Morgunblaðið - 01.09.1994, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ
ERLEBMT
FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1994 19
Brundtland um ESB-
aðild Noregs
Brýnt fyr-
ir öryggið
Ósló. Heuter.
GRO Harlem Brundtland, forsætis-
ráðherra Noregs, sagði í fyrrakvöld
að gengju Norðmenn ekki í Evrópu-
sambandið, ESB, gæti það ógnað
öryggishagsmunum landsins.
Johan Jakobsen, þingflokksfor-
maður Miðflokksips, sagði að um
gamlan áróður, sem hafnað var i
þjóðaratkvæði 1972, væri að ræða.
Leiðtogi Miðflokksins, Anne Eng-
er Lahnstein, segir að aðild Noregs
að NATO sé nægileg trygging fyrir
öryggi Norðmanna. Brundtland er á
öðru máli, segir að nú, þegar kalda
stríðinu sé lokið og ljóst að Vestur-
Evrópusambandið, VES, verði varn-
arsamtök Evrópu, sé mikilvægt fyrir
Norðmenn að ganga í ESB.
Jorgen Kosmo varnarmálaráð-
herra sagði í síðustu viku að gengju
Norðmenn ekki í ESB myndu Rússar
eiga hægara með að beita þá pólitísk-
um þrýstingi þar sem Noregur yrði
þá ekki með óyggjandi hætti þátttak-
andi í málefnum Vestur-Evrópu.
Skýrsla um mannréttindabrot í Kína
Líffæri dauða-
dæmdra notuð
til ígræðslu
ALGENGT er í Kína, að nýru úr dauðadæmdum föngum séu notuð til ígræðslu,
segir í skýrslu frá mannréttindasamtökunum Human Rights Watch-Asia.
Hvorki fangamir rié fjölskyldur þeirra eru spurðir leyfís. í skýrslunni segir,
að flest líffæri sem notuð era til ígræðslu í landinu séu úr líflátnum fongurn.
Slíkt sé brot á bæði mannréttindum og siðareglum lækna.
í skýrslunni, sem greint er frá í
Berlingske Tidende í vikunni, kemur
fram, að líffærin séu yfirleitt tekin
úr föngunum skömmu áður en þeir
eru líflátnir. Þótt kveðið sé á í lögum
um að leita skuli samþykkis fólks
fyrir notkun á líffærum þess að því
látnu, sé ógerningur að fylgja þeim
ákvæðum eftir og fá samþykki á
þeim stutta tíma sem líður frá því
dauðadómur er kveðinn upp og til
þess er aftaka fer fram.
Fjölskyldur fanganna fá annað
hvort engar upplýsingar um líffæra-
notkunina, eða að þeim er gert að
greiða háar upphæðir fyrir mat fang-
ans, kúluna sem notuð er við aftök-
una og annan kostnað, ef þær neita
að gefa samþykki fyrir líffæraflutn-
ingi.
Mannréttindasamtökin vísa í opin-
berar skýrslur, ritgerðir í læknatíma-
ritum og yfirlýsingar lækna og ann-
arra aðila því til sönnunar að líffæri
sem notuð era við ígræðslu í Kína
komi í langflestum tilvikum úr
dauðadæmdum föngum. Fjórtán til
sautján hundruð nýru úr föngum
voru notuð til ígræðslu árið 1992,
segir í skýrslu samtakanna.
Quayle ekki
ákveðinn
Washington. Rcutcr.
DAN Quayle,
fyrrum vara-
forseti
Bandaríkj-
anna, bar í
gær til baka
fregnir þess
efnis, að
hann hefði
ákveðið að
fara í for-
setafrainboð
1996, en sagðist vera að
„hugsa málið.“
Greint hafði verið frá því,
að Quayle, sem gegndi emb-
ætti varaforseta í tíð George
Bush 1989 - 1993, hefði
ákveðið að fara fram í ljósi
þess hve bók hans, Standing
Firm, hefði hlotið góðar við-
tökur.
Kúba og Bandaríkin
PHILIPShlaut hin eftirsóttu verölaun frá
„European Imaging and Sound Association“.
Vegna hagstæðra innkaupa getum við nú
boðið fullkomið PHILIPS sjónvarpstæki með
Blackline S myndlatupa á einstöku verði.
109.900.»
Heimilistæki hf
SÆTÚNI 8 SÍMI 69 15 OO
Umboðsmenn um land allt.
EUAOPIAN IMAOINO AHO SOUND AfSOCIAHON
Þing-
forseti til
viðræðna
Havana. Reuter.
KÚBVERJAR hafa tilnefnt hátt-
settan embættismann til þess að
fara fyrir sendinefnd sinni í væntan-
legum viðræðum við Bandaríkja-'
menn um vandann sem stafar af
stöðugum straumi flóttafólks frá
Kúbu til Bandaríkjanna. Það er til
marks um hve alvarlega Kúbvetjar
taka viðræðunum, að oddviti nefnd-
ar þeirra verður reyndur sendimað-
ur, Ricardo Alarcon, forseti þingsins
og fyrrum utanríkisráðherra.
Alarcon var um árabil sendiherra
Kúbu hjá Sameinuðu þjóðunum og
tók þátt í viðræðum sem leiddu til
flóttamannasáttmála Kúbu og
Bandaríkjanna 1984, sem Kúbveij-
ar segja Bandaríkjamenn aldrei
hafa staðið við.
I yfirlýsingu frá Kúbustjórn á
mánudagskvöld segir að Alarcon
sé manna hæfastur til þess að tak-
ast á við það seni nefnt er „við-
kvæmt mál“ flóttafólksins, og því
bætt við, að hann hafi þekkingu á
„grundvallarforsendum“ flótta-
mannastraumsins undanfarið.
Segja fréttaskýrendur það vera vís-
un til þeirrar afstöðu Kúbustjórnar,
að flótti þúsunda Kúbverja á und-
anförnum mánuði stafi ekki ein-
vörðungu af því sem stjórnin álítur
óveijandi stefnu Bandaríkjanna í
málefnum flóttafólks, heldur einnig
af öðrum orsökum, svo sem lang-
varandi viðskiptabanni Bandaríkj-
anna á Kúbu.
Bandaríkjastjórn hefur lýst því
yfir að einungis komi til greina að
aflétta banninu ef Fídel Kastró,
forseti Kúbu, leggur í miklar um-
bætur á stjórn landsins, og að
væntanlegar viðræður muni ein-
göngu snúast um flóttamanna-
vandann.
Kynlífsamb-
áttir krefj-
ast bóta
SUÐUR-kóresk kona rífst við Iög-
reglumenn við scndiráð Japans í
Seoul í gær. Konurnar voru flestar
kynlífsambáttir japanskra her-
manna í heimsstyijöldinni síðari.
Þær mótmæltu stofnun sjóðs upp
á jafnvirði 70 milljarða króna sem
styrkja á verkefni á sviði menn-
ingar- og atvinnumála i nágranna-
ríkjunum í Asíu til að bæta þeim
upp skaða sem þau urðu fyrir af
völdum Japana í stríðinu. Konurn-
ar kröfðust þess að kynlífsambátt-
irnar fengju sjálfar skaðabætur.
Reuter