að fyrst móðir mín væri af Veðra- mótsættinni kynni hún örugglega að elda mat og ég skyldi fara heim og koma og kokka eftir viku þegar næsti túr hæfist. Þannig varð ég kokkur hjá Magnúsi Grímssyni á aflaskipinu Sæborgu RE 20. Þetta var lærdómsríkur tími og satt að segja lærði ég meira á sjómennsku og nærveru við Magnús en mörg skólaganga hefur fyrr og síðar kennt mér. Magnús var skarp- greindur maður og vel lesinn, sér- staklega í fornsögunum. Hann hafði ríka kímnigáfu og var vel í meðal- lagi stríðinn. Hann hrósaði mér til dæmis aldrei fyrir matseld en lét þess hins vegar getið, ef honum lík- aði maturinn vel, hvað móðir mín hlyti að vera góður kokkur og bað sífellt fyrir kveðjur til hennar. Magnús hafði gaman af að spyija okkur skólastrákana út úr og reka okkur á gat en undir niðri gerði hann sér grein fyrir nauðsyn mennt- unar og hvatti okkur til áframhalds eins og hann hefur eflaust gert við sín börn sem mörg eru langskóla- gengin. Oft fann ég hvað hann var stoltur af þeim og börnum sínum öllum. Með Magnúsi Grímssyni er geng- inn einn af þessum sterku mönnum sem létu ekki aðra segja sér fyrir verkum. Hann lét trollið fara þegar aðrir hífðu. Ég minnist hans af mikilli virðingu og stend í ævarandi þakkarskuld við hann fyrir ómetan- lega leiðsögn á stuttu skeiði ævi minnar. Ég sendi fjölskyldunni sam- úðarkveðjur rnínar. Óskar Magnússon. Mennirnir ætla sér ýmislegt. Svo kemur dauðinn og gerir áætlanir marklausar. Þó komumst við ekki hjá því að gera áætlanir svo lengi sem við lifum. Allir héldu að Magn- ús Grímsson yrði með okkur lengi enn, hann hafði sjálfur ýmislegt á pijónunum og nú verður ekkert úr því. Magnús var maður sterklegur, herðabreiður, hafði svera úlnliði og þykkar hendur. Hann minnti á klett sem ekkert fær haggað. En ljúf- menni var hann, brosmildur og barngóður. Hann átti gott með að kynnast öðrum og það vakti eftir- tekt hversu ungt fólk laðaðist að honum enda var hann glaðlyndur og viðræðugóður. Barnabörnum sínum var hann vinur og félagi. Magnús var alla tíð nátengdur sjónum og oft ræddi hann þannig um að ljóst var að sjómennska var honum meira en brauðstrit, hún var einnig lífsfylling. Hann lét svo um mælt að sjómennska væri besta og skemmtilegasta atvinna sem hann gæti hugsað sér. Eftir að hann hætti á sjó mun hann flesta daga hafa gert sér ferð niður að höfn. Ef einhver heldur að það að eld- ast sé sama og að staðna þá var Magnús eftirminnileg afsönnun þess. Hann var atorkusamur og forvitinn; einn daginn var hann að lesa forngríska heimspeki, hinn næsta um framandi lönd. Síðasta vetur meðan skammdegi var mest á íslandi hvarf hann í þijá mánuði til suðurlanda og ferðaðist um Portúgal, Kanaríeyjar, Gambíu og víðar. Skemmtilegt var að heyra hann segja frá reisunni. Sérstak- lega heillaðist hann af Gambíu en þar dvaldi liann einna lengst og fylgdist meðal annars með fiskveið- um heimamanna. Kvað hann það fagurt land og fijósamt. Sérstaklega er eftirminnilegt hvað Magnús var barngóður. Eftir að hann hætti að sækja sjó kenndi hann löngum unglingum í grunn- skóla sjóvinnu. Af því hafði hann mikla ánægju og ræddi lofsamlega um nemendur sína. Dótturdóttur- sonur hans og nafni, sem er sjötíu árum og sjö dögum yngri, átti góð- an vin þar sem var Magnús afi. Nú verður ekkert úr nánari kynnum þeirra og yngsti afkomandi Magn- úsar sem er tæplega tveggja mán- aða fær ekki að kynnast þessum merkilega langafa sínum. Ósjaldan birtist Magnús fyrir- varalaust hér hjá okkur og kom þá ævinlega færandi hendi. Oft var það glænýr fiskur og fylgdu þá ráðlegg- ingar um matreiðslu eða þá að hann kom með tjómaís, sem hann hafði dálæti á og var snæddur umsvifa- laust. Þetta kunni hinn ungi nafni hans sérstaklega vel að meta. Ekki skorti umræðuefni við slík tækifæri en oft tengdust þau sjósókn eða ferðaiögum hans. Það eru um sjö ár síðan ég kynnt- ist Magnúsi Grímssyni. Hin fyrstu fjögur þeirra urðu fundir okkar því miður stijálir þar sem ég dvaldi þá erlendis en gaman var að hitta hann þar er hann ferðaðist um Mið-Evr- ópu. Hann var þá orðinn sjötugur en hinn hressasti ferðalangur. Nú er skyndilega bundinn endir á kynni okkar og ekkert verður úr alls kyns fyrirætlunum. Ekki kemur Magnús í veislu sem stóð til að halda nú síðsumars, ekki verður farið í hina hefðbundnu heimsókn í Feijuvog 21 um jólin og ekkert verður úr því að heimsækja Magnús til Portúg- als, en hann hafði uppi ráðagerðir um að reisa þar hús. í bók sem ég veit að Magnús las segir: „Góðum manni getur ekkert grandað, hvorki lífs né Íiðnum, og guðirnir eru ekki afskiptalausir um hag hans.“ Setningin er þversagna- kennd en hún hefur að geyma sann- leika um það að slys og tilviljanir gera lífið ekki marklaust. Þetta sjáum við þegar við minnumst Magnúsar Grímssonar. Hann gerði heiminn auðugri, skemmtilegri og betri með nærveru sinni. Skúli Pálsson. Dauðinn hrifsaði afa minn fyrir- varalaust frá okkur. Þótt afi væri kominn yfir sjötugt var langt frá því að hann væri sestur í helgan steín. Eftir að hann hætti á sjó fyrir nokkrum árum fór hann að kenna unglingum netagerð og sigl- ingafræði í grunnskólum í Reykja- vík, síðan hefur hann búið til veiðar- færi og selt. Afi var duglegur að ferðast. Síðasta vetur skellti hann sér í mikla reisu til margra landa, þar á meðal Gambíu sem hann sagði gott land með góðu og glöðu fólki. Um daginn sagði hann mér að hann ætlaði að senda net til Gambíu til bátseiganda sem hann hafði kynnst þar. Netin ætlaði afi að gefa honum þvi að erfitt væri að eignast það sem þarf til útgerðar á þessum slóð- um. Afí kom tvisvar sinnum að heimsækja mig til Munchen þegar ég var þar í námi, í fyrra skiptið kom hann með Gumma, syni henn- ar Halldóru kærustunnar sinnar, og í seinna skiptið fórum við saman með mömmu, Halldóru og með litla Magnús til Prag. Þetta voru skemmtilegir tímar. Afi var félagslyndur maður, hann tefldi daglega við Jóhann vin sinn og alltaf var stöðugt „rennerí" af fólki til hans, börnin, barnabörnin og aðrir ættingjar og vinir. Þegar ég var var lítil fór afi oft með okkur stelpurnar í bíltúr niður á Granda og fengum við þá undan- tekningarlaust appelsínulímonaði og Valencia-súkkulaði í Kaffívagn- inum á meðan afi spjallaði við karl- ana. Afi hætti ekki að skreppa nið- ur á Granda og oft bankaði hann upp á með fisk í poka sem hann hafði fengið á Grandanum. Afi var skipstjóri langmestan hluta sinnar löngu starfsævi. Eitt af því sem gaf lífinu gildi var að fræðast af afa um fiskveiðar og siglingar. Hann fræddi mann um veiðarfæri, hvað hinir ýmsu hlutar þeirra heita og hvernig þau virka, um siglingafræði og umferðarregl- ur á hafi úti. Hann setti allt á ann- an endann í stofunni til að búa til „fjöll“ til að sýna hvernig maður tekur mið. Þegar maður kom til afa í Feiju- voginn var hann oftast að fella net innan um kristal og mávastell í stof- unni sinni og voru netin strengd milli stofuhúsgagnanna. Hann hellti upp á og steikti kannski pönnsur og svo var sest niður og spjallað og oftar en ekki töluðum við annað- hvort um það hvernig maður verður ríkur eða um sjóinn. Einu sinni spurði ég hann hvort honum hefði þótt skemmtilegt að vera á sjó: „Já,“ svaraði afi; „ég fékk fiðring í magann í hvert einasta skipti sem ég togaði, það var alltaf jafn spenn- andi og ekkert skipti öðru líkt.“ Ég fékk að fara með afa á sjó í eitt skipti sem krakki og þá kenndi afi mér á siglingatækin og leyfði mér að stýra, ógleymanleg lífs- reynsla fyrir lítinn krakka. í annað skipti var ég sextán ára, þá rifjuð- um við upp fræðin og ég fékk að fara í aðgerð. Lítið veiddist nú í túrnum og afi sigldi hringinn í kringum landið í leit að fiski, en mig grunar að það hafi ekki síst verið gert til að sýna mér strand- lengjuna og mér er minnisstæð tignarleg sjón þegar afi vakti mig í þann mund er við sigldum fyrir Látrabjarg. Margir hafa misst mikið með frá- falli Magnúsar afa míns, hann var einstakur maður. Rán Jónsdóttir. Fallegt og varan- legt á leiði Smíðum krossa og ramma úr ryðfríu stáli, hvíthúðaða. Einnig blómakrossa á leiði. Sendum um land allt. Ryð- frítt stál endist um ókomna tíð. Sendum myndalista. Blikkverk sf., sími 93-11075. Verzlunarskóli íslands -jÖldungadeild / Innritun í öldungadeild Verzlunarskóla Islands verður 29. águst - 2. september kl. 08.00-18.00. Oldungadeildin gefur kost á námi í einstökum áföngum sem jafnframt gefa einingar er safna má saman og láta mynda eftirtalin prófstig: Próf af bókhaldsbraut (25 einingar) Próf af skrifstofubraut (26 einingar) Verslunarpróf (71 eining) Stúdentspróf (140 einingar). Ekki er nauðsynlegt að miða að ákveðnu prófi og algengt er að fólk leggi stund á einstakar námsgreinar til að auka atvinnumöguleika sína eða sér til ánægju. Við bjóðum m.a.: 96 tíma tölvunámskeið og 104 tíma bókfærslu- og tölvunámskeið. Eftirtaldar námsgreinar verða í boði á haustönn: . Bókfærsla Bókmennta- og listasaga Bókmenntir Danska Efna- og eðlisfræði Enska Franska Hagfræði íslenska Ljóðagerð Markaðsfræði Ritvinnsla Saga Skapandi ritun Stjómmálafræði Stjórnun Stofnun og rekstur smáfyrirtækja Stærðfræði Verslunarréttur Vélritun (á tölvur) Tölvubókhald Tölvunotkun Þýska Kennsla í öldungadeildinni fer fram kl. 17.30-22.00 mánudaga til fimmtudaga. Skráning nemenda er á skrifstofu skólans 29. ágúst - 2. september 1994.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.