Morgunblaðið - 01.09.1994, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.09.1994, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 1. SEFfEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Vorsöngnr að haustnóttum TONLIST Listasafn Sigurjóns Óiafssonar SAMLEIKUR Á FIÐLU OG PÍANÓ Nicholas Milton og Nína Margrét Grímsdóttir léku verk eftir Beet- hoven, Debussy og Bartók. Þriðju- dagur 30. ágúst 1994. STJÓRNENDUR Listasafns Sig- uijóns Ólafssonar hafa helgað sér sumarþriðjudagana með tónleika- haldi og hefur aðsókn að þessum tónleikum verið góð, enda margt áhugavert í boði, góðir flytjendur og góð tónlist. Síðustu tónleikar sum- arsins voru í höndum ungra og mjög efnilegra tónlistarmanna, ástralsk- franska fiðiuleikarans Nicholas Mil- ton og Nínu Margrétar Grímsdóttur píanóleikara. Bæði eru þessir lista- menn í doktorsnámi, auk þess að starfa sem „konserterandi" tónlistar- menn og eru gott sýnishom þess hve tónlistariíf á Isiandi er sífellt að fá á sig alþjóðlegri svip, enda hafa ungir tónlistarmenn sótt sér menntun víða um heim og hafa þessir alþjóðlegu aðdrættir þein-a blómstrað með ýms- um hætti, ísiensku tónlistarlífí til góðs. Nína Margrét hefur þegar getið sér gott orð sem píanóleikari og var samleikur hennar og Miltons oft mjög góður, t.d. í fyrsta verki tón- leikanna, Vorsónötunni, einhveiju fallegasta fiðiuskáldverki Beethov- ens, sem þrátt fyrir að vera oft hranalegur og óþjáll til umgengnis við fólk, átti í hugskoti sínu undur- þýð blæbrigði og viðkvæmni, fléttaða saman við sterka tilfinningu fyrir formskipan og rökrænu samhengi tónanna, svo að enn undrast menn tónskáldskap þessa mikla lista- manns. Fyrsti kaflinn var mjög vel leikinn en í hæga þættinum vantaði Milton þá tónmýkt, sem prýðir þenn- an þátt, sérstaklega á lágsviðinu, þar sem tónninn varð á stundum hás og án undirhljóms. Á efra sviðinu réð /r/r/sy.y/ .)///. kynnir á tónleikar t 5. og 6. sept. kl. 20:30 Kr. 2000 david byrne ásamt paul socolow bassi todd turkisher tromitiur mauro refosco slagverk nýja platan ▼ í RúRek ‘94 ‘//,V, á Hótel Sögu, 4/9 Tríó Níels //.'/ Hennings, 9/9 Jazz of CHORS og Stórsveit Reykjavíkur, 10/9 Kvartett Archie Shepp. Auk þess jazz á Fógetanum, Horninu, Kringlukrá og Tunglinu. david9mvd O Mlðasala: Háskólabíó, Japís/Brautarholti, Sklfan/Kringlunni, Músik&myndir/Austurstræti & Hljómalind. Háskólabíó rTÝNDI HLEKKURINN EIMSKIP \m GátiouM eÉ* líio það, sem einkennir bandarískan fiðluleik, skarpur og þéttur Hayfetz- tónninn, tóntak sem heftir marga í túlkun en er glæsilegur og nýtur sín best í leiktækniverkum. Það kom fram skemmtileg hryntregða í þriðja þættinum en lokaþátturinn var ein- um of laus í formi, leikinn beint af augum og ekki þrunginn af þeirri sumarást Beethovens, sem oft hættir til að birtast sem áhyggjulaus leikur hjá ungum tónlistarmönnum, er vantar þá eðlilegan vetrarótta og langnætti ellinnar. Stílsnillingurinn Debussy átti næsta verk, fiðlusónötuna, sem er í raun svanasöngur þessa meistara í tónblæbrigðum. Milton og Nína léku fyrsta kaflann mjög vel en eins og í Beethoven, var lokakaflinn eilítið tættur og á köflum óf hraður, til þess að flytjendurnir ungu næðu að skálda í blæbrigði verksins nægilega vel. Lokaverk tónleikanna var fyrri fiðlu-rapsódían eftir Bartók. Tii að skilja þessa tónlist þurfa flytjendur að hafa upplifað ungverskan dans, því þar er leikið með alls konar hljóð- fall, seinkun og hröðun tónferlis og eins og t.d. í upphafi verksins, hæg- an, þungan og spennuþrunginn gönguhraða. Því var fyrsti kaflinn of hraður og leikurinn með hrað- breytingamar oft merkingarlaus. Samt var margt glæsilega gert og er engum vafa undirorpið, að hér eru á ferðinni stórefnilegir tónlistar- menn. Sem annað aukalag, á eftir leiktæniverki eftir De Falla, léku listamennirnir Humoreskuna eftir Þórarin Jónsson, og fluttu þau þetta einfalda en fallega verk mjög vel og þar með lauk þessum vorsöng að haustnóttum, í regnklæddu sólarlagi hverfandi dags. Jón Ásgeirsson DRENGJAKÓR Laugarneskirkju. Laugarneskirkja Vetrarstarf drengja- kórsins hefst í dag VETRARSTARF Laug- arneskirkju hefst hinn 1. september nk. Kórstarfið hefur verið þróttmikið og vaxandi hin síðustu ár, þar sem metnaðarfullt starf hefur verið í fyrir- rúmi. Stofnandi og stjórnandi kórsins frá upphafi, Ronald Turner, hefur nú hætt störfum hér á landi og haldið til baka til heimalands síns og eru honum þökkuð vel unnin störf. Friðrik S. Kristinsson hefur verið ráðinn stjórnandi kórs- ins og hefur hann þegar tekið til starfa. Friðrik stundaði nám í söng við Söngskólann í Reykjavík og voru kennarar hans Magnús Jóns- son og Garðar Cortes. Árið 1987 lauk Friðrik söngkennaraprófi LRSM (The Associated Board of the Royal School of Music). Hann hefur komið fram sem söngvari við ýmis tækifæri. Friðrik er aðal- Friðrik S. Kristiusson stjórnandi Karlakórs Reykjavíkur síðan 1990. Drengjakórinn telur sér mikinn feng í að fá að njóta starfskrafta Frið- riks og væntir góðs af samstarfinu. Á næstu vikum verður auglýst eftir nýjum drengjum í kórinn og mun raddprófun fara fram fljótlega eftir það. Nokkrir drengir úr kórn- um hafa verið valdir til að syngja í uppfærslu Þjóðleik- hússins á óperunni „Á valdi örlag- anna“ í vetur þar sem Kristján Jóhannsson mun syngja aðalhlut- verkið. Starfsemin í vetur verður með hefðbundnu sniði, en nú í lok október kemur út fyrsti geisladisk- ur kórsins. Á disknum eru verk sem kórinn söng á kóramóti í Bandaríkjunum sl. vor þar sem hann bar sigur úr býtum í alþjóð- legu kórakeppninni. Sýning' á myndum úr ljósmyndamaraþoni NÚ STENDUR yfir sýning á vegum Félagsstofnunar stúdenta í anddyri Stúdentaheimilisins við Hringbraut á myndum sem unnu til verðlauna í ljósmyndamaraþoni Stúdentaráðs Háskóla íslands. Maraþonið var hald- ið laugardaginn 26. mars sl. og var þetta í annað sinn sem það er haldið. í fyrra tóku rétt ríflega eitt hund- rað hugmyndaríkir háskólastúdentar þátt og í ár voru 163 þátttakendur skráðir til keppni, sem er mesti fjöldi sem verið hefur í keppni af þessu tagi hérlendis. Þátttaka í ár var ókeypis og öllum opin og var hún styrkt af Morgunblaðinu, Hans Pet- ersen, Búnaðarbankanum og Félags- stofnun stúdenta. Keppnin hófst að morgni laugar- dagsins 26. mars er keppendur fengu tólf mynda filmu í hendurnar ásamt lista með tólf verkefnum/efnisflokk- um. Filmunum átti að skila áteknum tólf tímum síðar en eins og gengur og gerist í maraþoni komust ekki allir í mark. Ríflega 100 manns skil- uðu inn filmum. Hugmyndaauðgi keppenda réð mestu um úrslitin en alls komu um 60 keppendur til álita er sigurvegar- anna var leitað og því var keppnin jöfn og spennandi. Sýningin mun standa yfir til 1. október og er húsið opið alla virka daga frá kl. 8-18.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.