Morgunblaðið - 01.09.1994, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 01.09.1994, Blaðsíða 60
HEWLETT PACKARD ---------UMBOÐIÐ HP Á ÍSLANDI HF Höfdabakka 9, fíeykjavík, sími (91) 671000 Frá möguleika til veruleika MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I 103 REYKJAVÍK SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 86 FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1994 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Osóttur 7,6 millj. vinningiir LOTTÓVINNINGUR að upp- hæð 7.658.527 kr. tiggur ósótt- ur hjá Islenskri getspá. Þetta er annar tveggja vinninga sem komu fram þegar fyrsti vinn- ingur var fjórfaldur í laugar- daginn 13. ágúst. Miðinn var seldur á Patreks- firði föstudaginn 12. ágúst kl. 10.49. Um er að ræða 10 raða miða sem seldur var í sjálfvali. Að sögn Vilhjálms Vilhjálms- sonar, framkvæmdastjóra ís- lenskrar getspár, kemur það öðru hveiju fyrir að nokkrir dagar líða frá drætti þar til stór- ir vinningar eru sóttir. Allar lík- ur séu á að vinningshafinn gefi sig fram en ástæða sé fyrir Patreksfirðinga og þá sem leið hafa átt um Patreksfjörð að skoða miða sína vel. Að jafnaði er 1% vinninga ekki sótt til íslenskrar getspár eða 5-6 millj. króna. Vilhjálmur sagði að þetta væru allt smá- vinningar. Á sínum tíma óskaði Islensk getspá eftir heimild til að bæta ósóttum vinningum við vinningspottinn, en dómsmála- ráðherra hafnaði því. Minna er um ósótta vinninga hjá íslenskum getraunum vegna þess að um 60% af sölu miða fara í gegnum tölvukerfi íþróttafélaga eða einstaklinga, en þar með eru miðarnir skráð- ir á nafn. Morgunblaðið/Sverrir Morgunblaðið/Þorkell Verðmætasti farmur Grandatogara ÞERNEY RE, frystitogari Granda hf., kom í gærmorgun til Reykja- víkur með verðmætasta farm sem skip frá Granda hefur komið með að landi; 241 tonn af hausuðum og slógdregnum djúpkarfa, sem þegar hefur verið seldur til Japans fyrir að meðaitali 129 krónur kíló- ið. Heildarverðmæti aflans er 54,5 milljónir króna og hásetahluturinn eftir 24 daga veiðiferð um 570 þúsund krónur. Að sögn Sigurbjörns Svavars- sonar, útgerðarsljóra hjá Granda, var Þerney við veiðar á Hampiðj- utorgi, 80-120 mílur vestur af Látrabjargi, og á Reykjaneshrygg og fer aftur á sömu slóðir að lok- inni löndun. Alls fékk skipið 425 tonn upp úr sjó og úr því unnu skipverjarnir 25 eins og fyrr sagði 241 tonn af hausuðum og slóg- dregnum karfa sem við komu td hafnar var skipað nánast beint út til Japans, þangað sem hann hefur verið seldur. Undanfarið hafa fengist um 100 krónur fyrir karfakilóið á fersk- fiskmarkaði í Þýskalandi, að sögn Sigurbjörns. Fyrir karfann úr Þerney borguðu Japanir hæsta verð þar sem mestan part var um mjög stóran og góðan fisk að ræða sem stóðst ströngustu kröfur á þeim markaði hvað varðar lit og gæði. Þrátt fyrir að um verðmætasta farm nokkurs Grandatogara fyrr og síðar sé að ræða voru frysti- geymslur skipsins ekki fullar. Þar er pláss fyrir um 400 tonn af afurð- um, að sögn Sigurbjörns. Skipstjóri Þerneyjar er Þórður Maguússon. Kennarar vili a fresta færslu grunnskólans EIRÍKUR Jónsson, formaður Kennarafélags íslands, telur útilokað að hægt verði að flytja rekstur grunnskólans frá ríkinu til sveitarfélaganna 1. ág- úst 1995 eins og ríkisstjórnin áformar. Hann sagði á landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga í gær að of margt væri enn óljóst í sambandi við tilflutninginn til að þetta væri hægt. Landsþingið mun á morgun taka af- stöðu tii þess hvort það er tilbúið til að styðja að rekstur grunnskólans verði fluttur 1. ágúst á næsta ári. Guðmundur Árni Stefánsson, fé- lagsmálaráðherra, varaði sveitar- stjórnarmenn á þinginu við að leggja eyrun við röddum sem vilja fresta tilfærslunni. Hann lagði áherslu á að ágreiningur um tilfærslu fjár- muna verði leystur og sagði nauð- synlegt að gefa sveitarfélögunum Kanna hverjir mega sín minnst RAUÐI kross íslands gerir í haust könnun á því hveijir megi sín minnst í íslensku sam- félagi og hvernig aðstæðum þeirra sé háttað. Að sögn Guðjóns Magnús- sonar, formanns RKÍ, er aðstoð við þá sem minnst mega sín að verða miðpunktur starfsemi fé- lagsins. Áf því tilefni verði könnunin gerð. Nú er verið að leita fyrirmynda hjá erlendum Rauða kross-félögum sem hafi gert sambærilegar kannanir og leggja lokahönd á undirbúning hennar. Niðurstöður könnunarinnar verða notaðar til að komast að með hvaða hætti Rauði krossinn geti sem best stutt við sem flesta hópa þeirra sem minnst mega sín. Hér heima blasi við ýmis vandamál, m.a. vaxandi ofbeldi og vaxandi einangrun í þjóðfélaginu. ■ Því miður fer þörfin/8 ákveðið svigrúm til skattlagningar. Meðal sveitarstjórnarmanna og kennara eru skiptar skoðanir um flutning grunnskólans til sveitarfé- laganna. Málið hefur verið í undir- búningi í langan tima og þrjár nefnd- ir hafa haft ýmsa þætti málsins til umfjöllunar. Viðkvæmustu þættir þess eru færsla tekna frá ríkinu til sveitarfélaganna og kjaramál kenn- ara. Nefnd, sem menntamálaráðherra skipaði til að íjalla um lífeyrisrétt- indi kennara, hefur lokið störfum fyrir fimm mánuðum, en starf nefnd- arinnar er grundvöllur að gerð nýs kjarasamnings milli kennara og sveitarfélaganna. Eiríkur Jónsson lagði áherslu á að frá þessum samn- ingi verði gengið hið fyrsta og áður en ný grunnskólalög verða sam- þykkt. Það verði ekki fyrr en eftir gerð slíks samnings sem liggi fyrir hver endanlegur kostnaður sveitar- félaganna af rekstri grunnskólans verði. ■ Málefni grunnskólans/4 Þorgeir Eyjólfsson forstjóri Lífeyrissjóðs verslunarmanna um útboð húsnæðisbréfa Skylt að ávaxta sjóðina á sem hagkvæmastan hátt ÞORGEIR Eyjólfsson, forstjóri Lífeyrissjóðs verslunarmanna, segir að stjórnendum lífeyris- sjóðanna beri skylda til að ávaxta fjármuni sjóð- anna á hverjum tíma með sem hagkvæmustum hætti. Á meðan hagkvæmari kjör á sams konar skuldabréfum bjóðist á fjármagnsmarkaði en sú 5% ávöxtun sem yfirlýst sé að húsnæðisbréfin verði seld við muni þau ekki seljast. í útboði húsnæðisbréfa í fyrradag seldust engin bréf og er það í fjórða skipti frá því í júnímánuði að engin bréf seljast. „Menn verða að horfa á aðstæður á verðbréfa- markaði á þeim degi sem útboðið fer fram. Ef þær eru skoðaðar kemur í ljós að þá lágu inni sölutilboð af hálfu Seðlabanka íslands í þessa sömu flokka húsnæðisbréfa þar sem ávöxtunar- krafan er 5,10%,“ sagði-Þorgeir. Húsbréf með 5,33% ávöxtun Hann sagði að auk þessa þyrfti að taka tillit til þess að húsnæðisbréfin væru mjög lík húsbréf- unum að allri gerð og þau hefðu fengist með 5,33% ávöxtun á þriðjudaginn. „Eins og þetta ber með sér er ekki með neinu móti réttlætanlegt að kaupa i raun og veru sams konar bréf á sama tíma með 5% vöxtum," sagði Þorgeir Eyjólfsson. „Við megum ekki ráðstafa peningum með þeim hætti að kaupa ekki það sem gefur best af sér þegar um hliðstæða vöru er að ræða.“ Hann benti á að þegar húsnæðisbréf hefðu selst síðast í júnímánuði hefði ávöxtunarkrafan á húsbréfunum verið 5,08%. Aðspurður hvort lífeyrissjóðirnir væru að missa áhugann á að reyna að gera tilboð í húsnæðisbréfin, en aðeins bárust tilboð að upphæð 131 milljón í bréf í útboðinu á mánudaginn, sagði Þorgeir. að það væri yfirlýst stefna að hafna öllum tilboðum sem væru hærri en 5% og sjálfsagt hugsuðu margir sem svo að tilgangslaust væri að gera tilboð þegar fyrir lægi að því yrði ekki tekið. Þetta myndi hins vegar breytast ef vextir á markaðn- um lækkuðu og ávöxtunarkrafa húsnæðisbréfa yrði sambærileg við ávöxtunarkröfu á öðrum bréfum á markaðnum. Skipasmíðar ánýí Garðabæ SKIPAVIÐGERÐIR eru aftur hafnar í Garðabæ en þær lögð- ust niður í nokkur ár í kjölfar gjaldþrots Stálvíkur. Vélsmiðjan Normi hf., sem keypti eignir þrotabús Stálvíkur, tók í gær Þröst RE upp í slipp og inn í hús þar sem skipið verður lengt, sett í það nýtt spil og ljósavél og gerðar ýmsar aðrar endurbætur. Að sögn Sævars Svavarssonar, framkvæmdastjóra Norma, voru allar framkvæmdir við smíði stórrar dráttarbrautar fyrirtæk- isins stöðvaðar þegar fréttist af því að ríkið styrkti kaup á fyrir- hugaðri flotkví til Akureyrar og starfsmenn Norma hefðu þá ákveðið að snúa sér að því að koma gamla slippnum í gagnið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.