Morgunblaðið - 01.09.1994, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 01.09.1994, Blaðsíða 56
56 FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR FRJALSIÞROTTIR ÚRSLIT Reuter Gull-koss MIKE Pouuell með eina af 20 gullstöngum sínum sem hann fékk fyrir sigur í fjórum stærstu Grand Prix mótunum. Mike Powell og Jackson náðu „gull-femunni“ GRINDAHLAUPARINN Colin Jackson frá Bretlandi og Mike Powell langstökkvari frá Bandaríkjunum sigruðu í sínum grein- um á Grand Prix mótinu í Berlína í fyrrakvöld og tryggðu sér um leið gullstangirnar eftirsóttu, sem eru metnar á rúmlega 34 milljónir króna. Þeir unnu ígreinum sínum á stærstu Grand Prix mótunum; í Osió, Zúrich, Brussel og Berlín og náðu því „gull fernunni". Jackson og Powell fengu í verð- laun 20 eins kílóa gullstangir hvor. Heimsmeistarinn Colin Jack- son fór í gegnum tímabilið án þess að tapa einni einustu keppni. í fyrra kvöld hljóp hann á besta tíma ársins 13,02 sekúndum og var 0,05 sek. á undan Mark Cear frá Bandaríkjunum. Hann sagðist að sjálfsögðu vera ánægður með sig- >. urinn og vonaðist til að þessi góði árangur hans og Linford Christie í sumar myndi hleypa nýju blóði í breskt frjálsíþróttalíf. Mike Powell hefur haft sömu yfirburði í lagnstökkinu. Hann átti þó von á harðari keppni, en landi hans Carl Lewis hætti við að keppa rétt áður en langstökkskeppnin hófst. Powell stökk lengst 8,20 metra í fjórðu tilraun. Hann sagð- ist ekki hafa fundið fyrir aukinni spennu vegna verðlaunanna sem OLYMPIUHREYFINGIN í boði væru. „Ég hugsaði aðeins um það eitt, að ég yrði að gera betur en aðrir til að sigra. En nú þarf ég að hugsa um það hvernig ég á að koma gullinu í verð,“ sagði Powell. Það sem helst vakti athygli fyr- ir utan „gulldrengina" var þriðji ósigur Linfords Christie í 100 metra hlaupi á þremur dögum. Hann náði aðein þriðja sæti á eft- ir Dennis Mitchell og Jon Drumm- ond. Annars var keppnin mjög jöfn og komu þremenningarnir nær hnífjafnir í mark. Mitchell hljóp á 10,00 sek. og Drummond og Christie á 10,01, en Drummond var dæmdur sjónarmun á undan eftir myndbandi. „Einn daginn sigrar þú, en annan tapar þú, svo einfalt er það,“ sagði Christie sem er 34 ára. Gagnrýni á bruðl og atvinnumennsku Fyrsti varaforseti IOC vill að fyrstu hugsjónirnar verði í heiðri hafðar KEVAN Gosper, fyrsti varafor- seti Alþjóða ólympíunefndar- innar, IOC, gagnrýndi í ræðu á ráðstefnu IOC í París, sem haldinn er þessa dagana vegna aldarafmælis samtakanna fyrr í sumar, að hugsjón Ólympíu- leikanna hefði verið ofurseld 'bruðli og atvinnumennsku og bað um að hugsjónirnar um manngildi og þátttöku allra yrðu í heiðri hafðar. Framtíð Ólympíleikanna var til umræðu og hvatti Gosper leið- toga til að beijast gegn því að leik- arnir yrðu eingöngu fyrir besta íþróttafólkið, að varast aukin áhrif auglýsinga og viðamiklar dagskrár tengdar leikunum. Ræða hans stakk í stúf við aðrar, sem voru hefðbundnar hátíðaræður án gagn- rýni, og var þvert á stefnu Samar- anch, forseta IOC. Stefnan hefur verið að fjölga atvinnumönnum á leikunum og er bandaríska körfuknattleiksliðið, „draumaliðið“, sem var með í Barc- elona 1992, nærtækt dæmi. Gosper nefndi það ekki sérstaklega, en ekki fór framhjá neinum hvað hann átti við. „Hvernig getur ólympíu- hreyfingin staðið á því að hún höfði til allra hvar sem er í heiminum, ef við einskorðum leikana aðeins við bestu íþróttamennina frá stærstu þjóðunum, fyrst og fremst á kostnað svo nefndra þróunar- þjóða?,“ spurði hann. Hann sagði að tilhneigingin til að laða bestu atvinnumennina á leikana gæti latt ungt fólk, sem sæi fyrir sér að það þyrfti að fórna öllu fyrir íþróttirn- ar, ætlaði það sér á toppinn. „Þýðir það að íþróttamaður á Olympíuleik- um geti ekki leyft sér að gera neitt annað — megi ekki hafa önnur markmið í lífinu? í stuttu máli, einu í 5 L A l\l D 7. SEPT. KL. 20:00 Starfandi dómarar og aðrir með gild aðgangskort fá afhenta aðgöngumiða á leikinn á Laugardalsvelli, sunnudaginn 4. september kl. 11:00 - 18:00 og mánudaginn 5. septemberkl. 11:00 - 18:00. ATH! MIÐAR VERÐA EKKÍ AFHENTIR FYRIR UTAN ÞENNAN TÍMA. Aðilar utan af landi, með gild aðgangskort, geta hringt á skrifstofu KSÍ á sama tíma og látið taka frá fyrir sig miða sem síðan verða afhentir samkvæmt nánara samkomulagi. I ■. sinni íþróttamaður á Ólympíuleik- um, alltaf íþróttamaður, rétt eins og skylmingamennirnir til foma. Áhættan er sú að komandi kynslóð- ir ungs fólks taka ekki áhættuna að vera með.“ Gosper sagði að tími væri kom- inn til að stöðva bruðlið samfara' opnunarhátíðum og lokaathöfnum leikanna, sem væri ekki í anda hugsjónarinnar í byijun. „Hvernig væri að sýna hugrekki og segja hingað og ekki lengra, þegar sýn- ingar koma í staðinn fyrir sál og líkama þrátt fyrir þá staðreynd að um er að ræða skemmtun, sem skilar milljónum dollara í kassann til uppbyggingar íþrótta í heimin- um. Við þurfum að forðast yfir- gengilegar skrautsýningar ef við viljum að fólk þrái Ólympíuleika og muni eftir þeim vegna þess sem þeir eru.“ Hann gagnrýndi einnig fjölgun styrktaraðila á leikunum, sem hækkaði miðaverð fyrir almennt íþróttaáhugafólk og minnkaði framboðið fyrir almenning. „Verð- um við að horfast í augu við þá staðreynd innan tíðar að þeir, sem vilja mæta á leikana, sitja heima. Að ekki sé rými fyrir ungu kynslóð- ina, þegar keppnin er í hámarki og úrslit standa yfir, vegna heiðurs- gesta og fulltrúa fyrirtækja?" Gosper spurði margra spurningá, en svaraði þeim ekki sjálfur. En ræðan hitti í mark og fékk leiðtog- ana til að velta framtíð Ólympíuleik- anna fyrir sér. HANDKNATTLEIKUR Gunnar og Sigurgeir milliríkjadómarar SKAGAMENNIRNIR Gunnar Viðarsson og Sigurgeir Sveins- son voru á námskeiði í Dan- mörku í síðustu viku og útskrif- uðust um helgina sem a-milli- rfkjadómarar í handknattleik. Þar með á ísland fjögur milli- ríkjapör og hafa þau aldrei verið fleiri. etta var síðasta námskeið sinnar tegundar, en hér eftir verður tröppugangurinn á toppinn mun erf- iðari og tekur lengri tíma að sögn Kjartans K. Steinbachs, sem kenndi á námskeiðinu í Kaupmannahöfn. Hann sagði að á þingi Álþjóða hand- knattleikssambandsins, sem verður í Hollandi í næstu viku, yrði sam- þykkkt að fyrst yrðu menn lands- dómarar, síðan b-dómarar í viðkom- andi álfu og svo a-dómarar, b-dóm- arar hjá IHF, a-dómar hjá IHF og loks yrðu 30 pör af um 300 pörum valin í úrvalshóp dómara. Rögnvald Erlingsson og Stefán Arnaldsson eru í þeim hópi, en auk þess eru Guðjón L. Sigurðsson og Hákon Siguijóns- son og Gunnar Kjartansson og Ólaf- ur Haraldsson í hópi a-milliríkjadóm- ara. Um 200 Evrópuleikir eru fram- undan hjá félagsliðum karla og kvenna og verða eftirlitsdómarar á átta þeirra, en Kjartan verður eftir- litsdómari á leik Drott og Zagreb í Svíþjóð. Rögnvaid og Stefán hafa verið settir á tvo leiki í 1. umferð karla, Gunnar og Ólafur á einn karlaleik og einn kvennaleik og Guð- jón og Hákon á einn kvennaleik. Frjálsíþróttir Grand Prix-mót í Berlín á þriðjudagskvöld. 100 m grindahlaup kvenna: sek. 1. Yulia Graudyn (Rússl.)..........12.62 2. Yordanka Donkova (Búlgaríu).....12.68 3. Tatyana Reshnetnikova (Rússl.)..12.74 110 m grindahlaup karla: 1. Colin Jackson (Bretl.)..........13.02 2. Mark Crear (Bandar.)............13.07 3. Mark McKoy (Austurr.)...........13.29 100 m hlaup karla: 1. Dennis Mitchell (Bandar.).......10.00 2. Jon Drummond (Bandar.)..........10.01 3. Linford Christie (Bretl.).......10.02 1.500 m hlaup karla: mín. 1. Venuste Niyongabo (Burundi)...3:31.18 2. Matthew Yates (Bretl.)........3:35.32 3. Abdi Bile (Sómalíu)...........3:35.38 Langstökk karla: m. 1. Mike Powell (Bandar.J............8.20 2. Stanislav Tarasenk (Ukraínu).....7.90 3. Dion Bentley (Bandar.)...........7.90 200 m hlaup kvenna: sek. 1. Merlene Ottey (Jamaíku).........22.07 2. GwenTorrence (Bandar.)..........22.15 3. Irina Privalova (Rússl.)........22,37 Stangarstökk: m. 1. Sergei Bubka (Úkraínu)...........6.05 2. Rodion Gatauliin (Rússl.)........5.85 3. Igor Trandenkov (Rússl.).........5.80 5.000 m kvenna: mín. 1. Alison Wyeth (Breti.)........15:10.38 2. Kathrin Wessel (Þýskal.)......15:10.84 1.500 m hlaup kvenna: 1. Angela Chalmers (Kanada)......4:04.39 2. Hassiba Boulmerka (Algeria)...4:05.73 400 m hlaup karla: sek. 1. Michael Johnson (Bandar.).......44.04 2. Steve Lewis (Bandar.)...........44.73 3. Roger Black (Bretl.)............45.09 400 m grindahlaup karla: 1. Samuel Matete (Sambíu)..........48.22 2. Stephane Diagana (Frakkl.)......48.49 3. Derrick Adkins (Bandar.)........48.53 800 m hlaup karla: mín. 1. Wilson Kipketer (Kenýu).......1:43.95 2. Benson Koech (Kenýu)..........1:44.20 3. Patrick Konchellah (Kenýu)....1:44.42 5.000 m hlaup karla. 1. Dieter Baumann (Þýskal.).....13:12.47 2. Khalid Skah (Marokkó)........13:12.74 Kringlukast kvenna: m. 1. Daniela Costian (Ástralíu)......66.06 2. Barbara Echavarria (Kúbu).......63.48 3. Ellina Zvereva (H-Rússl.).......63.14 Langstökk kvcnna: 1. Heike Dreschler(Þýskal.).........6.91 2. Inessa Kravets (Ukraínu).........6.89 3. Fiona May (Ítalíu)...............6.76 Spjótkast karla: 1. Andrey Moruyev (Rússl.).........85.18 2. Raymond Hecht (Þýskal.).........84.10 3. Jan Zelezny (Tékkl.)............83.16 3.000 m hindrunarhlaup karla: min. 1. Moses Kiptanui (Kenýu)........8:09.16 2. Richard Kosgei (Kenýu)........8:10.20 3. Mark Groghan (Bandar.)........8:10.56 Hástökk karla: m. 1. Troy Kemp (Bahamas)..............2.30 1. Javier Sotomayor (Kúbu)..........2.30 3. Dragutin Topic (Júgósl.).........2.25 Reykjalundarhlaupið Reykjalundarhlaupið fór fram á dögunum og voru þátttakendur um 700, en 29 luku keppni í 14 km hlaupi. Konur klst. FríðaBjarnadóttir...............1:06.01 Ursula Júnemann..................1:07.46 Rósa Friðriksdóttir..:..........1:14.51 Bryndís Svavarsdóttir............1:20.18 Bryndís Siguijónsdóttir..........1:27.16 Svava Kristín Valfells...........1:27.16 Karlar Brynjólfur Ásþórsson...............55.44 Jóhann Heiðar Jóhannsson...........57.05 Jósef G. Sigþórsson................58.22 Karl Jón Karlsson.................59.41 Páll Steinþórsson................1:01.16 Kristján Gunnarsson..............1:03.41 PéturlngiFrantzon................1:07.23 Leifur Þórðarson.................1:05.12 Gunnlaugur Ragnarsson...........1:05.53, Áki Snorrason...................1:06.41 Helmuth Hinriksson...............1:07.29 Jón E. Guðvars...................1:08.59 Björn Magnússon..................1:11.45 Anton Antonsson..................1:11.56 Guðmundur Friðjónsson............1:14.27 Sigurður Guðmundsson.............1:15.38 Alfreð Atlason...................1:16.07 Þorsteinn G. Gunnarsson..........1:16.45 Ingólfur Sveinsson...............1:17.56 Róbert Pétursson.................1:17.56 Jón H. Ásbjörnsson...............1:17.56 Kristinn Karlsson.............. 1:22.22 Ólafur Geirsson..................1:23.33 í kvöld Knattspyrna EM U-16 ára drengja: KR-völlur: ísland - Finnland.kl. 18 Handknattleikur Opna Reykjavíkurmótið Austurberg: Valur-KA................kl. 17.00 KA-U-18ára..............kl. 20.00 ÍH-Valur................kl. 21.30 Framhús: Haukar-ÍR...............kl. 19.30 Fylkir-Fram.............kl. 21.00 Seljaskóli: Víkingur - UMFA.........kl. 18.00 FH-Stjarnan.............kl. 19.30 Breiðablik - KR.........kl. 21.00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.